Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 31

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 3 1 jr Attræður: Magnús Ingimund- arson frá Bæ Oft verður öldnum litið til baka, eftir langa vegferð þar sem skiptst hafa á skin og skúrir, sem er svo algengt meðal barna síðastliðinna aldamóta og raunar allra þegar ævi tekur að halla. Eitt þessara barna er Magnús Ingimundarson, fyrrverandi óðalsbóndi í Bæ í Króksfirði í Reykhólahreppi. Magnús Ingimundarson er fæddur í Snartartungu í Bitru 6. júní 1901 og er því áttræður í dag. Foreldrar hans voru Ingimundur, bóndi þar 1893—1903, Magnússon og kona hans Sigríður Einarsdóttir. Ingi- mundur var fæddur 25. febrúar 1869. Hann fluttist frá Snartar- tungu að Bæ í Króksfirði 1903 og bjó þar síðan. Hann var hrepp- stjóri, póstafgreiðslumaður, sýslu- nefndarmaður og gegndi fjölmörg- um störfum fyrir sveit sína. Einn- ig var hann pallavörður í Alþingi um árabil, víðkunnur höfðings- og rausnarmaður. Hann dó 25. janú- ar 1942. Foreldrar Ingimundar voru Magnús, hreppstjóri á Hrófbergi í Steingrímsfirði, fæddur 1842, dá- inn 1925, Magnússon og kona hans Guðrún, fædd um 1840, dáin 1916 Guðmundsdóttir frá Þiðriksvöll- um í sömu sveit, Jónssonar. For- eldrar Magnúsar á Hrófbergi voru Magnús Magnússon, bóndi á Dið- riksvöllum, fæddur um 1807, og kona hans Ragnheiður, dáin 1859, Sveinsdóttir frá Djúpadal í Gufu- dalssveit, Bjarnasonar. Foreldrar Magnúsar á Þiðriksvöllum voru Magnús Jónsson, bóndi á Hrófá í sömu sveit, fæddur 1773, dáinn 1840, og kona hans Steinunn fædd um 1776, dáin 1846, Halldórsdóttir frá Heydal í Vatnsfjarðarsveit Jónssonar. Foreldrar Magnúsar á Hrófá voru Jón Jónsson á Laugar- landi á Langadalsströnd og kona hans Margrét Gunnlaugsdóttir. Kona Ingimundar í Bæ var eins og áður segir Sigríður Einarsdótt- ir. Foreldrar hennar voru Einar Þórðarson bóndi í Snartartungu, fæddur 1822, dáinn 1902 og kona hans Guðrún yngri fædd um 1825, Bjarnadóttir bónda á Þórustöðum í Bitru, fædd 1788, dáin 1846, Bjarnasonar og konu hans Herdís- ar Gísladóttur frá Hlaðhamri, Jónssonar. Foreldrar Einars föður Sigríðar voru Þórður Magnússon bóndi á Gróustöðum í Geiradal og Guðrún Jónsdóttir frá Kleifum í Gilsfirði, Þorleifssonar. (Meðal systkina Sigríðar í Bæ konu Ingi- mundar var Sturiaugur í Snart- artungu, faðir séra Einars próf- asts á Patreksfirði.) Allir fram- anskráðir aðilar voru vænsta fólk í hvívetna svo ekki verður á betra kosið og standa því sterkir stofnar að Magnúsi, enda hefur hann haldið merki áa sinna það vel á lofti að enginn sem til þekkir og hefur átt samleið með honum um árabil mundi draga í efa að svo væri. Æskuár Magnúsar eru mér lítt kunn að öðru leyti en því að hann ólst upp með foreldrum sínum í Bæ. Tvo vetur var hann við nám í Núpsskóla í Dýrafirði. Magnús gekk að eiga Jóhönnu Hákonar- dóttur, hinn 7. júlí 1923. Hún var fædd 16. ágúst 1901 á Reykhólum, dóttir Hákonar Magnússonar bónda þar og konu hans Arndísar Bjarnadóttur, Bjarna Þórðarsonar ættaðs úr Borgarfirði. Þórey kona Bjarna var Pálsdóttir, ættuð úr Breiðafjarðareyjum. Magnús hóf fyrst búskap í Bæ, síðar á Hríshóli. Þaðan flytja þau á hálflendu á Miðjanesi og þaðan að Reykhólum, og höfðu hálfa jörðina til afnota, þaðan flytja þau svo að Bæ, árið 1935. Ekki hafði Magnús búið þar nema tvö ár, þegar Jóhanna kona hans andaðist og var það honum mikill harmur að sjá á bak svo traustum og af öllum sem til þekktu svo virtum lífsförunaut, sem Jóhanna heitin var. Hún var afburða gæða- kona. Börn Magnúsar og Jóhönnu: Sigríður fædd 22. maí 1924. Fyrri maður, Friðgeir Sveinsson kenn- ari, dó 22. maí 1952. Síðari maður Sigurður Sveinsson rafvirkja- meistari, búsett í Reykjavík. Lúðvík fæddur 19. ágúst 1925, heitbundinn Hrefnu Sveinsdóttur í ágúst 1946, er hún lést af slysförum í sama mánuði. Mörg- um árum síðar, hóf hann búskap með Guðrúnu Jakobsdóttur og átti með henni tvær dætur, búsettur í Reykjavík. Arndís fædd 20. júlí 1927, maður Stefán Guðlaugsson byggingameistari, búsett í Garða- bæ. Erlingur fæddur 7. október 1931, vörubifreiðastjóri, kona Helga Höskuldsdóttir, búsett í Reykjavík. Ingimundur fæddur 11. sept- ember 1933, kona Sjöfn Smith. Ingimundur er byggingameistari búsettur á Seltjarnarnesi. Hákon fæddur 11. september 1933, kona Unnur Jónsdóttir, slitu samvistum. Hákon er búsettur í Reykjavík, hann er bygginga- meistari. Auk þess ólu þau upp stúlku, Huldu Pálsdóttur fædda 17. sept- ember 1922. Fyrri maður Hafliði Guðmundsson. Seinni maður Hall- dór Jónsson. Þau eru búsett í Króksfjarðarnesi. Óhætt er að fullyrða að fóstur- dótturinni reyndist hann ekki síður en sínum eigin börnum, ansi er ég hræddur um að það hefði reynst Huldu æði mikið erfiðara lífið þegar hún missti mann sinn, Hafliða heitinn, ef fósturfaðirinn hefði taiið hlutverki sínu lokið, svo einstaklega reyndist hann henni þá sem og raunar alla tíð. Enda hygg ég að hún líti frekar á hann sem föður en fósturföður. A heimili Magnúsar og Jóhönnu heitinnar í Bæ dvaldi ljósmóðir hreppsins, Sigríður Guðjónsdóttir, sem tók þá þegar við hússtjórn og annaðist börnin af einstakri snilld og gekk þeim í móðurstað, enda meta þau hana mikils og líta á hana sem aðra móður sína. Sigríð- ur var óslitið við hússtjórn í Bæ, þar til Magnús brá búi. Þau eignuðust tvo syni, Ólaf fæddan 20. mars 1940, ógiftur býr með móður sinni í Reykjavík, og Gunn- laug, húsameistara fæddan 15. apríl 1945, kona Guðríður Gígja, býr á Seltjarnarnesi. Árið 1960 bregður Magnús búi og flyst til Reykjavíkur og stundaði þar skrifstofustörf. Þá er að lýsa starfsferli Magn- úsar frá Bæ. Hann var vegaverk- stjóri í 36 ár, hreppstjóri í 20 ár. Skólanefndarformaður í fjölda- mörg ár. Formaður búnaðarfé- lagsins um langt árabil, í stjórn kaupfélagsins og þar að aukí stórbóndi á ættaróðali sínu Bæ, þar sem hann byggði allt upp, hvert eitt einasta hús, hvort held- ur var yfir menn eða skepnur. Sléttaði og ræktaði og margfald- aði túnið að stærð og gæðum, girti tugi kílómetra af girðingum og síðast en ekki síst reisti heima- rafstöð það stóra að hún hefði nægt til allmikils iðnaðar. Þrátt fyrir allar þessar fram- kvæmdir og hin fjölmörgu ólíku störf virtist Magnús alltaf hafa tíma aflögu, það var engu líkara en hann gæti teygt daginn, tekið með annarri hendinni í morgun- inn en hinni í kvöldið og teygt svo á að hver dagur lengdist til muna ef dæma ætti eftir afköstum. Það var óhemju gestkvæmt í Bæ. Það væri fróðlegt manntalsregistur væru til gestabækur yfir alla gesti sem komu að bæ í búskapartíð Magnúsar og öllum tekið með sérstakri einlægni og hlýju, hvar í mannvirðingastiganum, sem hann stóð. Margir leituðu til Magnúsar ef þá vanhagaði um eitthvað. Magnús virtist geta leyst úr hvers manns vanda og ekki skorti vilj- ann hjá honum til þess. Þá fyrst leið honum vel. Magnús er að eðlisfari afar giaðsinna, hrókur alls fagnaðar hvar sem hann er meðal félaga, söngelskur með af- brigðum og hefur mjög fallega bassarödd. Eins og er hér að framan skráð hætti Magnús búskap í Bæ árið 1960 og stundaði skrifstofustörf í Reykjavík á vetrum, en vegaverk- stjórn á sumrum. Hinn 25. ágúst 1962, giftist Magnús Borghildi Magnúsdóttur frá Hólum í Steingrímsfirði. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík. Fluttu síðan að Kletti í Geiradal og reka búskap þar frá 1968 til 1977 að þau bregða búi og flytja alfarið til Reykjavíkur. Það gefur að skilja, að fyrir slikan athafnamann er ekki sársauka- laust að yfirgefa sveit sína. Sveit sem er ein af fegurstu perlum í íslenskri náttúru, fjölbreytileik- inn í landslaginu og lognléttur sjórinn með allan eyjaklasann sem við hnígandi kvöldsól líkjast helst perlum á dýrindis klæði. Þannig var og er útsýnið frá æskuheimili Magnúsar Ingimund- arsonar frá Bæ. Magnús er stór- kostlegur og víðsýnn persónuleiki. Maður er ekkert virtist geta bugað þó oft væri andbyr að mæta, haggaði það ekki hans fastmótuðu hetjulund. Hann var ákveðinn í að sækja alltaf hærra og hærra uns efsta tindinum væri náð. Og það hefur hann svo sannarlega gert, og getur þessvegna rifjað upp margar góðar endurminningar frá liðinni tíð, Magnús átti við mikla vanheilsu að stríða síðastliðið ár, þurfti meðal annars að ganga undir tvo erfiða uppskurði, en sem betur fer lánuðust þeir vel og vonandi eigum við eftir að sjá hann glaðan og reifan um langa tíð ennþá, þó að vitaskuld halli að ævikvöldi hjá áttræðum manni, það er náttúrulögmál sem ekkert fær breytt. Mér finnst að eftirfar- andi erindi eigi vel við Magnús. Þó oft hafi fyrir sjónum syrt sortinn leió aftur fjær. þaó hofur alltaf aftur hirt ok ylurinn komió nær. l*o hendur harnanna haróni af síkkA í hjortunum hjarmar þó. Hvcr einasta daKslátta er Drottni víkó í dalanna hofgu ró. Að endingu bið ég þér allrar blessunar á þeim tímum sem framundan eru og þú megir enn um langt árabil hress og frískur fram til valla ganga. Lifðu heill. Guðmundur A. Jónsson í dag er ástæða fyrir marga til að halda hátíð, þar sem ríki gleði og fögnuður yfir löngum og far- sælum æviferli öðlingsmanns, Magnúsar frá Bæ í Króksfirði. Og þar ætti vissulega við að syngja: „Vorið er komið og grundirnar gróa, gilin og lækirnir fossa af brún“, en kvæðið er ort af skáldi, sem átti sömu æskustöðvar og Magnús, Reykhólasveit. Að vísu myndu sumir ætla, að áttræðisaf- mæli minnti fremur á haust en vor, en það er algert aukaatriði, því að vorið er tími birtunnar, og það hefur alltaf verið bjart um Magnús. Á því er enginn vafi, að menn mótast verulega af því umhverfi, sem þeir alast upp í, bæði hinu mannlega og náttúrulega sem og hinu tilbúna. Sumir telja sig oft geta séð það á mönnum, hvar af landinu þeir séu, en eitt er víst, að ekkert finnst manni sjálfsagðara en að þessi höfðingi í sjón og reynd sé runninn upp í Reykhóla- sveit, hinni blómlegu, gróðursælu og söguríku byggð, sem ber svo einarðlegan svip af hömrum og tindum. Eg minnist þess, er ég kom fyrst á þessar slóðir sumarið 1944, þá 18 ára, hvað ég varð heillaður og undrandi yfir þessari viðbót við landið, sem ég hafði séð. Ég náði í skottið á gamla tímanum, og við fórum á hestum frá Bæ, þar sem ég gisti í fyrsta sinn, um sveitina að Kinnarstöðum, en þaðan lagði upp hópur ferðamanna með klyfjahesta yfir Þorskafjarðar- heiði niður í Langadal, þar sem nokkrir okkar skyldu vera í vega- vinnu þá um sumarið. Slík kynni af landinu fá menn ekki í bílferð- um nú á dögum. Sumarið eftir var ég í hópi þeirra vegavinnumanna, sem ruddu fyrsta bílveginn yfir sjálfa Þorskafjarðarheiði, og þá voru endurnýjuð kynnin af Reykhóla sveit af miklum fögnuði og gripið hvert tækifæri sem gafst til að fara þangað. Og af auðninni efst á heiðinni var notalegt að koma niður í hina hlýlegu og fögru b.Vggð, sm mér hefur þótt vænt urn æ síðan. Ég átti þar enga ætt- ingja, en naut vináttu foreldra minna og Magnúsar á þann hátt, að mér fannst hann vera mér allra manna skyldastur. Og svo hefur æ síðan verið. Samskipti mín við Magnús frá Bæ og kynni mín af honum hafa, þegar ég lít til baka, eins og öll verið tengd hátíð og gleði, þó að sorgin hafi oft barið þunglega að dyrum hjá honum. En. fáum mönnum hef ég kynnzt um ævina, sem voru eins jafnvígir á aö mæta gleði og sorg. Gleðimál lá honum létt á tungu, en raunatölur held ég að hann hafi aldrei kunnað. Það ríkti ávallt fögnuður, þegar Magnús kom heim til foreldra minna. Þess minnist ég frá barn- æsku. Og þær kveðjur, sem oftlega bárust frá honum á jólum, voru ekki aðeins beztu óskir um gleði- leg jól og gott og farsælt nýár, þær voru lostæti í orðsins dýr- legustu merkingu. * Frá því segir í sögu Grettis, að þegar hann var um vetur að Reykhólum, þá sótti hann naut í Ólafseyjar til jólaveizlu og bar það á bakinu úr flæðarmálinu alllang- an veg heim að Reykhólum. Þegar menn sáu hann koma þannig, undruðust allir, hversu miklu hann gat orkað. Var þeim þó vel kunnugt um afl Grettis. Eins er það með Magnús, að hann hefur oft komið mönnum á óvænt með rausn sinni og höfðingsskap, þótt hann væri alþekktur einmitt fyrir þá mannkosti.' Að öðru leyti vil ég ekki bera þá saman Magnús og Gretti, en ég vil heldur ekki vera sjálfur borinn saman við Gretti, hvað vanþakk- læti hans snertir eftir veturvist- ina á Reykhólum hjá höfðingjan- um Þorgils Arasyni. Ég flyt Magnúsi frá Bæ innilegar þakkir mínar og minnar fjölskyldu fyrir áratuga vináttu og tryggð. Og í dag skal vera hátíð, sólskin og gleði. Til hamingju með daginn! Sveinn Ásgeirsson I dag verður Magnús á heimili sonar og tengdadóttur að Hof- görðum 2 á Seltjarnarnesi og tekur þar á móti afmælisgestun- um eftir kl. 16. Fimm sóttu um embætti héraðsdómara RIINNINN er út umsóknarfrest ur um emba'tti héraðsdómara \ ið emhætti sýslumannsins og ha-j- arfógetans í llafnarfirði. ' Þessir sóttu um: Finnbogi Alex- andersson, bæjarfógetafulltrúi Hafnarfirði, Guðmundur L. Jó- hannesson, aðalfulltrúi bæjarfóg- etans í Hafnarfirði, Hlöðver Kjartansson, bæjarfógetafulltrúi Hafnarfirði, Jón Ragnar Þor- steinsson, aðalfulltrúi bæjarfóg- etans í Vestmannaeyjum, og Valt- ýr Sigurðsson, héraðsdómari í Keflavík. Odýrt tveggjavikna sólarfrí Tveggja vikna ferð til Beni- dorm, hrein og snyrtileg strönd á Suður-Spáni, Góð hótel eða íbúðir með eða án fæðis. Beint flug alla leið. 0 FERÐAMIDSTÖDIN AÐALSTRÆTI 9 SÍM128133 11255

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.