Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 34

Morgunblaðið - 06.06.1981, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 + Maðurinn minn, faöir okkar og hróöir, BJÖRN KALMAN, er látinn. Ek veit einn, at aldrei deyr: dómr um dauðan hvern. Þórdís, Martha María, Sigríður Helga, Bergur, Hildur, Þórdís, Björn, Ásdís, Páll Einar, Einar. Umeá 3. júní, 1981. Móöir okkar. er látin. JENSÍNA INGVELDUR HELGADÓTTIR frá Þorkelsgerði, Selvogi, Börn hinnar látnu. GUOLAUG JONASDOTTIR, Hamrahliö 31, lézt aö Elliheimilinu Grund, 21. maí. Jaröarförin hefur fariö fram. Geir Tryggvason og fjölskylda, Erla Geirsdóttir, Björn Bjarnason. + Eiginmaöur minn, BJARNI GÍSLASON, fyrrum stöövarstjóri, lézt aö heimili sínu 4. júní. Guðný Gestsdóttir. + Faðir minn, ÞORSTEINN SÖLVASON, andaöist 4. júní. Útförin fer fram frá Þjóökirkjunni í Hafnarfiröi þann 9. júní kl. 2. Blóm vinsamlegast afþökkuö. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Dvalarheimili aldraöra sjómanna. Gunnar Þorsteinsson. + Útför eiginmanns míns, föður, tengdafööur og afa, PÁLS LÚTHERSSONAR, kristniboða, er lést 25. maí sl., fer fram frá kirkju Fíladelfíusafnaöarins í Reykjavík miövikudaginn 10. júní kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarsjóö Jóhönnu Jónasdóttur frá Grundarbrekku í Vestmannaeyjum. Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Aðalbjörg S. Ingólfsdóttir. + Þökkum auösýnda samúö viö andlát og útför móöur okkar og tengdamóöur, ARNBJARGAR SIGURDARDÓTTUR, Keflavfk. Sérstakar þakkir færum viö læknum og starfsfólki sjúkrahúss Keflavíkur. Börn og tengdabörn. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför VILHJÁLMS HARALDSSONAR, Suðurgötu 48. Fyrir hönd vandamanna. Kristensa Tómasdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, fósturfööur og afa, HARALDAR MAGNUSSONAR, sjómanns, Hofsvallagötu 23. Guöbjörg Einarsdóttir, Sigurður Haraldsson, Sígríöur Hannesdóttír, Haraldur Haraldsson, Laugey Sigurfinnsdóttir, Guörún Haraldsdóttir, Gunnar Ingvarsson, Magnús Haraldsson. Dagbjört Eiríksdóttir, Einar Guömundsson og barnabörn. Stefdn Asgrímsson í Stóru-Þúfu — Minning Árla morguns á uppstigningar- dag hringdi Páll hreppstjóri Pálsson á Borg til mín og sagði lát mágs síns, Stefáns bónda á Stóru-Þúfu, sem andaðist í sjúkra- húsi Stykkishólms að kvöldi dags 27. þ.m. Þessi dánarfregn kom mjög óvænt. Stefán var á bezta aldri, aðeins lítið eitt yfir sextugt. Æviskeið hans allt markað af lífsfjöri, atorku, dugnaði og óbil- andi krafti. Enginn bjóst við öðru en slíkur maður ætti mörg ár framundan í fullu starfi og fagurt ævikvöld í vændum að leiðarlok- um. En hér verður sem oftar að lúta þeim lögmálum, að allt er í heiminum hverfult og „blómin fölna á einni hélunótt". Þegar svo skyndilega kemur að kveðjustund eftir langa samleið, góð kynni og trausta vináttu, er margs að minnast. Orðum skal ekki eytt að því dimma éli, sem gengið hefur yfir á björtum vor- degi. Vissulega er stórt og vand- fyllt skarð fyrir skildi og söknuður sár, mestur þeirra er þekktu hann bezt. En eitt sinn skal hver deyja og eftir lifir minningin um góðan dreng og vammlausan, sem þegar hafði lokið miklu dagsverki, en unni sér þó engrar hvíldar í hinni sífelidu lífsönn hins dugandi manns. Fulivíst er, að margir munu minnast Stefáns sem góðs félaga og mannkostamanns. Hann gekk hvarvetna heill og óskiptur til starfa. Það var aldrei nein logn- molla í kringum hann. Hvar sem hann lagði hönd á plóginn munaði um hann, svo að athygli vakti. Hann var vel íþróttum búinn frá æsku, hinn besti reglumaður, í röð hinna beztu bænda. „Af honum bæði gustur geðs og gerðarþokki stóð.“ Stefán var alla ævi eindreginn sjálfstæðismaður og tók virkan þátt í flokksstarfinu. Mér er bæði ljúft og skylt að þakka honum af alhug fyrir allt það mikla starf, sem hann lagði á sig í þágu flokksins og alla þá miklu vin- semd, sem ég varð aðnjótandi af hans hálfu fyrr og síðar. Skoðanir sínar lét hann hiklaust í ljós og talaði enga tæpitungu, en var þó allra manna sáttfúsastur og drengilegastur, ef miðla þurfti málum og komast að sameigin- legri niðurstöðu. Það er mikil gæfa hverjum flokki og hverri þjóð að eiga slíka atgervismenn innan sinna vébanda. Að leiðarlokum kveðjum við hjónin hinn látna með virðingu og þökk fyrir liðna tíð og góða samfylgd. Við sendum eiginkonu hans, Laufeyju, börnum þeirra og barnabörnum, öldnum föður, Ás- grími á Borg, frændum og ástvin- um öllum, dýpstu samúðarkveðj- ur. Friðjón Þórðarson Á heiðríkjuvorkveldi þessa vors, barst sú harmafregn heim í sveit- ina, að einn góðbóndi þessa héraðs hefði látist á sjúkrahúsinu í Stykkishólmi, að kvöldi dags þann 27. þ.m. Öll vitum við að líf okkar er hverfult, og enginn ræður sínum næturstað. Því finnst okkur, sem enn stöndum í varpa og fögnum góðum vini að lífsþráð- ur þess sem ávallt fagnaði vinum og var hrókur alls fagnaðar, sann- ur vorboði hvar sem leiðir hans lágu, skuli nú ekki lengur ylja okkur með glöðu viðmóti, bjart- sýni, drengskap og fórnfýsi. Af okkur eru stundum tekin ráðin og fátækleg varnarorð fá litlu um þokað, slíkt er alræðisvald þess sem líf okkar hefur í sinni hendi. Stefán Ásgrímsson var fæddur að Borg í Miklaholtshreppi, þann 28. nóv. 1919. Foreldrar hans voru Anna Stefánsdóttir, húsfrú d. 24. sept. 1967 og Ásgrímur Þor- grímsson, bóndi á Borg, sem nú lifir son sinn, 85 ára gamall. Stefán var næst elstur af 7 börnum sinna foreldra, þau eru: Soffía, búsett í Noregi, Osk, búsett í Garði, Ágúst, bifreiðastjóri í Reykjavík, Inga, húsfrú á Borg, Halldór, bóndi á Minni-Borg og Karl, bifreiðastjóri í Reykjavík. Öll bera þessi systkini vott þess, hvað hollt og gott uppeldi þau hafa fengið í foreldragarði. Trú- verðugt lífsform, dugnaður, heið- arleiki og einstök fjölskyldutryggð hefur einkennt allt þeirra lífsmót. Stefán hlaut því í vöggugjöf óvenjulegt veganesti. Hann sýndi það mjög ungur hversu miklum forustuhæfileikum hann var gæddur, því í hópi og leik systkina sinna var hann ávallt fyrirliðinn og þau sem yngri voru treystu honum og trúðu, þau vissu það mætavel að honum mátti treysta, því aldrei kom annað í huga hans, en að gjöra rétt og öllum hið besta. Ungur hreifst Stefán af hug- sjónum æskulýðsfélaga og íþrótta- frömuða. Hann dvaldi 2 vetur í skóla Sigurðar Greipssonar í Haukadal. Eflaust hefur sú dvöl verið honum gott og hollt vega- nesti, því öll störf sem hann tók sér fyrir hendur voru unnin af kappi og forsjálni. En best hygg ég að hann hafi unað sér í hópi æskunnar, þar sem íþróttir og aðrir heilbrigðir leikir voru. Hann átti svo gott með að tjá sig í hópi slíks fólks, því hugur hans var svo frjór og víðsýnn til alls þess sem hverjum æskumanni er fyrir bestu. Hann var svo sannur í hugsjón og störfum að æskufólk treysti honum og virti að verðleik- um. Hann var einn af stofnendum Iþróttafélags Miklaholtshrepps og formaður þess í fjölda ára og vildi ætíð farsæld þess sem besta. Hygg ég að fáir séu þeir fundir sem haldnir hafa verið í I.M. að Stefán hafi látið sig vanta þar. Hann var svo tillögugóður og ráðhollur að félagar í Í.M. leituðu ráðlegginga hans og þeir vissu jafnframt að þeim mátti ávallt treysta í einu og öllu. Eftir að hann var hættur formennsku og minnst var 40 ára afmælis Í.M. kom engum til hugar annað en að biðja hann að flytja starfsögu síns félags, sem hann og gjörði á mjög virðulegan hátt. Á sama hátt má segja með Héraðssamband Snæf. og Hnappadalssýslu. Þar var hann lengi í stjórn og fá eru þau íþróttamót, sem hann hefur ekki mætt á annaðhvort sem keppandi fyrir sitt félag, sem var mjög framariega í íþróttum, eða þá sem dómari og starfsmaður móta. Þá mætti hann einnig á mörgum landsþingum ungmennafélaganna. Þar naut hann sín svo vel í hópi þeirra sem höfðu sömu hugsjónir og hann. Hann átti svo gott með að túlka sitt mál, eftir máli hans var tekið, því það var ætíð flutt af áhuga en engri hálfvelgju. Það var einbeittur áhugi og gott hjartalag sem prýddi hans málflutning í hvert sinn sem hann í ræðustól sté. Honum var tamt að tala um þær gleðistundir sem hann átti við slík tækifæri. Hugfar hans til æskulýðsmála var svo opið og víðsýnt, að gleði í hans hjarta var svo sönn og hrein, þar sem gró- andi þjóðlíf gat þroskast á braut æskunnar, henni til velfarnaðar og landi hans til blessunar. Þegar hann var 50 ára var hann sæmdur heiðursmerki FRI, enda vel að þeirri sæmd kominn. Þann 17. júní 1948 kvæntist Stefán, Laufeyju Stefánsdóttur frá Hrísum í Fróðárhreppi. Sama ár hófu þau búskap á eignarjörð sinni, Stóru-Þúfu. Hefur Laufey verið hans trausti og farsæli lífsförunautur, sem' aldrei hefur hlíft sér við margvísleg störf bónda síns. Hún skildi mjög vel hans athafnaþrá og lífsviðhorf til margháttaðra mála og starfa, sem honum hafa verið falin. Því öll störf sem Stefán var kvaddur til vann hann af trúmennsku, fórn- fýsi og drengskap. Þau hjónin eignuðust tvö þörn: Ásgrím bónda í Stóru-Þúfu, kvæntan Hólmfríði Jónsdóttur frá Reykjavík, eiga þau tvö börn. Önnur Kristínu, húsfrú í Borgarnesi, gifta Sveini Péturssyni, bifreiðastjóra og eiga þau tvær dætur. Bæði eru börn þeirra traust og vel gerðir þjóðfé- lagsþegnar, sem ætíð hafa verið foreldrum sínum miklir gleðigjaf- ar. Þegar litið er yfir störf Stefáns í Stóru-Þúfu, sem bónda og góðs félagsmálamanns sinnar sveitar, þá er af mörgu að taka, því maðurinn var þannig af guði gjörður að trausti hans og trúmennsku gátu allir treyst, sem hann þekktu. Þeir sem bjuggu í nábýli við hann voru grannheppn- ir, betri granna er vart hægt að hugsa sér. Aldrei var Stefán svo upptekinn, að bón grannans væri ekki látin sitja fyrir, því hans hjartans eðli var þannig að aðstoð hans var ætíð framrétt. Jörð sína hefur hann mikið bætt, bæði að ræktun og húsabótum. Hefur bú þeirra feðga verið arðsamt. Stefán var einstakur heimilis- faðir, sívakandi og starfandi að öllu sem hann taldi að til farsæld- ar horfði fyrir heimili sitt og börn. Fullkomnuð var auðsýnilega gleði hans, þegar hann gat haldið í hönd sinna litlu barnabarna, sem mikið sóttu í faðm afa síns. Hann hefur því verið í huga þessara litlu vina sina, sú styrka stoð sem þau gátu örugglega stutt sig við á lífsbraut- inni og lært mikið af. Nú eru þáttaskil, sem við eigum öll dálítið erfitt með að átta okkur á, en slík eru örlög okkar allra, að við erum misjafnlega viðbúnir þeim. Við sem höfum haft nánustu samskipti við Stefán Ásgrímsson, við erum þökk forsjóninni að hafa eignast hann að vini, bróður, mági og frænda. Þannig eru þessi fá- tæklegu orð mín kveðja frá okkur hjónum og börnum okkar. Við geymum í huga okkar bjarta og fölskvalausa minningu um ein- stæðan og drenglundaðan vin, sem fór sina hinstu för of snemma. Guð gefi aðstandendum hans styrk á erfiðri sorgarstund. Guð blessi minningu góðs vinar. Páll Pálsson, Borg. Það syrtir að, er sumir kveðja. Þannig kemst Davíð Stefánsson að orði í einu af sínum snilldar- ljóðum og þau koma mér nú í huga þegar ég rita nokkur kveðju- og þakkarorð um vin minn Stefán Ásgrímsson, sem svo snögglega hverfur yfir móðuna miklu úr dagsins önn og að okkar dómi frá svo mörgu óunnu af sinum áhuga- málum. Hann byrjaði snemma að vinna, það var þans metnaður að vera ekki eftirbátur annarra, gera gagn og í fullu starfi var hann þegar kallið kom í gróandanum og líf allt í kring. Ég kynntist honum fljótt eftir komu mína hingað. Sameiginleg áhugamál drógu okkur saman og hans sterka dómgrein og snilli að greina hism- ið frá kjarnanum og vinna af krafti og alhug öllum góðum málum. Þetta var svo ríkt í eðli hans og frá góðu heimili fékk hann þetta allt í vöggugjöf, það var hans gæfa og brautargengi. Heilbrigð sál í hraustum líkama. Það skildi hann og því voru íþróttir hans áhugamál frá blautu barnsbeini. Þá vissi hann og

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.