Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 37

Morgunblaðið - 06.06.1981, Síða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 37 félk í fréttum Gro heimsækir Kekkonen + Fyrir nokkrum dögum var forsætisráðherra Norðmanna Gro Harlem Brundtland í opinberri heimsókn í Finnlandi. — Það vakti blaðaskrif í Noregi, að forsætisráðherrann skyldi ekki fara heim til Noregs úr þessari opinberu heimsókn með venjulegri áætlunarflugvél frá finnska flugfélaginu Finnair — heldur hafi hún látið senda flugvél eftir sér, 2ja hreyfla þotu úr norska flughernum. Komutími finnsku áætlunarflugvélarinnar til Osló og eins þotu forsætisráðherrans var því sem næst hinn sami. Þessi mynd er af Gro Harlem og Kekkonen, forseta Finnlands, og tekin meðan á heimsókn hennar stóð í Helsingfors. Karsten í ham ... + Þennan tónlistarmann munu margir kannast við hérlendis, um leið og þeir sjá þessa mynd. — Þetta er norski hljómsveitarstjórinn Karsten Andersen, sem tíðum hefur stjórnað Sinfóníuhljómsveitinni hér. — Þessi mynd var tekin fyrir skömmu, er hann stjórnaði sinfóníuhljómsveitinni í Bergen, er hún flutti Grieg-sinfóníuna, sem tónskáldið skrifaði 1863—64, tvítugur að aldri. + Kunnur fjallgöngu- maður, bandarískur, Dave Mahre að nafni, mun væntanlega slást í för með fjallgöngu- mannahópi, sem næsta ár ætlar að klífa á tind Mont Everest, Kínameg- in. Þar hefur ekki áður verið ráðist til uppgöngu á þennan hæsta fjalls- tind veraldarinnar. Tak- ist kappanum að komast á tindinn, verður Ðave Mahre elsti maðurinn, sem sigrað hefur tind- inn. Hann er nú 55 ára gamall. Synir hans tveir, Phil og Steve Mahre, eru kunnir skíðakappar í Banda- ríkjunum a.m.k. w A afmæli Massa + Aldursforseti górilluapa í dýragörðum heimsins átti nýlega 50 ára afmæli. Er þetta afmælismyndin af Massa, en svo heitir górillan, og er í dýragarðinum í borginni Philadelphia í Bandaríkjunum. — Á afmælis- daginn var Massa færður veislumatur í búrið sitt, grænmeti og ávexti. Einnig hafði verið bökuð afmælisterta. — Hið breiða bros Massa minnir á tannkremsauglýsingu. Vegna síns háa aldurs er þó svo komið, að gerðar eru sérstakar ráðstafanir til að vernda tennurnar. Svo aldurhnigin górilla þolir ekki deyfingu, segir í myndajextanum. Njósnari? + Þessi ungi maður, sem er undirforingi í Banda- ríkjaher, var handtek- inn um daginn, að því er segir í tilk. frá bæki- stöðvum bandaríska flughersins í Washing- ton. Hann þykir ekki hafa alveg hreint mjöl í pokanum. Var handtak- an rökstudd þeim grun, að heimsóknir hans í sendiráð Sovétríkjanna í borginni, í þrígang, hafi rennt stoðum undir grun um hugsanlegar njósnir þessa undirfor- ingja. Hann starfar við eina af 54 skotpalla- stöðvum Titan- eldflauga, sem nú er vitað um í Bandaríkjun- um. Undirforinginn, Christopher M. Cooke, 25 ára, var í mikilvægri stöðu í Titan-eldflaug- astöð, þar sem hann m.a. hafði undir hönd- um dulmálslykla til notkunar ef allt fer í bál og brand. Maðurinn hef- ur ekki verið ákærður. ítarleg rannsókn mun fara fram á ferðum hans til sovétsendiráðs- ins, en heimsóknirnar hófust í desembermán- uði 1980. Aldurs- forseti Úndína Sigmunds- dóttir - Minning Föstudag 29. maí sl. var til moldar borin Úndína Sigmunds- dóttir, Hagamel 51. Var hún kvödd í kyrrþey við einfalda og látlausa athöfn að viðstöddum nánustu ættingjum og vinum. Sr. Halldór Gröndal flutti kveðjuorð og bæn og minntist hinnar látnu á fagran og einlægan hátt. Úndína Sigmundsdóttir var fædd í Vestmannaeyjum 6. júní 1912, elst átta systkina, barna hjónanna Sólbjargar Jónsdóttur og Sigmundar Jónssonar. Hún ólst upp í foreldrahúsum, en fluttist á unglingsaldri til Reykjavíkur og átti þar heimili æ siðan. Hún giftist 12. nóvember 1932 Guð- mundi Sölvasyni, verslunarmanni, nú innheimtustjóra Sláturfélags Suðurlands. Þau eignuðust tvö börn, Eygló og Sigmund Birgi, sem bæði eru gift, og fjögur barnabörn. Úndína lést á heimili sínu 19. maí af afleiðingum heila- blóðfalls. Þannig er saga hennar, sú saga staðreynda, sem lesin verður úr kirkjubókum, manntölum og þjóð- skrá. Enn ein saga um eiginkonu, móður og ömmu, sem aldrei krafð- ist athygli heimsins, einskis frama leitaði á vettvangi fjölmiðla eða félagslífs, en vann sín verk af alúð og einlægni í trú á guð í alheims- geimi og trúnaði við guðsneistann í eigin brjósti. En þessi saga er aðeins rammi — rammi um þá mynd, sem vinir hennar geyma í huga sér — umgerð um þann helga dóm, sem minning hennar er ástvinum hennar öllum. Sú mynd sýnir unga stúlku, sem átti þann draum að fá tækifæri til að lesa og læra, en tíðarandi og þröngar skorður veittu aðeins möguleika til skóla- göngu einn vetrarpart eftir ferm- ingu í kvöldskóla í heimabyggð- inni. Þeir, sem heyrðu hana segja frá því, hver gæfa henni fannst að fá þetta tækifæri til náms og hveTsu þakklát hún var fyrir það, skildu um leið, að sá fróðleikur, sem þar var miðlað, hafði átt greiðan aðgang að opnum huga, enda varð árangur skammrar skólavistar í samræmi við það. Á þessum vetri lagði Úndina grundvöll þeirrar menntunar, sem hún alla ævi hélt áfram að ávaxta og auka við. Hún var hlédræg og lítið fyrir að láta á sér bera í fjölmenni, en naut sín vel í fámennum hópi góðra vina og þá kom í Ijós hvað i hugarheimi hennar bjó og hve miklu hún hafði að miðla. Hún hreifst af allri fegurð, jafnt náttúrufegurð sem fegurð í litum, línum og hljóm, hafði sérstakt yndi af skáldskap, kunni mikið af ljóðum, lét jafn vel að flytja og hlýða og hafði næman smekk fyrir því, sem vel var gert og fagurt í skáldskap og tónlist. Úndína var vel lesin og fróð um marga hluti, bjó yfir lifandi frásagnargáfu, hafði traust minni og gat brugðið upp svipmyndum liðinna atvika af nákvæmni, sem bar vitni næmri athyglisgáfu. Þar naut sín kímni- gáfa hennar, sem var mannleg og hlý og laus við brodd og beiskju. Menntun Úndínu og menning hjartans birtist einnig í hinu daglega starfi móður og húsfreyju. Heimili hennar hafði sterkt svip- mót og sérstakt. Svipmót, sem bar þess vott, að hlutum var valinn staður af kostgæfni og virðing borin fyrir þeim gripum, sem valdir höfðu verið til heimilis- prýði. Hún vandaði öll sín verk. Kastaði aldrei höndum til neins. Hroðvirkni var henni víðsfjarri. Jafnvel þau störf, sem teljast til hins venjubundna verkahrings virkra daga voru unnin af þeirri fágun og smekkvísi, að líkara var undirbúningi að hátíð en hvers- dagsstarfi. Allt var unnið af heilum hug. I því voru þau hjón, Úndína og Guðmundur, samtaka. Gestum var fagnað af heilum hug og mikilli rausn og hvenær sem hægt var að greiða veg einhvers eða leggja honum lið var það gert af myndarskap og með gleði. Ekki síst urðu barnabörnin þessa að- njótandi, enda voru þau, velferð þeirra og framtíð, jafnan efst í huga Úndínu. Hlýtur sá fjársjóður ástar og umhyggju, sem barna- börnin áttu alla tíð hjá afa og ömmu, að verða þeim drjúgt veganesti til farsældar á framtíð- arbraut svo framarlega sem góður hugur og fyrirbænir mega sín nokkurs hér í mannheimi. Síðustu árin gekk Úndína ekki heil til skógar. Þrek hennar og lífsþróttur fóru dvínandi. Sjálf vildi hún lítið um það ræða og kvartaði ekki, þó að líðanin væri sjaldan góð. En vegna þessa slakn- aði nokkuð á tengslum við ætt- ingja og umhverfi. Henni lét betur að vera veitandi en þiggjandi. Að leiðarlokum vil ég þakka Úndínu, tengdamóður minni, allar þær stundir, sem við áttum og ræddum sameiginleg hugðarefni. Stundir sem voru alltof stuttar og stopular, en eru mér dýrmætar vegna þess, sem hún miðlaði mér af fjársjóði huga síns. Blessuð sé minning Úndínu Sig- mundsdóttur. Snorri Þorsteinsson Höfn í Hornafirði: Humarveiðin mjög góð Ilornafirði. 1. júni. HUMARVERTÍÐIN hér á Höfn hófst 24. maí. Humarveiðin hefur verið mjög g(')ð það sem af er og hafa nú borist 60 tonn af slitnum humri, í 30 löndunum. Héðan stunda 15 bátar humarveiðar. Auk humarbátanna eru tveir á fiski- trolli og tveir á netum. annar fiskar i. en hinn leggur upp hér heima. Síðan verða tveir á hand- færum. Þrír aflahæstu humarbátarnir þann 3. júní voru: Æskan SF 144 með 5904 kíló, Garfey SF 22 með 5228 kíló og Þinganes SF 25 með 4794 kíló. Nokkrir bátanna fylgja fast á eftir. Hér hefur verið heldur kalt veður að undanförnu, en von- andi fer þessum kuldakafla að ljúka. Þess má að lokum geta að á vegum æskulýðsráðs Hafnarhrepps verða í sumar starfræktir skóla- garðar og munu þátttakendur skólagarðanna rækta allar algeng- ustu matjurtir. Umsjónariaenn skólagarðanna eru þau Rannveig Einarsdóttir garðyrkjufræðingur og Albert Einarsson, formaður æskulýðsráðs Hafnarhrepps. Vinna í skólagörðunum hefst eftir hvíta- sunnu. Einar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.