Morgunblaðið - 06.06.1981, Page 43

Morgunblaðið - 06.06.1981, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. JÚNÍ 1981 43 óskar Jakobsson keppir fyrir íslands hönd i Luxemborg. Hann virðist sterkur um þessar mundir, til dæmis kastaði hann kringlunni 62,92 metra fyrir skömmu. 1. deild ÍA mætir Val TALSVERT verður um að vera á knattspyrnusviðinu hér innan- lands um hvítasunnuhelgina þó ekki verði leikið sjálfan hvíta- sunnudag. 2 leikir fara fram í 1. deildinni. fimm stykki í 2. deild. eða heil umferð. Staðaní 2. deild STAÐAN í 2. deild er nú þessi: Keflavík 3 3 0 0 11-2 6 Reynir 3 2 1 0 4-0 5 ísafjörður 3 2 1 0 6-3 5 Skalla-Grímur 3 2 1 0 2-0 5 Völsungur 3 1 1 1 6-4 3 Þróttur, N. 3 1 0 2 4-5 2 Þróttur, R. 3 0 2 1 1-2 2 Fylkir 3 0 1 2 0-3 1 Haukar 3 0 1 2 2-8 1 Selfoss 3 0 0 3 0-9 0 Markahæstu leikmenn Óli Þór Magnúss. Keflav. 4 Olgeir Sigurðss. Völsungur .... 3 Steinar Jóhannss. Keflav 3 í dag leika á Akranesi lið ÍA og Vals og þar verður án efa um hörkuviðureign að ræða, eins og jafnan þegar þessi lið mætast. Leik Þórs og KA á Akureyri sem fram átti að fara á mánudag er frestað. Þriðjudaginn 9. júní leika svo í Kópavogi Breiðablik og Víkingur. Sá leikur ætti að bjóða upp á spennu þar sem bæði liðin hafa leikið all góða knattspyrnu að undanförnu. I 2. deild fara allir leikirnir fram í dag, allir klukkan 14.00. Á Húsavíkurvelli eigast við Völsung- ur og Reynir, á Hvaleyrarholts- velli Haukar og Reykjavíkur- Þróttur, á ísafirði lið ÍBÍ og Selfoss, í Keflavík ÍBK og Skalla- grímur og loks á Laugardalsvelli Fylkir og Norðfjarðar-Þróttur. • Karl Þórðarson. Island á góða möguleika í Evrópubikarkeppninni í frjálsum íþróttum Frjálsíþróttafólkið íslenska er i þann mund að fara á fulla ferð, ef svo má að orði komast. Margir hafa. sem kunnugt er, dvalið erlendis við nám eða önnur störf og stundað jafnframt æfingar af kappi. Þess er því fyllilega vænst að frjálsiþróttafólk almennt gangi vel fram þetta vorið eftir uppbyggjandi og árangursrikan vetur. Fyrstu stórátökin verða eftir tæpar þrjár vikur þ.e. i Evrópubikarkeppninni. Evrópubikarkeppni karla Undankeppnin fer fram í Lux- emborg helgina 20.—21. júní nk. íslenska liðið keppir þar á móti liðum frá Luxemborg, Danmörku, írlandi og Tyrklandi. Þrjár fyrstu þjóðirnar komast áfram í undanúrslit og telja verð- ur mjög sterkar líkur á því að liðið komist áfram, en slíkt hefur aldrei gerst, þó stundum hafi einungis skort herslumuninn. Evrópubikar- keppni kvenna Sá riðill Evrópukeppninnar, sem íslensku stúlkurnar taka þátt í, fer fram í Barcelona á Spáni, laugardaginn 20. júní nk. Þar eigast við lið frá Spáni, Portúgal, Grikklandi og íslandi. Þrjár fyrstu þjóðirnar komast í undan- úrslit. Baráttan verður eflaust erfið hjá stúlkunum en vert er að hafa það í huga, að einu sinni áður hefur þeim tekist að komast í undanúrslit, það var í Kaup- mannahöfn 1977. Frjálsíþróttasambandið hefur eftir mætti 'reynt að stuðla að verkefnum fyrir upprennandi af- reksfólk í íþróttinni. Óþarft er að taka fram, að slíkt er miklum erfiðleikum bundið vegna gífur- legs kostnaðar og rýrra tekju- stofna. Á þessu keppnistímabili verður margt og mikið um að vera, meira en oftast áður. Unglingaliðið tek- ur þátt í landskeppni Norður- landaþjóðanna, en -þar senda ís- lendingar og Danir sameiginlegt lið til keppni. Þetta mót fer fram í nágrenni Helsinki 1. og 2. ágúst. Norðurlandamót í fjölþrautum verður í Vilmanstrand í Finnlandi síðustu helgina í júní, þ.e. 27. og 28. júní. Andrésar Andar-leikar í Noregi og Kalle Anka-leikar í Svíþjóð eru á dagskrá í byrjun september og þar reyna með sér þeir yngstu 11—12 ára og 13—14 ára. Síðast en ekki síst skal geta um Evrópumeistaramót unglinga í Utrecht í Hollandi dagana 20,—23. ágúst. Island sendir þangað vænt- anlega mjög sterkt lið á okkar mælikvarða. Þar má t.d. nefna spjótkastarann Sigurð Einarsson og systurnar Ragnheiði og Rut Ólafsdætur. Þau hafa öll náð mjög góðum árangri og í fyrsta sinn er góður möguleiki á að íslenskt ungmenni komist í úrslit á þessu móti, síðan það fór fyrst fram fyrir 11 árum. Tveir Skagamenn leika í 1. deildinni frönsku Karl til Laval: — ÉG ER mjög ánægður með þann samning sem ég hef gert. Það verður virkilega gaman að spreyta sig í frönsku 1. deildinni“, sagði Karl Þórðarson knattspyrnumaður í samtali við Morgunblaðið, en Karl hefur gert samning við franska 1. deildarliðið Laval til eins árs. Þeir verða því tveir skagamennirnir í frönsku 1. deildinni næsta keppnistimabil, Karl og Teitur Þórðarson. Það má lika rifja það upp að Karl og Teitur léku saman i Skagaliðinu og sömuleiðis feður þeirra. nafnarnir Þórður Þórðarson og Þórður Jónsson á „gullaldar- árunum“ í knattspyrnunni á Akranesi. Laval slapp naumlega við fall í 2. deild í vor, hlaut 31 stig og var með betra markahlutfall en lið með sama stigafjölda, sem féll. Laval er 60 þúsund manna borg um 250 kílómetra suð-vestur af París skammt frá Le Mans. „Mjög vinaleg borg,“ sagði Karl í spjalli við Morgunblaðið. Forráðamenn Laval höfðu áhuga á því að kaupa Karl í fyrra en ekkert varð úr samningum. Um síðustu helgi höfðu þeir aftur samband við La Louviere og þá fóru samningaviðræður í fullan gang. Karl fór ásamt fjölskyldu sinni til Laval á miðvikudaginn og skrifaði undir samning á fimmtu- daginn, sama dag og enn einn Skagamaður, Pétur Pétursson, skrifaði undir samning við belg- ísku meistarana Anderlecht. Karl og fjölskylda hans koma til íslands í frí eftir helgi en Karl á síðan að mæta til æfinga 30. júní. Teitur og fjölskylda koma einnig í frí hingað í næstu viku áður en haldið verður til Frakklands, þar sem Teitur mun leika með 1. deildarliðinu Lenz. — SS 9 Cruyff leikur meö Inter! ÍTALSKA knattspyrnustórveldið Inter Milanó. hefur tekið Johan Cruyff á leigu fyrir komandi „Super Cup“ keppni í knatt- spyrnu sem fram fer á San Siro-leikvanginum i Milanó dag- ana 16.—28. júni næstkomandi. Þar keppa auk Inter Mílanó, Santos frá Brasiliu, Feyenoord frá Hollandi og Penarol frá Uruguay. Hugsanlegt er, að Inter haldi í Cruyff fyrir næsta keppnistímabil, en það fer að nokkru leyti eftir því hvernig kempan stendur sig i umræddri keppni. Vart þarf að taka fram, að leiguupphæðin fyrir Cruyff er afar há. talað hefur verið um upphæðir sem nema 100.000 Bandaríkjadölum. Tveir nýir hjá KSÍ KNATTSPYRNUSAMBAND íslands hefur nú ráðið sér starfsmenn fyrir yfirstandandi keppnistímabil. Þetta eru þeir Arnar Einarsson frá Akureyri og Ingvi Guðmundsson úr Garðabæ. Arnar mun starfa á skrifstofu KSI og verður hún opin á venjulegum skrifstofutima í sumar. Ingvi mun starfa hjá Móta-, Aga- og Dómaranefnd og er skrifstofa hans opin frá kl. 16.15—20 alla virka daga en laugardaga frá kl. 10—12. iM Haldið var á ísafirði um siðustu helgi minningarmót i sundi um Gísla Kristjánsson fyrrverandi sundlaugarforstjóra og íþróttafrömuð á Isafirði. Á meðfylgjandi mynd Hrafns Snorrasonar má sjá öll þau ungmenni sem verðlaun hlutu á mótinu og er það föngulegur hópur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.