Alþýðublaðið - 02.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 02.06.1931, Blaðsíða 2
B ALÞÝÐUBLAÐIB Atvtaraúleyslð og Itapldlm taæðl, Kreppa sú, siem nú er í at- j hiö opinbera úr fjamkvæmdum vinnuvegum landsmanna, er ekki sínum, til þess, er óáran kem- nema að nokkru leyti sérstæð fyrir ísland. í flestum löndum heimsins er pröngt í búi o.g at- vinnuleysd, þrátt fyrir vaxandi framteiðslumátt pjóöanna, er nýj- ar uppfyndningar og aukin tækni hefir skapað. Þessari heimskrsjjpu veldur sMpulagsleysið í auð- magnsríkjunum og misskifting auöæfanna, er sópar arði fram- leiöslunnar til stóratvinnurekend- anna og bankanna, er yfir fjár- magninu ráða, en féflettir alpýð- una, svo að hún getur ekki keypt þær vörur, sem hún sjálf hefir framteitt. Þessi kreppa er mis- munandi hörö í ýmsum löndum og >er það aðallega undir pví komið, hvernig stjómarfarið er í hverju landi, þvi að þar, sem jafnaðarmenn ráða miklu, eru gerðar víðtækar opinberar ráð- stafanir til að milda hana, og tekst það víða, þótt ekki sé hægt að vinna bug á henni að öllu leyti, nema taka upp þjóðskipu- Jag jafnaðarmanná, Verðfaliið á útflutningsvörun- um íslenzku stafar að mestu leyti frá heimskreppunni. En kreppán hefir orðið illkynjaðri hér á landi en víðast annars staöar, vegna stefnu íhaidsflokkanna beggja, „Framsókn“ og „Sjálfstæðis“, í atvinnu- og fjár-máíum, ófram- sýni þeirra og algerðu skeyting- arteysi um hag alþýðunnar, sem lifir á vinnu sinni, Fijrsta skylda hins opinbera, huort sem er alpingis eda sveit- ar-stjórna, ríkisstjórnar eda borg- ar- og bœjar-stjóma, er aó gera alt, sem í p-eirra ualdi stendur, til pess, ao atvinna fólksins verói sem jöfnust ár frá ári, svo að verkalýðurinn geti treyst á nofck- urn veginn fas:tá og örugga vinnu, þótt óvíst sé í hvert sinu, hver verði atvinnurekandinn. At- vinnulöggjöf og fjármálaókvarð- anir ríkis og bæj.arfélága eiga allar að þessu marki að stefna. Or því á annað borð er uppi haldið — nióti viija verkalýðs- ins — samkeppnisþjóðfélagi, fjár- magnsyfirráðum og einstaklings- rekstri, þá hefir verkalýðurinn ekki sök á pví, ef illa tekst og kreppur koma. Verkalýðurinn hefir ótvíræðan rétt til að lifa og vinna og sé ekki séð um, að næg vinná sé fyrir hendi, [>á er þjóð- félaginu skylt að koma upp at- vinnulieysistryggingum, verka- lýðnum að kostnaðarlausu, er styrki hann á krepputímunum. Þó er haganlegra fyrír alla aðilja, að opinberum ráðstöfunum sé svo háttað, að vinnan jafnist ár frá ári. Má þar fynst telja þá leið, að þegar atvinnurekstur einstakling- anna er í fullum gangi og alLar hendur hafa. nóg að vinna, dragi ur og atvinnuleysi, að geta aukið opinbera vinnu á öllum sviðum og teldð við öllum þeim, er at- vinnulausir eru orðnir úr relcstri einstaklmganna. Þessum kenningum jafnaðar- manna hefir Alþýðuflokkurinn haldið fram á undanfarandi árum á þingi og í (bæjarstjórnum, Ríkisr og bæjar-stjórnir hafa hvað eftir annað verið vænaðar v við því að eyða Öllum opinberum .fiekjum í góðærinu og geyma ekk- ert til atvinnuleysistímanna. Þetta er sagan um feitu ,og mögru kýrnar. íhöldin bæði, „Framsókn“ og, „Sjálfstæðið", . hafa sameiginiega stefnu í iSkattamálunum, .nefskatt- ana og tollana, og yfirleitt hafa þau eina stefnu í öllum fjármál- um. Þessir flokkar gaspra um „sparnað“ og samþykkja „varleg- ar áœtkmir“ fjárlaga, sem áætl- ríki s:s j ó ðstekjumar mill j ónum minni, en þær ávalt reynast. Á undanförnum 3 árum „Fram,- sóknar“-stjömarinnar hafa t. d. ríkissjóöstekjumar farið 15 millj- ómun fram úr fjárlögum. Eina vitið í sliku háttalagi væri, ef það, siem inn kæmi tim fram fjáriög, yrði geymt til ráðstöfunar næsta þings eða lagt til hliðar eftir ákveðnum lagafyrirmælum og varið samkvæmt þeim, „Fram- sóknar“-íhaldið hefir tekið upp þá nýbreytni, að ríkisstjórnin hef- ir eytt öllum gódœristekjum rík- isins, sem umfram fjárlög koma, ádur en nœsta ping hefir komió saman og í algeröu heimildar- leysi, án nokkurrar fjárlugaheim- iklar. Þingið hefir verið siett al- gerlega „út úr spilinu“ og rikis- stjórnin tekið sér einræði um hvernig þessu fé yrði varið. Á þingi 1929 og aftur 1930 bar Alþýðliflokkurinn frám frumvarp til laga um jöfnunarsjóð ríkisins, þar sem mælt var svo fyrir, <fo ákveðinn hluti þeirra rikissjóðs- tekna, er færu fram úr vanju- tegum fjárlögum, yrði lagður > jöfnunarsjóð, er ríkfó œtti, og vari'ó skyldi á atvinnuleysMímum til opinberra framkvœmda rikis- ins og til styrks handa bæjar- og sveitar-félögum í sama til- gangi gegn fraimlagi þaðan. Væri slíkt frumvarp samþykt væri trygging fyrir því, að miklar op- inberar framkvæmdir yrðu ávalt, er illa áraði, og atvinna verkalýðs- ins ,yrði þannig miMu jafnari. Frumvarp þ'etta var bæði áriu svæft samieiginlega af ,„Fram- sókn“ og „Sjálfstæðinu", enda hefði ríkissitjórnin ekki annars getað eytt svo takmarkalaust ríkisfénu í góðærinu, sem hún hefir gert. Síðastliðið vor var það sjáan- Finnnr Jónsson, framkvæmdastjöri Samvinnufé- lags ísfirðinga, frambjóðandi AI- þýðuflokksins í Norður-Ssafjarð- arsýslu. legt fyrir alla skynbæra menn, að kreppan var í aðsigi hér á iandi, þótt atvinnuvegirnir væru enn í fullum gangi. Verðfall var að koma á útflutningsvörunum. En tekjurnar héldu þó enn þá áfram að flæða inn í ríkisisjóð- inn. Árið 1930 fóru þær 5,6 millj- ónum króna fram úr fjáriögum. Hefði mátt ætla, eftir allar að- varanir frá Alþýðuflokknum, að ríkisstjórnin væri ekki svo blincl eða fjandsamleg verkalýðnum, að hún legði að minsta kosti ekki þessa upphæð til hliðar til að geta mætt kreppu o,g atvinnu- leysi 1931. En þrátt fyrir a 11- mikla eftirspurn eftir verkafólki síðastliðið sumar frá atvinnuxek- endum, eyddi ríkisstjórnin fyrst og fremst öllu því fé, sem fjár- lög heimiluðu henni, þar á ofan í algerðu heimilclarleysi umfram- tekjunum, 5 millj. 600 þúsundum, og loks til viðbótar um 600 þús- und krónur fyrir sig fram (frá 1931) úr sjóðd. Afleiðingar þesisa komu fljótt í ljós, í þingbyrjun 1931 lýsti fjár- málaráðherm Framsóknar, Einar Árnason, því yfir, að vegna fjár- skorts yrðu sama sem engar op- inberar framkvœmdir á yfirskmd- andi áiú, aðrar en viðhald, engir nýir vegir, brýr eða byggingar. Auk þes,s lagði hann fram fjár lagafrumvarp fyrir næsta ár, 1932, þar siem af sömu ástæðu eru skornar niður allar opmberar framkvœmdir á nœsta ári. Sjálf- stœðisíhaldið félst á penna niður- skurð og fjárlagáfrumvarpið, en þar sem pingrofið drap þessar fögru ráðagerðir eins og önnur þingmál, verður barist um þetta aftur nú í sumar á þingi. Al- þýðuflokkurinn kom axtur á móti mieð sérstakt álit, vildi hafa rétta áœtlun fjárlaga fyrir 1932 og láta opinberar fmmkvœmdir verða umfram pað, er íhöldin œtluðu, að minsta kosti á priðju milljón króna. Enn fremur vildi Alþýðu- flokkúrinn láta halda áfrarn op- inberum frajnkvæmdum nú í Þorstemn Violnnðsson kennari, frambjóðandi Alþýðu- flokksins í V'estmannaeyjum. suimar, samkvæmt fjárlögum, þótt erfitt verði aö koma því fram héðan af. Verkamenn hjá nkissjöði voru síðastliðið ár hátt á annað þús» und, við erfiðisvinnu, símalagn- ingar, smiði og bifreiðaakstur. Þetta er eins há tala eins og á öllum togurunum og límiveiður- unum. Mestallur þesisá fjöldi verður atvinnulaus og verður að knýja á annars sitaðar um vinnu, þar sem hún er lítil fyrir. Kem- ur þetta mest fr,am við smá- kauptúnin, þótt alls staðar verði þes,s ;mikið vart. Með þessum ráð- stöfunum Framsóknar var bök-> staflega stofnað til atvinnuleysis í bœjunum, sem var algerlega hægt að fyrirbyggja, en það kem- ur vel heim við kaupiækkunar- kröfur Framsóknar. Bæði Einar Árnason og Jónas Jónsson boð- uðu á þinginu síðasta nauðsyn þess að lœkka verkakaupið í landinu, og rnunu þeir hafa haft í huga að framkvæma þá hug» sjón sína hvað sem það kostaði.. Þó var eltki hér látið staðar numið. Veðdeiid Landsbankatxs hefir um Langan aldur verið svo að segja eina fasteignalánastofn- unin hér á landi, og þótt hún hafi veitt nausm lán til bygg- inga, hafa þau verið með sæmi- legum kjörum og fjiöldamargir hafa bygt í bæjunum, siem án þessar-a lána hefðu ekki getað I það ráðist. En eina varanliegaj lausnin á húsnæðiseklunini og hinni háu húsaleigu í bæjunum er flieiri hús og að minsta kosti ekki óhagstæðari Mnskjör er> hingað til hafa átt sér stað. Þxát’t fyrir þ,að þótt Framsóknarstjórn- inni væri þegar í upphafi veitt heimild til lántöku vegna veð- deildarinnar, hefir hún aldreá not- fært sér þá heimild, þótt á sama tíma væri stofnaður heill banki ’fyrir landbunaðinn. Það hefir því smám saman þrengst um lán úr veðdeildinni, en í vetur kom Framsókn því til leiðar, að Landsbankinn, sem ávalt hafiS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.