Morgunblaðið - 15.07.1981, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981 5
Steinar hf. undirritar samning
um hljómplötuútgáfu í Englandi
Tim Ilollier. breskur hljómplötuútKefandi. ok Steinar BerK ísleifsson.
forstjóri Steinars hf.
IlftR Á landi er staddur breskur
hljómplotuótKefandi að nafni Tim
Hollier ok er tilKanKurinn með
komu hans hinKað að undirrita
samninK við Steinar hf. Þessi samn-
inKur felst í því að fyrirtækin Kefi
út plötur með hljómsveitum. sem
þau hafa umboð fyrir í EnKlandi ok
á íslandi. Steinar hf. Kcfur út á
íslandi plotur með hljómsveitum.
sem Ilollier hefur umboð fyrir i
Bretlandi ok Hollier Kefur út plötur
með islenskum hljómsvcitum. sem
Steinar hefur umboð fyrir, í Bret-
landi. Steinar BerK ísleifsson. for-
stjóri. saKði að með þessu væri
reynd ný leið til að koma islenskum
hljómsveitum á framfæri erlendis
en hinKað til hefðu íslenskar hljóm-
sveitir ekki átt kost á öðru en að
fara út upp á von ok óvon. oftast
með litlum eða enKum áranKri.
Mbl. átti stutt spjall við Hollier og
spurði hann fyrst hvort hann teldi að
markaður væri fyrir íslenska tónlist
í Englandi.
.Nú þegar hefur verið ráðgert að
við gefum út í Englandi stóra plötu
með Mezzoforte og tveggja laga plötu
með Þú og ég. Það er ekki raunhæft
að búast við því að þeir komist upp í
„top-forty“ í einni svipan, en þeir
gætu orðið vinsælir í útvarpsþáttum,
sem hafa margar milljónir hlust-
enda.
Ég nefni sem dæmi lagið „Shady
Lady“ — sem er enska nafnið á „í
útilegu“ — en ég held það gæti orðið
vinsæld lag í síðdegistónlistarþátt-
unum.
íslenskir tónlistarmenn hafa yfir-
leitt gott vald á ensku, sem er
nauðsynlegt til þess að þeir geti náð
árangri í Englandi, og ef þeim tekst
að ná hylli í Englandi opnast leiðir
til annarra enskumælandi ' landa,
þ.m.t. Ameríku.
Ég ráðlegg íslenskum hljómsveit-
um fyrst og fremst að reyna ekki að
stæla erlendar hljómsveitir og leika
þeirra lög eingöngu heldur þroska
eigin tónlist og notfæra sér menning-
ararfinn í þessu sambandi."
Þær hljómplötur sem Steinar hf.
mun gefa út hérlendis á næstunni
eru með hljómsveitinni Dramatis, en
hún er skipuð mönnum sem léku með
Garry Newman, sem nú er hættur að
koma fram á hljómleikum.
„Ég tel að sú hljómsveit eigi eftir
að ná mjög langt,“ segir Hollier.
„Hljómsveitarmeðlimirnir eru ungir
og ég tel þá síst minna efni en Garr.v
sjálfan, Ultravox eða Spandau Ballet.
Ef hljómsveitin nær hylli hérlendis
lofa ég því að hún kemur hingað og
spilar. Ráðgert er að plata með
Dramatis komi út hér í september og
það sama gildir um plötur Mezzo-
forte og Þú og ég, sem við ætlum að
gefa út í Englandi.“
Hugmyndin að baki þessu sam-
starfi er sú að gefa út þær plötur sem
við teljum vænlegar til þess að ná
hylli í Englandi og á íslandi, og skila
hagnaði fyrir báða aðila," sagði
Hollier að lokum.
L A UGARDA L S VÖL L UR — aðalleikvangur