Morgunblaðið - 15.07.1981, Side 17
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ 1981
17
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson,
Björn Jóhannsson.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 80 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 4 kr. eintakiö.
Hvers vegna
þessi leynd?
Iyfirlýsingu um súrálsmálið, sem Hjörleifur Guttormsson
gaf hér í blaðinu 19. desember 1980, sagði orðrétt: . ég
tel, að rík upplýsingaskylda hvíli á -stjórnvöldum í máli sem
hér er á ferðinni ... og að mínu mati er óeðlilegt, að gerð sé
tiiraun til að leyna efnisatriðum og standa að samningum að
tjaldabaki um jafn þýðingarmikið mál.“ Því er þetta rifjað upp
nú, uð fjölmiðlum hefur verið meinaður aðgangur að þeirri
skýrslu, sem breska endurskoðendafyrirtækið Coopers og
Lybrand hefur skilað til iðnaðarráðherra um málið og hann
lagði fram í ríkisstjórninni 13. júlí síðastliðinn. Enn verða blöð
að láta sér nægja að birta óljósar og óstaðfestar fréttir af
þessu máli.
Hér í blaðinu í gær var sagt frá því, að svonefnd hækkun í
hafi sé meira en helmingi minni en iðnaðarráðherra og
sérfræðingar hans fullyrtu á sínum tíma. Sé það reiknað í
dollurum er það í kringum 22 milljónir dollara. Hins vegar var
talan 47,5 milljónir dollara nefnd í fréttatilkynningu iðnaðar-
ráðuneytisins frá 16. desember 1980, þegar rætt var um
hækkun í hafi frá því í janúar 1974 til júní 1980. Tíminn segir
í gær, að Isal hafi á undanförnum fimm árum greitt 16
milljónum dollara of mikið fyrir súrálið. Vísir segist hins
vegar í gær hafa það eftir óyggjandi heimildum, að hækkunin
hafi numið 22 til 25 milljónum dollara frá 1974. Enn skal spurt,
hvers vegna kýs iðnaðarráðherra að láta leynd hvíla yfir þessu
máli? Hvaða tilgangi þjónar að láta fjölmiðla vera með
getsakir um hina raunverulegu niðurstöðu? Hvers vegna er
ekki skilmerkilega skýrt frá því af hálfu iðnaðarráðherra, að
Isal greiði 16 milljón dollurum hærra verð fyrir súrál frá
Alusuisse en tíðkast í viðskiptum milli óskyldra aðila, ef þetta
stendur í skýrslu Coopers og Lybrand? Sérstaklega, ef Coopers
og Lybrand segja, að af þessum sökum séu ásakanir
iðnaðarráðherra um of hátt verð á súráli réttlætanlegar. Þá
væri einnig fróðlegt, að fá skýringar iðnaðarráðherra á því,
hvers vegna hann rýmkaði ekki umboð Coopers og Lybrand, ef
þeir töldu umboðsskort hindra leitina að hinni réttu
niðurstöðu.
Telji iðnaðarráðherra sig hafa borðleggjandi kröfur á
hendur Alusuisse, er það skylda hans að gera opinberlega grein
fyrir þeim. Hann hikaði ekki við að flytja ákæruatriðin í
smáatriðum í desember. I forystugrein Morgunblaðsins 18.
desember 1980 sagði:
„I samningunum, sem gerðir voru á viðreisnarárunum um
byggingu álbræðslunnar í Straumsvík, eru ákvæði, sem
heimila íslenskum stjórnvöldum eftirlit m.a. með súrálsverð-
inu til Isal. Þessi heimild var notuð 1973 og 1974 og var ekkert
talið athugavert við súrálsverðið á árinu 1973. Hins vegar var
talið, að árið 1974 hafi súrálsverðið verið of hátt. í kjölfar
þessara athugana voru gerðir samningar við Svissneska
álfélagið um hækkað orkuverð til ísal. Slíkar athuganir hafa
ekki verið framkvæmdar frá árinu 1974 þrátt fyrir heimild í
samningunum til þess. Við Islendingar eigum að halda
Svissneska álfélaginu fast við þá samninga, sem við það voru
gerðir á sínum tíma og nýta til fullnustu þær heimildir í
samningunum, sem tryggja okkur eftirlit með því að svo verði.
Við getum ekki búist við því, að aðrir gæti hagsmuna okkar í
þessum efnum en við sjálfir.
Þegar í ljós kemur, að heimildin til þess að fylgjast með
súrálsverðinu hefur ekki verið notuð í 5—6 ár, vaknar sú
spurning, hvernig á því standi. Þeirri spurningu verða þeir
tveir iðnaðarráðherrar að svara, sem aðallega hafa gegnt
þessu embætti þessi ár, en það eru þeir Gunnar Thoroddsen og
Hjörleifur Guttormsson."
Þessi orð Morgunblaðsins eru enn í fullu gildi. Meginniður-
staða Coopers og Lybrand er sú, að taka beri upp samninga
milli ríkisstjórnarinnar, Alusuisse og Isal innan ramma
aðalsamningsins frá 1966. Undir þá niðurstöðu tekur Morgun-
blaðið, því að með öðrum hætti verður þræta þessi ekki leyst og
við Svisslendinga á að ræða bæði um skatta og raforkuverð. En
í viðræðum við Alusuisse á ekki að láta hér staðar numið
heldur stefna að frekari uppbyggingu í samvinnu við
fyrirtækið á þeim grunni, sem myndast hefur við áralangt
samstarf. Iðnaðarráðherra getur ekki leynt þjóðina viðhorfum
sínum að þessu leyti, en menn minnast þess að vísu, að hann
hóf aðförina að álverinu með þeirri yfirlýsingu á Alþingi 4.
desember 1980, að „hagkvæmasti virkjunarkosturinn" væri að
loka álverinu og útvega 600 starfsmönnum þar „þjóðhagslega
heppilegri" störf. Yfir þeirri yfirlýsingu hvílir engin leynd.
Fyrr í sumar voru hér á ferðinni kvikmyndagerðarmenn frá „Canadian Film Board“. sem stóð að iferð
kvikmyndar um skák i heiminum. Var þá taflmönnunum stillt upp við Kjarvalsstaði og verður ekki annað séð
en að þeir hafi farið vel þar. Litla myndin. „Þetta hefur verið skemmtileirt verkefni,“ sagði Jón Gunnar
Árnason um Kerð taflmannanna, en hann er hér með drottninKuna i fanKÍnu.
Jón Gunnar Árnason, myndhöggvari:
Umíjöllim um Torfumál
frestað í Borgarráði
Framkvæmdum haldið áfram á meðan
„ÞVÍ VAR frestað til næsta
fundar að fjalla um þennan lið
fundargerðar Bygginganefnd-
ar og á meðan verður haldið
áfram með framkvæmdirnar.“
sagði borgarverkfræðingur,
Þórður Þorbjarnarson. er hann
var inntur eftir því hverja
umfjöllun málefni Bernhöfts-
torfunnar hefðu fengið á borg-
arráðsfundi i gær.
Eins og fram hefur komið í
fréttum stóð til að fjallað yrði
um framkvæmdir á Torfunni í
ljósi breytingatillagna, sem
Bygginganefnd hefur gert á
borgarráðsfundi i gær. Borgar-
verkfræðingur vildi ekkert segja
um endanlegan kostnað við verk-
ið. „Fyrir lá rammafjárveiting
byggð á áætlun um gerð svipaðs
mannvirkis og hér ræðir um, að
upphæð 30 millj. gkr.,“ sagði
hann. „En það er ljóst að sú
upphæð hefur tekið nokkrum
breytingum, væntanlega í átt til
kostnaðarhækkunar."
Samkvæmt teikningum af
fyrirhugðum mannvirkjum á
Bernhöftstorfu reiknaðist borg-
arverkfræðingi svo til að um
18% svæðisins, þ.e. um 400 mz
fari undir steypu, ef svo heldur
áfram sem horfir. „Það gras sem
þarna var þoldi ekki þá umferð
sem er um þetta svæði og þarna
er einfaldlega um nauðsynlega
garðhönnun að ræða,“ sagði
hann. „En það er kannski rétt,
sem karlinn í Þingeyjarsýslunni
sagði, að allar breytingar væru
til ills, líka þær sem væru til
góðs.“ Borgarverkfræðingur
sagðist ætla að vinna við Torf-
una tæki tvo til þrjá mánuði til
viðbótar. Næsti fundur í Borg-
arráði er á þriðjudaginn kemur.
„Endanlegar vinnutillögur
lágu fyrir í janúar 1980u
„ÉG HÓF að vinna að útfærslu
hugmyndarinnar um útitaflió
fyrir tæpum tveimur árum. með
það fyrir augum að það yrði
staðsett á Lækjartorgi,“ sagði
Jón Gunnar Árnason, mynd-
hoggvari, blaðamanni Mbl. „í
bréfi. sem ég sendi borgaryfir *
voldum í janúar 1980 var um
endanlegar vinnutillögur að
ra-ða. M.a. útlitsteikning af ollum
monnum í fullri stærð. sem sýndi
líka reiti taflborðsins i fullri
stærð. Þannig að borgaryfirvöld-
um hefur verið kunnugt um
þessar staðreyndir frá upphafi.
Þyngd mannanna er frá 8 kg.
upp í 17 kg. og er það kóngurinn,
sem þyngst vegur. Taflflöturinn
sjálfur er 31 fm og hver reitur 70
fersentimetrar, en reitirnir voru
minnkaðir um ca. 5 fersentimetra
og var það ákveðið í samvinnu við
Skáksambandið. Ég kannast hins
vegar ekki við það sem Sigurjón
Pétursson segir um að orðið hafi
að stækka reitina eða aðrar breyt-
ingar,“ sagði Jón Gunnar.
Mennirnir eru úr afselía-viði,
klæddir ryðfríu stáli að utan.
Afselía-viður þykir henta mjög vel
til nota í hvers kyns útimannvirki.
Taflmennirnir voru unnir á tré-
smíðaverkstæði Reykjavíkurborg-
ar. Taflið sjálft er aöeins 31 fm að
flatarmáli, þannig að það tekur
aðeins yfir lítinn hluta þess svæð-
is á Torfunni, sem stefnt er að að
hverfi undir hellulögn. En það
munu, að sögn borgarverkfræð-
ings, vera um 400 fm.
Einar S. Einarsson um hugmyndir SI:
Vildum að taflið yrði
sett upp á Lækjartorgi
IIUGMYND okkar var ætíð sú.
að útitaflið yrði staðsett í
hjarta borgarinnar og helzt á
La'kjartorgi eða í Austurstræti
og töldum það ekki að öllu leyti
ná tilgangi sínum yrði það sett
niður í brekkunni við Bern-
höftstorfuna, sagði Einar S.
Einarsson. en hann var forseti
Skáksambands íslands þegar
hugmynd um útitafl var kynnt
með bréfi SÍ til borgarráðs í
júlí 1979.
Einar S. Einarsson sagði
borgarráð hafa vísað hugmynd-
inni til meðferðar í umhverfis-
málaráði og síðar samþykkti
borgarráð að Jóni Gunnari
Árnasyni sé falið að hefja hönn-
un við taflborð og menn. Þá var
hugmyndin að staðsetja taflið
sunnan undir húsi Útvegsbank-
ans við Lækjartorg og Skáksam-
bandið ítrekaði þá skoðun sína
við borgaryfirvöld. Það er ekki
fyrr en síðar að hugmyndin er
uppi um Bernhöftstorfuna og
mun hún frá borgarskipulagi
komin.
Ég er sammála því að ein-
hverja andlitslyftingu þarf að
framkvæma við Bernhöftstorf-
una, en mér finnst öll þessi
hellulögn kringum útitaflið yfir-
gengileg og kemur taflinu hreint
ekkert við, sagði Einar S.
Einarsson að lokum.
11
4 |
Sá hluti mannvirKja vio ijornina. sem lynrhugaö
vatnsfletinum verður 30 og 60 cm.
VONARSTRÆTI
er að reisa á næstunni. Gert er ráð fyrir litlum tjörnum fyrir innan pallana meðfram Vonarstræti, bekkjum og gróðri. Hæð pallanna yfir
að reisa mikil mannvirki í Tjörninni
Aformað
„Þetta er mikið mannvirki, sem
þarna er fyrirhugað,“ sagði borg-
arverkfræðingur, Þórður Þor-
bjarnarson, er hann var inntur
eftir því hvaða framkvæmdir
stæðu til í Tjörninni.
Fyrir u.þ.b. ári voru kynntar
hugmyndir um að hefja einhvers
konar brúargerð á Tjörninni í
Reykjavík. Síðan hefur lítið af
málinu spurst en vegfarendur hafa
rekið augun í stólpa, sem reistir
hafa verið í norðurenda Tjarnar-
innar. „Stólparnir voru reknir
niður í vetur til að athuga hve
langt væri niður á burðarhæfan
botn,“ sagði Þórður, „og það er til
fjárveiting fyrir þessu á fjárhags-
áætlun, að upphæð 45 millj. gkr.“
„Borgarskipulag Reykjavíkur-
borgar hefur unnið að þessu verk-
efni á vegum Umhverfismálaráðs,
sem fór fram á tillögur frá okkur
um einhvers konar brúargerð við
Tjörnina," sagði Guðrún Jónsdóttir
arkitekt, forstöðumaður Borgar-
skipulags, er Mbl. sneri sér til
hennar.
Það eru arkitektarnir Guðmund-
ur Kr. Kristinsson og Stan Stanis-
las, franskur garðarkitekt, sem
starfar hjá Borgarskipulaginu, sem
hafa unnið að hönnun þessara
mannvirkja. Ýmsar hugmyndir
hafa verið uppi um útlit og stærð
brúa, eða trépalla, og aðeins er
búið að samþykkja þann hluta, sem
næstur er Vonarstræti. Verkið
hefur ekki enn verið lagt fyrir
Bygginganefnd.
„Vatnsflöturinn hefur visst að-
dráttarafl," sagði Guðrún. „Og með
þessu er verið að gera fólki kleift
að hafa meiri ánægju af Tjörninni,
bæði á sumrum og vetrum, þegar
skautasvell er á henni. Hæð pall-
anna yfir vatnsborðinu verður 30
og 60 cm og gert er ráð fyrir
bekkjum og einhverjum gróðri
meðfram götunni. Þá verða tjarnir
inn á milli brúnna."
Vigdís Finnbogadóttir heilsar Helga Hallvarðssyni. skipherra á Tý. sem flutti hana til Grimseyjar.
Forsetinn á Möðru-
völlum og Fagraskógi
Akureyri. 14. júlí.
FORSETI Íslands ásamt föru-
neyti kom að Möðruvöllum í
Ilörgárdal i bliðskaparveðri
klukkan rúmlega níu i morgun.
Prestshjónin á staðnum. Þóra
Steinunn Gisladóttir og séra
Þórhallur Höskuldsson, tóku á
móti forseta. Mikill fjöldi fólks
úr sveitinni var samankominn
við kirkjuna til þess að fagna
gestunum.
Gengið var í kirkju þar sem
séra Þórhallur rakti sögu kirkju
pg staðar og afhenti forseta
íslenskar þjóðsögur Ólafs Dav-
íðssonar að gjöf frá söfnuðinum.
Forsetinn ávarpaði viðstadda og
þakkaði gjöfina. Eftir það var
gengið í kirkjugarð og forseti
staidraði meðal annars við hjá
leiðum Ólafs Davíðssonar, Dav-
íðs Stefánssonar frá Fagraskógi
og amtmannanna sem hvíla í
kirkjugarðinum, þeirra Stefáns
Þórarinssonar, Bjarna Thor-
arensen, Gríms Jónssonar og
Péturs Havsteen.
Frá Möðruvöllum var ekið að
Fagraskógi og komið að styttu
Davíðs Stefánssonar, en því
næst þágu gestirnir veitingar á
heimili hreppstjórahjónanna,
Auðar Björnsdóttur og Magnús-
ar Stefánssonar í Fagraskógi.
Sv.P.
Vigdísi flutt ljóð og
gjafir gefnar á Dalvík
Dalvik. 14. júli.
í norðangolu og með þoku
niður í miðjar fjallshlíðar ferðað-
ist forseti íslands. Vigdis Finn-
bogadóttir, að morgni þriðjudags
um Svarfaðardal undir leiðsögn
Iljartar Þórarinssonar bonda að
Tjörn og um klukkan 12.30 kom
forseti ásamt fylgdarliði til Dal-
víkur. í föruneyti forseta var auk
Hjartar og frúar sýslumaður
Eyjafjarðarsýslu. Elias Elíasson,
og frú og Vigdis Bjarnadóttir
forsetaritari og eiginmaður henn-
ar.
Við Árgerði var bæjarstjórn
Dalvíkur mætt og tók þar á móti
frú Vigdísi, þar sem forseti bæjar-
stjórnar bauð hana velkomna.
Þaðan var svo ekið sem leið lá til
Dalvíkur þar sem snæddur var
hádegisverður í boði bæjarstjórn-
ar.
Um klukkan 14.30 var haldin
útisamkoma við Dalbæ, dvalar-
heimili aldraðra, til heiðurs for-
seta íslands en þar var saman-
kominn fjöldi fólks. Samkoman
hófst með því að forseti bæjar-
stjórnar, Rafn Arnbjörnsson,
ávarpaði forseta. Því næst söng
karlakór Dalvíkur tvö lög undir
stjórn Kára Gestssonar. I tilefni
af komu forseta íslands orti Har-
aldur Sófaníasson frá Barði ljóð
sem Halla Árnadóttir flutti. Að
flutningi loknum afhenti höfundur
frú Vigdísi ljóðið skrautritað. Þá
færði bæjarstjóri, Valdimar
Bragason, forseta Islands gjafir
frá Dalvíkurbæ, fyrsta bindi Sögu
Dalvíkur tölusett og áritað af
höfundi, Kristmundi Bjarnasyni,
fræðimanni á Sjávarborg. Bæjar-
stjóri gat þess jafnframt að for-
seta yrði sent annað bindi sögunn-
ar sem væntanlegt er innan tíðar.
Þá afhenti bæjarstjóri forseta
rokk, smíðaðan úr kopar af Jóni
Björnssyni hagleiksmanni á Dal-
vík.
Að því loknu tók forseti íslands
til máls. Flutti hún skörulega
ræðu og þakkaði að lokum gjafir
og góðan viðurgerning. Að lokinni
ræðu forseta gaf hún Dalbæ þrjár
íslenskar birkiplöntur sem hún
jafnframt gróðursetti á staðnum.
Að öllu þessu loknu var forseta og
fylgdarliði boðið að ganga um
húsakynni Dalbæjar þar sem hún
þáði kaffiveitingar ásamt per-
sónulegum gjöfum frá íbúum
heimilisins. Um klukkan 16.15 var
haldið sem leið lá áleiðis til
Olafsfjarðar en staðnæmst var við
Karlsá þar sem minnismerkið um
Duggu-Eyvind var skoðað. Þar
kvaddi bæjarstjórn forseta ís-
lands, frú Vigdísi, en hún ásamt
fylgdarliði hélt áfram för sinni í
norðurátt fyrir Ólafsfjarðarmúla.
Fréttaritarar
300 manns fagna forset-
anum og öllum boðið í kaffi
Ólafslirúi. 14. )úli.
KLUKKAN 16.30 í dag tók Barði
Þórhallsson ba'jarfógeti á Ólafs-
firði og ba'jarstjórn ólafsfjarðar
á móti forseta íslands Vigdísi
Finnbogadóttur i svokölluðu
Flagi, en þar er vegurinn fyrir
Ólafsfjarðarmúla hæstur. Þar
kvaddi forsetinn sýslumann Eyja-
fjarðarsýslu og bæjarfulltrúana
frá Dalvik. en þeir höfðu fylgt
forsetanum áleiðis.
Veður var heldur drungalegt,
norðankaldi og þoka. Ekið var til
Ólafsfjarðar og haldið að félags-
heimilinu Tjarnarborg. Þar bauð
bæjarstjórn Ólafsfjarðar öllum
viðstöddum til kaffidrykkju en í
félagsheimilinu höfðu safnast
saman um 300 manns til að fagna
forsetanum. Bæjarfógetinn bauð
forsetann velkominn til Ólafs-
fjarðar. Forseti bæjarstjórnar,
Ármann Þórðarson, flutti ræðu en
síðan söng Sigrún Gestsdóttir
nokkur lög við undirleik Sigur-
sveins Magnússonar. Þá var Vig-
dísi færður að gjöf frá bæjar-
stjórninni rekaviðarbútur skreytt-
an og málaðan andlitsmyndum en
bútur þessi er gerður af Ingi-
björgu Einarsdóttur listamanni.
í kvöld situr forseti kvöldverð-
arboð er bæjarstjórn stendur fyrir
á Hótel Ólafsfirði. Að því loknu
ekur Vigdís og fylgdarlið til Akur-
eyrar þar sem gist verður um
nóttina.
Jakoh Ágústsson fréttarit-
ari Mbl. á Ólafsfirði.
í DAG fer Vigdís og fylgdarlið
fram Eyjafjörð undir leiðsögn
séra Bjartmars Kristjánssonar.
Staldrað verður við í Freyvangi,
Saurbæjarkirkju, Grund og á
Kristneshæli. Þá verður komið
aftur til Akureyrar og hádegis-
verður snæddur að Hótel KEA.
Eftir borðhald verður Amtbóka-
safnið skoðað, Slippstöðin, Elli-
heimilið og Fjórðungssjúkrahúsið.
Þá verður samkoma í Lystigarði
Akureyrar og svo kvöldverður í
boði bæjarstjórnar á Hótel KEA.
- O —
Þá láðist að geta þess í Morgun-
blaðinu í gær að fréttir af heim-
sókn Vigdísar Finnbogadóttur for-
seta til Raufarhafnar og Húsavík-
ur voru skrifaðar af fréttariturum
Morgunblaðsins á stöðunum. Sig-
urði P. Björnssyni á Húsavík en
hann tók einnig myndirnar þaðan
og Helga Ólafssyni á Raufarhöfn
og tók hann líka myndir.