Morgunblaðið - 15.07.1981, Side 22

Morgunblaðið - 15.07.1981, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JÚLÍ1981 1000 ára kristniboðs minnst á Patreksfirði í DAG, sunnudKÍnn 12. júií, er hátíðarbraKur yíir Patreksíirði er VestfirðinKar minnast þess að 1000 ár eru liðin siðan kristnihoð hófst á íslandi er þeir komu út hintcað Þorvaldur víðfórli frá Stóru-Giljá i Þingi ok Friðrik biskup af Saxlandi <>K hófu kristnihoðsstarf sitt. Fáni var dreginn að hún við hvert hús og fánaborg komið fyrir við félagsheimilið, þar sem hátíðin fór fram. Hátíðin hófst kl. 13.30 við Patreksfjarðar- kirkju þar sem skrúðganga hófst til félagsheimilisins. I skrúð- göngunni tók þátt mikill mannfjöldi ásamt 8 prestum og próföstum Vestfirðinga og bisk- upi, herra Sigurbirni Einarssyni, sem kom á hátíðina. I félagsheimilinu, sem er hið stærsta á Vestfjörðum og rúmar yfir 700 manns í sæti, hafði verið komið fyrir altari á miðju gólfi. Hófst síðan hátíðarguðsþjón- usta, sem ailir 8 prestarnir tóku þátt í. Séra Lárus Guðmundsson prófastur í Holti í Önundarfirði flutti stólræðuna, sem var afar snjöll og ætti óefað erindi til allrar heimsbyggðarinnar. Þá var fjöldaaltarisganga, sem allir 8 prestarnir þjónuðu við og gengu hundruð manna til altar- is. Að lokum tónaði biskupinn blessunarorðin. Kirkjusöng ann- aðist 100 manna blandaður kór úr öllum kirkjukórum fjórðungs- ins undir stjórn Jakobs Hall- grímssonar frá Súðavík. Organ- isti var Kjartan Sigurjónsson skólastjóri og organisti á ísa- firði. Kórarnir höfðu komið sam- an nokkuð til æfinga í vor þegar vegir opnuðust og síðustu helgi voru þeir allir saman komnir að Núpi í Dýrafirði og var þá æft sleitulaust. Þótti fóiki hér söng- urinn mjög góður og til sóma þeim er að stóðu. Guðsþjónustunni lauk svo með því að allir sungu „Ó Guð vors lands". HátíÖarfundur Kl. 5 sd. hófst svo hátíðar- fundur með því að séra Jakob Agúst Hjálmarsson sóknar- prestur á Isafirði setti fundinn, en hann hafði haft að miklu leyti með að gera framkvæmd og skipulag hátíðarinnar. Þakkaði hann öllum sem að þessu höfðu staðið og sérstaklega bönkum og sparisjóðum í fjórðungnum fyrir einstaka vinsemd við fjármögn- un. Þá flutti hinn ágæti sameinaði 100 manna kirkjukór Vestfirð- inga undir stjórn Jakobs Hall- grímssonar ýmis athyglisverð tónverk, bæði frá miðöldum og önnur nýrri, m.a. eftir Jóhann Sebastian Bach. Kjartan Sigur- jónsson flutti stef við sáimalög og annaðist undirspil. Frú Guð- rún Eyþórsdóttir las kvæði eftir Matthías Johannessen við undir- leik Hauks Guðlaugssonar söng- málastjóra og Ijufan söng nokk- urra kórfélaga. Þá flutti biskup aðalræðuna um kristniboð í heiminum frá fyrstu tíð og til vorra daga. Kom biskup víða við í sínu yfir- gripsmikla erindi og var mál- snjall eins og hans er vandi. Mjög góður rómur var gerður að máli hans. Að lokum sleit svo séra Jakob samkomunni og bað öllum Guðs- blessunar. Þessi kirkjulega hátíð þótti takast mjög vel og skipulag og framkvæmd með ágætum. Verð- ur hún lengi í minnum höfð hjá þeim sem hana sóttu. Vestfirðir eru um margt sér- stæðir hvað landnám snertir bendir margt til þess að hvergi hafi sest að fleiri kristnir menn í upphafi byggðar landsins en einmitt á Vestfjörðum. Benda má á jarðanöfn þessu til stað- festingar, t.d. eru 4 Kirkjuból i Önundarfirði einum, 2 í Arnar- firði, Kirkjuhvammur á Rauða- sandi og m.fl. Örlygur gamli, sem nam Patreksfjörð, var krist- inn og gaf firðinum nafn hins heilaga Patreks. Þjónandi prest- ar á Vestfjörðum eru nú 10: séra Þórarinn Þór prófastur á Pat- reksfirði, séra Dalla Þórðardótt- ir perstur á Bíldudal, séra Torfi Hjaltaiín prestur á Þingeyri, séra Lárus Guðmundsson pró- fastur að Holti í Önundarfirði, séra Jakob Agúst Hjálmarsson prestur á Isafirði, séra Gunnar Björnsson prestur í Bolungarvík, séra Baldur Vilhelmsson prestur í Vatnsfirði, séra Valdimar Hreiðarsson prestur að Reykhól- um, séra Andrés Ólafsson pró- fastur Hólmavík og séra Grímur Grímsson prestur Suðureyri Súgandafirði. Strandasýsla er í kirkjuiegu samstarfi við Húnaþing og var því ekki með í þessari hátíð þótt hún tilheyri fjórðungnum. Páll Lokað veröur + Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför bróöur okkar, ÁSLAUGS í. STEFANSSONAR. Fyrir hönd systkinanna. miðvikudaginn 15. júlí Helgi Helgason. iaö i ira Ki. lo.uu vegnd jarðarfarar JÓNS HELGASONAR, ritstjóra. Bókaútgáfan Iðunn, Bræðraborgarstíg 16, Rvk. + Þökkum innilega samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginmanns míns og fööur okkar, INGÓLFS ÁSMUNDSSONAR, Smáragötu Sa. Guórún Pálsdóttír, Edda Ingólfsdóttír, Kolbeinn Ingólfsson. + Móðir okkar og tengdamóöir. HILDUR JÓNSDÓTTIR, fyrrverandi Ijóamóöir frá Þykkvabæjarklaustri. andaöist á Landakotsspítala 13. þ.m. Sigríöur Sveinsdóttir, Karl Ó. Guömundsson, Signý Sveínsdóttir, Margrát Einarsdóttir, Siguröur Sveinsson, Sigriður Magnúsdóttir. Jón Sveínsson, Guórún Jónsdóttir, Eínar M. Sveinsson, Ingveldur Óskarsdóttir, Steinunn G. Sveínsdóttir, Siguróur Jónsson. + Faöir minn, afi og langafi, MAGNÚS G. NORÐDAHL, Alfhólsvegi 47, Kópavogi, andaöist á Borgarspítalanum þann 2. Júlí. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey samkvœmt ósk hins látna. Norma M. Noródahl og fjölskylda. + SIGRÚN MAGNÚSDÓTTIR, leikkona, Sólgötu 1, íaafirói, veröur jarösungin frá ísafjarðarkirkju fimmtudaginn 16. júl( klukkan 14. Systkinin. + Bróðir okkar og frændi, PÉTUR ÞORSTEINN KNUDSEN, sem lést af slysförum 9. þ.m. veröur jarösunginn frá Fossvogs- kirkju föstudaginn 17. júlí kl. 3. Systkini og systrabörn hins látna. + Útför HAUKS VIGFÚSSONAR, fyrrv. forstöóumanns Veódeildar Landsbanka íslands, sem lést hinn 9. júlí sl. veröur gerö frá Fossvogskirkju, fimmtudaginn 16. Júlí, kl. 10.30. Ólöf Sigurjónsdóttir, Kristín Hauksdóttir, Skúli Sigurösson, María Hauksdóttir, Bjarni Sívertsen + 'Þökkum vinsemd við andlát og útför SVÖVU JAKOBSDÓTTUR. Fyrir hönd vandamanna. Sigurlaug Johnson. + Þökkum innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför, eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, BJARGAR EYJÓLFSDÓTTUR, Vatnsenda, Skorradal. Sérstakar þakkir til starfsfólks, Sjúkrahúss Akraness fyrir góöa umönnun. Engílbert Runólfsson, Haukur Engilbertsson, Eyjólfur Engilbertsson, Svava Engilbertsdóttir, Gunnar Árnason, Runólfur Engilbertsson, Þuríður Guönadóttir, Hulda H. Bachmann, Ólafur Bachmann, Ásgeir Hafliöason og barnabörn. + Hugheiiar þakklr fyrir auösýnda samúö og vináttu vegna andláts og jaröarfarar INGVARSJÓNSSONAR frá Laxárnesi. Sérstakar þakkir til lækna og starfsfólks á Reykjalundi. Úrsúla Þorkelsdóttir, Ólafur Ingvarsson, Artha Ingvarsson, Þrúöur Ingvarsdóttir, Hreinn Eyjólfsson, Auöur Ingvarsdóttir, Unnur Lárusdóttir, Guömundur Þ. Jónsson, Hreinn Þorvaldsson, Halldór Kjartansson, Kristln Valdimarsdóttir. Lokaö vegna jaröarfarar Veðdeild Landsbanka íslands, verður lokuð fimmtu- daginn 16. júlí 1981, frá kl. 9.15 til 13.00 vegna jarðarfarar HAUKS VIGFÚSSONAR frv. forstööumanns. Veðdeíld Landsbanka íslands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.