Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
3
Ferðalagi Valla víðförla lokið:
Selur tók á móti honum
við strönd Grænlands
ÆVINTÝRALEGRI ferð Valla
rostungs víðförla lauk í gær, er
honum var sleppt úr kassa sín-
um á ísjaka við strönd Græn-
lands. Valli virtist frelsinu feg-
inn, teygðí úr stirðum hreifum,
demhdi sér siðan í sjóinn oií
synti í átt til lands. t>að síðasta
sem sást til Valla frá varðskip-
inu Tý var að stór skepna, brún
að lit, tók á móti honum á leið-
inni til lands, en ekki er vitað
hvað þeim fór i milli. Er talið að
skepna þessi hafi verið selur.
Það var kl. 16.40 í gær að Valla
var sleppt á stórum ísjaka um
tíu sjómílur norður af veðurat-
hugunarstöðinni Aputiteq, eða
u.þ.b. 228 sjómílur norðvestur af
Bjargtöngum. Hann gaf sér um
tíu mínútur til að teygja úr sér,
enda orðinn stirður eftir langa
vist í kassa sínum. Valli dembdi
sér siðan í sjóinn og synti áleiðis
til lands. Varðskipið Týr hélt að
loknu þessu einstæða verkefni
sínu í átt til íslands.
Landbúnaðarráðherra
aðeins að tala til
kjósenda sinna
segir Þór Hagalín, sveitarstjóri á Eyrarbakka
„MAÐUR verður að draga í efa, að landbúnaðarráðherra hafi haft
tíma frá öðrum störfum til að kynna sér öll gögn málsins, auk þess
sem iðnaðarráðherra kannast ekki við þessar skýringar samráð-
herra síns,“ sagði Þór Hagalín. sveitarstjóri á Eyrarbakka og einn
forsvarsmanna fyrir byggingu steinullarverksmiðju í borláks-
höfn, í samtali við Mbl„ er hann var inntur álits á þeim ummælum
Pálma Jónssonar, landbúnaðarráðherra, að öll gögn málsins væru
Sauðkrækingum í vil, en eins og skýrt hefur verið frá í fréttum
greinir menn á um hvort verksmiðjan skuli staðsett í Þorlákshöfn
eða á Sauðárkróki.
„Ég efast hins vegar ekkert um,
að landbúnaðarráðherra hefur séð
þau gögn, sem nægja honum til að
halda slíku fram. Annars snýst
málið um það í dag, að ríkisvaldið
velji sér samstarfsaðila í málinu.
Það verður að gera það upp við sig,
hvort það vill stýra upp á fram-
leiðslu fyrir innanlandsmarkað,
sem alfarið byggist á því að ryðja
steinullinni braut í samkeppninni
við glerull og plast, ellegar að
keppa til viðbótar við innan-
landsmarkaðinn við steinull á er-
lendum markaði," sagði Þór Haga-
lín.
„Að okkar mati reynir í þessu
máli á það, hvort menn vilja
hugsa smátt eða stórt, og við telj-
um ekkert nýtt hafa komið fram í
þessu máli, sem rennir stoðum
undir þessar fullyrðingar land-
búnaðarráðherrans, öðru nær. Að
okkar mati hefur reynslan undan-
farna mánuði staðfest okkar fyrri
áætlanir og við teljum það aukið
öryggi fyrir verksmiðjuna, að
keppa við steinull á erlendum
markaði.
Fyrir hliðstæðan fjárfest-
ingarkostnað, þá afsala þeir sér
möguleikanum á 12.500 tonna
framleiðslu til viðbótar. Við skilj-
um því ekki rökfærslur Sauðkræk-
inga og reyndar er þetta bara
gaspur í landbúnaðarráðherra,
sem er einungis að tala til kjós-
enda,“ sagði Þór Hagalín, sveitar-
stjóri, að síðustu.
0'
INNLENT
Flugleiðir:
Sækja um Glasgow-Kaup-
mannahöfn á nýjan leik
- British Airways hefur hætt flugi á þessari leið
SIGURÐUR Helgason, forstjóri
Flugleiða. hefur skrifað sam-
gönguráðherra bréf, þar scm
hann fer þess á leit, að ráðuneyt-
ið hiutist til um að teknar verði
upp viðræður milli íslenskra og
breskra flugmálayfirvalda, um
að Flugleiðir fái á nýjan leik
Athugasemd
frá landbún-
aðarráðherra
PALMI Jónsson landbúnaðar-
ráðherra hafði samband við Mbl.
í gær og óskaði eftir að birt yrði
eftirfarandi athugasemd:
„Fyrirsögn og undirfyrirsögn
um Blönduvirkjun á baksíðu
Morgunblaðsins í dag, þriðjudag-
inn 29. september, eru ekki eftir
mér hafðar og nokkuð villandi.
Spurningu blaðamanns um
hvort ákvörðun hefði verið tekin í
ríkisstjórn um að Blönduvirkjun
yrði næsta virkjun landsmanna
svaraði ég neitandi og sagði engar
ákvarðanir teknar enn þá. Tel ég
túlkun blaðsins í áðurnefndum
fyrirsögnum hafa verið sterkari
en tilefni var til.“
Aths. ritstj.:
Vegna athugasemdar landbún-
aðarráðherra vill Morgunblaðið
taka fram eftirfarandi: Fyrirsögn
og undirfyrirsögn á frétt blaðsins
um Blönduvirkjun í gær voru ekki
innan gæsalappa og þar af leið-
andi ekki hafðar beint eftir ráð-
herranum. Hins vegar gáfu fyrir-
sagnirnar efnislega til kynna,
hvað eftir honum var haft og að
dómi Morgunblaðsins gáfu þær
rétta mynd af ummælum ráðherr-
ans, sem birtust í sjálfri fréttinni
enda ber hann ekki brigður á, að
þau hafi verið rétt eftir höfð.
áætlunarréttindi sín á flugleið-
inni Glasgow-Kaupmannahöfn.
Breska flugfélagið British
Airways krafðist þess fyrir nokkr-
um árum að fá þetta áætlunar-
leyfi og Flugleiðir voru neyddar til
að hætta flugi milli þessara staða.
Það leið hins vegar ekki nema um
ár frá því, að British Airways hóf
flug þarna á milli, að þeir hættu
því vegna lélegrar nýtni.
Sveinn Sæmundsson, blaðafull-
trúi Flugleiða, sagði í samtali við
Mbl., að Flugleiðir hefðu allt frá
árinu 1967 verið með þrjár ferðir í
viku milli Glasgow og Kaup-
mannahafnar og hefði það komið
mjög vel út. Síðan var ferðum
fækkað niður í tvær og loks niður
í eina undir það síðasta.
Sveinn Sæmundsson sagði
ennfremur, að það hefði komið vel
út fyrir Flugleiðir, að bæta far-
þegum við í Glasgow á leið vél-
anna til Kaupmannahafnar. Beint
flug British Airways hefði hins
vegar greinilega ekki gengið upp.
V erkalýðsf élögin:
Uppsagnir
streyma inn
Af 226 aðildarfélögum Al-
þýðusambands íslands höfðu í
gair meira en 100 þeirra sagt
upp samningum frá og með 1
október nk.
Þegar Morgunblaðið ræddi við
Guðlaug Þorvaldsson ríkissátta-
semjara síðdegis í gær sagði
hann að 105—110 félög væru bú-
in að segja upp samningunum.
Kvað hann uppsagnarbréfin
streyma inn og átti von á enn
fleiri uppsögnum fyrir kvöldið.