Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
CONCORD
nýjalínan
frá IGNIS
Ný sending
Nýir litir
Tveggja hurða skápar með djúpfrysti.
Hæð 139 cm. Breidd 55 cm. Dýpt 60 cm.
0 Sérstaklega sparneytinn,' með polyurethane
einangrun. Því meiri afgang í sparigrfsinn.
© Möguleiki á vinstri eða hægri opnun á
skápnum.
© Þú skiptir um lit að vild.
0 Hljóðlátur, öruggur, stílhreinn.
0Breytanlegar hillustillingar (gott fernu-
pláss).
Verzlið við fagmenn. Viðgerðar- og varahl.þjón
Smiðjuvegi 10 Kópavogi Sími: 76611
RAFIÐJAN H.F.
Kirkjustræti 8 Sími: 19294
Nú er hagstætt að kaupa
>• • ••• /•4k
11V|U K|OllO
og nýta frystikistuna fullkomlega
Um þessar mundir geturðu gert virkilega góð kaup í nýju og
úrvalsgóðu lambakjöti í heilum eða niðursöguðum skrokkum.
Vertu á undan verðhækkunum — kauptu gott kjöt á góðu verði
og tryggðu þér um leið hagkvæma nýtingu frystikistunnar.
Kjötframleiðendur
Aðdragandi
og morð Snorra
Sturlusonar
eftir Jóhann
Hjálmarsson
Handrit: Dr. Jónas Kristjánsson
í samvinnu við Þráin Bertelsson
— Þulur: Dr. Kristján Eldjárn —
Tónlist: Karl J. SÍKhvatsson —
Leikmynd: Snorri Sveinn Frið-
riksson — Baldvin Björnsson —
BúninKar: Snorri Svcinn Frið-
riksson — Árný Guðmundsdóttir
— Leikmunavarsla: Gunnlaugur
Jónasson — Ásta Ólafsdóttir —
Förðun: Ragna Fossberí? —
Yfirsmiðir: Jón Sisurðsson —
Guðmundur borkelsson — Síjí-
valdi bór EKjjertsson — Grafik:
Anna Th. Rögnvaldsdóttir — Að-
stoð við framkvæmdastjórn: Auð-
ur Eir Guðmundsdóttir — Að-
stoð við upptökustjórn: Ásdís
Thoroddsen — KlippinK: Rajfn-
heiður Valdimarsdóttir — brá-
inn Bertelsson — Hljóðmeistari:
Oddur Gústafsson —
Kvikmyndataka: Baldur Ilrafn-
kell Jónsson — Framkvæmda-
stjórn: Hel)?i Gestsson — Kvikm-
yndastjórn: bráinn Bertelsson —
Myndin cr framleidd af Ríkis-
útvarpi-Sjónvarpi, Norsk Itiks-
krinukastninK ojí Danmarks
Radio.
í upphafi síðari hluta myndar-
innar um Snorra Sturluson ríður
Sturla Sighvatsson um héruð
vígalegur á svip með rauðar varir
og þvingar menn til liðs við sig.
Áhrifamikið er atriðið heima hjá
Þorsteini bónda, sem verður að
lúta Sturlu til að halda lífi, þótt
Snorri sé honum hjartfólgnari.
Ruddaskapur Sturlungaaldar er
þar sýndur og víðar í myndinni
kemur óbilgirni og morðfýsn ald-
arinnar í ljós. Bardagaatriðin eru
að vísu fremur daufgerð, enda
ólíklegt að menn hafi barist af
glæsileik á þessum tímum, sú leið
valin að sýna lík og hálfdauða
menn til að kalla fram óhugnað
og grimmd. Mikið blóð flýtur, en
lýsing Þráins Berteissonar kemst
varla í hálfkvisti við það sem
Sturla Þórðarson segir frá í Is-
lendingasögu sinni.
Síðari hluti myndarinnar snýst
að vonum um aðdraganda og
morð Snorra Sturlusonar í
Reykholti aðfaranótt 23. sept-
ember 1241. Enginn hasarbragur
einkennir þetta morðatriði og efl-
aust munu margir áhangendur
nútímalegra glæpamynda hafa
orðið fyrir vonbrigðum.
I myndinni er lögð áhersla á að
sýna hvílíkt fólskuverk morðið á
Snorra var. Og ekki er gæfulegur
hópurinn sem fer að honum.
Snorri er myrtur í pólitísku
skyni, það er verið að fara eftir
skipunum Hákonar Noregskon-
ungs, sem Snorri óhlýðnaðist
forðum. Gizur Þorvaldsson verð-
ur um leið fulltrúi hins erlenda
valds. Stórveldi Snorra voru rit
hans, gildi þeirra fyrir íslendinga
og ekki síst Norðmenn eins og
vikið er að í lokaorðum Kristjáns
Eldjárns. En Gizur telur veiga-
meira að verða við óskum Hákon-
ar konungs en stuðla að því að
Snorri riti fleiri bækur og geti
helgað sig fræðistörfum í elli
sinni.
I umsögn um fyrri hluta mynd-
arinnar var talað um leið frá-
sagnar sem Þráinn Berteisson
Hár ’81 á
Hótel Sögu
FIMMTUDAGINN 1. október
næstkomandi verður haldin, af
Sambandi hárgreiðslu- og hár-
skerameistara, hársnyrtisýning að
Hótel Sögu.
Þar munu helstu meistarar inn-
an sambandsins kynna það nýj-
asta í hártískunni.
Auk þeirra munu koma fram:
Landsliðið í hárgreiðslu- og hár-
skurði, en það mun taka þátt í
Norðurlandamóti sem fram fer i
Finnlandi í nóvember. Torfi
Geirmundsson sýnir hártoppa.
Dansparið Herborg og Aðalsteinn
sýna rokk. Karon-sýningasamtök-
in sýna það nýjasta í fatatískunni
frá Victoríu og Herragarðinum.
Stefánsblóm sér um að skreyta
sviðið.
Sýningar sem þessi hafa verið
fastur liður í starfsemi sambands-
ins undanfarin ár.
Miðasala verður á eftirtöldum
stöðum: Hárgr. Permu Iðnaðar-
mannahúsinu, Hárgr. Guðrúnar,
Hafnarfirði, Rakarast. Hótel
Sögu, Papillu, Laugavegi 24.
Sölumadur deyr
á fjalirnar á ný
Næstkomandi fimmtudag, 1.
oktúber, hefjast á ný sýningar
bjóðleikhússins á leikriti
Arthurs Miller, Sölumaður
deyr.
Sölumaður deyr, fjallar um
farandsalann Willy Loman sem
tekinn er að reskjast, en á erfitt
með að sætta sig við að lífi hans
ljúki án þess að draumar hans
nái að rætast. Gunnar Eyjólfs-
son leikur sölumanninn, Margrét
Guðmundsdóttir leikur eigin-
konu hans, Hákon Waage og
Andri Örn Clausen leika syni
þeirra. í öðrum helstu hlutverk-
um eru Róbert Arnfinnsson,
Árni Tryggvason, Bryndís Pét-
ursdóttir og Randver Þorláks-
son.
Leikstjóri er Þórhallur Sig-
urðsson, leikmyndin er eftir Sig-
urjón Jóhannsson, tónlistin er
eftir Áskel Másson, en Jónas
Kristjánsson þýddi leikinn.