Morgunblaðið - 30.09.1981, Qupperneq 13
__________13_
Amerísk blús-
hljómsveit
með tvenna
tónleika hér
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
hefði valið. Því er ekki að neita að
gallar þessarar aðferðar verða
enn ljósari í síðari hlutanum,
þrátt fyrir nokkur skýr og lifandi
dæmi, listræns og sögulegs eðlis.
Það er eins og frásagnarefnið
verði of viðamikið í höndum
stjórnandans og þannig of dreift,
ekki nógu eftirminnilegt til að
dugi sjónvarpskvikmynd til sig-
urs. Betur hefði farið ef stjórn-
andinn hefði takmarkað sig, gert
fáum atriðum fyllri skil. Yfir því
er líka kvartað með nokkrum
rétti að það sé varla á færi ann-
arra en fræðimanna að setja sig
inn í þann heim sem lýst er, of
margir komi við sögu, erfitt sé að
átta sig á því sem fram er borið.
Þetta var meira áberandi í fyrri
hlutanum.
Hér verður ekki reynt að
sannfæra lesendur um að önnur
leið hefði verið hentugri, en sú
sem Þráinn Bertelsson kaus sér.
Dæma verður myndina eftir því
IIjalti Rögnvaldsson í hlutverki
Gizurar Þorvaldssonar.
hvernig hún er, en ekki því
hvernig hún hefði getað orðið.
Líklega er hér aðeins um byrjun
að ræða í lýsingu Sturlungaaldar
og eðlilegt að Islendingar sjálfir
vilji fjalla um fortíð sína.
I heild sinni er myndin þung-
lamaleg og stirð. Leikur er góður
á köflum, en misræmi mikið í
túlkun leikendanna. Sumir eru
eins og illa gerðir hlutir og
skortir alla þá tilfinningu sem
leikarar í sjónvarpskvikmynd
þurfa að hafa. Aðrir gera sitt
besta þótt sviðsleikur sé þeim
greinilega tamari (samanber
>
Egill ólafsson í hlutverki Sturlu
Sighvatssonar.
Helga Skúlason og Margréti
Helgu Jóhannsdóttur, sem bæði
komast þó vel frá hlutverkum
sínum).
Sigurður Hallmarsson þótti
mér vinna á í síðari hluta mynd-
arinnar. Egill Ólafsson og Hjalti
Rögnvaldsson voru einnig minn-
isstæðir. Gunnar Eyjólfsson naut
sín ágætlega í gervi Skúla her-
toga Bárðarsonar.
Um tæknimenn myndarinnar
gildir hið sama og sagt var í fyrri
umsögn. Þó var á köflum í síðari
hlutunum lítt skiljanlegt muldur
sem þurft hefði að bæta úr.
DAGANA 1. og 2. októbcr mun
Jazzvakning gangast fyrir tón-
leikuni „The Mississippi Delta
Blues Band" á Ilótel Borg og í
Félagsstofnun stúdenta. Þetta
verður í fyrsta skipti að blús-
hljómsveit skipuð svörtum hljóð-
fa'ralcikurum spilar á íslandi.
The Mississippi Delta Blues
Band er frá Jackson, Mississippi.
Hljómsveitina skipa eftirtaldir
hljóðfæraleikarar: Sam Myers,
sem syngur og spilar á munn-
hörpu, Big Bob Deance á gítar,
Tony Calica á trommur, Craig
Horton syngur og spilar á gítar og
Calvin Mikel á bassa. Af þessum
mönnum er Sam M.vers þekktast-
ur meðal blúsáhugamanna.
Tónleikar hljómsveitarinnar
hér eru upphafstónleikar í Evr-
ópuferð hennar.
Tónleikarnir fimmtudaginn 1.
október verða að Hótel Borg en
tónleikarnir föstudaginn 2. októ-
ber verða í NEFS-klúbbnum í Fé-
iagsstofnun stúdenta.
Tæple^a 6 þúsund
í mótmælasvelti
á Spáni
Madrid. 20. septemher. AI*.
UM HELGINA fóru fangar í
Modelo-fangelsinu í Barcelona
í mótmælasvelti. Þeir krefjast
„mannúðlegri aðbúnaðar".
Mótmælasveltið hefur nú bor-
ist til 22 annarra fangelsa og
að sögn heimilda, þá eru nú
rétt tæplega 6 þúsund fangar í
mótmælasvelti, eða 25%
fanga í landinu.
Manuela Wiesler
leikur á Höfn
KARLAKÓRINN Jökull í
Austur-Skaftafellssýslu gengst
fyrir tónleikum með Manuelu
Wiesler, flautuleikara,
fimmtudaginn þ. 1. október nk.
Undirleikari hennar á flygil
verður Þorkell Sigurbjörnsson.
Á efnisskránni eru verk eftir
Mozart, Chopin, F. Doppler, B.
Godard, Þorkel Sigurbjörnsson
og F. Borne. Tónleikarnir
verða í Hafnarkirkju, Höfn í
Hornafirði, og hefjast kl. 21.00.
nýtt oe betra braeð