Morgunblaðið - 30.09.1981, Qupperneq 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
fttargptn Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 85 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 5 kr. eintaklö.
Verðbólgan og
talnaleikur
Lárus Jónsson, alþm. ritaði athyglisverða grein í Morgun-
blaðið sl. sunnudag, þar sem hann færir rök að því, að
árangur ríkisstjórnarinnar í baráttu við verðbólguna sé alls
ekki sá, sem talsmenn stjórnarinnar vilja vera láta. í upp-
hafi þessarar greinar segir Lárus Jónsson m.a.:
„Kaldur veruleikinn er sá, að verðbólgan er ekki minni
síðari hluta þessa árs en hún var, þegar ríkisstjórnin tók við.
Hækkun vísitölu framfærslukostnaðar er nú 9% eftir hverja
3 mánuði, eins og í febrúar 1980. Síðustu 12 mánuði hinn 1.
nóv. nk. er hækkunin skv. rauntölum og spá Þjóðhagsstofn-
unar 46,6%, en á sama tímabili árið áður 50,8%. Þannig má
færa töluleg rök á pappírum fyrir örlitlum slaka í verðhækk-
unum frá því í fyrra í kjölfar 7% kaupskerðingar 1. mars, ef
borin eru saman 12 mánaða tímabil á sambærilegum
grunni." Lárus Jónsson segir, að núverandi ríkisstjórn hafi
reynt ýmsar nýjar aðferðir til þess að villa fólki sýn í verð-
bólgubaráttunni. Hann segir: „Hún leyfði gífurlegar hækk-
anir á öllum vísitöluvörum og þjónustu í nóvember og des-
ember í fyrra. Auk þess tilkynnti hún á gamlársdag, að eigin
frumkvæði, sérstaka 10% hækkun opinberrar þjónustu.
Þessar hækkanir voru allar reiknaðar á almanaksárið 1980.
Þetta varð til þess að á fyrsta „niðurtalningarári" verðbólg-
unnar náðist nýtt íslandsmet á friðartímum, 60% verðbólga,
ef reiknað er frá ársbyrjun til ársloka. Svo sannarlega var
hleypt út úr verðbólgugáttinni þennan sögulega gamlársdag.
Á árinu 1981 er svo byrjað að reikna á nýjan leik. Þá eru
lokurnar aftur settar fyrir stífluna, skollaleikurinn að vísi-
tölunni magnaður í slíkan algleyming, að allir atvinnuveg-
irnir eru komnir í greiðsluþrot, svo jafnvel Samband ísl.
samvinnufélaga sendir frá sér neyðaróp, en vísitalan frá
áramótum verður laglegri á pappírnum og þar við situr."
Þegar þingmaður hefur í grein sinni gert grein fyrir vinnu-
brögðum ríkisstjórnarinnar með þessum hætti segir hann:
„Með slíkum reikningskúnstum er samanburður á skolla-
blindri vísitölu almanaksárið 1981 við íslandsmet „niður-
talningarinnar" 1980 gerður hagstæður fyrir ríkisstjórnina í
blekkingaráróðri, en hann er marklaus. Hér er að sjálfsögðu
um ósambærilegar tölur að ræða.“ Lárus Jónsson sýnir- síðan
fram á með samanburði á milli áranna 1980 og 1981, að
verðbólgan er nánast sú sama á þessu ári og hinu síðasta.
Á margan hátt hefur verðbólgubaráttan í pólitískum um-
ræðum hér verið talnaleikur. Þótt ríkisstjórnin geti sýnt
fram á, að verðbólgan frá upphafi til loka ársins verði lægri
en verðbógan á síðasta ári sýna tölur þær sem Lárus Jónsson
gerir grein fyrir, að í raun og veru hefur enginn umtalsverð-
ur árangur náðst, það er einungis þessi eina tala, sem ríkis-
stjórnin getur notað í málflutningi sínum. Aðrar tölur svo og
röksemdafærsla Lárusar Jónssonar sýna, að við hjökkum
enn í sama farinu í verðbólgumálum. Það er líka sá raun-
veruleiki, sem hver einasti launþegi finnur frá degi til dags,
þegar fólk þarf að láta enda ná saman. I umræðum manna á
milli heyrist oft sú rödd, að það sé erfit að skilja hvar þessi
minnkandi verðbólga sé, sem ríkisstjórnin talar um, af þeirri
einföldu ástæðu, að verðlag hækki stöðugt og lífskjörin
rýrni. Á þessu ári hafa skilyrði verið óvenju góð til þess að
ná árangri í baráttu við verðbólguna. Dollarinn hefur hækk-
að stöðugt, sem þýðir meiri tekjur fyrir fiskinn. Evrópu-
gjaldmiðlar eru veikari, sem þýðir hagstæðara innflutnings-
verð. Olían hefur fremur lækkað en hækkað. Þrátt fyrir
þetta blasir við sú mynd, sem Lárus Jónsson dregur upp í
umræddri grein. Til lengdar verður ekki komizt fram hjá
þeim veruleika með blekkingum og talnaleik.
„Hverjir hafa skap-
að þessa fjármuni
Sjávarafurðadeildar?
Eru það ekki við-
skiptaaðilarnir, sem
hafa skipt við Sjávar-
afurðadeildina lengri
eða skemmri tíma?
Eru það ekki hrað-
frystihúsin og fisk-
vinnslustöðvarnar
innan Sambands ís-
lenskra samvinnufé-
laga, sem hafa mynd-
að þetta f jármagn?
Ilverjum er nær að fá
aftur úthlutað en
þessum sömu frysti-
húsum og vinnslu-
stöðvum, þegar þau
eru nú í miklum erfið-
leikum?“
Undanfarnar vikur hafa orðið
nokkur blaðaskrif í sambandi við
kaup Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga á hlutabréfum í
Matthías Bjarnason
lenskra samvinnufélaga, sem
hafa myndað þetta fjármagn?
Hverjum er nær að fá aftur út-
hlutað en þessum sömu frysti-
húsum og vinnslustöðvum, þegar
þau eru nú í miklum erfiðleik-
um?
Og nú vil ég leyfa mér að
spyrja forstjóra Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, Erlend
Einarsson, um þessi atriði. Hann
er maður sem hefur talið, að
málefni Sambandsins eigi að
vera til umræðu á opinberum
vettvangi. Hann er málefnalegur
maður, sem vill ræða málefni og
störf síns fyrirtækis á opinberum
vettvangi. Því spyr ég hann: Tel-
ur hann eðlilegra að því fjár-
magni, sem Sjávarafurðadeildin
hefur komist yfir af afrakstri
hraðfrystihúsa og vinnslustöðva,
sem skipt hafa við Sjávarafurða-
deildina, verði varið til kaupa á
nýjum frystihúsum og ganga
framhjá því að styrkja fyrirtæk-
in innan Sambandsins sem eiga
nú mörg hver í miklum fjárhags-
erfiðleikum? Við borð liggur að
sum þeirra stöðvi rekstur sinn á
næstu dögum eða vikum. Ég vil
nefna aðeins eitt dæmi. Hrað-
frystihús Keflavíkur hf. hefur
verið í viðskiptum við Sjávar-
afurðadeild Sambandsins frá því
að sambandsmenn hófu þann
Nokkrar spurningar
til Erlends Einarssonar,
forstjóra SÍS
fiskiðjunni Freyju á Suðureyri.
Það er ekki óeðlilegt að slíkt mál
sé fréttaefni blaða og annarra
fjölmiðla og umræðuefni manna
á milli. Þessi kaup sýna nokkuð
þá stöðu, sem fiskvinnsla nú er í
og hvernig að henni hefur verið
búið. Margir forustumenn einka-
rekstrar í sjávarútvegi kvarta nú
sáran yfir hvernig að atvinnu-
greininni er búið af hendi stjórn-
valda. En sárast af öllu hlýtur að
vera, að stjórnvöld skella skolla-
eyrum við öllum erfiðleikum, og
meira að segja sjálfur sjávarút-
vegsráðherrann hefur í flimting-
um stöðu fiskvinnslunnar í land-
inu og segir, að það sé vani að
vera alltaf að kvarta og kveina.
Erfiðleikar fiskvinnslunnar og
sérstaklega frystingarinnar eru
þeir að hækkun framleiðslu-
kostnaðar innanlands er meiri en
breytingar á söluverði útflutn-
ingsvörunnar á erlendum mörk-
uðum. Þetta iiggur í raun og veru
ákaflega Ijóst fyrir, og þarf eng-
an að undra, sem eitthvað setur
sig inn í þessi mál, að hagur og
staða fiskvinnslunnar, og þá sér í
lagi frystihúsanna, er með þeim
hætti, að menn geta ekki haldið
áfram þessum rekstri við
óbreyttar aðstæður.
Menn spyrja því: Hvernig fer
Samband íslenskra samvinnufé-
laga að því að færa út kvíarnar á
sama tíma og einkareksturinn er
að gefast upp? Eru fyrirtæki inn-
an Sambands íslenskra
samvinnufélaga betur rekin en
þau fyrirtæki, sem eru innan
Sölumiðstöðvar hraðfrystihús-
anna? Ég held að svarið við
þessu sé neitandi. Ég hygg, að
fyrirtækin innan veggja þessara
samtaka séu eins og jafnan áður
misjafnlega vel rekin og mis-
jafnlega í stakk búin að mæta
erfiðleikum, en að fyrirtæki inn-
an annarra þessara sölusamtaka
séu betur stödd en í hinu, tel ég
að sé ekki fyrir hendi.
I Sambandsfréttum, sem komu
út 9. september sl., er vitnað í
blaðamannafund, sem haldinn
var með framkvæmdastjórunum
Arna Benediktssyni og Kjartani
P. Kjartanssyni þar sem þeir
voru spurðir að því, hvort það
skyti ekki skökku við, að Sam-
- eftir Matthías
Bjarnason, alþm.
bandið væri að leggja fé í þessi
kaup á Suðureyri á sama tíma og
farið hefði verið fram á aðstoð
ríkisins við rekstrarerfiðleika
Iðnaðardeildar. Þeir svöruðu því
til, að hér væri um alls óskyld
mál að ræða, annars vegar væru
á ferðinni hugmyndir um að nýta
fé í höndum sjávarafurðadeildar
til að tryggja atvinnu á annað
hundrað manns í fiskvinnslu á
Suðureyri og hins vegar væri
verið að fara fram á, að hið
opinbera skapaði iðnrekstrinum í
landinu eðlilegan rekstrar-
grundvöll.
Ég er sammála þessum mönn-
um um það, að eðlilegur rekstr-
argrundvöllur fyrir iðnrekstur-
inn í landinu er ekki fyrir hendi
og það er vegna þess, að núver-
andi ríkisstjórn hefur ekki skilið,
eða réttara sagt ekki viljað
skilja, að iðnreksturinn þurfi
eðlilegan rekstrargrundvöll.
Sama er að segja um eðlilegan
rekstrargrundvöll fyrir sjávar-
útveginn, og þá alveg sérstaklega
fyrir frystiiðnaðinn í landinu. —
Én hvers vegna þurfti Sjávar-
afurðadeild Sambandsins að
tr.Vggja atvinnu á annað hundrað
manns í fiskvinnslu á Suðureyri?
Hafði fyrirtækið ekki séð vel
fyrir atvinnu á þessum stað?
Hafði þetta fyrirtæki ekki greitt
skilvíslega verkafólki á staðnum
og sjómönnum sín laun, sem og
öllum öðrum? Ég held að það sé
ástæðulaust fyrir þessa fram-
kvæmdastjóra Sambandsins að
hnýta á þennan hátt í þetta
fyrirtæki.
Þá er það hitt atriðið sem þeir
segja, að hér væru á ferðinni
hugmyndir um að nýta fé í hönd-
um Sjávarafurðadeildar. Er það
eðlilegt að nýta þessa fjármuni
til þess að færa út kvíarnar og
kaupa ný fyrirtæki? Hverjir hafa
skapað þessa fjármuni Sjávaraf-
urðadeildar? Éru það ekki við-
skiptaaðilarnir, sem hafa skipt
við Sjávarafurðadeildina lengri
eða skemmri tíma? Eru það ekki
hraðfrystihúsin og fiskvinnslu-
stöðvarnar innan Sambands ís-
rekstur og má búast við rekstr-
arstöðvun hjá þeim hvenær sein
er ef ekkert er að gert. Hefði ekki
verið eðlilegra að styrkja stöðu
þessa fyrirtækis, sem og annarra
innan Sambandsins sjálfs, sem
nú eiga í erfiðleikum? Telur for-
stjóri Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga að rekstrargrund-
völlur hraðfrystiiðnaðarins í
landinu sé með þeim hætti, að
þeir sem við þessa atvinnugrein
vinna geti vel við unað? Er hann
sammála sjávarútvegsráðherra,
sem jafnframt er formaður
Framsóknarflokksins, um það, að
hér sé bara um ástæðulausan
barlóm að ræða, eins og hann
hefur látið eftir sér hafa við fjöl-
miðla að undanförnu, þegar
fréttamenn hafa náð sambandi
við hann, þegar hann hefur drep-
ið niður fæti á fósturjörðina á
tíðum ferðalögum til margra
landa á tiltölulega skömmum
tíma? Getur forstjóri Sambands
íslenskra samvinnufélaga, Er-
lendur Einarsson, ekki verið mér
sammála um það, að það sé
hörmulega búið að rekstrar-
grundvelli sjávarútvegsins á Is-
landi nú þessa mánuði?
Getur forstjóri Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga, Erlend-
ur Einarsson, ekki einnig verið
mér sammála um það, að það sé
hörmulega búið að iðnrekstrin-
um í landinu? Getur forstjóri
Sambands íslenskra samvinnufé-
laga, Erlendur Einarsson, ekki
einnig verið mér sammála um
það, að hér þurfi að breyta um
stefnu? Ríkisstjórnin og þeir
ráðherrar, sem í henni sitja, eru
svo uppteknir af því að hæla
sjálfum sér fyrir það, að þeim
hafi tekist að draga úr hraða
verðbólgunnar í þessu landi með
því að færa vandann yfir til at-
vinnuveganna og svelta fram-
leiðslufyrirtækin á þann veg, að
nú er stefnt í hættu atvinnu þús-
unda Islendinga. Ríkisstjórnin
vill ekki játa staðreyndum, að
hún hefur ekki skapað höfuðat-
vinnuvegum þjóðarinnar rekstr-
argrundvöll, en ráðherrarnir
sitja þó áfram í stólum sínum.-
Mér þætti vænt um það, að
Erlendur Einarsson léti frá sér
fara svar sem allra fyrst.