Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 18

Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981 Hraðlestrarnámskeið Næsta hraölestrarnámskeiö hefst 6. okt. nk. Nám- skeiðið stendur yfir í 6 vikur og verður kennt 2 klst. einu sinni í viku. Heimavinna er 1 klst. á dag á meöan námskeiöið stendur yfir. Námskeiöið hentar sérstaklega vel skóla- fólki og öörum sem þurfa aö lesa mikið. Verö kr. 800. Skráning í síma 10046 kl. 13.00—17.00 í dag og næstu daga. Leiöbeinandi er Olafur H. Johnson, viöskiptafræöingur. Hraölestrarskólinn. SKRIFSTOFA FRAMTÍÐARINNAR Skýrslutæknifélag íslands og Stjórnunarfélag íslands efna sameiginlega til námstefnu um SKRIFSTOFU FRAMTÍÐARINNAR. Vegna gífurlegrar aösóknar er ákveöiö aö halda námstefnuna í hátíðarsal Háskóla íslands. Eru því fáein sæti enn óbókuö. Verður hún haldin fimmtu- daginn 1. október og hefst kl. 13.30. Dagskrá: 13:30 Námstefnan sett. — Höröur Sigurgestsson formaöur Stjórnun- arfélags íslands 13:40 Skrifstofa framtíöarinnar og skiþulag hennar — Martyn J. Harper, A.K. Watson Internat- ional Education Center, IBM 14:10 Sítenging ritvinnslu viö stærri tölvur — tölvuboömiölun — Byron Jacobs, ADR Princeton, USA 14:40 Skrifstofutæki níunda áratugarins — Gunther Jang, Wang USA. 15:10 Kaffihlé 15:30 Símatækni á skrifstofu framtíöarinnar — Guömundur Ólafsson verkfræöingur 15:50 Þróun á skrifstofu framtíðarinnar í íslenskum fyrirtækjum — Sigurjón Pétursson rekstrarhagfræöingur 16:10 Tæknivandamál vegna íslenskra bókstafa — Björgvin Guðmundsson verkfræöingur 16:20 Oröaskiptingar viö ritvinnslu — Árni Böövarsson cand. mag. 16:30 Pallborösumræður og fyrirspurnir — Dr. Jón Þór Þórhallsson formaður Skýrslu- tæknifélags íslands stjórnar umræöum Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélags íslands, Síöu- múla 23, sími 82930. j lok námstefnunnar er þátttakendum boöiö aö skoöa sýningu á skrifstofutækjum framtíöarinnar. Rútuferö veröur frá Háskóla íslands til Hótels Loft- leiða meö þátttakendur. SKRIFSTOFUTÆKI FRAMTÍÐARINNAR í tengslum viö námstefnuna veröur efnt til sýningar á skrifstofutækjum framtíðarinnar, og veröur hún í Kristalssal hótelsins. Á sýningunni sýna 18 aöilar ýmsan búnaö sem aö líkindum veröur tekinn í notkun á skrifstofum á næstu árum. Sýningin veröur oþin almenningi dagana 2.—4. október kl. 14:00—20:00. SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS STJORNUNARFELAG ÍSLANDS EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í MORGUNBLAÐINU Salbjörg Jóhannsdótt- ir Lyngholti — 85 ára Oft verður mér hugsað um þá skrítnu tilviljun, eða ætti ég heldur að segja, þá ráðstöfun forsjónarinn- ar, sem varð þess valdandi, að ég kynntist frænku minni, Salbjörgu Jóhannsdóttur. Hún hafði komið til Reykjavíkur og ætlaði til ákveðins augnlæknis. Er hún var í Austurstræti á leiðinni til hans, gerði úrhellisrigningu og leitaði hún þá skjóls í gangi eins hússins þar, og ætlaði að standa af sér dembuna. Þegar ekki virtist ætla að stytta upp í bráð, fór hún að líta í kringum sig og sá þá, að í því húsi var líka augnlæknir og ákvað hún þá að fara til hans í staðinn. Hún sagði til nafns og er hann hváði, spurði hún hann hvort hún væri sú eina með þessu nafni sem hefði komið til hans. Eftir að hafa athugað spjaldskrána sína sagði hann, að Salbjörg Níelsdóttir hefði líka komið til sín. Minntist hún þá þess, að hún hafði heyrt ömmu sína tala um Níels son sinn og þótti lík- legt að þessi nafna hennar myndi vera dóttir hans. Er svo ekki að orð- lengja það, að Salbjörg hafði uppi á nöfnu sinni, sem var móðir mín, og þá hófust góð kynni sem ég verð alltaf þakklát fyrir. Þegar farið var að athuga skyld- ieikann kom í ljós, að þær voru systkinadætur, nöfnurnar, eins og Salbjörgu hafði grunað. Amma þeirra, Salbjörg Guðmundsdóttir, varð ekkja 1867, er maður hennar, Olafur Klemensson, drukknaði í róðri frá Keflavík á Hellissandi. Leystist þá heimilið upp og systkin- in fóru sitt í hverja áttina. Síðar eignaðist Salbjörg tvær dætur og var sú eldri þeirra móðir Salbjarg- ar þeirrar, sem í dag er 85 ára. Salbjörg Jóhannsdóttir fæddist í Unaðsdal 30. sept. 1986, og voru for- eldrar hennar Sigrún Jónsdóttir og Jóhann Engilbertsson frá Lónseyri. Þeirra hjónaband stóð ekki nema tæpt ár, þá lést Jóhann. Fáum mán- uðum síðar fæddi Sigrún son þeirra Jóhanns, en hann lést tæplega tveggja mánaða gamall. Árið 1907 eignaðist Sigrún tvíbura með Guð- mundi Jósefssyni á Sandeyri, en hann fórst 1920 ásamt tveim öðrum mönnum, er þeir voru að leita að og sækja lík Sumarliða Brandssonar, pósts, sem farið hafði fram af Bjarnarnúpi, daginn áður. Sigrún lést á 10. degi eftir fæð- ingu tvíburanna, sem voru drengur og stúlka. Drengurinn lést fárra ára, en telpan, Sigrún Jóna, komst upp og lést í Reykjavík 1978. Eftir lát móður sinnar dvaldist Salbjörg með ömmu sinni og nöfnu að Hamri í Nauteyrarhreppi. Þar var gamla konan húskona í mörg ár. Hún tók á móti fjölda barna í hreppnum og lánaðist vel, þótt ekk- ert hefði hún lært — einnig var hún natin við sjúklinga. í þrjú ár voru þær saman á Hamri, nöfnurnar. Þá leið gamla konan út af með ullarkambana sína í höndunum og viku seinna lést hún. Salbjörg yngri var áfram á Hamri og 1917 giftist hún Ingvari Ásgeirssyni. Þau reistu nýbýlið Lyngholt á Snæfjallaströnd og fluttu þangað 1936. Þau hjónin eignuðust fjögur börn. Elstur er Ásgeir, starfsmaður Kópavogsbæj- ar, kvæntur Árnýju Kolbeinsdótt- ur. Næstur var Jón Hallfreð. Hann fæddist með vöðva- og taugalömun og lést rúmlega tvítugur að aldri. Þriðji sonurinn var Engilbert, sem er bóndi á Tyrðilmýri á Snæfjalla- strönd, kvæntur Kristínu Daníels- dóttur. Yngst er Jóhanna, sem bú- sett er í Hnífsdal, gift Sveini Frið- björnssyni. Salbjörg fór í Ljósmæðraskólann og útskrifaðist þaðan árið 1929. Stundaði hún síðan ljósmóðurstörf um áratuga skeið. Fer ekki hjá því að oft hljóta ferðalög hennar að hafa verið erfið, annað eins vetrar- ríki og er þarna fyrir vestan. Ingvar lést 1956 og í allmörg ár hefur Salbjörg búið ein í Lyngholti. Heilsan er að ýmsu leyti farin að gefa sig, en minnið er gott og Sal- björg fróð, og hefur verið aðdáan- lega dugleg að skrifa. Hún hefur fengið sendar spurningaskrár frá Þjóðminjasafninu, sem hún hefur svarað eftir bestu getu og mörg bréfin hefur hún skrifað mér síðan við kynntumst, og það ekki fáar lín- Hörður Ólafsson: Valli víðförli Morgunblaðinu barst I gær eftir- larandi athugasemd frá Herði ólafssyni. hrl.: „Herra ritstjóri. Ég leyfi mér að gefnu tilefni í blaði yðar að taka fram, að ég hvorki er né hef verið umboðsmaður World Wildlife Fund hér á landi á annan hátt en þann, sem ráða má af eftir- farandi atvikalýsingu: Samskipti mín við þessa stofnun hófust sl. fimmtudag, 24. þ.m., með því, að þeir hringdu til mín frá London og kváðust hafa pantað far fyrir rostung með Flugleiðum laug- ardaginn 26. þ.m., en Flugleiðir vildu ekki flytja nema framhaldsflutning- ur samstundis væri tryggður eða fyrir lægi leyfi íslenzkra dýralækna til, að rostungurinn mætti biða flutnings hér ef þannig stæði á. Báðu þeir mig um að gera sér þann greiða, að kanna þessi atriði. Af þessum sökum hafði ég á fimmtudeginum og eftir hádegi á föstudeginum samband við fjöl- marga aðila hérlendis, m.a. Iscargo og SÁS, Brynjólf Sandholt, héraðsd- ýralækni, Pál Agnar Pálsson, yfir- dýralækni, Jón Gunnarsson, for- stjóra, Sædýrasafnsins í Hafnar- firði, og Gunnar Bergsteinsson, for- stjóra Landhelgisgæzlunnar. Varð niðurstaðan sú, að dýrið mætti því aöeins koma til landsins, að það héldi rakleiðis áfram ferðinni héðan eða færi hér í sóttkví; að engin tiltæk sóttkví væri hér önnur en Sæ- dýrasafnið í Hafnarfirði; að Sædýr- asafnið hefði lofað að taka við dýr- inu til geymslu og síðan að flytja það áleiðis á Grænlandsslóðir meö bát sínum, Guðrúnu, jafnskjótt og hún hefði lokið við verkefni, sem hún hefði með höndum, en að því til- skildu, að samningar tækjust um flutninginn; að SAS hefði áætlunar- ferðir um Keflavík til Grænlands á þriðjudögum og föstudögum; að Landhelgisgæzlan hefði tekið mjög vinsamlega tilmælum um flutning- inn; að héraðsdýralæknir hefði lagt til, að dýrið yrði geymt áfram í Eng- landi, þar til framhaldsflutningur væri tryggður. Það næsta sem ég frétti — og nú frá umboðsmönnum Flugleiða — var það, að ríkisstjórn íslands og Flugl- eiðir í sameiningu hefðu nú tekið málið í sínar hendur, og væri dýrið væntanlegt — hvað sem hver segði — í boði ríkisstjórnarinnar og í fylgd með sjálfum forsætisráðherra kl.15.00 sl. laugardag. Var ég nánast beðinn um að tilkynna yfirdýral- ækni, hvernig komið væri. Páll Agn- ur, hripaðar í flýti, heldur löng bréf, stundum allt að 6—7 síðna löng, full af fróðleik um Salbjörgu ömmu hennar og það fólk sem næst henni stóð, líf þess og störf. Einnig um gamla tímann og byggðina þarna fyrir vestan sem nú er horf- in. Þessu hefur hún lýst svo lifandi og vel, að mér finnst ég næstum hafa þekkt þetta fólk sjálf. I löngu bréfi sem hún skrifaði mér á þessu ári, sagði hún mér t.d. frá því þegar amma hennar, þá orð- in gömul kona og næstum blind, tók sér ferð á hendur í septemberlok 1907 frá Hamri að Sandeyri til þess að sækja litlu nöfnu sína, sem þá var orðin bæði föður- og móðurlaus, og var þar að auki búin að vera veik og var langt frá að vera orðin frísk. Auðheyrt er af þeirri frásögn, að ekki hefur gömlu konunni verið fisjað saman. Níels sonur hennar, virðist ekki hafa átt langt að sækja dugnað sinn, en hann var annálaður dugnaðarmaður við alla vinnu og göngugarpur hinn mesti. Að lokum vil ég óska frænku minni hjartanlega til hamingju með daginn og þakka henni fyrir okkar góðu kynni og allan þann fróðleik sem hún hefur miðlað mér. Og forsjóninni verð ég alltaf þakk- lát fyrir að hafa leitt okkur saman. Líklegast er, að ég hefði aldrei vitað um þessa grein móðurættar minnar hefði Salbjörg ekki haft upp á móð- ur minni, því eins og svo algengt er, fékk ég ekki áhuga á að vita meira um ætt mína, fyrr en flestir þeir voru dánir, sem hefðu getað frætt mig mest. J.B. Birting afmœlis- og minningar- greina. ATIIYGLI skal vakin á því, að afmadis- og minningargreinar verða að herast hlaðinu með goðum fyrirvara. Þannig verður grein. scm hirtast á í miðvikudagshlaði. að berast í síðasta lagi fyrir hádcgi á mánudag og hliðstatt með greinar aðra daga. Grcinar mega ekki vera i sendibréfs- formi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni. að frum- ort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíð- um Morgunhlaðsins. Ilandrit þurfa að vera vélrituð og með góöu línuhili. ar var erlendis, kom til landsins kl. 19.00 á föstudagskvöldið, og tókst mér að ná tali af honum heima og segja honum tíðindin, en hann kvaðst mundu ráðfæra sig við Pálma Jónsson, landbúnaðarráðherra, morguninn eftir. Afskiptum mínum af þessu máli var þar með svo til lokið, enda hafði ég engu lofað og málið þar að auki, að mínu viti, komið í þær beztu hendur, sem hugsazt gat. Rétt er þó að geta þess, að ég pantaði fyrir þá bíl af tiltekinni stærð, benti þeim á, þegar hingað var komið hvort eð var og samband var haft við mig, að reyna fyrir sér hjá varnarliðinu, auk þess sem ég útvegaði þeim — með góðra manna hjálp — tilboð um flutning dýrsins með vélbátnum Heimi, KE-77. En ekki var við að búast, að þeir tækju því, meðan enn var von til að komast áleiðis ókeypis á puttanum. Því má bæta við, að Jón Gunnarss- on var mættur á flugvellinum til að bjóða fram liðsinni sitt, eins og hann hafði lofað dýralæknum, en forráð- amenn WWF létu þá í veðri vaka, að dýrið mundi úr því sem komið væri ekki þola geymslu í Hafnarfirði. Ekki veit ég til þess, að Jóni hafi verið þakkað umstang hans — frem- ur en mér. Mér sýnist að lokum, að vinur okkar Valli víðförli hafi orðið leiks- oppur dýraverndunar á villigötum og nútíma auglýsingatækni. Dettur mér í hug sagan af franska bóndan- um, sem spurði, þegar komið var til að sækja son hans í herþjónustu, hvort hann mætti ekki bara skjóta hann heima?"

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.