Morgunblaðið - 30.09.1981, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 1981
29
Stálvaskar
og
blöndunartæki
ARABIA
HREINLÆTISTÆKI
BAÐVÖRURNAR
FRÁ BAÐSTOFUNNl
J&aðstofJFI
ÁRMÖLA 23 - SlMI 31810
Nýju gíró-
seðlarnir
hrein afturför
- ekki unnt að nota þá
sem skuldfærslubeiðni
6535-3849 skrifar:
„í nokkur ár hafa verið hér í
notkun nýir gíróseðlar og er
m.a. prentaður á þá reitur
fyrir skuldfærslubeiðni, — en
samt neita bankarnir, a.m.k.
flestir þeirra, að taka við slík-
um greiðslum, og verðum við
því að greiða með reiðufé eða
ávísun í staðinn.
Sama gildir um skuld-
færslubeiðni á bakhlið út-
sendra gíróseðla/reikninga frá
rafmagnsveitunum, Pósti og
síma og Ríkisútvarpinu.
Gjaldkerar bankanna neita að
taka „svuntur" þeirra sem
skuldfærslubeiðni á banka-
reikninga okkar.
Með hvaða rökum lögðu
bankarnir niður gamla gíró-
kerfið, sem var mjög hentugt
fyrir eigendur bankareikn-
inga? Nú skiljum við hvorki
upp né niður í þessu, fyrst
áprentuðum tilþoðum um
þjónustu er alfarið hafnað.
Hvað segir samstarfsnefnd
bankanna um slík vinnu-
brögð? Hefur láðst að fræða
bankamenn um gírókerfið?
Eða voru ekki réttir aðilar
hafðir með í ráðum, þegar
nýja kerfið var skipulagt?
Ef ég ætti fyrirtæki mundi
ég ekki kaupa gíróseðla og
senda út með reikningunum,
fyrst greiðandnn þarf hvort
sem er að kaupa ávísanir til að
greiða með.
Þetta er tvíverknaður og
kostnaðarauki, sem gerir
bankakerfið aðeins hlægilegt í
augum almennings.
Með þökk fyrir birtinguna."
eislega orðaða umsókn með
umbeðnum upplýsingum,
ásamt nafni, heimilisfangi og
símanúmeri, að hann teljist
ekki hæfur í starfið sem augl-
ýst hefur verið. I aðeins ör-
fáum auglýsingum hef ég séð
tilkynnt, að öllum umsóknum
verði svarað.
Mér finnst það bæði tillits-
leysi og ókurteisi að halda
manni volgum og bíðandi eft-
ir svari sem aldrei kemur.
Stundum er auglýst eftir
starfskrafti fyrir vissan mán-
aðardag, mánaðamót eða
„strax" og fái ég ekki svar
samkvæmt þeim tímatak-
mörkunum, þá get ég farið að
huga að nýrri auglýsingu.
En oft hef ég sleppt því og
bara beðið og vonast eftir
jákvæðu svari við seinustu
umsókn. Það væri nú líka
hálfergilegt að fá kannski
3—4 jákvæð svör við jafn-
mörgum umsóknum sama
daginn. Ég er ábyggilega ekki
eina manneskjan sem hef
þessa sögu að segja.
Atvinnurekendur, breytið
þessu. Svarið okkur líka, þess-
um sem þið teljið ekki þæf í
störfin. Það er bæði ágætis
póst- og símaþjónusta á ís-
landi í dag.
Virðingarfyllst."
Hvar var
biskupsfrúin?
L.P. hringdi og hafði eftirfar-
andi að segja: — Við lestur Morg-
unblaðsins, Vísis og Dagblaðsins,
þar sem fjöldi mynda var birtur í
tilefni af hátíðarathöfn vegna
embættistöku herra Péturs Sigur-
geirssonar, hins nýja biskups Is-
lands, varð ég fyrir miklum von-
brigðum að sjá hvergi minnst á
biskupsfrúna, frú Sólveigu As-
geirsdóttur. Frú Sólveig er yfir-
lætislaus og mjög glæsileg kona,
ekki hvað síst á þessum hátíðis-
degi þar sem hún skartaði hátíð-
arbúningi þjóðarinnar, skautbún-
ingnum. Mér finnst þetta mjög
óviðeigandi í garð biskupshjón-
anna og klaufalega að verki staðið.
Öryggisbelti en
ekki bílbelti
Skúli Sigurðsson hringdi og
hafði eftirfarandi að segja: — Eg
hlustaði á útvarpsþáttinn Um
daginn og veginn nú í vikunni og
fannst margt ágætt um erindið
sem fjallaði m.a. um umferðar-
mál. En ekki líkaði mér að höf-
undurinn talaði til skiptis um
bílbelti og öryggisbelti. Þegar fólk
tekur sér far með flugvélum, ám-
innir flugfreyjan það um að
spenna öryggisbeltin, ekki flugvél-
arbeltin, enda hugsunin með belt-
unum að auka öryggi farþeganna.
Ekki kannast ég við að aðrar þjóð-
ir geri greinarmun á hvort örygg-
isbelti eru í flugvélum eða bílum,
sbr. safetybelts, sikkerhedsbelt
o.s.frv. Ég skil ekki þetta rugl um
bílbelti. Eru það ekki einhvers
konar belti á bílinn, svona eins og
snjóbílar nota og önnur torfæru-
tröll? Nei, þarna er það spurning
um öryggi og ekki annað og því
skulum við halda okkur við þetta
ágæta orð öryggisbelti.
Átti hjólið
í f jóra daga
íbúi við Skálagerði hringdi og
sagði: — Tíu ára gömul dóttir mín
eignaðist hjól um miðjan mánuð-
Þessir hringdu . . .
inn, nýtt Eska-hjól, rautt að lit.
Um kl. hálfellefu 18. þ.m. gekk
hún frá því í hjólageymslunni
hérna í Skálagerði 7, en þegar hún
ætlaði að vitja þess morguninn
eftir var það horfið. Hún fékk að-
eins að eiga hjólið sitt í fjóra daga.
Það er frekar slæm reynsla fyrir
börn að verða fyrir svona athæfi.
Væri það til of mikils mælst að sá
sem tók hjólið traustataki skili því
aftur hingað heim eða láti vita af
því hvar það er að finna? Við eig-
um heima á annarri hæð til hægri.
SIG6A V/öGA £ 1/LVE&4N
Orósending frá
Bifreiðum & Land
búnaðarvélum hf.
Þessir menn fara þjónustuferð um Austuland fyrri
hluta októbermánaðar 1981.
Anton Olason — deildarstjóri
Juri Churbanov — bifreiöatæknifræðingur frá LADA
verksmiðjunum og
Trausti Pálsson — bifvélavirkjameistari.
Komið veröur við á eftirtöldum stöðum:
Kópaskeri, Raufarhöfn, Þórshöfn, Bakkafiröi, Vopna-
firði, Egilsstöðum, Neskaupstað, Eskifirði, Reyðar-
firði, Fáskrúðsfirði, Stöðvarfiröi, Breiðdalsvík, Djúpa-
vogi og Höfn, Hornafirði.
Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf.
Sadurlinétbrant II • flrjbjatib • SIbú ;
Sýning á
skrifstofutækjum
framtíðarinnar
verður haldin í Kristalssal Hótels Loftleiða
dagana 2.—4. október kl. 14—20 dag hvern.
A sýningunni verður sýndur skrifstofubúnaður, sem ætla má að
verði almennt notaður á skrifstofum i framtíðinni, svo sem
ritvinnslutæki, myndsenditæki, tölvupóstur, rafeindaritvélar og
fleiri tæki sem ekki hafa áöur veriö sýnd hérlendis.
Eftirtalin fyrirtæki munu sýna á sýningunni:
Aco hf.
Einar J. Skúlason
Gísli J. Johnsen
Hagtala
Heimilislæki
IBM á íslandi
Míkrómiöill
Radíóslofan
Rafrás
Raunvisindastotnun
Háskóla íslands
S. Árnason & Co.
Sameind
Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar
Tölvubúóin
Mikrótölvan Þór hf.
Póslur og simi Órtölvutæki
Stjórnendum og starfsmönnum tyrirtækja eru hvattir til aö nýta
sér þetta einstaka tækifæri til að kynna sér þær nýjungar og
breytingar á skrifstofutækni sem framundan eru.
SKÝRSLUTÆKNIFÉLAG ÍSLANDS
STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS
trl
XWO A9
\1ÉK/W<dúy\ \fEtfy
mvlWlAH^
SL/l-VÍAtí
'\mM, S/66A \
VI664-
\^I9N/ V//VN\
MAWPf)
>1
Vtm BH
'W, cbl66A Vlí/n
fcviAúrvW
vVÍ/MN'bT W
VAir*