Alþýðublaðið - 13.06.1931, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 13.06.1931, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐÖBLAÐIÐ * Vðrobfilastððln fi Reykfavík. Símar: 970, 971 og 1971. Mokbrar skínaadi fallegar Dragtlr nýkomnar I Soffíubúð >oocoooooooo<: Til Hafnarfjarðar og Vffllstaða. Ferðir alfla daga. Sími 715. B. §« R. Sími 716. Brnggarar á LanoaveQi 17. Komist hefir upp, að áfengis- brugg hefir verið framið í stór- um stíl á Laugavegi 17 í kjalLar- anum hjá skóverzlun Jóns Stef- ánssonar. Tveir menn hafa verið jsettir í gæzluvarðhald. Er annar þeirra Þjóðverji. Kafbátmi1 isekknp- Kafbátsmenn farast. Shanghai, 10. júni, UP.—FB. Kafbáturinn „Poseidon“ sökk á átján faðma dýpi. Átján mienn feru í honum og litlar líkur taldar til þess, að þeim verði bjargað. Fimm hersikip eru kotnin á vett- vang til björgunartilrauna. Síðar: Kafarar hafa komist að því, að átta menn eru á iífi i kafbátnum „Poseidon“. Gera mienn sér vonir um, að hægt verði að bjarga þeim. Lundúnum, 12. júní. U. P. FB. Flotamálaráðuneytið tiikynnir, að kafararnir, sem eru að reyna að bjarga þeim, sem eru í kafbátn- um „Poseidon", séu hættir að heyra svör við merkjum sínum, og er því talið víst, að allir í kafbátnum séu látnir. Norsfea Fífeislosreslaii, NRP. 10. júní. FB. Á ráðherrafundi i gær var til umræ'ðu máia’eitim frá lögreglu- stjóranum. á Þelamörk. Fór hann fram á, að gerðar yrðu frekari ráðstafanir en í hans valdi stæði til þess að koma í veg' fyrir ó- eirðir meðfram fljótinu við Pors- grund. Ákveðið var að senda tvo tundurspilla og tvö tundurduíla- skip. Skipin komu tii Porsgrund þeint í gærkveldi og voru sett á þá staði í fljótinu, þar sem mest þörf var ialin á og hentast til ö rj'ggisráðstafana (fyrir 'Verkíalls- brjóta). I gær var alt með kyrrum ikjörum í Menstad og vinna hafin aftur. | Margir lögreglumanna þeirra, sem særðust, liggja enn rúmfastir. Oslo, 10. júni, UP.-—FB. Ríkisstjórnin befir sent fjóra tundurspilla til Porsgrund vegna óeirðanna í Menstad, einnig 500 hermenn í héraðið þar í kring. lögreglunni til aðstoðar. Uhk veglnii8« Leikfélag Reykjavíkur hefir ákveðið að sýna sjónleik Einars H. Kvarans, „Hallstein og Dóru“, á Akureyri um næstu mánaðamóit. Af tilefni þess fóru þeir frasnkvæmdastjóri Leikfélagsins, Lárus Sigur- FreymóÖur Jöhannsson, í gær- kveldi með Dettifossi áleiðis norður til að undirbúa sýninguna. Félag ísl. Ioftskeyitamanna heldur fund ki. 2 á morgun í Hófel Borg. Bókmentafélag jafnaöavmanna heldur aðalfund á morgun kl. i2 í Iðnó uppi. Lög Alþýðusambandsins. Framan við þann hluta lag- anna, sem birtur var hér í blað- inu á miðvikudaginn, átti að vera þessi setning (um sambandsslkatt- inn): Gjalddagi skattsins er 14. tebrúar. Meðal farþega á Dettifossi var Guðrún Lárus- dóttir og maður hennar. Hvað ©r að frétta? Dánarfmgnir. I vor hafa dáið vestur í Minnesota í Bandar'ikj- um N.-Ameríku íslendingarnir Kristinn S. Johnson prentari og séra Hjörtur J. Leo. (FB.) Nœturvördur er næstu viku í lyfjabúð Laugavegar og Ingölfs- lyfjabúð. Messur á morgun: í dómkirkj- unni kl. 11 prestsvígsla. Séra Friðrik Friðriksson lýsir vígslu. í irikirkjunni kl. 2 séra Árni Sigurðsson. 1 Landakotskirkju kl. 9 f. m. hámessa, kl. '6 e. "m. guðsþjónusta með predikun. — Samkoma á Njálsgötu 1 kl. 8 e. m. Pmstvígslci verður á morgun kl. 11 í dómkirkjunni. Vígðir verða Þorgrímur V. Sigurðsson, prestur til Grenjaðarstaðar, og Sigurjón Guðjónason frá Vatns- dal, er verður aðstoðarpnestur að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Simnudagslœknir er á mongun Valtýr Albertsson, Austurstræti 7, uppi, sími 751. Með dáinn mann kom lenskur togari hingað í gær. Hafði maö- urinn orðið bráðkvaddur. Otvarpid 'í dag: Kl. 19,30: Veð- urfregnir. Kl. 20,30: Erindi: Hall- ur af Síðu (séra Árni Sigurðs- son). Kl. 21: Veðurspá. Fréttir. Kl. 21,25: Danzspil. Á morgun: Kl. 14: Mes-sa í /fríkirkjunni (séra Á. Sig.). KL 19,30: Vsðurfragnir. Kl. 20,20: Einsöngur (frú Guðrún Ágústsdóttir). Kl. 20,35: Erindi: Einkenni lífsins og uppruni (Pálmi HannesSon rektor). Kl. 21: Veöurspá. Fréttir. Kl. 21,25: Danzspil. Togararnir. „Baldur“ kom af veiöum í gær. I morgun komiu „Barðinn" og „Max Pemberton", báðir með ágætan afla. Var „Max Piem,berton“ fullur af fiski' og hafði fengið 70 tn. lifrar. Skipafréttir. „Súðin“ fó;r í fyrra kvöid vestur um land í hring- ferð. „Dettifoss" fór í gærkveldi í Akureyrarför. Timburskip kom í nótt til „Völundar“ og kola- ALÞÝÐUPRENTSMIÐJÁN HverfisgötK 8, sími 1294, tekur að sér alls kon ar tækifærisprentim svo sem eriiljjó, að- göngumiða, kvittanir, reikninga, bréf o. s. frv., og afgreiðir vinnuna fljótt og við réttu verði. Ails konar málning nýkomin. V aici ^ouÍh^í , Klapparstíg 29. Sími 24, Ódýr sumarföt nýkomin, Hafn- arstræti 18, Leví. Lindarpenni (Conklin), tapaðist í fyrradag. Finnandi vinsamlega beðinn að skila honum á Skrif- stofu Landsspítalans, gegn fundar- launum. (skip í morgun til „Kola og salts". Fisktökuskip fer utan í dag með fisk fyrir „Kveldúlf". Þýzkur tog- ari kom í gær til að fá .gert við vélarbilun. Til Féi. ísl. botDvðrpnsfelpa- eiyenda. Það má líkja vélunum við mannsafla, er vinnur verk. Ef t- jd. lyfta á 1 tonni 1 m., er vinnu- miagnið hið sama, hvort sem það er gert með véluan eða manns- ■ afla, og þar sem ekki eru sýnd néin skil um það, hve mikil vinna er ffamleiddi samanborið við út- borganir, er að mínu áliti ekki forsvaranlegt að hafa það svo, þar sem. einnig Wð gagnstæða m:un alls staðar eiga sér stað ut- anlands. Ég hefi boðið yður að koma þessu í viðeigandi horf. Ef samþykki yðar kemur nú ekki rnjög bráðlega, álít ég að það muni samt stafa af því, að mál þetta sé ekki nægilega ljóst enn, og mun ég þá byrja forfrá aftur á skrifum um það í blöðum, eða bæklingum, er timi vinst til. — Vanreiöumennirnir láta sér nægja útúrsnúninga. Með virðingu. Pétur Jóhannsson. Ráitstjóii og ábyrgðarmaðux: Ólafux Friðriksson. Alþýðuprentsmiðjan.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.