Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Góð byrjun í Portúgal! • l'orgils Ottar Mathiesen var markahæstur, skoraði 7 mörk. - 6 marka íslenskur sigur gegn Portúgal eftir að gestgjafarnir höfðu yfir í hléi ÍSI.KNSKA landsliðið í handknatt- leik skipað leikmönnum 21 árs og ynf'ri, sigraði Portúgal í fvrsta leik sínum á HM-unglinga sem fram fer í Portúgal þessa dagana. fsland er í riðli með Sovétríkjunum og Hol- landi og steig í gærkvöldi mikilvægt skref í átt að milliriðlakeppninni sem tvö efstu liðin úr þessum riðli komast í. í hálfleik leit þó vart út fjrir íslenskan sigur, staðan var þá 13-12 fyrir Portúgal. íslensku pilt- arnir sneru dæminu síðan við í síðari hálflcik, skoruðu þá 19 mörk gegn 12 og tryggðu sér öruggan sigur. Frekar illa gekk að ná sambandi við íslenska liðið, en tókst þó og varð fararstjórinn, Olafur Aðal- steinn Jónsson, fyrir svörum. Ólafur sagði: „Það var eitthvert kæruleysi í þessu i fyrri hálfleik, kannski svolitill taugaslappleiki einnig, en það var strax skorað mikið og jafnt á flestum tölum framan af. Upp úr miðjum hálf- leiknum náði íslenska liðið síðan ágætum leikkafla og virtust leiðir ætla að skilja, staðan var orðin 12-8 fyrir ísland, er allt hrökk í baklás. Portúgalirnir, sem voru margir hverjir stórskemmtilegir leikmenn, náðu þá hverju hraðaupphlaupinu af öðru og næstu fimm mörk urðu þeirra. Staðan í hálfleik var því 13-12 fyrir Portúgal. ísland jafnaði strax í síðari hálfleik, en þá kom að mínu viti vendipunktur leiksins, Portúgal- irnir fengu þá tvö dauðafæri í röð til þess að ná forystu á ný, en fyrst varði Gísli Felix Bjarnason víta- kast og síðan aftur glæsilega, er Portúgalir náðu hraðaupphlaupi. Island náði síðan forystu og smá- jók hana allt upp í 6 mörk og þeg- ar upp var staðið skildu sex mörk, 31-25. Það má segja, að Portúgal- irnir hafi ekki haft úthald nema í einn hálfleik. Þeir freistuðu þess að taka Kristján Arasor. úr um- ferð í heilar 40 mínútur, Páll Ólafsson var einnig með yfir- frakka annað veifið, en allt kom fyrir ekki, þegar líða tók á leikinn opnaði þetta bara fyrir öðrum leikmönnum," sagði Ólafur Aðal- steinn að lokum. Mörk Islands: Þorgils Óttar Mathisen 7, Kristján Arason 6, 4 víti, Brynjar Harðarson 4, Guð- mundur Guðmundsson 4, Páll Ólafsson 4, Gunnar Gíslason 4 og Valgarður Valgarðsson eitt mark. Gísli Felix Bjarnason stóð lengst af í marki Islands og stóð sig vel, varði 15 skot í leiknum, þar af eitt víti eins og áður hefur kom- ið fram. Ljóst virðist, að slagurinn um annað sætið í riðlinum verður milli Hollands og íslands, nema að Portúgai fari að gera óvæntar rós- ir. Rússarnir sigruðu Holland ör- ugglega í gærkvöldi. — gg. Island - Portúqal 31-25 • Kristján Arason var lengst af tek- inn úr umferð Njarðvík rauf 100 stiga múrinn og er enn í slagnum Stórleikur f 2. deild karla er ÍR mætir UBK Kftirtaldir leikir fara fram á ís- landsmótinu í handknattleik um helgina. I>augardalshöll — laugardagur 5. des. Kl. 14.00 2. d. ka. Fylkir — Þór V. Arni Sverriss. — Magnús Arnars. Kl. 15.30 3. d. ka. Ögri — Selfoss. Lúðvík Halldórss. — Haukur Halls. Kl. 17.00 3 d. ka. Armann — Dalvík. Einar Sveinss. — Helgi Gunnarss. Vestmannaeyjar — laugardagur 5. des. Kl. 15.00 2. d. kv. IBV — Haukar. Þorgeir Pálss. — Guðm. Kolbeins. Seltjarnarnes — sunnudagur 6. des. Kl. 14.00 3. d. ka. Grótta — Skallagr. Daníel Þóriss. FKKKAR róleg helgi er framundan hjá körfuboltamönnum. Aðeins einn leikur fer fram í úrvalsdeildinni. Fram leikur gegn Val í íþróttahúsi Hagaskólans og hefst leikurinn kl. 14.00. Aðrir leikur eru þessir: Akranes — laugard. 5. des. kl. 14.00 2. fl. IA - KR Hagaskóli — laugard. 5. des. kl. 14.00 Ú Fram — Valur 3. fl. Fram — Haukar — Alexander Þóriss. Kl. 15.30 J.fl.ka. Grótta — Ármann. Árni Rúnarss. — Örn Jensson. Laugardalshöll — sunnudagur 6. des. Kl. 14.00 2. d. ka. ÍR — UBK. Karl Jóhanns. — Björn Kristjánss. Kl. 15.30 1. fl. ka. KR — Fram. Stefán Hjálmarss. — Árni Friðriks. Kl. 16.30 1. fl. ka. Fylkir — Valur. Heimir Gunnarss. — Grétar Árnas. Einn stórieikur fer fram í 2. deild. Lið ÍR og UBK leika á sunnudag en bæði liðin eru í toppbaráttunni í deildinni og þar sem baráttan er jöfn og hörð í 2. deild má búast við hörkuleik. 3. kv. KR - IBK 5. fl. KR — Fram Hellissandur — laugard. 5. des. kl. 14.00 2. d. Víkingur — UBK Hagaskóli — sunnud. 6. des. kl. 14.00 2. d. Bræður — ÍA 3. fl. KR - ÍBK 4. fl. KR - Fram Njarðvík — sunnud. 6. des. kl. 14.00 1. d. UMFG — Haukar 2. kv. UMFG - ÍR. NJAKDV ÍKINGAK sigruðu KR inga örugglega í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í Njarðvíkunum í gær kvöldi og rufu eitthundrað stiga múrinn í leiðinni, skoruðu 100 stig gegn 75 stigum KR-inga. Að vísu voru áhöld um það hvort teljarar hefðu talið rétt, því samkvæmt papp- írum blaðamanna fór leikurinn 98—76 fyrir UMFN. Kkki er ótrú- legt að teljurum hafi orðið á mistök í hita leiksins, því þeir stöðvuðu m.a. skeiðklukkuna einmitt um sama leyti og blaðamenn töldu stigin á töflunni, sem hafa misritast. Kn hvort talan er rétt gildir einu, því þetta hafði engin áhrif á gang leiks- ins. Fyrsta korterið var leikurinn í járnum, stigin jöfn oft á tíðum og KR-ingar höfðu frumkvæðið ef eitthvað var. Bæði liðin ætluðu sér greinilega stóran hlut, sýndu sókndirfsku og léku hratt og ákveðið, stundum þó ef til vill of hratt. En síðustu mínútur fyrri hálfleiks sigu Njarðvíkingar ró- lega fram úr og á sama tíma misstu KR-ingar Ágúst Líndal út af fyrir villur, en hann hafði þang- að til átt heilsteyptan og ágætan leik, bæði í vörn og sókn. Staðan í hálfleiknum voru 48 stig gegn 40, Njarðvíkingum í vil. Bjuggust áhorfendur vafalaust við sömu baráttunni áfram í seinni hálfleik og ekki laust við að beyg- ur væri í heimamönnum, því KR-ingar reyndust harðir í horn að taka. En það var eins og KR-ingar hefðu ekki úthald nema fram i hálfieik, því þeir voru ekki svipur hjá sjón í seinni hálfleik og Njarð- víkingar voru von bráðar komnir með 20 stiga forustu, komust í 69—48 eftir um fimm- mínútna leik. Munaði þar einna mest um stórgóðan leik þeirra Danny Shous og Jóns Viðars Matthías- sonar, sem átti stórleik. Það var því aðeins formsatriði fyrir Njarðvíkinga að ljúka leikn- um og síðustu mínúturnar skiptu þeir mörgum varamönnum inn á, fyrir sína betri menn. KR-ingar gáfu leikinn, að því er virðist, fljótlega í seinni hálfleik og bar- áttuviljinn var í lágmarki. Áðeins einn og einn í liðinu barðist, þ.á.m. Bjarni Jóhannsson, Eiríkur Jó- hannsson og Páll Kolbeinsson, sonur Kolbeins Pálssonar hins kunna körfuknattleiksmanns. Þá hitti Stewart með eindæmum illa á köflum, og ýmsir fyrrum mátt- arstólpar liðsins, svo sem Garðar Jóhannesson og Jón Sigurðsson beinlínis hurfu í seinni hálfleikn- um eftir ágætan fyrri hálfleik. En þrátt fyrir allt, þá var leik- SIGTKYGGUR Jónsson var kjörinn formaður Knattspyrnudeildar Vals á aðalfundi deildarinnar, sem haldinn var nýlega, en fráfarandi formaður, Jón Gunnar Zoega, gaf ekki kost á sér til cndurkjörs. Voru Jóni þökkuð frábær störf í þágu deildarinnar á fundinum, bæði af nýkjörnum for manni og af formanni Vals, Pétri Sveinbjarnarsyni. Auk Jóns Zoega ganga nú all- margir úr stjórninni, sem þar hafa sumir starfað mörg undan- farin ár: Baldvin Jónsson, Helgi urinn oft á tíðum skemmtilegur á að horfa, einkum fyrri hálfleikur, og oft sáust skoraðar skemmtileg- ar körfur. Stigin skoruðu annars: UMFN: Valur 11, Gunnar 10, Danny 42, Jónas 11, Árni 4, Jón Viðar 14, Júlíus 4 og Ingimar 2. KR: Stewart 31, Agúst 8, Garðar 9, Jón 11, Eiríkur 8, Bjarni 6, Páll 3. íslandsmet F.DVARÐ Kðvarðsson úr Njarðvík, setti í gærkvöldi nýtt og glæsilegt íslandsmct í 200 metra baksundi á NM unglinga sem haldið var í Tysted í Danmörku. Kðvarð, sem er aðeins 14 ára, synti á 2:14,6 og setti í leiðinni pilta- og drengjamet. Þá setti Guðrún Fema Ágústsdóttir úr Ægi telpnamct í 200 metra bringu- sundi, synti á 2:47,8 mínútum. Magnússon, Þorvaldur Mawby, Ingvi Hrafn Jónsson, Harry Sampsted og Eðvard Skúlason. I stjórn nú voru á hinn bóginn kjörin, auk formanns, Sigtryggs Jónssonar: Knútur Sigmarsson varaformaður, Jónas Guðmunds- son ritari, Sigurgeir Jónsson gjaldkeri, Björn Hermannsson, Vilhjálmur Kjartansson, Jóhann Albertsson, Anders Hansen, Hel- ena Albertsdóttir, Sigurjón Sig- urðsson, Guðmundur Svavarsson og Helgi R. Magnússon. Tekst Val að stöðva sigurgöngu Fram? Sigtryggur Jónsson kjörinn formaður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.