Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.1981, Blaðsíða 48
TUDOR rafgeymar njá þessir mcð 9 líf M SKORRIHF Laugavegi 180, sími 84160 ioröiimltía^ií> munið trúlofunarhringa litmyndalistann #uíl Sc ás>ilfur Laugavegi 35 LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981 Einingahús: Innflutningur hefúr aukizt stórkostlega „STAÐA KVKIKTÆKJA í framleiðslu einingahúsa hér á landi er mjög slæm um þessar mundir og er adalástæðan fyrir því sú gífurlega aukning, sem orðið hefur á innflutningi á þcssu ári,“ sagði Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Trésmiðju Sigurðar Guðmundssonar á Sclfossi, m.a. í erindi sínu á fundi Félags Íslen2kra iðnrekenda um ástand og horfur í iðnaði, sem haldinn var í gær að Hótel I.oftlciðum. „Sem dæmi um þessa miklu aukn- ingu má nefna, að fyrstu níu mánuð- ina á þessu ári hafa verið flutt inn einingahús, sem eru liðlega 864 tonn, en undanfarin ár hefur innflutning- urinn verið á bilinu 300—400 tonn 17.000 tonn fiskflaka til Rússlands SAMNINGAK hafa nú tekist milli Islendinga og Kússa um sölu á 17.000 tonnum af frystum fiskflök- um til Kússlands á næsta ári, en samkvæmt viðskiptasamningi landanna, er gert ráð fyrir að ls- lendingar selji mest 17.000 lestir á ári af fiskflökum til Kússlands. Samkvæmt þcim heimildum, sem Morgunblaðið hefur aflað sér, þá var samið um sama verð í dollur um og á sl. ári. Morgunblaðið hefur eftir áreiðanlegum heimildum, að áð- ur en ísl. samningamennirnir fóru til Moskvu, hafi menn talið gott, ef hægt yrði að semja um J4—15 þús. tonn af flökum, og því séu menn innan frystiiðnað- arins mjög ánægðir með þennan samning. Samningurinn milli Rússlands og íslands er þannig uppbyggður, að íslendingar ráða hvernig þeir fylla hann, t.d. geta menn sent karfa, grálúðu, þorsk eða ýsuflök og er sama verð greitt fyrir allar tegundir. Miðað við markaðsástand um þessar mundir má búast við að Islend- ingar muni leggja áherzlu á vinnslu karfaflaka á Rúss- landsmarkað á næsta ári. allt árið. Mesti innflutningur, sem um getur áður, var árið 1975, en þá var m.a. flutt inn mjög mikið af hús- um vegna Sigölduvirkjunar," sagði Guðmundur ennfremur. I erindi sínu kom Guðmundur ennfremur inn á það mikla misræmi, sem ríkjandi er í tollamálum varð- andi innflutt hús annars vegar og þau, sem framleidd eru hér hins veg- ar. — „í dag er mönnum gert að greiða söluskatt af allri vinnu við einingahús, sem framleidd eru ef ekki er um að ræða íbúðarhúsnæði, en ef þessi sömu hús eru flutt inn, þarf ekki að greiða af þeim sölu- skatt,“ sagði Guðmundur. Hann nefndi sem dæmi um þau hús, sem greiða þarf söluskatt af vinnunni við, barnaheimili og húsnæði lil iðn- aðar. Guðmundur Sigurðsson sagði það skoðun sína, að ef ekki yrði breytt um stefnu hjá stjórnvöldum myndu innflutt einingahús verða með um 20% markaðshlutdeild hér á landi, þegar á næsta ári, en væru tekin upp skynsamlegri vinnubrögð væri hægt að hlúa að ört vaxandi iðngrein, sem myndi skapa miklum fjölda manna atvinnu á komandi árum. Óðum styttist nú til jóla, og sjást þess þegar merki í höfuðborginni, þar sem jólaskreytingar og jólaljós eru nú víða komin upp. Þessi mynd var tekin síðdegis í gær á Laugaveginum. Ljósm.: óiafur K. MagnusMin. Niðurstöður viðræðnanna við Alusuisse: „Samkomuiag um að vera áfram ósammála“ - sagði Ragnar Halldórsson, forstjóri ISALs - Næsti tímapunktur ákveðinn 15. janúar „ÞGTTA ER í raun samkomulag um að vera áfram ósammála," sagði Kagnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, í lok fundar fulltrúa ríkisstjórnar- innar og Alusuisse í gærkvöldi, en viðræðum aðila lauk þá. Ekki tókst að leysa úr skoðanaágreiningi þeim varðandi túlkun á ákvæðum samn- Smjör hefúr hækkað um 72% á tæplega ári Hækkun á landbúnaðarvörum yfirleitt um 60% á árinu Taxtakaup fiskvinnslufólks hefur hækkað um 41,6% VERÐ á iandbúnaðarafurðum hækkaði síðastliðinn þriðjudag og frá 9. des- ember í fyrra hefur verð á ýmsum helztu búvörum hækkað um 50—70%. Reyndar hefur verð á smjöri hækkað heldur meira eða um 72% á tæplega einu ári. Á sama tíma hefur taxtakaup fiskvinnslufólks hækkað um 41,6^ samkvæmt upplýsingum, sem Mbl. fékk hjá Vinnuveitendasambandi lands. í desember í fyrra kostaði hver lítri af mjólk í pökkum 4,25 krón- ur, en eftir síðustu hækkun kostar mjólkin 6,65 krónur. Hækkunin nemur 56,6%. Hækkun á rjóma er heldur meiri hlutfallslega, en rjómi í Vt fernum kostaði fyrir tæpu ári 7,50 á móti 11,90 kr., en það er 58,7% hækkun. Kíló af smjöri kostaði 9. desember í fyrra 46,60 kr., en núna krónur 80,40 og er um 72% hækkun að ræða eins og áður sagði. 45% ostur hefur hækkað um 62% og undanrennu- duft um 51%. Hvert kíló af læri og hrygg kost- aði í desember í fyrra 37,20 kr., en nú 59,55 og er hækkunin á milli ára 62,3%. Verð á kindakjöti hefur yfirleitt hækkað um í kringum 60% á þessu tímabili. Hlutfalls- hækkun á nautakjöti er svipuð, kíló af hakki hefur hækkað um 57,2%, en hvert kíló afturhluta hefur hækkað um 61,5%. Verð á íslenzkum kartöflum hefur hækk- að tiltölulega minnst af þeim vör- um, sem heyra undir framleiðslu- eftirlit landbúnaðarins eða um 54% frá 9. desember í fyrra til 1. þessa mánaðar. Niðurgreiðslur hafa mikil áhrif á búvöruverð til neytenda og hafa niðurgreiðslur á mjólk t.d. hækkað um 33,5% síðan í fyrra, um 25% á kartöflum, um 13,7% á 1. verð- flokki og stjörnuflokki kindakjöts og um 5,86% á 2. verðflokki nauta- kjöts. Þær vörur sem eru mikið greiddar hafa hlutfallslega hækk- að mest í verði, en ýmsir aðrir þættir koma einnig til greina. Verð til bænda hefur ekki hækkað eins mikið samkvæmt verðlagsgrundvelli og til neytenda og er það vegna minna hlutfalls niðurgreiðslna. Þannig fá bændur t.d. 5,72 krónur fyrir hvern lítra mjólkur, en fengu í desember í fyrra 3,87 krónur. Nemur þessi hækkun 47,8%. inganna í sambandi við verðlagn- ingu á hráefnum, sem varð fundar efnið að þessu sinni en samkomu- lag náðist um að leggja þann ágrein- ing til hliðar í bili. Fulltrúar rfkis- stjórnarinnar óskuðu svara Alu- suisse við ályktun ríkisstjórnarinnar frá í sumar en hún felur í sér að aðalsamningur og fylgisamningar við Alusuisse verði endurskoðaðir. Oskað er svara ekki síðar en 15. janúar nk. Fulltrúar Alusuisse hafa lagt fyrir íslenzk yfirvöld skýrslur bandarískra og brezkra sérfræð- inga í álviðskiptum sem þeir segja að sýni fram á að yfirlýsingar endurskoðunarskrifstofunnar Coopers & Lybrand séu ekki rétt- ar. Sagði Weibel, aðstoðarforstjóri Alusuisse í lok fundarins í gær, að Coopers & Lybrand væri eingöngu endurskoðunarfyrirtæki og hefði það því ekki sömu þekkingu á mál- inu og áðurnefndir sérfræðingar. Vilhjálmur Lúðvíksson, formað- ur íslenzku samninganefndarinn- ar og Weibel, aðstoðarforstjóri Alusuisse, sögðu í viðtali við fréttamenn í lok fundarins, að ágreiningur þessi væri í raun um túlkun samningsins, en ekki um einhverjar tilgreindar upphæðir. Ályktun ríkisstjórnarinnar frá 16. júlí sl. um endurskoðun aðalsamn- ings og fylgisamninga felur m.a. í sér að við þá endurskoðun verði athugað með hækkun raforku- verðs til ISAL, aukna eignaraðild íslendinga o.fl. Til slíkrar endur- skoðunar kemur ekki nema báðir aðilar samþykki. Óskuðu íslenzku fulltrúarnir eftir svörum við því hvort Alusuisse væri tilbúið til þeirra viðræðna fyrir 15. janúar nk. og urðu aðilar sammála um að leggja skoðanaágreininginn sem nú var til umfjöllunar, til hliðar þar til svör Alusuisse berast. Sam- þykki Alusuisse að ganga til við- ræðna um hugsanlega endurskoð- un aðalsamnings og fylgisamn- inga koma aðilar saman til fundar á ný innan þriggja vikna frá til- greindum tíma. í viðtali við Mbl. í gærkvöldi sagðist Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, fagna þessari niðurstöðu og telja hana þýð- ingarmikið skref áleiðis. Iðnaðar- ráðherra var spurður hver afstaða íslendinga yrði, ef svar Alusuisse um endurskoðunarviðræður yrði neikvætt. Hann sagðist ekki efast um að Alusuisse hugsaði málið vel áður en það tæki ákvörðun, en ef svarið yrði nei, myndi mestu ráða um árangur sú góða samstaða sem náðst hefði innanlands um mál þetta. „Við þurfum ekki að kvíða því að við náum ekki fram rétti okkar,“ sagði hann. Áfengis- verzlun í Þönglabakka úyKgingarnefnd Reykjavfk- urborgar samþykkti nýlega að heimila ÁTVR og Fósti og síma að byggja verzlunar og skrifstofuhús á lóðinni nr. 6 við Þönglabakka í Breiðholti. Þarna verða í framtíðinni áfengisverzlun, póst- og sím- stöð. Byggingin verður tvær hæðir og kjallari, 841 fer- metri hver hæð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.