Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981 39 koma 13.00. Mættur þar 13.10. Skýrslan var þá loks tilbúin 159 dögum eftir að ég hafði skrifað ráðuneytinu ofangreint bréf. Þrátt fyrir það þótt upphæðin væri nú nýkr. 15.858,00, sem ég átti að greiða, gekk ég sigri hrós- andi útúr þessari Sódómu ís- lenskra fjármála með skjal, undir- ritað og stimplað með stimpli Al- mættisins. Lagði ég sem skjótast leið mína niður í Tollhús á vit „tollskrímslisins" sem liggur þar á efstu hæð. Upp lyftuna, á fimmtu hæð til hægri. Kl. 13.35 afhenti ég einni af smáskrúfum þessarar ógnarvélar mína dýrmætu skýrslu. Skrúfan leit á mig snúð- ugt. „Þetta er vitlaust gengi, gerðu nýja skýrslu og komdu á morgun". Ég sagði að mitt dýrmæta plagg væri undirritað og stimplað af skrifstofu „Almættisins" sjálfs. „Komdu á morgun“. Hvað átti ég nú að gera? Upp í Arnarhvol, hitti aftur fulltrúa „Almættisins". Hringdi hann óðara í tollskrímsl- ið. Sendi hann mig niðureftir af- tur og sagði mér að fara alls ekki til hægri úr lyftunni, heldur til vinstri, því þar væri höfuð skrímslisins að finna, og nú skyldi ég taia við hann Karl. Ég gerði eins og fyrir mig var lagt, og iðrast sannarlega ekki eft- ir því að hafa farið til vinstri, enda þótt ég sé ekki vanur að huga í þá átt að jafnaði. Að öllum ólöst- uðum, sem ég hafði haft kynni af í „kerfinu", fer ég ekki í felur með það, að þarna hitti ég persónu sem kafnar ekki undir nafni. Hann kannaði erindi mitt og kímdi góð- látlega. Sagði hann mér síðan brosandi að hann sæi ekki betur en við þetta plagg mitt væri mikið og margt að athuga. Þar sem langt var liðið á föstu- dag varð að samkomulagi að ég kæmi til hans á mánudagsmorgun kl. um 11.00. Mættur þar kl. 10.45 þann 5. okt. Margar villur voru fundnar í skýrslunni, sumar mér í hag, aðrar í óhag. Ekki náðist samband við fulltrúann á skrif- stofu „Almættisins". Varð ég því frá að hverfa þann daginn. Mætt- ur kl. 11.02 þann 6. okt. Ekki hafði ennþá náðst í fulltrúann og gekk svo allt til hádegis, að hann var hvergi finnanlegur. Kl. 13.35 aftur „Það verður fróðlegt að horfa á kommúnista koma þessu galdra- brennufrumvarpi í gegn- um þingið með atfylgi stjórnarþingmanna á borð við t.d. Albert Guð- mundsson og Friðjón Þórðarson og fróðlegt fyrir sjálfstæðismenn að fylgjast með því hvernig þeir taka á málinu.“ með því hvernig þeir taka á mál- inu. Sjálfur er ég viss um, að auknar refsingar munu ekki bæta meinið í skattamálum okkar fremur en fallöxin gerði „assignatinn" verð- meiri, eða bannlögin útrýmdu brugginu. En skynsamleg skatta- lög og stefna gætu gert það. En slíkt kemur seint frá Alþýðu- bandalagsafturhaldinu. Framtíð samfélagsins Eins og ég sé það, þá færist þjóðfélag okkar nú stöðugt meira í átt til hins grímulausa miðstýrða og grimma valds. Þjóðfélags þar sem einstaklingurinn er beittur hvaða ofbeldi sem er, undir því yf- irskyni að heill heildarinnar sé í veði, en á henni hafa kommúnistar tekið einkarétt. Þeir einir hafa göfugar mannlegar tilfinningar, þeir einir vilja bæta kjör hinna smáu, allir hinir eru illmenni og þjófar. Við „assignatinum" skaí tekið ef þeir segja að svo skuli vera. Þeir eru hinir einu sönnu gæslumenn þess, að „samningarn- mættur á sama stað. Náðist þá loksins samband við fulltrúann hjá „Almættinu". Samþykkti hann gegnum símann þær breytingar sem Karl hafði gert á plagginu. Fyrir tilstuðlan þessa aðlaðandi og samviskusama starfsmanns hafði leiðrétting hans á gerðum starfsmanna „Almættisins" fært mér í hendur kr. 1.317,00. Ef mig hefði grunað að svona „skemmtilegt" væri að komast í kynni við íslensk yfirvöld, hefði án efa verið besta leiðin fyrir mig í byrjun apríl að fara uppá Bílds- höfða með öxi og höggva tækin niður. Enda þótt ég hafi nú greitt í toll fyrir þessa fáu búshluti kr. 14.541,00 eru þeir ennþá talsvert hærri í verði en sömu hlutir í smá- sölu hér á landi. Mér er þá spurn; Er þá sú upphæð sem þar er fram- yfir refsiskattur?. Eftir undangengna reynslu kem ég svo hér að kjarna málsins. Mér er vel kunnugt um fólk, sem hing- að hefur flutt búslóðir sínar til Is- lands, sem höfðu inni að halda langtum fleiri og verðmætari heimilistæki en þessa fjóra bús- hluti sem ég var með. Meira að segja í óhreyfðum verksmiðju- umbúðum, sem á engan hátt gátu leynt uppruna sínum. Þeim var einfaldlega veifað í gegn með bros á vör, án nokkurra athugasemda. Hvað er þarna á ferð? í fyrsta lagi; eru þárna á ferð kerfisþræl; ar? I öðru lagi; Eru þetta mútur? 1 þriðja lagi; Hef ég verið kominn það til ára að ég yrði framvegis talinn tæplega afgerandi skatt- greiðandi og því talið eins heppi- legt að komast fljótlega yfir þá aura, er ég kynni að eiga við kom- una hingað? Nú ertu kominn útá hálan ís, mundi einhver segja, eða hvar hef- ur þú sannanirnar? Hér er hvert einasta orð satt, enda þótt það sé önnur saga, að mínum hag er ekk- ert betur borgið með því að koma náunganum í vandræði. Alls staðar á minni „píslar- göngu" lagði ég fyrir þá spurn- ingu, hvort ekki hefðu verið meiri líkur til að ég hefði haft meiri þörf fyrir að endurnýja heimilistæki eftir tólf ára dvöl erlendis, heldur en unglingur, sem kemur heim eft- ir eins til tveggja ára dvöl á skóla erlendis með meira af heimilis- tækjum en hann hefði nokkru sinni haft efni á að kaupa. Við þeim spurningum var aldrei neitt svar að fá annað en eitthvert rugl og vitnað í glerharðan lagabók- staf. Ég vil sérstaklega geta þess, að við bréfinu sem ég skrifaði ráðu- neytinu þann 26.4.81 hefur mér aldrei borist svar. Það eru óskráð lög einstaklinga að það heyri und- ir verri tegund ókurteisi að svara ekki bréfum. Hitt kann að vera að „Almættið" telji sig yfir það hafið að snúast í slíku. Þyrfti því engan að undra þótt slíkur mórall verði alls ráðandi í samfélaginu í fram- tíðinni, því „eftir höfðinu dansa limirnir". Smábíl kom ég með hingað til lands, minnstu og ódýrustu gerð af Mazda. Fyrir tollinn sem mér mun gert að greiða af honum get ég með góðu móti keypt fimm til sex slíka bíla í Luxemborg. Það er svo annað mál, að þar standa trúlega flestir svipað að vígi, því eins og allir vita er það talið til efnahagsglæpa að eiga bíl á Islandi. Hvert er þá viðhorf þitt í dag til alls þess er þú hefur fengið að reyna þessa fáu mánuði? mundi einhver spyrja. Það getur ekki verið nema á einn veg, það er að reyna að kom- ast héðan burtu við fyrsta tæki- færi sem gefst.Ég mundi frekar kjósa að búa við þröngan kost í þeim löndum sem við höfum átt heima, heldur en að viðurkenna að ættjörðin hafi reynst mér verst með því að láta kúga mig hér af drembnum, misvitrum stjórnvöld- um. Ég vil enda þessi orð min með kveðju minni til þeirra íslendinga sem erlendis búa, en hafa hugsað sér að snúa til íslenzkra stranda, að skoða vel huga sinn áður en þeir taka slíka ákvörðun. Hingað er ekkert orðið að sækja annað en sæmilega hreint loft og vatn. I Krukkspá standa þessi orð; „Af langviðrum og lagaleysum mun land vort eyðast". Ég held að íslendingar hafi aldrei staðið nær því en einmitt nú að sú ömurlega spá rætist. KULUASKOR DÖMU- HERRA- OG BARNA- KULDASKOR í úrvali. Hvítir — Brúnir — Olive. ir séu í gildi", og vita hvenær á að fara í verkfall gegn auðvaldinu og hvenær ekki. „Mitt er valdið" er nægjanleg útskýring hins nútímalega stjórn- málamanns af vinstri vængnum. Að hlusta á BBC var líka lífláts- sök skv. lögum Hitlers-Þýska- lands. Hversu mikil er mikil sök í íslenskum refsirétti prófessor Jónatan? Það verður enn kyndugra þjóð- félag á íslandi ef sá háttur verður tekinn upp að gera vanskil á sölu- skatti að glæpamálum, sem varða 6 ára refsivist (2 söluskattssvik = 1 morð) og sektum, meðan þeir sem berja gamalmenni eða drepa menn ganga lausir og njóta fyllstu réttinda. Éf þessi breyting verður samþykkt á Alþingi með atbeina einhverra svokallaðra sjálfstæð- ismanna, þá ætti hinn aumi maðk- ur að reisa höfuð sitt til varnar, þegar svo er á honum troðið. Sölu- skattsgreiðendur geta þá bundist samtökum um að greiða ekkert fyrr en þeim er t.d. tryggð sérstök yfirdráttarheimild í Seðlabanka, sem næmi t.d. 6 mánaða sölu- skattsgreiðslu þeirra. Þannig geti þeir varið sjálfa sig og fjölskyldur sínar í neyðartilfellum, svo og fyrirtæki sín og atvinnuöryggi launþega sinna í því fjandsamlega umhverfi atvinnurekstrar og þjóð- félagi „sósíalsks réttlætis" af austur-evrópskri gerð, sem komm- únistum er að takast að skapa á Islandi. Þannig gæti atvinnurek- andi við gjaldþrot sitt, setið uppi með skuld en ekki óuppgert glæpamál. Það getur heldur ekki talist mannúðlegt að byrja á því að hneppa þann mann í fangelsi sem er búinn að tapa öllu sínu — méð söluskatti. Ef skattheimtumenn og ólaun- aðir innheimtuþrælar ríkissjóðs, reyna ekki að stand saman núna, þá verður það erfiðara síðar. A söluskattsdag í nóv. 1981, HOLLENZKU eikarrúmin eru komin. 6 tegundir meö og án snyrtiborða. HDS6A6N& BÍLDSHÖFÐA 20-110 REYKJAVÍK HÖLLIN SÍMAR: 91 81199 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.