Morgunblaðið - 09.12.1981, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. DESEMBER 1981
63
Undir fjögur augu
Erlingur Davíðsson
Smásagnasafn eftir
Erling Davídsson
ÚT ER komið smásagnasafnið
„Undir fjögur augu“ eftir Erling
Davíðsson, ritstjóra og rithöfund.
„Hvatinn að þessari bók er ást á
náttúrunni, öllu sem þar lifir og
hrærist og allt er þetta dálítið
blandað dultrú," sagði Erlingur
Davíðsson í stuttu spjalli við Mbl.
Alls eru ellefu smásögur í bók-
inni, bæði ástarsögur og dulrænar
ævintýrasögur. Erlingur Davíðs-
son er mikilvirkur rithöfundur í
ár, því alls eru gefnar út fjórar
bækur eftir hann. Alls hafa verið
gefnar út 17 bækur á um 10 árum
eftir Erling Davíðsson. Útgefandi
er Skjaldborg, Akureyri.
Sigurjón Sigtryggsson
Sigurpáll Steinþórsson
Sjóferðaminn-
ingar Sigurpáls
Steinþórssonar
ÆGISÚTGÁFAN hefur gefið út Sjó-
ferðaminningar Sigurpáls Stein-
þórssonar eftir Sigurjón Sigtryggs-
Sigurpájl Steinþórsson fæddist
á Þverá í Ólafsfirði 1903 og ólst að
mestu upp í Héðinsfirði, en 1925
fluttist fjölskylda hans til Ólafs-
fjarðar. Þar átti Sigurpáll sín sjó-
mennskuár sem háseti, stýrimað-
ur, skipstjóri og útgerðarmaður.
Sigurpáll keypti Bústaði í Skaga-
firði 1961 og bjó þar einn í 7 ár, en
fluttist svo til Reykjavíkur, þar
sem hann hefur starfað hjá Land-
helgisgæzlunni á sjó og í landi.
Sigurjón Sigtryggsson er
Svarfdælingur að ætt og stundaði
sjó frá Ólafsfirði og Siglufirði til
1945, en var eftir það netamaður á
Siglufirði og víðar um 20 ára
skeið, en hann er búsettur á Siglu-
firði.
Bókin er 264 blaðsíður, prýdd
ljósmyndum. Hún er unnin hjá
Prentrún og bundin hjá Nýja
bókbandinu.
Sex Skjaldböku-
bækur frá Salti
KOMNAR eru út sex svonefndar
Skjaldbökubækur, sem ætlaðar eru
yngstu lesendunum. Hver bók er
sjálfstæð saga og eru bækurnar
seldar hver fyrir sig eða saman í
öskju. Útgefandi er bókaútgáfan
Salt.
í Skjaldbökubókunum segir
gamla skjaldbakan, Spakur,
barna-barnabarni sínu, Hægfara,
ýmsar sögur, sem draga má ein-
hvern lærdóm af. I lok hverrar
sögu er síðan bent á hver sá lær-
dómur er, og er þannig minnt á
nokkrar dæmisögur úr Biblíunni.
Höfundur Skjaldbökubókanna er
Sheila Groves og teikningarnar
eru eftir Gordon Stowell. Bækurn-
ar eru settar hérlendis, en prent-
aðar í Englandi.
Skjaldbökubækurnar heita
Allra fugla fremstur, Broddi og
boðorðin, Stökkfimur snýr aftur,
Bjalla bætir ráð sitt, Speki Salóm-
ons og Leyndardómur Kalla. Bæk-
urnar komu fyrst út í Englandi
árið 1976 og eru gefnar út hér í
samvinnu við Angus Hudson í
London.
GPU-fangelsið
- eftir Sven Hazel
ÚT ER komin bókin GPU-
fangelsið eftir Sven Hazel í
þýðingu Guðmundar Baldurs-
sonar. Það er Ægisútgáfan sem
sér um útgáfuna en bókin er
269 bls.
Sven Hazel er löngu kunnur
fyrir bækur sínar en þær hafa all-
ar komið út í íslenzku en talið er
að þær hafi komið út í 50 þjóð-
löndum. Bækurnar sem komið
hafa áður út eru m.a. Dauðinn á
skriðbeltum, I fremstu víglínu,
Barist til síðasta manns. í fyrra
kom út bókin Herréttur en nú
GPU-fangelsið. GPU er rússneska
lögreglan sem nú nefnist KGB.
OSTAKAKA
fí
Royal no-bake
cheese cake
Heildsölubirgðir:
Agnar Ludvigsson,
Nýlendugötu 21.
Sími 12134.
WIKA
Þrýstimælar
Allar stærðir og gerðir
Söyiollayisjiuiir
Vesturgötu 16, sími 13280
NÝR
LITMYNDALISTI
ÓKEYPIS
Komiö, hringió eða skrifið
og fáið nýja MICROMA
litmyndalistann ókeypis.
FRANCH MICHELSEN
ÚRSMÍÐAMEISÍARI
LAUGAVEGI 39 REYKJAVÍK SÍM113462
Vellíðan með
Andlitsgufubað hreinsar og
fegrar húðina, mýkir og slakar á
andlitsvöðvum. Gefur ferskt og
hraustlegt útlit.
Andlitsgufan losar um
þrengsli í nefgöngum og léttir
óþægindi af völdum kvefs og
nefrennslis.
Andlitsgufan er gerð úr
hvítu traustu plasti og riðfríu
stáli, innbyggðuröryggisrofi,
Ijósblá andlitsgríma með
hlífðarbrún úr mjúku efni.
Verð: 563,- kr.
nuddi og gufu
Nudd og hiti slakar á spennu
í vöðvum og linar minniháttar
verki í taugum, baki og
fótleggjum.
Hitanuddtæki nuddar og
hitar, tvær stillingar: volgt og
heitt, tvennskonar titringur.
Fimm fylgihlutir til notkunar
á andlit, hársvörð, hálsvöðva m.
O)
- Nuddpúði tengdur tækinu
I veitir þægilega afslöppun í baki
l ogfótum.
I Verð frá 460,- kr.
FALKIN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 84670