Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982 7 ÞESSI GULLFALLEGI KOPARSANSERAÐI JL . . A- AUOI 100 ss ÁRG. 1979 — SKRÁOUR 1980 EKINN AÐEINS 27000 KM ERTIL SÖLU UPPLYSINGAR j SÍMA 51880 Ævar Kvaran byrjar framsagnarnámskeiö þann 1. febrúar næst- : komandi. Upplýsingar í síma 32175 eftir kl. 19.00. Lærið vélritun Ný námskeið hefjast fimmtudaginn 7. janúar. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13 Vélritunarskólinn, Suöurlandsbraut 20. jaZZBQLLetCSkÓLÍ BÓPU Jazzballett- skóli Báru Suðurveri uppi 5 Jazz — modern — classical tehnique cabarett Kennsla hefst mánudaginn 11. janúar. Flokkaröðun og endurnýjun skírteina 'fer fram í Suðurveri, niöri, laugardag 9. jan. Framhald kl. 2, byrjendur síðan í haust kl. 4. Nýir nemendur kl. 6. Upplýsingar og inritun í síma 40947. njpa nó>l8qci©'nDazzDr HEILSURÆKT 0G HEILSUVERND Námskeið í heilsurækt og heilsuvernd verð- ur haldið fyrir félagsmenn Verzlunarmanna- félags Reykjavíkur og hefst 12. janúar 1982. Farið veröur yfir eftirfarandi efni: 1. Starfsstöður og líkamsbeiting. 2. Streita — fyrirbygging og meðferö. 3. Leikfimi. 4. Næring og fæðuval. Námskeiðiö er eingöngu ætlaö fyrir félags- menn V.R. og veröur endurgjaldslaust. Þátttaka tilkynnist á skrifstofu V.R. í síma 26344. Nánari uppl. um námskeiðiö veittar í sama síma. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. (.jaldrynadriMir hankanna tokater ( daf 7 8—10% gengisfall og 3% gengissig á mánuði í aðsigij Fiskverð adeins samþykkt til l.mar/. I Hrikalegt ástand er f sjávarplássum landsins Dapurt hfjóð í fólki vegna lömunar atvinnulffs ih M i*l pv ■* aAi fwni »f »H „Ekki réttur maður á réttum staö“ „Stööugleiki í efnahagsmálum, þ.á m. gengisskráningu, er að sjálfsögðu eitt helzta keppikefli allra ríkisstjórna, sem vilja rísa undir nafni,“ segir Alþýðublaöið í leiðara í gær. „En forsætisráðherra, sem vill stuðla að stöðugu gengi, verður að byrja á byrjuninni: hann verður að reka samræmda efnahagspólitík, sem heldur framleiðslukostnaði innanlands innan þeirra marka sem verðlag á erlendum mörkuðum setur.“ Lokaorð forystugrei- narinnar eru þessi: „Sáttasemjari óábyr- gustu upplausnaraflanna í þjóöfélaginu veldur ekki slíkum stórræðum. Slíkur forsætisráðherra þarf sjálfur að búa yfir þeirri sannfæringu sem hrærir aðra. Forsætisráðherra sem hefur ekkert að segja, á sama tíma og atvinnulífið er þegar stöðvað, er ekki þeirrar gerðar. Hann er ekki réttur maður á réttum staö.“ Boðskapur og hjartans mál l’pphafsord í tilvitnudum lcióara Alþyðublaðsins vóru þessi: „íslendingar hafa ko- mizt aó því á sl. tveimur árum, að forsætisráóherra getur komizt af meö aó vera bæði flokkslaus og málgagnslaus. Áramótaá- varp forsætisrádherra ve- kur hins vegar upp spurn- ingar um, hvort hann geti líka verið mállaus, þ.e.a.s. haft ekkert að segja? Korsætisráðherra, sem he- fur ekki annað tækifæri betra til að koma boðskap sínum á framfæri við þjóðina en í áramótaávarpi sínu, reyndist ekki hafa neitt að segja. I>etta er þeim mun mer kilegra, sem forsætis- ráðherra hefur iðulega sýnt það að hann er ágætur tækifærisræðumaður í sjónvarpi. A.m.k. þegar hann finnur hjá sér hvöt til að gera lítiö úr Geir llall- grímssyni, hjala fagurlega um virðingu Alþingis eða mæra eigið ágæti og sinna samstarfsmanna. En þessi hjartans mál forsætisráð- herrans voru ekki á dagskrá að þessu sinni.“ „Á kostnað útflutn- ingsatvinnu- veganna“ l’jóðviljinn hagar orðum á eftirtektarverðan hátt í forystugrein í gær. Kftir að hafa talað fjálglega um „tiltölulega góðan árangur, sem náðst hafi í verðbólgu- málum", sem kemur nau- mast heim og saman við endingu heimilispeninga hins almenna borgara, er því slegið fostu, að þessi „árangur" hafi að „nokkru leyti verið á kostnað útf- lutningsatvinnuveganna". Hér er játað að vandi at- vinnuveganna, sem eiga við mikla rekstrarerfið- leika að búa (er koma m.a. fram í algjörri stöðvun • eiða og vinnslu í sjávarút- vegi) sé „að nokkru leyti" sök efnahagsstefnu ríkisst- jórnarinnar. Rragð er að þá barnið finnur! Gott að búa á Seltjarnarnesi í Seltirningi, blaði sjálfsla'ðismanna þar á hæ, var nýlega eftirfarandi fréttaklausa: „í einu dagblaðanna var fvrir skömmu viðtal við einn kunnasta fasteigna- sala höfuðborgarinnar, Kagnar Tómasson. Var hann m.a. spurður hvar væru vinsælustu íhúða- svæðin á höfuðborgar svæðinu, og þá jafnframt, hvar fólk sæktist helst eftir að kaupa húsnæði. Svar fasteignasalans var stutt og laggott: Seltjarnarnes væri langeftirsóttast, og rök hans voru þessi: „l>ar eru la-gstu úLsvörin, þar eru. lægstu fasteignagjöldin, þar eru lægstu hitaveitu- gjöldin, og þar væri jafnvel heimilt að eiga hunda." Ollurn þvkir hólið gott, og við hjá Seltirningi og al- lir hundarnir sendum Kag- nari bestu þakkir fyrir — því allt var þetta jú sannlei- kur sem hann sagði!" Eftirmál Kröflu- virkjunar lljörleifur Guttormsson, íðnaðarráðherra, upplýsti nýlega á Alþingi, að fjár festing í Krölluvirkjun í árslok 1981 væri komin í 617 milljónir nýkróna. Kf miðað væri við rekstrar kostnað 1981, 3,5% afskrif- tir og fjármagnskostnaö næmi þessi kostnaður sam- taLs ta'pum 69 milljónum nýkróna, en tekjur af raforkusölu aðeins 14,6 m.kr. Samkvæmt þessu þyrfti verð orku frá Kröflu að hækka um 369% (!) sagði iðnaðarráðherra, ef endar ættu að ná saman. I>á gat ráðherra þess að áætlaður kostnaður við framkvæmdir áranna 1982—1990 væru 344 m.kr. alls, eða 38,2 m.kr. á ári — að jafnaði. Núverandi forsætisráð- herra var orkuráðherra, er Krafla var byggð. Núve- randi fjármálaráðherra og núverandi menntamála- ráðherra sátu og báðir í framkvæmdastjórn Kröflu- virkjunar. Stykkishólmur: Ágætu ári lokið og bjart framundan 1>AÐ VAR stillt og bjart veður um þessi áramót. Eins og áður var nýju ári fagnað með flugeldum og brennu. I>au gengu rólega fyrir sig, áramótaskiftin. Nú þegar ég lít yfir liðið ár verður efst þakklætið í huga fyrir handleiðslu æðstu valda og ennþá meira verður þakklætið þegar litið er til annarra landa og þeirra jóla sem þau verða að halda. Árið hefir verið okkur Hólmurum hagstætt. Atvinna mikil á árinu og allir haft nóg að bíta og brenna og margir jafnvel sótt erlendar borgir fyrir jól. Oftar hefi ég heyrt minnst á vöntun vinnuafls heldur en atvinnuleysi. Kom þetta skýrt fram í vinnu við þær framkvæmdir sem hér voru á döfinni. Það er rétt að undir- staða atvinnulífsins hér er að miklu leyti skelfiskveiðin. Kvóti sá, sem okkur var búinn, rann út í nóvember en þess er að geta að vegna veðurs fóru fáir róðradagar úr. Hins vegar hafa skelfiskveiðar áður staðið fram í desember. Skel má ekki veiða ef frost fer yfir 6—7 stig. Þá má ekki gleyma að Hólmarar hafa sinnt öðr- um veiðum svo sem á vertíð með net og lóðir og einnig hafa bátar verið gerðir út á síld. Grásleppuveiðar hafa mikið verið stundaðar hér und- anfarin ár og hafa gefið góðar tekj- ur. Æ fleiri gera út á þann útveg og koma þar minni bátar í góðar þarfir. Lúðuveiðar hafa heldur ekki lagst niður á haustin, þótt þær hafi stór- lega minnkað frá því ég kom hingað fyrst. Af eyjum hafa menn talsverð- ar nytjar en minkur og vargfugl ógna þeim atvinnuvegi, en mikið hefir verið unnið af mink og varg- fugli og sjaldan meir en nú, en betur má ef duga skal. Tíðarfar hefir verið umhleyp- ingasamt með afbrigðum á liðnu ári, staðviðri sjaldan en breytingar sí- felldar. í haust hafa skifst á frost og hiti, og hafa menn ekki kippt sér upp við það þótt nokkurra stiga hiti hafi verið á dag, en svo frost daginn eftir. Hiti í haust hefir komist í 10 stig og frost nálgast 17 stig. Framkvæmdir hafa verið miklar á þessu ári. Má þar meðal annars nefna mikil umsvif í gatnagerð og hefði veður ekki hamlað ættum við nú fleiri vegi í bænum með varan- legu slitlagi, en þar var allt undir- búið áður en veður versnuðu. Þá skal nefna vinnu við nýja höfn og hafnar- aðstöðu, viðbótarbyggingu við sjúkrahúsið, traust og mikið mann-> virki, grunnskólabyggingunni hefir þokað áfram, endurbætur á sund- lauginni, og hjá fyrirtækjum hafa verið verulegar framkvæmdir. Tré- smiðjan Ösp hefir stækkað húsnæði, viðbót við sláturhúsbyggingu hafin og fleira mætti nefna sem sýnir að Hólmarar hafa ekki setið auðum höndum. Skipasmíðastöðin og trésmiðjurnar hafa haft yfirdrifin verkefni og á þessu ári verður þar mikið um að vera. Hótelið hefir verið rekið með eðlilegum hætti, nýting herbergja orðið meiri en áður og fleiri og fleiri nota sér þá aðstöðu til sumardvalar hér við Breiðafjörð og koma aftur, enda vafi hvort betra fæst annars staðar. Samgöngur hafa verið með ágætum, Baldur hefir séð um ferðir um Breiðafjörð og aukið þær eftir aðsókn, hópferðir Helga Péturssonar hafa haldið í allt sumar og til áramóta uppi ferðum hvern einasta dag milli Snæfellsness og Re.vkjavíkur og er það ómetanleg og örugg þjónusta. Berjaspretta var hér með meira móti í sumar og það óspart nýtt og notað. Tveir læknar starfa hér ásamt yfirlækni sjúkrahússins og hafa þeir einnig vitjanir í Grund- arfjörð. Heilsugæslan er því í lagi og heilsufarið hefir verið gott. Ég held að aðeins hafi einn Hólmari látist á árinu. Við fögnum nú nýju ári með stór- hug til framkvæmda og atvinnur- ekstrar og vonum að hamingjan verði okkur hliðholl. Það eru miklar vonir hér tengdar árinu 1982. Þessum yfirlitspistli mínum vil ég svo ljúka með því að óska lands- mönnum öllum farsæls árs heil- brigðra lífshátta, kröfugerða fyrst til sjálfra sín og ráðamönnum þjóð- arinnar allrar blessunar í vanda- sömum og vanþakklátum störfum og þeir megi verða fyrirmynd okkar og leiðendur til sannrar velmegunar. Góður guð varðveiti okkar góða land. Stykkishólmi á nýjársdag 1982. Ámi Helgason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.