Morgunblaðið - 06.01.1982, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1982
Sjórinn á íslandsmiðum
með eindæmum kaldur
MORGUNBLAÐINU hefur borizt
eftirfarandi fréttatilkynning frá
Mafrannsóknastofnuninni:
„Ástand sjávar var að venju
kannað í hafinu umhverfis Is-
land í nóvember og desember sl.
í leiðöngrum á rannsóknaskip-
unum Bjarna Sæmundssyni og
Árna Friðrikssyni.
Helstu niðurstöður voru þess-
ar:
í heita sjónum fyrir Suður- og
Vesturlandi var hiti í meðallagi
eða 5—7°, og út af Vestfjörðum
var hann um 4—5°. Fyrir Norð-
urlandi gætti hlýsjávar ekki að
neinu marki frekar en fyrr á
þessu kalda ári, 1981, og var
hitastig á landgrunninu þar um
3—4°, en 2—3° fyrir Austfjörð-
um, hiti sem er með lægsta móti
á þessum árstíma. í strandsjón-
um næst landi hafði vetrarríkið
í vetur víða kælt sjóinn mun
meir eða allt að frostmarki sjáv-
ar.
Djúpt út af Norðaustur- og
Austurlandi, þ.e. í Austur-
íslandsstraumi, var hitastig
Tuttugu
þúsund
hafa séð
Jón Odd og
Jón Bjarna
YFIR tuttugu þúsund manns
hafa nu séð kvikmyndina um
Jón Odd og Jón Bjarna, sem
Þráinn Bertelsson hefur gert
eftir sögum Guðrúnar Helga-
dóttur. Helgi Gestsson fram-
kvæmdastjóri kvikmyndafé-
lagsins sem framleiðir mynd-
ina, Norðan 8 hf., sagði í sam-
tali við Mbl. í gær að aðstand-
endur myndarinnar væru mjög
ánægðir með aðsóknina þá átta
daga sem myndin hefði verið
sýnt til þessa. Kvikmyndin er
nú sýnd í Háskólabíói í
Reykjavík, Borgarbíói á Akur-
eyri og í Félagsbíói í Kefiavík.
einnig lægra í vetur en á undan-
förnum árum (u.þ.b. 0°) og
áhrifa straumsins gætti langt
austur í haf. Skilin milli
kaldsjávarins og hlýsjávarins
úti fyrir Suðausturlandi voru
einnig óvenju sunnarlega, en við
Suðurströndina frá Lónsbugt
þrengdi hlýsjórinn sér allt upp
að landi (hitastig tæplega 6°).
Kann þetta ástand að hafa haft
einhver áhrif á síldargöngur í
vetur.
Þessar niðurstöður sjórann-
sókna í nóvember og desember í
vetur eru mjög í samræmi við
ástand sjávar á ísiandsmiðum
allt árið 1981. Ástand sjávar á
norður- og austurmiðum var
1981 reyndar mjög óvenjulegt,
hvorki gætti hlýsjávar né heldur
pólsjávar í miklum mæli, heldur
var um að ræða mjög óvistlegan
svalsjó. Svalsjórinn er lítt til
þess fallinn að stuðla að lag-
skiptingu og hamlar hann því
bæði lífinu í sjónum og reyndar
einnig nýísmyndun á land-
grunnshafinu norðan og austan-
lands. Kuldinn í vetur kælir
samt strandsjóinn næst landi
niður fyrir frostmark og eins
veitir kaldur svalsjórinn litla
vörn gegn rekís norðan úr hafi.
Af þessu má álykta, að nýísmynd-
un á fjörðum inni og við fjörur
verði ærin við áframhaldandi
loftkulda; að rekís gæti orðið til
ama á miðunum fyrir Vestfjörð-
um og vestanverðu Norðurlandi
í vetur ef svo horfir með vindátt;
og þá einnig að vetrarríki hald-
ist næstu mánuði áfram til sjós
og lands. Þetta ber ekki að skoða
sem „spá“ heldur túlkun á gögn-
um og horfum samkvæmt því.
Um framvindu í vor í þessum
efnum verður svo ekkert sagt
fyrr en að loknum athugunum í
febrúar.
Niðurstöður sjórannsókna
1981, sem sýna með eindæmum
kaldan sjó á íslandsmiðum,
minna á legu landsins við mót
heitra og kaldra loft- og haf-
strauma eins og landsmenn hafa
fundið fyrir á árinu sem er að
líða. Reyndar má benda á að
Nítján innbrot um
og eftir áramótin
INNBROTAKARALDUR reió yfir
höruðborgarsvæðið um áramótin. Frá
því á fimmtudaj' og fram til mánu-
dags voru 19 innbrot kærð til Kann-
stiknarlögreglu ríkisins. A (jamlárs-
dag var brotizt inn í kjallaraíbúð í
Mraunbæ og þaðan var stolið
hljómplötuta'kjum, Fisher-plötuspil-
ara, magnara og segulbandstæki.
Á föstudag, nýársdag, var brotizt
inn í verzlunina Barón, Laugavegi
90, og þaðan stolið tóbaki. Þá var
brotizt inn í Bæjarnesti við Miklu-
braut og þaðan var einnig stolið
tóbaki. Þá var brotizt inn í Snæ-
landsskóla, Þorlák helga, þar sem
báturinn lá við Granda, og Blóma-
skálann, Kársnesbraut en engu var
stolið á þessum stöðum.
Á laugardag var brotizt inn í
skóverzlun Þórðar Péturssonar við
Laugaveg, Miðbæjarradíó, Hverf-
isgötu, og þaðan var stolið útvarpi
og hátalarasetti í bíL Á sunnudag
var tilkynnt um innbrot í íbúð í
Hamraborg en engu stolið og einn-
ig var brotizt inn í kjallaraíbúð við
Bergstaðastræti og peningum var
stolið, en ekki vitað hve miklu.
í gær voru svo tilkynnt 9 innbrot
til RLR. Brotizt var inn í KR-heim-
ilið og þaðan stolið sælgæti og ein-
hverju af peningum í geymsluher-
bergi við Meistaravelli. Brotizt var
inn í Garðaborg í Garðabæ og það-
án stolið um 800 krónum í skipti-
mynt. Frá Gísla Ferdinandssyni,
skósmið í Lækjargötu, var um 500
krónum stolið. Brotizt var inn í
verzlunina Fíber, Laugavegi og
þaðan stolið á milli 700 og 1000
krónum í skiptimynt og polla-
buxum. Úr dagheimilinu Kópaseli
var Crown-hljómflutningstækjum
stolið, húsnæði Síldarútvegsnefnd-
ar við Garðastræti og þaðan stolið
vasatölvu, og víða farið um hús-
næðið. Tveimur konfektkössum var
stolið úr húsnæði ísflugs í Mos-
fellssveit. Loks var brotizt inn í
sumarbústað við Vatnsenda en
engu stolið.
Leidrétting
í FRÉTT Mbl. í gær um gjafir
kvenfélagsins í Grindavík slæddist
meinleg villa. Hið rétta er að kven-
félagið afhenti í desember sl. kirk-
junni í Grindavík 40 þúsund krónur
að gjöf og við sama tækifæn af-
henti kvenfélagið Félagi þroska-
heftra á Suðurnesjum 5 þúsund
krónur að gjöf. Mbl. biðst velvirð-
ingar á þessum missögnum.
heiti sjórinn á norður- og aust-
urmiðum hefur almennt hopað
fyrir þeim kalda eftir 1964 sam-
fara kólnandi veðurfari á land-
inu miðað við það sem var fyrr á
öldinni. Að vísu hafa orðið mikl-
ar breytingar frá ári til árs eins
og sést af köldu ári 1979, heitu
ári 1980 og nú aftur mjög svölu
ári 1981. Þannig verður enn sem
komið er engu „spáð“ um næsta
ár nema ef vera skyldi að það
geti orðið betra en nýliðið ár.“
Framleiðsla hafin að
nýiu hjá Siglósfld
LAGMETISIÐJAN Siglósfld á
Siglufirði hóf framleiðslu að
nýju á mánudag, eftir að starf-
semi fyrirtækisins hafði legið
niðri frá októberlokum. Pálmi
Vilhjálmsson, framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins, sagði í sam-
tali við MbL, að byrjað væri að
framleiða gaffalbita upp í samn-
ing þann er gerður var við Sov-
Blönduvirkjun:
Viðræður við landeigend-
ur hefjast á ný 10. janúar
Könnunarviðræður fulltrúa iðnað-
arráðuneytis og virkjunaraðila við
fulltrúa þriggja hreppa af sex sem
eignaraðild eiga að landi við fyrir
hugaða Blönduvirkjun fer fram 10.,
11. og 12. janúar nk„ að sögn Hjör
leifs Guttormssonar iðnaðar
ráðherra.
Hreppar þessir eru Lýtings-
staða-, Svínavatns- og Seylu-
hreppur. Hjörleifur sagði hreppa
þessa hafa hafnað framkomnum
samningsdrögum en ekki lýst sig
andvíga virkjunarkosti 1, sem
ráðuneytið telur einu virkjunar-
leiðina sem til greina komi. Ráð-
herrann var að því spurður hvort
eignarnámsheimild yrði beitt ef
ekki næðist samstaða með öllum
landeigendum. Hann svaraði því
til að það yrði ákvörðunaratriði
ríkisstjórnar og ráðherra, ef að
því kæmi, en reynt yrði til þrautar
að ná samkomulagi.
étmenn í desember sl.
— Liðlega 70 starfsmenn
eru komnir til vinnu og sagði
Pálmi, að væntanlega yrði
fullum afköstum náð innan
tíðar. Samningurinn við Sov-
étmenn er upp á 28 þúsund
kassa af gaffalbitum og sagð-
ist Pálmi reikna með að Sigló-
síld myndi framleiða um 40%
af því, en það mál væri þó enn-
þá ekki að fullu frágengið.
„Miðað við full afköst erum
við um það bil þrjá mánuði að
framleiða þetta magn, en hvað
þá tekur við vitum við enn
ekki. Við gerum okkur þó von-
ir um, að takast megi að ná
samningum við Sovétmenn um
enn frekari gaffalbitasölu í
samningaviðræðum þeim er
fara eiga fram í marzmánuði
nk.,“ sagði Pálmi Vilhjálms-
son, framkvæmdastjóri Sigló-
síldar ennfremur.
Störf ALFA-nefndar á ári fatlaðra:
Hefur beitt sér fyrir
á sjötta tug verkefna
á starfstfmabilinu
ALFA-nefndin, sem skipuó var til að
vinna aó málefnum fatlaóra á alþjóó-
legu ári fatlaóra, hefur beitt sér fyrir
á sjötta tug verkefna á því tímabili
sem hún hefur starfað. Þegar í upp
hafi starfs síns skilgreindi nefndin
markmið sín þannig: 1. Að vinna að
stefnumótun til langs tíma í málefn-
um fatlaóra. 2. Að einfalda, samræma
og endurbæta gildandi lög og reglu-
gerðir um málefni fatlaðra. 3. Að gera
tillögur um fyrirbyggjandi aðgerðir
með sérstöku tilliti til fötlunar sem
afleiðingar af slysum. 4. Að hefja víð-
tækt kynningarstarf í skólum og fjöl-
miðlum um málefni fatlaðra.
Á blaðamannafundi sem félags-
og heilbrigðismálaráðherra, Svav-
ar Gestsson, boðaði til ásamt
ALFA-nefnd í lok ársins, var kynnt
starfsemi nefndarinnar og árangur
af starfi tengdu málefnum fatlaðra
á árinu. Eitt af fyrstu verkefnum
nefndarinnar var að leita eftir til-
lögum frá fjölmörgum aðilum um
hver ættu að vera helztu markmið
og leiðir í málefnum fatlaðra. í
framhaldi af þessu lét nefndin
vinna verkefnalista, bæði til að
skipuleggja starf sitt á ári fatlaðra
og eins til að leggja ákveðinn grunn
að þessari stefnumótun, en þessi
verkefnalisti var byggður á sam-
þykkt Sameinuðu þjóðanna um að-
gerðir í öllum ríkjum heims í til-
efni af ári fatlaðra. Nefndin hélt
einnig fundi með sérfræðingum,
hagsmunaaðilum og áhuga-
mönnum um málefni fatlaðra. Þá
hefur nefndin ásamt félagsmála-
ráðuneyti falið félagsvísindadeild
Háskólans að gera kannanir þar
sem leitazt verður við að afla sem
gleggstra upplýsinga um hagi og
málefni fatlaðra á Stór-Reykjavík-
ursvæðinu. Ennfremur er unnið að
könnunum í samvinnu við svæðis-
stjórnir út um landið. Niðurstöður
úr þessum könnunum munu svo
veita upplýsingar um hvaða
ákvarðanir ber að taka á næstu ár-
um í málefnum fatlaðra.
Þá hefur á vegum nefndarinnar
starfað starfshópur um ferlimál og
hefur hann einbeitt sér að fjórum
meginverkefnum. I fyrsta lagi að
gera tillögu að frumvarpi til laga
um breytingar á opinberum bygg-
ingum í þágu fatlaðra. Félagsmála-
ráðherra flutti frumvarp um þetta
mál á síðasta alþingi og varð það
að lögum, en það felur í sér að
breytingar á opinberum bygging-
um skuli fjármagna eins og um
stofnkostnað væri að ræða.
í öðru lagi lét starfshópurinn
vinna sérstakan greiningarlykil til
að nota við úttekt á opinberum
byggingum með það fyrir augum að
kanna hvaða breytingar þurfi að
gera. Greiningalykli þessum hefur
nú verið beitt á yfir 100 opinberar
byggingar í 13 bæjarfélögum. Loks
gerði starfshópurinn tillögur til fé-
lagsmálaráðherra um valkosti við
fjármögnun breytinga á opinberum
b.vggingum.
ALFA-nefndin setti á fót sér-
stakan starfshóp undir forsæti
landlæknis til að gera tillögur um
slysavarnir í atvinnugreinum, í
umferð og á heimilum. Trygg-
ingastofnun ríkisins hefur tekið að
sér gerð könnunar á slysavöldum í
sjávarútvegi, fiskvinnslu, iðnaði og
landbúnaði sl. áratug, með það
fyrir augum að auðvelda tillögu-
gerð til úrbóta. Hagfræðingur hjá
Þjóðhagsstofnun vinnur nú að gerð
viðamikillar könnunar á slysum í
heimahúsum og læknir á Borgar-
spítalanum vinnur að könnun á af-
leiðingum slysa 300 einstaklinga
sem slösuðust mjög illa á árinu
1975, flestir í umferðinni. Niður-
stöður þessara kannana munu
liggja fyrir áður en langt um líður.