Alþýðublaðið - 24.06.1931, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 24.06.1931, Blaðsíða 2
B iLÞÝÐUBLAÖie KJSrfylgí Framsóknar Það voru að eins 19 Frarn- sóknarflokksmenn í þinginu fyr- ir kosningarnar, iog flokkurinn því í tminn-i hluta í báðum þing- deildum. En Framsókn gekk til kosninga í þeirri von, að hún fengi 20. manninn, og þar með 14. manninn í neöri deild þings- ins, þar eð flokkurinn gat þá látið hvert mál er hann vildi falla með jöfnum atkvæðum (14 gegn 14). Kosningar gengu því Framisókn (meira í vil en jafnvel nokkur Framsóknarmaóur hafði gert sér von um; bætti hún við síg 4 þing- imönnum (telur nú 23 af 42). Þrjú af þessum fjórum þingsætum vann flokkurinn af Sjálfsitæðis- flokknum, ,en hið fjórða er sæti Gunnars Sigurðssonar (Rangárv.), er var utan flokka.*) Þegar ' litið er nánar á hið furðulega kjörgengi FramiSÓknar, kemur í Ijós, aÖ jafnvel þó bak við alla hina 21 kjördæmakosnu þingmenn þeirra standi að eins 36o/0 kjósenda (móts við 29,8 bak við 15 kjördæmakosna þing- ■menn andófsflokkanna) þá h'eíir atkvæðamagn Framsóknar aukist frá 1927 um 6,2°/o af greiddum at- kvæðum, en íhaldsatkvæðin og Alþýðuflokksatkvæðin fallið, mið- að við hundraðshluta greiddra at- kvæða (þó hvort tveggja hafi aukist nokkuð að tölunni frá 1927). Það var drepið á það hér í blaðinu i gær, að nokkuð af þessu aukna kjörfylgi sinu ætti Framsókn að þakka hinni rót- grónu óvild til gamla íhaldsiins og voninni um að fella það með því að styðja Framsóknarmann. Þetta á aðallega við í kauptún- um landsins, en skýrir vafaiaust einnig að nokkru Íeyti fylgi Framsóknar hér í Reykjavík, sem er óskiljanlegt, því þó Helgi Briém hafi þótt standa sig vel sein iskattst jóri, þá þótti hann standa sig miður í Barna- skólaportinu. Það er roælt, að Framsókn hafi fengið atkvæði og aðstoð eitt- hvað 50 manna, er allir ætli að sækja um dyravarðaristöðuna við nýju símstöðina, >en heldur er* sagan ótrúleg. Mikið heyrist talað um skoð- anakúgun, ier kaupfélagsstjórar eiga að hafa beiitt Framsókn í vil, t. d. er sagt að Hannes kaup- félagssitjóri og þingmaður á Hvammstanga hafi tekið út 50 stefnur á menn, er skulduðu *) Alls tapaði Sjálfstæðisflokk- urinn fjórum þingsætum: Seyð- isfirði, Dalasýslu, Barðastranda- sýslu og öðru sætinu í Skaga- fjarðarsýslu, en vann tvö: Ak- ureyri, og þriðja sætið í Reykja- vík. kaupfélaginu, og haft við orð, að ef Framsókn yrði í ftninni hluta við kosningarnar yrði nauð- synlegt að rukka inn allar skuld- ir kaupfélagsins, því þá yrði sagt upp lánum. Eru það menn úr íhaldinu (gamla), er mjög halda sögum þessum á lofti og hafa nú gleymt peningaaustrinum úr !s- landsbanka forðum og jólaköku- gjöfunum, er víða út um land voru þýðingarmikið atriði í kosn- ingabaráttu íhaldsins. ' Sennilega myndi nánari rann- sókn leiða í ljós, að tiltölulega lítið væri um beina skoðanakúg- un að ræða hjá Framsókn. Hitt má aftur fullyrðia, að allmildð fylgi hafi hún hlotiið af atvinnu- missishræðslu uppburðarlitils fólks og er þó ekki sérstaklega orð á því gerandi um Framsókn, þar sem vist er, að enn meiri brögð eru að því hjá Sjálfstæðisflokkn- u;m. Framsókn virðist sums staðar hafa gersamlega sópað sveitirn- ar og hefir gert það með því yfirleitt að æs,a upp lægstu hvat- ir sveitamanna. Mikill hluti af kosningagreinum Tímaus voru um eitthvað ógurlega skaðlegt „ieynimakk", sem verið hefði milli sumra þingmanna Álþýðu- flokksins og nokkurra foringja sjálfistæðismanna, og um það, að Héðinn hefði tekið í hendina á Ólafi Thors á alþingishússsvölun- um (sem þó aldrei var). En til þesis að sýna hræsnina í þessu má minna. á að Framsóknarflókk- urinn var einu sinni í náiinnii samvinnu við Björn Kristjánsson, einu isinni við Sigurð Eggerz og einu sinni við Jón Magnússon, og vantaði þá vísit ekki innilegu handtökin. Líka má minna á að Jónas lýsti því yfir mjög há- tíðlega í Tímanum hér um árið, að þegar jafnaðarmenn færu að framkvæma kenningar sínar, þá myndu Framsóknarmenn og í- haldsmenn vinna saman, það er: hann og Ólafur Thors fallast í faðma. (Nl.) Hnattflno. New York, 23. júní. U. P. FB. Flugmiennirnir L. Post og Har- old Gatty eru væntanlegir hiing- að um kl. 11. Héðan fljúga þeir til Berlín, eftir klukkustundar við- dvöl, ef ve'ður leyfir. Hafa þeir sett sér það mark að fljúga kringum hnöttinn á 10 dögum. Hjarbour Grace, 23. júní. U. P. FB. Flugmennirnir Gatty og Post lentu hér kl. 11,45 f. h. (Eastern Standard tími). Síðar: Gatty og Post lögðu af stað héðan í áfangann yfir At- lantshaf kl. 2,27 e. h. (E. S. tími). Margfaldar slpfarlr. Alexander á hvolfl 16. júní um kvöldið var „Veiði- bjallan“ á flugi yfir Snæfellsnesi. Kom þá alt í einu í ljós, að vélin var benzínlaus, og var neyðar- lendingar leitað á Hraunfjarðar- vatni. I flugvélinni voru flug- mennirnir SigurðUr Jónsson og Björn Eiríksson og einn farþegi, sem var frú Hólmfríður Halldórs- dóttir, systir Péturs Halldórsison- ar bóksala, en kona séra_ Jósefs á Setbergi. Var nú lagt af stað gangandi til Stykkishólms eftir benzíni, og var það klukkutíma ferð. Var flutt benzin þaðan nokkuð af leið- inni á bifreiö, en nokkuð á hest- um, og var „Veiðibjöllunni“ flog- ið til Stykkishólms. Kom hún þangað kl. 2 uim nóttina, og gengu flugmenn þar til náða. En daginn eftir var lagt af stað til Reykjavíkur og þá farþegalaust, því frú Hólmfríði mun ekki hafa litist meira en svo á blikuna, settn von var, og kaus .heldur að fara með skipi til Reykjavíkur. En það var hálfgert hundamats- fararsnið á „Veiðibjöllunpi“ þenn- an daginn eins og daginn áður, því þegar komið var hér milli Akraness og Reykjiavíkur varð aftur benzínlaust, og urðu flug- menn að láta vélina setjast á sjó- inn hér fyrir utan eyjar. Segir sagan, að þeir hafi þó ekki ætlað að deyja ráðalausir, því þeir hafi sett upp segl og látið byrinn bera .sig í áttina til höfuðborgar- innar. Sást brátt tii þeirra, og var farið á bát.að sækja þá. Voru í bátnum þeir Pálmi Loftsson, sem er framkvæmdastjóri Flugfélags- ins, og Alexander hinn [uim- svifa [mikli formaður félagsins. Var „Veiðibjallan“ nú dregin inn i Vatnagarða og lagt þar, og farið í land á bátnum. En það tókst þá svo illa til, að bátnum var við bryggjuna rent alveg upp í sand. Tók Pálmi sér þá stjaka í hönd til þess að draga út bátinn. En Alexander gerði hið sama, því það er síður allra góðra nofðurfarar-Ieiðtoga að rtaka þátt í öllum störfum sjálfur. Tökst prýðilega að draga út bátinn, og henti Pálrni síðan sem æfður sjómaður krókstjakanum út í bátinn. Ætlaði Alexander að gera- hið sama, en krókstjakinn fór í sjóinn, og með því margt mótlæti hefir dunið yfir Alexand- er upp á síðkastið og hann oft verið nærrí að mis.sa jafnvægið, þá fór nú svo að hann misti það alveg, og varð skvamp mikið þegar ninn viðamikli skrokkur fór á hvolf og lamdi sjávarflöt- inn. Stóð nú krókstjakinn upp á endann, en Alexander lá flatur og buslaði stórum. Það var þó ekki nema augnablik, því brátt stóð hann eins og krókstjakinn beint upp á endann. Það var þó ekki dýpra þarna en að sjórinn náði honum rétt í nafla. Dró Pálmi síðan Alexander upp, en um krókstjakann er ekki getifr. Laragarvatn. i. í sveit einni austanfjalls, sem.' mér er að fornu kunnug, bar það til fyrir tuttugu árurn, að ungur maður var hafður að athlægi og tíáði í tveim kirkjusóknum. Það var ekkert einsdæmi þar. En or- sök þess, að sveitungar hans gerðu hann sér að bitbeini öðrum mönnum fremur, var dálítið ný- sitárleg: Hann hafði fegurra tungu- tak en nokkur maður í þeirri sveit. Og hann hafði, að öllum líkindum af meðfæddri fegurðar- greind, tamið sér rómfegurð, sem stakk kynlega í istúf við hrjúfar raddir nágrannanna. Þegar nú hér við bættist, áð pilturinn var framhjátökubarn ,og sveitarlimur í æsku, þá þótti þetta bölvaður ekki sen „pempíuháttur" og for- dild. En fágað orðfæri hans og yfirlætislaus málsnild kveður enn við í eyrum mér eftir tuttugu ára bil — og ugglaust tel ég að fleiri. minnist hans þar úm slóðir. Ef til vill er það fyrir allar þær' ununarstundir, sem ég á honum að gjalda frá barnsárunum, að ég freistast til aö rekja sögu hans ofurlítið lengra. Hann flæmdist úr sveitinni við það, að hann og dóttir góðbónda eins féllust á hugi saman, en fyrir ofríki vandamanna hennar var honum ekki unnað þess ráðahags. Um brottför hans lék kuldagustur af illfúsu réttlæti og virðulegri meinfýsi allra betri manna. Það var engu líkara. en rnenn fyndi það á sér, að flámæli þeirra, ambögur og latmæli ættu þar nú engan opinberan ákæranda fram- ar. Fyrir ekki alllöngu hitti ég þenna gamla kunningja minn. Hann jer nú rúmlega miðaldra imaður, íúinn af striti og fáíækt. En tungutakið er enn hið sama snildarfagra, og rómurinn fægður og hreinn. Og sú rækt, sem hann hafði lagt í æsku við einn hinn geðþekkas'ta mannlega hæfileika, eertlar að loða við hann gegnum alt haslið. Hún fylgir honum eins og aðalsbragð — í gröfina. Mér er þetta ákaflega hugsitætrt: Einsrtæðingurinn, sean gerði tungutak sitt að fyrirmynd heill- ar sveitar og lágkúrusvipurinn yf- ir hugsunum þeirra, sem gerðui þessa drengilegu rækt við miann- gildi sitt og hæfileika að athlægi. Öðrum megin er vonin um að gerta drepið niður bölvun auð- virðilegs ætternis og lélegs upp- eldis imeð persónulegu ágæti. Hinum megin er illþybbni fá- kunnandi manna, sem lífsbaráttan hafði fjötrað í ólseigum venjum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.