Alþýðublaðið - 24.06.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 24.06.1931, Blaðsíða 3
AkÞSÐUBLAÐIÐ Beztu ©fjipækn cigaretturnar í 2t§ sftk. pökk- um, sem kosta kr« 1,20 pakkinn, eru €i§ai*eftiir frá Mie©fias Sonssa firéres, Cairé. Einkasalar á tslandi: Tófeaksverzlnm tsiassds h. f« Og út um allar bygðir landsins gerasit slíkir atburðir enn þann dag í dflg. II. Mér kom þessi saga í hug á meðan ég ók heim að skólanumi á Laugarvatni. Og ekki hún ein. í huga mér reis upp hópur manna, sumra ungra, annara gamalla. Og minningamar um þá höfðu svip- uð mein að kæra, örlög, siem hefði mátt bjarga, vit, sem heíði mátt nýta, kosti, sem hefði mátt göfga. Og við hvern og einn í þessari dapurlegu sveit verður mér á að siegja: Þetta kom of seint handa þér. Og snögglega verður mér ljóst hvílíkum ókjör- um af heilbrigðum manndómi og vaxtarþrá þessi staður á eftir að hlúa, — gefa herzlumuninn, sem sigri veldur eða óförum. Um leið og ég stig út úr vagninuim, verð ég gripinn undarlegri tilfinningu, sem skilur ekki við mig alla dag- ana, siem ég er á Laugarvatni: Einhvern tíma verður þessi staður elskaður rneira en nokkur annar á Suðurlandi. ÞaÖ er eini staður- inn, sem ég hefi komið á, sem ég veit um með fullkominni vissu, að er sveipaður helgi af ástarhug óborinna manna. Inn í faðm þess- arar mjúku fjallbugðu streymir æska Suðurlandsins til þess að síekja eld í sálina og styrk í skapferlið á komancli árum, og minnist þess og ber menjar fram í ellL — Yfir rauðbrúnum hábrekkum fjallanna skín kvöldsólin enn þá, en neðar teygir skógurirm græna lófana svo að segja heim í hlað. Hann er lágvaxinn þessi skógur, kræklóttur og beygður af hretum margra ald,a. En hann er laufþétt- ur og ilmandi eins og væri hann sjálfur konungur alls gróðurs á [jörðunni. I nýrri friöunargirðingu iuppi í hlíðinni djarfar fyrir nýj- um þrótti. Bjarkirnar eru að byrja að rétta upp kollana í undrun yfir þessum nýju vaxtarskilyrð- um. Innan við girðiniguna rennur lækur, þur á sumrum, en vitlaus af illhryssingi á vorum. Yfir þveran lækinn liggur fegursta hríslan, s>em ég sá við Laugar- vatn. Það lítur kynlega út. Brú af grænu laufi og safaþrungnum greinuim yfir þenna krókótta far- veg, sem hefir skolað mölbornum fjandskap á hendur alls gróðurs á báðar hliðar. Það er engu lík- ara en að hún sé að svæfa þenna háskalega óvin með því að halla sér ofan yfir hann og klappa of- an á hann. En þessi hrísla er daamd til dauða. Lækurinn hefir grafið undan melbarðinu hennar. Það er skriðnað á hliðina og bráðum sverfur norðannæðingurinn jarð- veginn frá rótum hennar hinum megin. Þá er hennar sögu llokið. 1 næstu vorieysinguim hröklast hún eips og sprek niður urðina. En hér hefði mannshönd og mannvit getað hjálpað í tíma. Og fólkið, sem á að gróa í skjóli þessa staöar, er eins og skógurinn í hlíðum hans. Það ber i sál sér og skapi merki um hörkur þúsund vetra, en undir hrjúfum berkinum streymir safi gróandans. Við rætur fjaílanna, svo langt, sem séð verður, kúra lágir bæir. Þar hefir æskan tekið við arfi sínum kynslóð eftir kyn- slóð í þýfðum túnurn, ógirtum engjum og lélegum húsum. En alt fram á þenna dag átti hún ekkert Laugarvatn, sem bauð henni faðminn á mörkum æsku og fullorðinsára. Hún átti enga friðunargirðingu, sem veitti að- stöðu til þess að rétta upp koll- inn. Henni lærðist ekki að leiða ,sól í bæ sinn, eða víðsýni í hug sinn. Henni lærðist ekki að slétta tún sín, eða sverfa misfellur af starfsháttum sínum og félags- skipulagi. Og þó hefir lífsmeiður þjóðarinnar skotið hér grænum öngum öld eftir öld, eins og björkin í hlíðunum. (Frh.) Sicjurdur Einarsson. Bókmentafélag Jafnaðarmamia Bókmentafélag jafnaðarmanna hefir nú starfað í eitt ár, og á þessum stutta tíma hefir því tek-. ist að vekja á sér almenna at- hygli og afía sér vinsælda. Nú þegar hafa margir gerst félagar þess, en þö eru þeir enn ekki svo margir, að því takist að fram- kværna alt það, er félagið vill koma í verk á þessu og næstu áruín. Starf félagsins mun þó verða aukið að mun á þessu ári. Bókmentafélag jafnaðarmanna höf starf sitt með útgáfu bókar- innar „Brotið land“, og mun öll- um, sem kynst hafa þeirri bók, þótt vel af stað farið. Önnur út- gáfubók félagsins var „Almanak alþýðu“, og er fyrirhugað, uö það verði nokkurs konar ársrit fyrir aiþýðufólk og á að inni- halda alls konar fróðleik og nýj- ungar í imenningarmálum á hverjum tíma. Rit þetta er hið eigulegasta. Það er ritað af sum- um hinum beztu rithöfundum, sem nú eru uppi hér, og færir lesandanum fróðleik um margs konar efni. Ráðgert er, að félagið gefi út um 50 arkir í ár, og ex það töluvert meira en gefið var út síðastliðið ár. Ekki mun enn fulÞ ráðið, hvaða bækur verði fyiir valinu, en stjórn félagsins hefir úr imörg góðu að velja. Allir þeir, er gerast félagar nú og greiða árstillag sitt, fá „Almanak al- þýöu“ síðastliðið ár ókeypis, og er það kostaboð, sem allra flestir ættu að notfæra sér. Árstillagið er 10 krónur, og fá menn fyrir þær allar þær bækur, er félagið gefur út árlega. Verða þvi bækur Bókmentafélags jafnaðarmanna með ódýrustu bókum hér á landi. Bókimentafélag jafnaðarmanna telur það fyrst og fremst hlutverk sitt' að fræða félaga sina og aðra um mienningarmál nútímans og Inýungar í vísindum, bókmcntum, félagsmálum og stjórnmálum. Er þetta ærið verkefni og kostar bæði miluö fé og starfsemi. En því betur verður liægt að inna •þetta hlutverk af höndium, sem fleiri styðja að þvi Og því fleiri, siem bókmentafélagið skipa, því léttara vierður all starf þess og því ódýrari verðia bækurnar, þ. e. því meir getur félagið gefið út. Á aðalfundi félagsins, sem ný- lega er afsitaðinn, flutti séra Ingi- mar Jónsson skólastjóri, formaöur félagsdns, fróðlegt erindi um starf þess hingað til og fyrirætl- anir þess. Urðu töluverðar um- ræður út af erindi hans, og stefndu þær allar að hinu sama, að til þesis að hægt yrði að gefa svo mikið út, sem nauðsyn bæri til, þyrfti að auka félagatöluna. Raunar hafa margir gerst félagar á þeim stutta tíma, sem liðinn er frá stofnun félagsins, en til þess að starfsemi þess verði að tilætl- uðum notum, þyrfti félagatalan helzt að tvöfaldast frá því, sem nú er, og það ætti ekki aö verða sérlega torvelt; íslenzk alþýða hefir verið mjög bókelsk og fróð- leiksfúis og ótrauð til stuðnings yið bókmentastarfsiemi, og enn er fjöldi slíkra manna, sem ekki hefir gengið í félagið, Má telja víst, að þeir liggi ekki á liði sínu. Allar bækur, er Bókmentaféiag jafnaðarimanna gefur út, verða í sama broti, handhægu átta blaða broti, sem títt er um líkar út- gáfur með öðrum þjóöum. Munu því félagar hafa eignast mjög á- litlegt i samstætt bókasafn að nokkrum árum liönum, þar sean þeir og þeirra fólk eigi kost á fræðslu um margskonar menn- ingarmálefni^ og auk þess völ góðra bókia til sfcemtilesturs eftir erlenda bókmentafrömuði. Ekki mega nienn heldur gleyma j)ví, að „Almanak alþýðu“ er í raun og veru ekki „almanak" í venjulegum skilningi orðisins, heidur eins konar árbók, sem kernur út á hverju ári og á að greiða fyrir því, að menn geti alt af fylgst meö timanum. Það er lífsnauðisyn hverjum siðuðum manni að fylgjast mieð tímanum í menningannálum heimsins og afla sér þeirra kynna af heimsbókmentunum, sem frek- ast er kostur á. Gerist því félagar í Bókmentafélagi jafnaðarmanua og styðjið það í hinu merkilega hlutverki sínu. Aðsetur félagsins er í aiþýðuhúsinu við Hverfis- götu, Reykjavík, sími 1294. V. S. V. Nsntllas. Cork, 23. júní. U. P. FB. Til- kynt hefir verið, að „Nautilus", kafbátur Wilkins, leggi af stað héðan til Newcastle on Tyne á morgun (þ. e. í dag). Mveðjsa til É&lands. Noregi, NRP. 23. júní. FB. Norges Bondelag (félag norskra bænda) hefir á landsfundi sín- hm í Björgvin ákveðið að senda kveðjuskeyti til forsætisráðherra Islands og forseta lögþingsins í Færeyjum. Slys af spFengliagn. Poole, Dorset, Englandi. U. P. FB. Sprenging varð í sprengi- efnaverksmiðju á Holton Heath, í 6 mílna fjarlægð frá Poole. Tíu |menn biðu bana, en 19 meiddust. Ankakosning i Bretlandt Manchester, 23. júní. U. P. FB. Aukakosning fór fram í Ard- wick vegna andláts verkalýðs- þingmannsins Louth. Verkalýðs- frambjóðandinn Joseph Hender- son var kosinn, fékk 15 294 at- kvæði, íhaldsframbjóöandinn fékk 14 980. Einn á snekkjn. Noregi, NRP. 23. júní. FB. Jo- hannes Anderson, sem ætlaði yfir Atlantshaf |á smásnekkju einn síns liðs, kom aftur til Frede- riksstad á laugardaginn. Það irafði fregnast frá Andersen, að hann hefði veikst nokkru eftir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.