Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 1
Sunnudagur 24. janúar Bls. 33-64 Örlögin hljóta að hafa ætlað mér eitthvað mikið Annar tilgangur í lífínu — Mig var búið að dreyma fyrir þessu. Ég var búinn að nefna þetta við vinnufélaga mína, að einhver okkar ætti eftir að fara. — Manstu drauminn? Mig dreymdi bara að ég færi niður hinum megin í salnum. I>að er miklu, miklu minna fall. — Ertu berdreyminn? Það er margt sem kemur mér ekki á óvart. l>að hefur ýmislegt gerst sem ég gat búist við. Oftast er þetta eitthvert smáræði, stundum að vísu það sem skiptir máli. Ég hef fundið ýmislegt á mér, t.d. um gang og úrslit leikja. Ég er ekkert að flíka þessu, ég tek ekki meira en svo mark á því. Ég er að vísu örlagatrúar, en það er ekki hægt að láta daglegt líf sitt stjórnast af draumum og hugboðum. — Ég var slappur og illa fyrirkallaður þennan dag, og vissulega var það mikil freisting að vera heima, en ég er þannig gerður að ég á bágt með að hopa af hólmi. Enginn er hetja í þeim skiln- ingi, að hann geti umflúið örlög sín. Hetjuskapurinn er fólginn í því, hvernig menn bregðast við ör- lögum sínum. Undirritaður var að ræða við Steinþór Þórarinsson, húsasmið og knattspyrnumann. Honum hefur auðnast óvenjuleg lífsreynsla, skelfing og kvöl, sem viðhorf hetjunnar hafa snúið hon- um til meiri gleði, lífshamingju og jákvæðara horfs við heiminum. Lögregluskýrsla Ófeigs Baldurssonar tekin af Gunnari Berg Gunnarssyni. Miðvikud. 9. 12. 1980, kl. 13.30 var tekin eftirfarandi skýrsla af Gunnari Berg Gunnarssyni, 19 ára múraranema, til heimilis aö Skaröshlíð 2g, Akureyri. Gunnari er kunnugt tilefni skýrslugeröar- innar, og skýrir svo frá, eftir að hafa veriö áminntur um sannsögli. Ég er starfsmaður hjá Híbýli, og hef unnið hjá því fyrirtæki í tvö til þrjú ár. Meöal annars hef ég unnið að byggingu framangreinds íþróttahúss. Undanfariö höfum viö verið aö vinna viö þak hússins, og þar á meöal aö leggja svokallaöar tréullarplötur. Þegar þetta slys varö, þá var búiö að leggja þessar plötur á um þaö bil helming þaksins. Sam- kvæmt þeim upplýsingum, sem ég haföi fengiö, og munu vera frá framleiðanda, þá eiga þessar plöt- ur aö þola á milli 300 til 400 kg þunga. Þaö var því algengt, aö þeir sem voru að vinna viö þakiö á þessu húsi, gengju á þessum plöt- um, eftir að búiö var aö leggja þær, og ekkert óhapp haföi oröið af því, og engar plötur brotnaö af þeim orsökum. í þessum plötum eru styrktartré, sem gera plöturnar burðarmeiri, eftir slysiö kom hins vegar í Ijós, aö í þessa plötu sem brotnaöi, vant- aði þessi styrktartré, og þaö er eina platan sem mér er kunnugt um, sem var meö þessum galla. Þegar slysiö varö, þá var ég aö vinna viö aö leggja þessar plötur, og var á vesturhluta þaksins, ásamt öörum lærlingi, en Steinþór Þórarinsson, var á austurhluta þaksins, ásamt öörum smiö. Það var búiö að hífa nokkur búnt upp á þakið, og ég og Steinþór vorum aö ræöa saman, um tilhögun þessa verks, og stóöum því meö ca. met- ers millibili. Þaö gerðist svo allt í einu, að platan sem viö Steinþór stóöum á brotnaði. Steinþór mun hafa staö- ið út á miöju plötunnar en óg viö endann og þá viö buröarásinn, sem annar endi plötunnar hvíldi á. Steinþór mun hafa náö í næstu plötu, en náöi ekki taki, þannig aö hann gæti haldiö sér, og féll því niöur um þakiö, og á frosna jörö- ina neöan viö, sem þó var hulin snjó, sem ef til vill hefur dregið úr högginu. Ég féll einnig niöur um gatiö, en gat náö taki á buröarásn- um, og hékk þannig, með höfuö og herðar upp um gatið. Vinnufélagar okkar, sem þarna voru á þakinu, komu mér strax til hjálpar, og drógu mig upp um gatið, og slapp ég algjörlega ómeiddur frá þessu óhappi. Viö Steinþór vorum aöeins standandi þarna á plötunni og ekki meö neitt í höndunum, en stóöum báðir á sömu plötunni. Þaö kom svo í Ijós síöar, aö viö Steinþór, og fleiri, sem þarna unnum, vorum oft búnir aö ganga á þessari plötu, án þess að hún brotnaöi, en þá hefur sennilega aðeins veriö einn maöur í einu, sem hefur staöiö á plötunni. Við sem þarna unnum, vorum SJÁ NÆSTU SÍÐU. Talað við Steindór Þórarinsson húsasmið og knattspyrnumann á Akureyri

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.