Morgunblaðið - 24.01.1982, Page 4

Morgunblaðið - 24.01.1982, Page 4
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1982 Félag járniðnaðarmanna Allsherjaratkvæðagreiðsla Ákveöiö hefur veriö aö viöhafa allsherjaratkvæöa- greiöslu um kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniönaöarmanna fyrir næsta starfsár. Frestur til aö skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráös rennur út kl. 18.00 þriðjudag- inn 2. febrúar nk. Tillögur eiga aö vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess um 14 menn til viðbótar í trúnaöarmannaráö og 7 varamenn þeirra. Tillögum skal skila til kjörstjórnar félagsins í skrifstofu þess aö Suöurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 83 fullgildra félags- manna. Stjórn Félags járniönaöarmanna CONSTRUCTA Byggingavörusýningin í Hannover 3.-10 feb. brottför 2. feb./heimkoma 9. feb. VORSÝNINGIN FRANKFURT Frankfurt international FAIR brottför 27. feb./heimkoma 3. mars. VORSÝNINGIN LEIPZIG Leipzig Spring FAIR brottför 13. mars/heimkoma 19. mars. HANNOVER FAIR vörusýningin í Hannover brottför 20. apr./heimkoma 26. apr. IMB vörsýning/ráðstefna KÖLN Yfirgripsmikil sýning á tækjum, vélum og áhöldum til fataframleiöslu brottför 17. maí/heimkoma 23. maí DRUPA 82 prentiðnadarsýning Dusseldorf Prentvélar, setningarvélar, prentlitir, bókbandsvélar og hverskonar áhöld til bóka og blaöaframleiðslu. 1200 sýnendur frá 25 pjóölöndum. Brottför 3. júní/heimkoma 9. júní. Tilkynnið þátttöku tímanlega. FERÐA MIÐSTOÐIIM AÐALSTRÆTI9 S. 28133 Umsjónarmaður Gísli Jónsson______________131. þáttur Nokkur drátlur varð á birtingu .síðasta þáttar, en nú ætti allt að vera komið í eðlilegan gang aftur. Nokkur bréf hafa mér borist á þessum tíma, þau sem ég vildi hafa svarað fyrri, en arka verður þá að auðnu um það, hvenær ég get gert þeim skil eða náð hala mínum, ef svo mætti segja. Fyrst er þá bréf Baldurs Símonarsonar í Reykjavík: Reykjavík, 11. desember 1981. Kæri Gísli. Mér þykir tímabært að vekja athygli þína á breytingu sem er að laumast inn í ís- lenzkt kirkjumál. í nýju sálmabókinni, sem út kom 1975, er ávarpsfalli og þolfalli Jesú breytt frá því sem verið hefur um aldir í íslenzku máli. Nú er frelsarinn ávarpaður Jesús, ekki Jesú og þolfallið er Jesú, ekki Jesúm. Þannig heitir barnasálmur- inn alkunni, Ó, Jesú, bróðir bezti nú Ó, Jesús, bróðir bezti, og þýðing Matthíasar hefst nú svo: Ó, þá náð að eiga Jesú í stað Ó, þá náð að eiga Jesúm. Hallgrímur Pétursson er ekki óhultur fyrir hinum nýja sið. Þannig er nú prentað: Víst ertu, Jesús, kóngur klár. Mikill er lærdómur þeirra sem breyta orðum Hallgríms í nýju sálma- bókinni, því að væntanlega þekkja þeir formála hans að Passíusálmunum: „En þess er eg af guðhræddum mönnum óskandi, að eigi úr lagi færi né orðum mínum breyti, hver þeir sjá orði drottins og kristilegri .meiningu ei á móti. Þeir, sem 'betur kunna, munu betur gjöra." I fljótu bragði sýnist mér, að jæssi breyting sé alls staðar í nýju sálmabókinni, nema í stöku lagboðum, sem eru ekki prentaðir þar sem sálmar (t.d. Sæti Jesú, sjá oss hér). í nýju biblíuþýðingunni, sem kom út í sumar, er sömu reglum fylgt — ávarpsfall afnumið, þolfalli er breytt. Vafalaust þakka margir heilbrigðri íhaldssemi kirkj- unnar hve vel mál okkar hefur varðveitzt. Erfitt er að geta sér til um hvatir þær sem liggja hér að baki. Má vera að notkun ávarpsfallsins Jesú og þolfallsins Jesúm vefjist fyrir ýmsum. Fram til þessa hafa börnin sungið: Ó, Jesú, bróðir bezti, og er mér til efs að skað- að hafi sálarheill þeirra, þó að þau hafi ekki skilið fyrr en löngu seinna, hvers vegna þetta er svona. Undanlátssemi af ýmsu tagi er versti óvinur íslenzks máls. Hún leiðir til málfátæktar, og málið verður ekki eins gagnsætt og áður. Á sínum tíma töldu sumir að zet- unni mætti fórna, fyrst tókst að bjarga yfsiloninu það skipt- ið. Eg vona að þessar breyt- ingar séu ekki fram komnar vegna þess að eignarfalls- myndin Jesú á í vök að verjast fyrir hroðalegri afbökun sem ég ætla að hlífa þér við að sjá. Ótrúlegt er, hve mikinn svip sálmar missa við þessa breyt- ingu, eins og þú getur sann- fært þig um með því að bera saman gömlu og nýju bókina. Einkum þykir mér eftirsjá í ávarpsfallinu, sem hlýtur að vera sárasjaldgæft. Eg vona að á hátíðinni sem í hönd fer syngi kirkjukórarnir eftir sem áður: Jesú, þú ert vort jólaljós. Lifðu heill. Mér brá illilega við lestur þessa bréfs. Ég hafði ekki fylgst nógu vel með því sem var að gerast. Um beygingu orðsins Jesús hef ég alltaf far- ið eftir fyrirmynd Hallgríms Péturssonar. Hann beygði orð- ið svo: Nefnifall: Jesús. Ávarpsfall: Jesú. Þolfall: Jesúm. Þágufall: Jesú. Eignarfall: Jesú. Ég fæ með engu móti séð þörf, hvað þá heldur nauðsyn, til þess að Sreyta þessari hefð. Fjöldi sálma, þeirra sem bestir hafa verið ortir og sungið sig inn í hjörtu ungra sem ald- inna, er að minni tilfinningu svo viðkvæmur að þessu leyti, að breytingar jafngilda helgi- spjöllum fyrir mér. Baldur Símonarson tók nokkur ágæt dæmi. Mætti ég aðeins bæta við. I einhverjum yndislegasta sálmi sínum, Hugbót, segir sr. Hallgrímur: Af mér þó féð og auðlegð með óðum svo ganga megi, grátbæni eg nú, góði Jesú, gleymdu mér þó aldregi. Lát mig hjá þér, þá héðan fer, í himnasælu lenda. Nafn drottins sætt fær bölin bætt, blessað sé það án enda. Eigum við nú að taka til að lesa og syngja: Grátbæni ég nú; góði Jesús? í 25. passíusálmi, um út- leiðslu Kristí úr þinghúsinu, er orðið sonur mikið lykilorð. Þessi sálmur endar á versi, þar sem orðið kemur fyrir í list- rænni klifun (anafór), svo að fáir geta látið ólært. Skáldið mótmælir ákaflega þeim dómsforsendum Júða, að Jesús væri verður dauðadóms vegna þess að hann hefði „gjört sig guðs syni að.“ Þarf ég að minna menn á þetta er- indi? Son guðs ertu með sanni, sonur guðs, JESIJ minn. Son guðs, syndugum manni sonararf skenktir þinn, son guðs einn eingetinn. Syni guðs syngi glaður sérhver lifandi maður heiður í hvert eitt sinn. Ég spyr enn: Eigum við að láta hafa okkur til að syngja: Sonur guðs, Jesús minn? Er leyfilegt að breyta listaverkum mestu trúarskálda okkar með þvílíkum hætti? Ég segi nei og aftur nei. Það er lágmarks- kurteisi við minningu höfuð- skálda að þau fái að halda listaverkum sínum um hin helgustu efni óbreyttum, og ég bið þá, sem fara með stjórn íslenskra kirkjumála, að lofa okkur, vantrúuðum og efa- gjörnum, sem sterk-trúuðum og efasemdarlausum, að hafa beygingu orðsins Jesús í friði, eins og við höfum lært hana í þeim sálmum sem hrært hafa hjörtu okkar og vakið til hrifn- ingar fyrr og síðar. Hallgrímur Pétursson kvað í 35. passíusálmi: Gefðu að móðurmálið mitt, minn JESÚ, þess ég beiði, frá allri villu klárt og kvitt krossins orð þitt út breiði um landið hér til heiðurs þér, helst má það blessun valda meðan þín náð lætur vort láð lýði og byggðum halda. Verzlunarhúsnæði óskast Vel þekkt og traust raftækjaverzlun óskar aö taka á leigu um 150 fm verzlunarhúsnæöi á góöum staö. Tilboö óskast send augl.deild Mbl. fyrir 29. janúar merk: „H—6296“.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.