Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1982 Nefndu kotið sitt Þröm, enda allt á heljarþröm Guðrún Anna Magnúsdóttir, hcitmcy og lífsí'örunautur skáldsins, með son- inn Skarphéðin. A myndinni er hún um þrítugt. Asdís segir, að manna hennar hafi haft mikið Ijóst hár. Viðtal við Ásdísi, dóttur Magnúsar Hjaltasonar, fyrirmyndar að Ljósvíkingi Halldórs Laxness Hugmyndin að sögunni um Ólaf Kárason er komin úr dagbókum fátæks alþýðumanns af Vestfjörðum. Hann var afar sérkennilegur fulitrúi fyrir fá- tæka mei.ningu og bjó yfir vissu genialiteti. Dagbækur hans eru merkileg blanda ng hrífandi lesning, er haft eftir Halldóri Laxness á blaðamannafundi fyrir jólin, í tilefni þess að hluti af sögunni um Ljósvíkinginn Ólaf Kárason er færð upp á svið Þjóðleikhússins á 80. afmælisári skáldsins. Ennfremur lætur Halldór af lítillæti hafa eftir sér: — Mitt hlutverk var eiginlega að færa þessar dagbækur í lærðan búning og tengja þær nútímanum, en dagbækur þessar ná allt frá unglingsárum Magnúsar Hjaltasonar til þess að hann dó um fertugt. Magnús Hjaltason, eða Magnús Hj. Magnússon, eins og hann skrifaði sig oftast sjálfur og kennir sig þannig við afa sinn, þekkja flestir íslendingar orðið vel í búningi Halldórs Laxness sem Skáldið, skáld allra tíma. En hvernig var Magnús Hjaltason í augum þeirra sem næst honum stóðu? Suður í Garðabæ býr dóttir hans, Ásdís Þórkatla Magnúsdóttir, annað barna hans og „heitkonu hans“, Guðrúnar Önnu Magnúsdóttur, sem upp komst. Sonur inn, Einar Skarphéðinn, er látinn fyrir nokkrum árum. En fjögur misstu þau börnin strax í bernsku innan við ársgömul. — Þau pabbi og mamma máttu aldrei giftast því hann hafði þegið af sveit, segir Ásdís þegar þetta berst í tal. — Mamma sagði mér að mannýg belja hefði traðkað á honum, þegar hann var unglingur. Aðrir segja að hestur hafi slegið hann. Brjóstkassinn gekk inn. Þá var ekkert verið að fara til læknis. Hann bara lá í rúminu í tvö ár, og hreppurinn þurfti auðvitað að borga með honum. Hann gat svo aldrei borgað þessar liðlega 300 kr., sem hann skuldaði hreppnum. Vegna skuldarinnar mátti hann ekki giftast. Og þar sem þau voru ekki gift, fengu þau hvergi að vera til langframa og urðu alltaf að fara. Flæktust þau stað úr stað. Tuttugu og fimm sinnum tóku þau sig upp og fluttu yfir holt og heið- ar, þessar líka heiðarnar á Vest- fjörðum. Og búslóðin mun aldrei hafa verið meiri en svo að hægt var að bera dótið með sér. Ásdís kveðst ekki muna mikið eftir föður sínum, enda aðeins á fjórða ári þegar hann dó. Hún er fædd á Suðurevrí "' *•« öúganda- „ j \ji O. — Þau bjuggu þá í kotinu, sem þau nefndu Þröm, af því allt var á heljarþröm hjá þeim, segir Ásdís. — Þetta var kindakofi sem þau keyptu. Og ég hefi stundum sagt að gamni mínu að ég sé fædd í fjárhúsi eins og frelsarinn. Hinrik Hjaltason, bróðir pabba, sem var járnsmiður og lengi bjó á Norð- firði, lánaði pabba fyrir þessum kofa. Ég man þó vel hvernig hann leit út að innan. Kofinn var eitt herbergi, minna en þessi stofa hér. Tvö rúm voru þar og borð undir ósköp litlum glugga. Ég man að við systkinin vorum stundum að raða eldspýtum í rifurnar. Sjálfri er mér minnisstæðast, sjálfsagt vegna þess að ég varð hrædd, þeg- ar ég datt úr vöggunni. Var í vöggu á völtum og missti eitthvað, sem varð til þess að vaggan valt um. Mig rámar í hlóðir eða eld- stæði í horninu og svo var ein- hvers konar forstofa, þar sem far- ið var út. Ég gerði mér ekki grein fyrir hve fátæktin var mikil, en minnisstætt er þegar við systkinin fórum í búð og búðarmaðurinn gaf okkur appelsínu. Föður mínum man ég ekki eftir öðruvísi en liggjandi í rúmi, enda dó hann 30. desember 191 fi I*’" 1 frá í októK/.- ' - að taka af mér þessa mynd hérna og hann hafði þráð mikið að hún yrði komin, svo að hann fengi ha- na með sér í kistuna, en það varð ekki. — Það var víst ekki framkallað í hvelli á þeim tíma. En þrátt fyrir fátæktina hefur verið lagt í myndatöku? — Já, segir Ásdís. — Pabbi var víst alla tíð svoleiðis, að væri ein- hver peningur til þá var hann lát- inn. Þau voru víst afskaplega illa stödd þegar myndin af mömmu með Skarphéðinn, bróður minn, var tekin. Þá voru þau svo óskap- lega fátæk. En verst held ég að þeim hafi liðið í Grænuvík á Isa- firði. Meðan þau voru í Skálavík fyrir utan Bolungarvík, leið þeim líka oft illa. Þá kom snjóflóð og margir fórust. Líkin voru borin inn til þeirra, því þau munu hafa búið næst staðnum. Mamma sagði mér að þau hefðu orðið að stikla yfir líkin til að komast upp í rúmið sitt. Enda sagði pabbi: Um Skálavík ég skeyti fátt. Skömmum er hún hlaðin. Þar hefur fjandinn eflaust átt uppfæðingarstaðinn. Segir Ásdís að Magnús hafi ver- ið sískrifandi hvar sem hann var, og hvernig sem aðstæður voru. Ef hvorki var til kerti né olía í skammdeginu, skrifaði hann úti í skini tunglsins. Og ef ekki var einu sinni tunglskin, þá skrifaði hann í myrkrinu. Hann skrifaði sagnir og munnmæli, orkti jafnt og þétt og frá 1892 til dauðadags skrifaði hann dagbækur. Stundum orkti hann eftirmæli eftir fólk og skrifaði æviágrip og fékk stundum greiðslur fyrir. Hefur Ásdís það eftir móður sinni að hann hafi reynt að vinna, en þolað illa vos- búð og erfiði. — Pabbi var alltaf eitthvað að ferðast til að reyna að koma hand- ritunum sínum á prent eða eitt- hvað svoleiðis, segir Ásdís. Og hún sýnir mér lítið rit, sem bundið er aftan við annað efni í bókarhorni og heitir Munaðarleysinginn, fá- ein kvæði eftir Magnús Hj. Magn- ússon, prentað á kostnað höfundar á ísafirði 1896. Einnig bækling með Rímum af Fjalla-Eyvindi, eftir hann, kveðnum á Græna- garði við Skutilsfjörð 1903 og prentað á ísafirði 1914. Og Ásdís veit að út kom bókin „Frá heiði til hafs“, sem hún veit þó ekki annað um en titilinn. — Hann var einmitt á ein- hverju slíku ferðalagi, þegar þetta stóra kom fyrir hann, heldur hún áfram. — Hann villtist upp í til stelpu og lenti í fangelsi fyrir. Þau bjuggu þá á Súgandafirði og hann var sóttur til Isafjarðar, og kom ekki aftur heim áður en hann var sendur til Reykjavíkur til að af- plána dóminn. Þá braust mamma yfir þessa erfiðu heiði á eftir hon- um til að færa honum fatnað og eitt og annað, sem hún vissi að hann þyrfti. Svona er að hafa góða art Guðrún sagði sjálf svo frá þessu í viðtali í Birtingi 1956: „Þeir komu eftir onum — þá var ég niðri í fjöru, barnið að leika sér rétt hjá; hann gat með naumindum kvatt okkur — hann var eitthvað svo sár. — Vertu blessaður, Magn- ús minn, segi ég — nú ert þú að fara frá okkur, þú svona veill fyrir brjósti — þú ættir bara að koma heim; éld þeim væri nær að taka bölvaðan kallinn — hann kom þessu öllu af stað. En hann fór nú með þeim samt til ísafjarðar.“. Þegar hún er spurð hvort hún hafi ekki heimsótt hann á ísafirði, seg- ir hún: „Já, fyrst fór ég til sýslu- Mamma sagði mér vmio'—- . beirra lífi - ’ . ....af 1 ...i, og lofaði mér að heyra vísur, sem pabbi hafði orkt, segir Ásdís ennfremur og sýnir mér bók, sem hún hefur skrifað í ljóðmæli eftir Magnús Hj. Magn- ÚSson. Þar er „Æfiágrip mitt“ í 59 vísum, þar sem hann rp.á. segir: Skráði ég margt og bjó til brag bundinn meinum skæðum. Allvel mínum undi hag eftir kringumstæðum. Ásdís Magnús- dóttir í stofu sinni. Ljósm.: Kristján.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.