Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 10
42 MORGUNBLADID, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1982 INNBROTSÞJOFAR Líta á hand- töku eins og -hvert-annað hundsbit Innbrotsþjófar hugsa sjaldn- ast um, hvort þeir verði uppvís- ir að sérstökum afbrotum og fáir þeirra íhuga í alvöru áhættuna af því, að brjótast inn. Það var Trevor Bennett, frá rannsóknarstofnun í afbrota- fræðum í Cambridge, sem lagði þessar upplýsingar fram fyrir skömmu hjá Félagi brezkra sálfræðinga. Þar komu og fram ýmsar aðrar upplýsingar um innbrot og innbrotsþjófa, sem rannsóknir á atferli þeirra hafa leitt í ljós.' Bennett sagði, að þeir, sem hefðu lengi stundað innbrot, byggjust við því að til þeirra næðist einhvern tíma. En flest- ir álitu það óhjákvæmilegar af- leiðingar af atvinnunni. „Haf- irðu ekki tíma til að sitja inni, haltu þig þá frá glæpabraut- inni,“ er setning sem Bennett hafði eftir einum af tæplega hundrað föngum, sem hann tal- aði við vegna rannsókna sinna. Þótt niðurstöður rannsókn- anna liggi aðeins fyrir að hálfu leyti, virðist ljóst að þrír inn- brotsþjófar af hverjum fjórum, sem taka út dóma sína, hafa engar áhyggjur af fangelsis- vistinni og hræðast fangelsi á engan hátt. Einn af hverjum 10 lét í ljós ánægju með fangels- isvist og tók hana fram yfir hið daglega líf utan fangelsismúr- anna, þar sem hrúguðust upp skuldir og ýmis persónuleg vandamál. Sue Fairhead, sem stundað hefur rannsóknir á málefnum afbrotamanna á vegum breska innanríkisráðuneytisins, skýrði og frá reynslu sinni. Hún kvaðst hafa fengist við rann- sóknir á högum síbrotamanna, sem framið hefðu smávægileg afbrot. í ljós hefði komið að margir menn, sem hvorki höfðu atvinnu né heimili og höfðu fé- lagsleg samskipti við fáa, lentu um síðir í fangelsum, því að í engin önnur hús væri að venda fyrir þá. Margir höfðu upphaf- lega verið teknir fyrir ölvun en lentu í fangelsi vegna vangold- inna sekta. Sue Fairhead hafði gert at- hugun á högum 50 síbrota- manna, sem höfðu afplánað nokkurra mánaða fangelsis- dóma í Pentonville-fangelsinu. Hún komst að raun um, að 20 þeirra sváfu að jafnaði úti á víðavangi, og 12 til viðbótar áttu oft hvergi höfði sínu að halla. Aðeins fjórir þeirra voru kvæntir eða í sambúð. Nálega allir áttu við áfengisvandamál að stríða og 10 voru áfengis- sjúklingar. Sue Fairhead sagði, að í lang- flestum tilvikum hefðu dómar yfir mönnunum ekki verið í nokkru samræmi við það sem þeir hefðu brotið af sér. T.d. hafði einn hlotið fangelsisdóm fyrir að stela sokkum, og var það niðurstaða dómarans að „vernda þyrfti þjóðfélagið fyrir honum“. PENNY CHORLTON VER^LD Eins og að stökkra \atni á gæs ÞJOÐRAÐ? Á næstunni munu sænskir vís- indamenn hefja nýstárlegar til- raunir í orkumálum. Eru þær í því fólgnar, að þúsundum lítra af upphituðu vatni verður dælt ofan í jörðina, en með þessu á að kanna, hvort gerlegt sé að geyma sólarorku til notkunar á vetrum. Þessir tilburðir virðast hálf- partinn út í hött, þar sem Svíar eiga í hlut, því að þeir eiga greið- an aðgang að raforku, og sólríkt er landið þeirra ekki, miðað við mörg önnur. En kjósendur í Sví- þjóð krefjast þess að kjarnorku- verum í landinu verði lokað á næstu 20—25 árum og áætlanir um ný raforkuver eru miklum takmörkunum háðar. Þess eru engin dæmi, að menn hafi dælt heitu vatni ofan í jörð- ina til geymslu, og menn velta því nú fyrir sér, hver áhrif jarð- Svíar ætla að jarðseta sólina vegurinn og vatnið hafi hvort á annað. Fyrstu tilraunirnar munu eiga sér stað í bænum Avesta, rúm- lega 100 km frá Stokkhólmi. Stór hellir hefur verið gerður í traust berg um 80 fet neðan við yfirborð jarðar. Þar hefur verið komið fyrir eftirlitskerfi, og tæki hafa verið látin á bergið utanvert. Snemma í febrúar á að fylla Eru Norðmenn komnir til í fitunni? Við umfangsmiklar og ítar- legar rannsóknir hefur nú ver- ið sýnt fram á það betur en nokkru sinni fyrr, hve miklu minni hætta er á hjarta- og æðasjúkdómum ef fólk dregur úr neyslu fitu- og kólesterol- ríkrar fæðu. það kom einnig í ljós, mörgum til mikillar furðu, að reykingar eiga mun minni þátt í fyrrnefndum sjúkdómum en hingað til hef- ur verið talið. Bandarískir vísindamenn telja, að þessi rannsókn, sem gerð var í Osló, í Noregi, á 1232 frískum karlmönnum með mikið kólesterol í blóðinu, sé einhver besta sönnunin til þessa fyrir mikilvægi breytts mataræðis. Eftir fimm ára rannsókn höfðu 47% færri menn í hópnum, sem til með- ferðar voru, fengið hjartaáfall eða látist af hjartaslagi en í sambærilegum hópi manna, sem hafður var til samanburð- ar. Dr. Henry Blackburn, sem er sérfræðingur í hjarta- og æðasjúkdómum og áhrifum mataræðis á þá, segir, að norska könnunin sé afar vel unnin og sýni í fyrsta sinn, svo óumdeilanlegt sé, hve breytt mataræði hefur mikil og góð áhrif á venjulegt fólk, sem ekki hefur þurft á sjúkrahús- vist að halda. Könnunin hófst árið 1972 meðal 1232 manna á aldrinum 40—49 ára og voru þeir valdir vegna þess, að þeir þóttu líklegir til að fá hjarta- sjúkdóm síðar meir. Þeir höfðu að vísu eðlilegan blóð- þrýsting en hins vegar var mikið kólesterol í blóði þeirra, frá 290—380 milligrömm í millilítra, og 80% þeirra reyktu. Daglegt fæði þessara manna var mjög ríkt af mett- aðri fitu og kólesteroli, t.d. smjör, sósur, feitur ostur, egg botns Merkilegur áfangi í Osló. og feit mjólk. Lítið var hins vegar um fjölómettaða fitu, sem stuðlar að því að halda kólesterolmagninu í skefjum. Mönnunum var skipt í tvo hópa, rannsóknarhóp og sam- anburðarhóp, og var mönnun- um í þeim fyrrnefnda ráðlagt kólesterolsnautt fæði og að hætta að reykja. Þeim var t.d. sagt að neyta undanrennu í stað mjólkur, borða ekki nema eitt egg á viku, nota fjölómett- aða olíu við eldun og bakstur, borða ávexti í eftirmat, gera samlokur úr heilhveitibrauði og hafa áleggið fisk, grænmeti eða fitusnauðan ost og kjöt, og meginmáltíðin átti síðan að vera fiskur, hvalkjöt og fitu- snautt kjöt með kartöflum og grænmeti. Engin lyf voru not- uð og mönnunum ekki ráðið að breyta háttum sínum í neinu, jafnvel ekki að reyna að grenna sig, enda varð sama og engin breyting á því þessi fimm ár. Þegar tíminn var liðinn, þessi fimm ár, reyndist kólest- erolmagnið í blóði mannanna í rannsóknarhópnum vera til jafnaðar 13% minna en í sam- anburðarhópnum, eða 263 mg í ml á móti 341. Tríglyceríð, sem einnig getur valdið hjartaáfalli, hafði einnig minnkað mikið og HDL-kól- esterol aukist, en það er heilsusamlegt, gagnstætt því, sem er um LDL-kólester- ol. Að sögn rann- sóknarmann- anna minnkaði kólesterolið mest í þeim mönnum, sem fylgdu ráðlegg- ingunum um mataræðið best. Eins og fram hefur komið, er það mettuð fita, einkum dýrafita, sem mestu veldur um hjartasjúkdóma og var það reiknað út, að minni neyslu hennar mætti þakka að mestu (60%) muninn á hjartaáföll- um meðal mannanna í rann- sóknarhópnum og þeirra í samanburðarhópnum. Tó- baksbindindið hafði hins veg- ar minni áhrif en búist var við, en það er talið hafa átt þátt í 25% fækkunarinnar. Aðeins25% mannanna í rann- sóknarhópnum hættu alveg að reykja en tóbaksnotkunin minnkaði þó um 45% á mann til jafnaðar. Þær hugmyndir hafa stund- um skotið upp kollinum, að kólesterolsnautt fæði gæti aukið líkurnar á krabbameini en í könnuninni í Ósló kom ekkert fram, sem benti til þess. Þvert á móti létust færri menn úr krabbameini í rann- sóknarhópnum en í saman- burðarhópnum. - JANE E. BRODY Varmageymsiur neðanjarðar hellinn af óhituð vatni til að ganga úr skugga um, hvort allt er í lagi með inntaks- og frá- rennsliskerfi. Að því loknu munu vísindamenn dæla hituðu vatni inn í hellinn fimm daga vikunnar og leiða það út úr honum um helgar til að hita upp húsin í bænum. Húsin í Avesta eru hituð upp með sérstöku fjarhitunarkerfi. Vatnið, sem notað er í þessu skyni, er hitað upp með því að brenna sorp. Á virkum dögum er fyrir hendi meira af heitu vatni en þörf er fyrir. Afganginn á að hita enn frekar og dæla niður í hellinn á degi hverjum. Telja menn að þetta afgangsvatn nægi til hitaveitunnar, á laugardögum og sunnudögum. Þá daga verður slökkt á sorpbrennslustofnunum, eða þeir hafðir til vara. Nú leikur mönnum forvitni á að vita, hvernig bergið bregðist við hitabreytingum vatnsins, en það verður frá 10 gráðum upp í 120. Svo miklar hitabreytingar eiga sér að jafnaði ekki stað úti í náttúrunni, og svo getur farið að bergið molni eða bresti, þannig að vatnið renni á brott. Það er heldur engan veginn ljóst, hversu vel bergið muni einangra heita vatnið. En ef allt-fer samkvæmt áætl- un og vísindamennirnir telji sig öðlast næga þekkingu á því, hvernig geyma megi heitt vatn neðanjarðar, ætla þeir að sprengja miklu stærri helli til að geyma í vatn, sem er hitað með sólarorku. Þá er ætlunin að dæla vatninu inn á sumrin og nota það á vetrum. — FABIAN ACKER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.