Morgunblaðið - 24.01.1982, Page 11

Morgunblaðið - 24.01.1982, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1982 43 Bandarískir vísindamenn telja að þessi rannsókn... sé einhver besta sönnunin til þessa fyrir mikilvægi breytts mataræðis (Sjá: HJARTAÐ) HORFNIR ASTVINIR —— Óvissan er ömurlegust „Aftaka eins manns, sem framin er af af- tökusveit, getur valdiö alheimshneyksli. En þó aö þúsundir manna hverfi er alltaf fyrir hendi óvissa, sem kemur stjórnvöldum vel. . . enga glæpi er hægt að tilkynna og engar skýringar þarf að gefa.“ „Sorg er mjög nauðsynleg þeim, sem misst hefur náinn ættingja eða vin. Með henni lærum við að taka þeim breyt- ingum, sm fylgja slíkum missi. En hvað gerist eiginlega, þegar ekki finnst neitt lík til að syrgja yfir? Fólk, sem hefur lifað af stríð, náttúruhamfarir og fangabúðavist hefur lýst því, hvernig það gekk um göturnar á eftir og starði í andlit hvers einasta manns, í þeirri von að sjá aftur týndan eig- inmann, eiginkonu, bróður eða systur. — Og það er ekki til neinn léttir." Það er ameríska hjúkrunarkonan Phyllis Taylor, sem er meðlimur læknahóps bandarísku Amnesty International- deildarinnar, sem hefur orðið. Hún hefur meðal annars mik- ið fengist við að annast helsjúkt fólk við stórt sjúkrahús í Fíladelfíu í Bandaríkjunum, og hefur í því starfi haft mikil kynni af því, hvernig ættingjar bregðast við dauðsfallinu. Hún hefur einnig starfað mikið með ættingjum „horfinna" fanga frá rómönsku Ameríku. Lýsir hún náið tómleikanum, sem ríkir í huga fólks, sem ekki veit hver afdrif þess nánasta hafa verið. Þar sem sönnunargagnið um dauðann er ekki til, er næst- um ómögulegt fyrir þetta fólk að upplifa sorgina, sem að öllu eðlilegu fylgir slikum missi. Þar með er líka næstum ómögu- legt að ljúka þessum ferli þannig að lífið geti byrjað að ganga sinn vanagang. Ovissan varir kannske ár eftir ár, og fólkið bugast af breytilegum geðbrigðum vonar, örvæntingar og óvissu. Þess vegna heldur Phyllis Taylor því fram að óvissan sé slíkt álag að hún sé verri en sorgin, að „manns- hvarf“ sé verri refsing en aftaka. Phyllis Taylor lýsir meðal annars venjulegum sorgarferli, sem skiftist í sjö kafla: Fyrst er áfallið, svo ringulreiðin, síðan verður einstaklingurinn reiður, fullur örvæntingar og hjálparvana. Fjórði kafli er sektartilfinning, svp kemur ein- manaleikinn og söknuðurinn. Því næst kemur léttir, hugur- inn hefur komist í gegnum kreppuna. I sjöunda og síðasta kafla finnur einstaklingurinn þörf hjá sér til að hafa aftur afskipti af daglegu lífi. Ferillinn getur tekið langan tíma. Bylgjur af sorg koma og fara, en mikilvægasta atriðið er sönnunin fyrir því að dauð- inn sé óafturrækur, nefnilega hinn dauði sjálfur. Oft verða eiginkonur eða foreldrar að heimsækja fangelsi eftir fangelsi til að reyna að fá að vita hvað orðið hefur af eiginmönnum eða ungum sonum og dætrum. Jafnvel þótt yfirvöld lýsi því yfir að hinn „horfni" sé dáinn, heldur ást- vinurinn oft áfram að vera „horfinn" í augum þeirra. Ef eftirgrennslan ættingja er svarað neitandi æ ofan í æ. fara ættingjarnir stundum að forðast að spyrja. Geta kannske bænirnar um að þyrma lífi hins „horfna" jafnvel stuðlað að því gagnstæða — að hann verði tekinn af lífi? Þessi spurning sækir sífellt fastar á aðstandendurna. Læknar segja að börn, sem orðið hafi vitni að brottnámi foreldra, þjáist af stöðugum ótta, öryggisleysi og einmana- leika. Oft eru mannránin framkvæmd með ofbeldi — og þar með fær barnið þá hugmynd, að það sé statt í hræðilegum, fjandsamlegum og alls ókunnum heimi. Tilfinning þessi eykst við að eðlilegt fjölskyidulíf skortir. Ofangreindar staðreyndir eru byggðar á rannsókn á 203 börnum yngri en 12 ára. Var fylgst með þeim á geðlæknis- deild í Santíagó de Chíle á árunum 1973 til 1978. Rannsóknin leiddi í ljós, að 78 prósent bamanna voru félagslega fötluð, 70% þjáðust af þunglyndi og 78% voru með einkenni „djúpstæðs almenns ótta, sem hlutir og atburðir í umhverf- inu vöktu," — t.d. það að sjá einkennisklædda fullorðna menn, heyra hljóð í lögreglusirenum, hljóð akandi bíla að næturlagi. Helmingur barnanna hafði líka önnur sálræn vandamál, og voru þau börn sem komu til rannsóknar yngri en 6 ára, sérlega illa haldin. Það sama gilti um þau börn, sem lengst höfðu verið aðskilin frá foreldrum sínum. REIDAR JENSEN HRAPPAR Gullfingur gengur aftur Bragðarefurinn snjalli, Joe Flynn er aftur kominn á kreik í Evrópu, en um skeið hafði verið nokkuð hljótt um hann. Þegar honum skaut nýlega upp á Norður-Ítalíu, setti marga dreyrrauða, því að út um allan heim er fólk, sem hefur farið flatt á klækjabrögðum hans. Þannig hefur hann haft fjöl- marga að ginningarfíflum og narrað fé út úr öðrum. Ekki er því hægt að lá þeim, þótt þeir kjósi að heyra aldrei framar minnzt á Joe Flynn. Flynn fór til Ástralíu í skyndi árið 1975, eftir að fyrir- tæki hans fór á hausinn, og hvíldu á því skuldir er námu tveim milljónum dollara. í Ástralíu hafði Flynn vakið á sér athygli fyrir óvenjulegan lífsstíl. Hann var áfjáður í hraðskeiða bíla, lúxussnekkjur, glæstar konur, gull og gersem- ar og fyrir bragðið gekk hann undir nafninu Gullfingur. Eftir Ástralíuævintýrið hef- ur Flynn verið á faraldsfæti um heiminn og spunnið margan blekkingarvef. Ótrúlegasta fólk hefur gengið í gildrur hans, til að mynda fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar svo og leyniþjónustunnar, mikils met- inn bandarískur lögfræðingur og herskari af blaðamönnum. Fáa hefur Flynn þó dregið jafnrækilega á asnaeyrunum og starfsmenn blaðsins National Star í New York, en það er í eigu blaðakóngsins Rupert Murdoch. Af hálfu blaðsins voru honum greiddir 20.000 dollarar eða kr. 200 þús, árið 1976, er hann þóttist vera mað- urinn, er drepið hafði Jimmy Hoffa, formann sambands bandarískra flutningaverka- manna. Flynn fer á stúfana og græðir stórfé á því að skýra frétta- mönnum frá því, sem þeir vilja heyra. Hann hefur búið sér til meistaralegar aðferðir til að blekkja fjölmiðla. 20. september blasti stórfrétt við lesendum blaðsins News of the World í London, en það blað er einnig í eigu Ruperts Murd- och. Fyrirsögnin á fréttinni var: Líbýumenn þjálfa Breta til ofbeldisverka. Fréttin var þannig til komin að vopnasali, Edward Christian að nafni, starfandi í Aþenu hafði fengið kr. 20.000 fyrir að skýra frá áætlun Quadafi ofursta í Líbýu um að koma á fót leynilegum morðsveitum í London og búa þær vopnum.'Frétt þessi vakti að vonum mikla athygli, en um síðir kom í ljós að Christian þessi var enginn annar en Joe Flynn. Árið áður hafði blaðið Sunday People í London birt makalausa sögu eftir Harry Banks, harðsvíruðum leigu- morðingja, sem myrt hafði níu manns af eigin hvötum. Þar reyndist Flynn enn hafa verið á ferð. Um uppruna hans er ýmis- legt á huldu. Líklegt er talið að hann hafi fæðzt utan hjóna- bands, í Camberwell í Suður- London árið 1934, og að upp- haflegt nafn hans sé Barry Edvard Gray. Móðir hans mun hafa verið atvinnudansmær. Hún giftist síðar manni að nafni Flynn, og er talið, að son- ur hennar hafi tekið upp nafn hans. Á árunum 1951 — '55 var hann í þjónustu upplýsinga- deildar konunglega flugflotans, og gekk þá undir nafninu Barr- ington Edward Youell. Síðast heyrðist til Flynn snemma í janúar. Var hann þá staddur í Genúa á Ítalíu og bauðst til að leggja fram „leynilegar upplýsingar“ um, hvernig Libýumenn hefðu kom- ið við sögu við ránið á Aldo Moro. Og að sjálfsögðu sigldi hann undir fölsku flaggi eins og fyrri daginn. Paul Lashmar og David Leigh. ! ÞARFAÞING Afá líka beita þeim i olíuflekki? Nýju bakterí- urnar gleypa við ómetinu Bandarískir erfðafræðingar, eða kannski öllu heldur erfða- verkfræðingar, vinna nú að því að búa til nýjar tegundir bakt- ería, sem eru þannig úr garði gerðar, að þær éta með bestu lyst banvænt skordýraeitur og önnur álíka holl efni, sem fyrir- finnast í menguðum jarðvegi. Nú þegar hefur tekist að fram- leiða bakteríur, sem éta illgres- iseyðinn 2-4-5-T, en hann getur valdið krabbameini í fólki, og tvö bandarísk efnafyrirtæki hafa nú í hyggju að framleiða þessar bakteríur sem hverja áðra verslunarvöru. Þessar bakteríur eru árangur meira en tveggja ára vinnu samstarfshóps örverufræðinga við Læknadeild Háskólans í 111- inois, sem lotið hefur stjórn Ananda Chakrabartys prófess- ors. Chakrabarty spáir því, að bakteríur til ýmissa nota verði brátt framleiddar í stórum stíl og hann sér fyrir sér þann tíma þegar baneitruð úrgangsefni og mengað land verða hreinsuð upp af bakteríuherjum, sem mennirnir hafa skapað. Auk bakteríunnar, sem getur upp- rætt 2-4-5-T, telur Chakrabarty sig geta þróað örverur, sem muni geta nærst á eiturefnun- um PCB og DDT, einhverjum almestu mengunarvöldum í heimi. Bakteríurnar hans Chakrab- artys vinna verk sitt svo vel, að heita má, að ekkert verði eftir af eiturefnunum nema loft og vatn. „Þær eru mjög smáar og auð- velt að rækta mikið af þeirn," segir hann. „Við myndum t.d. nota 10 milljón trverur fyrir hvert jarðvegsgram.Ti, en jafn- vel 10 milljón örverur eru ekki á við eitt sykurkor.' hvað stærðina snertir." Fyrs.u til- raunirnar munu fara fram á einhverjum þeirra 4X)0 geymslustaða fyrir eitruð ú - gangsefni í Bandaríkjunum, sem eru þegar orðin alvarleg ógnun við vatnsuppsprettur í mörgum héruðum. Rannsóknir Chakrabartys og félaga hans gætu komið að miklu gagni víða um heim. Flestar tegundir jurta- og skordýraeiturs, sem notaðar eru í landbúnaði, brotna ekki niður á eðlilegan hátt heldur safnast þær fyrir í jarðvegin- um, berast út í jarðvatnið og þaðan út í allt lífríkið — nokk- uð, sem menn áttuðu sig ekki á fyrr en þessi efni höfðu verið notuð um margra ára skeið. Vitað er um mörg þessara efna, að þau valda krabbameini, og önnur geta valdið vansköpun. Chakrabarty segir, að í fram- tíðinni verði gerðar bakteríur til að eyða eituráhrifum allra nýrra efnasambanda. Þegar svo er komið á að vera unnt að úða skordýraeitri yfir ákveðið svæði og eyða síðan áhrifum þess með öllu þegar það hefur unnið sitt verk. Fyrr á árum kom Chakrab- arty fram með bakteríu, sem, að því er hann sagði, át upp olíuflekki í sjó, en þessi aðferð hans var aldrei fullprófuð. „Tíminn var ekki kominn," seg- ir hann, „og menn voru of hræddir við þessa nýjung.“ — JOYCE EGGINTON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.