Morgunblaðið - 24.01.1982, Side 17

Morgunblaðið - 24.01.1982, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANUAR 1982 49 Rætt við Pétur Sigurðsson fyrrverandi forstjóra Land- helgisgæzlunnar eins og t.d. að staðsetja sig með sextant úr lofti og svo mætti lengi telja. Nú, tæknin óx smám saman og stóra stökkið kom raunverulega þegar við fengum ratsjána, fyrst í skipin og síðar í flugvélina. Allt krafðist þetta vissrar þekkingar og viðurkenningar dómstóla og það tók tíma. Síðar komu ný stað- setningartæki til sögunnar eins og t.d. Loran A og síðar Loran C og nú eru einnig gervitunglastaðsetn- ingartæki og enginn sér fyrir end- ann á þessari þróun", segir Pétur. í forstjóratíð Péturs var fisk- veiðilögsagan færð út fjórum sinnum, fyrst úr 3 mílum í 4, þá úr 4 mílum í 12, svo úr 12 mílum í 50 og síðast úr 50 mílum í 200 og með Pétur sem „aðmíráP unnu starfsmenn Landhelgisgæzlunnar sigur í öll skiptin. Pétur segir, að í sambandi við útfærslu fiskveiði- lögsögunnar beri að geta þess að hann hafi þar hvergi komið ná- lægt nema sem framkvæmdaaðili, nema i einstaka tilfellum sem tæknilegur ráðgjafi. Alþingi hafi samþykkt ráðstafanir og síðan hafi Landhelgisgæzlan tekið við sem framkvæmdaaðili. „Það var nú svo, að við þurftum auðvitað oft að fara með löndum við upphaf hverrar útfærslu, en allt hafðist þetta á endanum. Það hefði ekki gengið eins fljótt og raun ber vitni, ef áhafnir varð- skipanna hefðu ekki verið mjög liprar og fljótar að átta sig á breyttum aðstæðum í samræmi við gefin fyrirmæli. Auðvitað hljóp mönnum oft kapp í kinn og það á báða bóga. Okkur sem stóðu að framkvæmd útfærslunnar var vel ljóst, að oft var djarft teflt, — það djarft, að alvarleg óhöpp hefðu ekki komið okkur á óvart. Hins vegar reynd- um við að gera ýmsar ráðstafanir til að koma í veg fyrir manntjón, t.d. með því að láta tvö varðskip vinna saman, eða vera skammt hvort frá öðru, ef því varð við komið. Reyndum við í flestum til- fellum að láta eitt lítið skip og eitt stórt skip vinna saman í síðari þorskastríðunum. Einnig bættum við björgunarbúnað skipanna og jukum loftskeytaþjónustuna. Þrátt fyrir þetta gerði maður sér ljóst, að alltaf gat eitthvað komið fyrir, en sem betur fór sluppum við allir við alvarleg slys. Klippurnar tilbúnar í 12 mflna strídinu Allt frá því að landhelgisgæzla hófst við Island á 18. öld höfðu skotvopn ætíð verið notuð, þegar nauðsyn krafði, til þess að stöðva landhelgisbrjóta. Því var það, þeg- _ ar íslendingar tóku við landhelg- isgæzlunni af Dönum, grundvall- aratriði að varðskipin hefðu litlar fallbyssur og í byrjun voru 1—3 fallbyssur um borð í skipunum. „Þegar á leið fengu menn hálf- gert óbragð í munninn vegna notkunar á fallbyssunum, því allt- af var sú hætta fyrir hendi, að kúlurnar yrðu einhverjum að fjörtjóni þótt þær væru ekki sprengikúlur," sagði Pétur. „í síð- asta sinn, sem við skutum í raun á skip, (það var skotið síðar á skip, en ekki með sama hætti) var kom- ið að belgískum togara að ólögleg- um veiðum við Ingólfshöfða. Skot- ið var á skipið, þegar það hlýddi ekki skipunum, og kúla hitti hvasst horn á afturhluta brúar- innar. Þar splundraðist hún og mörg brotanna höfnuðu fram í brú og vorum við mjög heppnir að eng- inn þeirra sem í brúnni var slasað- ist. Þetta atvik, ásamt öðrum erfið- leikum í notkun skotvopna í sam- bandi við útfærsluna í fjórar míl- ur, leiddi til þess að ég fór að íhuga hvort hægt væri að komast hjá því að nota byssurnar. Það má t.d. sjá merki þess, að eftir þetta notuðum við ekki byssurnar fyrr en í síðustu lög. Frekar hófum við eltingaleik við togarana í langan tíma og yfirleitt tókst okkur að þreyta skipstjóra togaranna það mikið, að þeir gáfust upp að lok- um. Smám saman þróuðust þessar hugmyndir mínar í þá átt, að auð- vitað væri hægt að stöðva fisk- veiðar viðkomandi skipa með því einfaldlega að taka frá þeim þau veiðarfæri, sem þau væru með í sjó, og væri það ef til vill næg hegning fyrir meint brot, þótt ekki næðist til sjálfs forprakkans. Ég ræddi þessar hugmyndir við Bjarna heitinn Benediktsson, ráðherra, sem tók þeim vel. Hann- aði ég því tæki og lét síðan reyna, sem þekkt er undir nafninu „klippurnar" og það voru einmitt klippurnar sem seinna áttu mik- inn þátt í að flýta fyrir endalokum síðustu þorskastríða. Þegar fært var út í 12 mílur 1958 voru klippurnar tilbúnar. Skipakosturinn í þá daga var lítill og þegar á leið en ekkert gekk, gerði ég viðkomandi ráðherra, sem þá var á ný Bjarni Benediktsson, grein fyrir því að hægt væri að nota klippurnar. Hann óskaði eftir því, að þeim yrði ekki beitt að sinni, þar sem stjórnmálalegar viðræður um lausn málsins væru hafnar og því var það að klippun- um var ekki beitt fyrr en fært var út í 50 sjómílur, árið 1972, er Ólaf- ur Jóhannesson, þáverandi ráð- herra Landhelgisgæzlunnar, heimilaði það. Notkun klippanna byggðist mik- ið á lagni skipherranna við fram- kvæmd verksins og voru margir þeirra bæði mjög lagnir og ákveðnir við notkun þeirra, enda eru skipherrar Landhelgisgæzl- unnar afburða sjómenn." En komu ekki oft upp alvarleg vandamál í þorskastríðunum? „Víst komu þau upp, en það er nú svo að eftir því sem ég eldist og ég lít til baka, þá finnst mér tæknilegu vandamálin ekki hafa verið svo mikil, hins vegar reynd- ust mannlegu vandamálin oft á tíðum erfið," segir Pétur. Þegar Pétur er inntur eftir því hvað hann hafi fyrir stafni, nú eft- ir að hann lét af störfum sem for- stjóri Landhelgisgæzlunnar, seg- ist hann hafa ærinn starfa. „Ég gleymi ekki mínu gamla verkefni eftir öll þessi ár og fylgist vel með því sem er að gerast. Af langri reynslu hef ég þá trú að flugið eigi eftir að verða enn viðameiri þátt- ur í rekstri Landhelgisgæzlunnar og hef óbilandi álit á þyrlum til þeirra starfa. Kostir þeirra eru svo margir og hví skyldi tæki, sem beitt er til björgunar við verstu aðstæður, ekki duga vel til gæzlu- starfa í sæmilegu veðri? En ef maður snýr sér að öðru, þá er ég að aðstoða Lúðvík Kristjánsson með efni í Islenzka sjávarhætti. Þegar Lúðvík hófst handa við að safna efni í ritið, bað hann mig að mæla upp nokkur gömul áraskip, sem voru að hverfa. Ég gerði það og má þar nefna Ófeig frá Strönd- um, einn af svonefndum Sanda- bátum frá Vík í Mýrdal og gamlan Þorlákshafnarbát. Ég hófst síðan handa við að gera nákvæmar teikningar af þessum bátum eftir mínum mælingum, en hafði ekki lokið við þær að fullu þegar ég tók við forstjórastöðunni hjá Land- helgisgæzlunni. Þegar Lúðvík hóf síðan að rita íslenzka sjávarhætti, af krafti, kom hann að máli við mig og spurði hvort ég gæti ekki iokið við mínar teikningar. Bárður Tómasson hafði þá reyndar lokið við teikningu af Öfeigi, eftir mín- um frummyndum. Núna þessa dagana er ég að ljúka við teikn- ingarnar af hinum skipunum, sem ég mældi upp. Reyndar er ég ekki jafn fimur í höndunum og áður, enda hef ég lítið fengist við að teikna í mörg ár, en vonast engu að síður eftir að ljúka við teikn- ingarnar alveg á næstunni — og loks geri ég stundum „baxtörn" fyrir konuna, eins og allir góðir eiginmenn" Þ.Ó.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.