Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 24.01.1982, Qupperneq 28
60 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1982 Ast er... 7 ý^fífrrffr^,. <? Z6 'Vj^ ... ad taka tillit hvort til annars. TM R«q U.S Pat Ott — all rights feserved e 1981 Los Angeles Times Syndicate Ef þú minnist aftur á minningar ffrvinina þína, þá sleppi ég mér! Með morgunkamiiu HÖGNI HREKKVÍSI . 0V//&/A.t//0 /aérr/A/A/.. Allaballa-auðvaldið í Byggingafélagi Verkamanna Hvað er að gerast í Bygginga- félagi verkamanna? Er hið nýja allaballa auðvald að fremja eignaupptöku, ræna gamalt fólk eigum sínum? Síðan þessir nýju herrar tóku þar öll völd er ekki hægt að sjá að þetta sé sama félagið og upphaflega var stofn- að. Það var upphaflega stofnað til styrktar félitlu fólki, en er nú snúið gegn því. Þessir alþýðuvin- ir eru sífellt að þreifa fyrir sér hvernig best sé að hafa af gömlu fólki meira en helming þess, sem hægt væri að selja íbúðir þess á ef þær færu á frjálsan markað. Þetta eru ekkert annað en átt- hagafjötrar sem binda eigendur við íbúðirnar sökum þess að þeir verða annað hvort að gefa meira en helming eigna sinna eða sitja kyrrir eins og í ráðstjórn væri. Þetta er sérstaklega svívirðilegt gagnvart þeim sem keyptu af fé- laginu íbúð sem var greidd á borðið, og aldrei nein lán tekin hjá félaginu. En hvítflibbarnir í Alþýðubandalaginu sitja í vel teppalögðum húsakynnum og taka til sín ómældar sneiðar af kökunni. Er þetta hið nýja auð- vald, sem hér á að ráða eða hafa valdamenn í sér manndóm til að kynna sér málin og taka í taum- ana? Bjarni G. Tómasson Bjarni G. Tómasson íslenzkar heilsulindir: Hvatning til dáða Kæri Velvakandi. Fimmtudaginn 14. janúar sl. er ég kom heim úr vinnu minni á sjöunda tímanum, gríp ég Morg- unblaðið og tek að fletta því, sem ég reyndar geri kvöld hvert. Allt í einu staðnæmast augu mín við grein er ber yfirskriftina: Islensk heilsulind og er eftir þau Hebu A. Ólafsson og Pál Ágústsson. Þar sem mér er þessi heilsulind að nokkru kunn og kær, þá tók ég að lesa með athygli það sem þarna var skrifað. Reyndist það vera lofsamleg ummæli þessara dval- argesta um staðinn og aðbúnað allam í meðferð og fæði. Höfðaði greinin sterkt til mín, það sem greinarhöfundar höfðu um stað- inn að segja. Eg tel það allt rétt, því ég hef orðið hins sama aðnjót- andi í heilsuhælinu í Hveragerði. Ég vil vekja athygli á því, að hér á Akureyri er að rísa af grunni heilsulind af sama toga og heilsu- lindin í Hveragerði. Það er Nátt- úrulækningafélag Akúreyrar er stendur að þeirri framkvæmd. í dag standa byggingamál þessa húss þannig, að lokið er við að steypa kjallara að 600 fm húsi. Einnig er lokið gerð sundlaugar er steypt var á sl. hausti. Þessi fyrsti áfangi á að vera 3 hæðir á kjallara og fullbyggt mun hælið geta tekið á móti um 70 manns. Á þessu ári er fyrirhugað að taka fyrir fyrstu og jafnvel aðra hæð hússins, ef fyrir liggur nægjanlegt fjármagn. Uppbyggingin hefur fram að þessu verið fjármögnuð af fram- lögum einstaklinga í formi gjafa og áheita. Félagið hefur fjáröflun í gangi nánast allt árið í einhverri mynd og eru margir skörungar þar á ferð. Fé til uppbyggingar hælisins úr opinberum sjóðum er nánast ekkert enn sem komið er, en vonandi stendur það til bóta. Heilsulind á Akureyri er í Kjarn- alandi sunnan Akureyrar á einum fegursta stað í bæjarlandinu. Má nefna mikinn trjágróður, göngu- brautir og brautir fyrir fólk, er stunda vill göngu á skíðum. Svæð- ið er upplýst að vetrinum. Þarna er um að ræða ævintýraland, enda mikið notað til útivistar bæði vet- ur og sumar. Það gefur augaleið, að þegar þetta hressingarhæli tekur til starfa, ætti það að létta verulega af heilsuhælinu í Hveragerði og stytta biðtíma þeirra, sem svo sárlega þurfa á líkamlegri upp- byggingu að halda. Fámennt áhugamannafélag hvetur því alla hvar sem er á landinu að ganga til liðs við þá heilsulind sem er að þokast upp á yfirborð jarðar í Kjarnalandi, svo að sem fyrst verði fært að hefja þar rekstur. Ég vil þakka þessum ágætu hjónum fyrir grein þeirra er í upp- hafi var nefnd. Hún er hvatning til dáða, einkum þar sem við hér á Norðurlandi vinnum á sama grunni og í samvinnu við heilsu- iindina í Hveragerði. Laufey Tryggvadóttir Þessir hringdu . . Tilíiísíevsi hjá miðasölu íslensku óperunnar Jóhann Gunnarsson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Mér finnst að það hefði verið farið dá- lítið illa með okkur hjónin hjá ís- lensku óperunni. Af vissum ástæð- um þurftum við að fá sex miða á sýningu hinn 30. janúar, ef þá yrði sýning. Laugardaginn 16. spurðist ég fyrir um það í afgreiðslunni hvort hægt v*ri að panta miða á þessa sýningu en þá var iiiÉr að ekki hefði enn verið ákveðin sýning þennan dag — en hún myndi verða auglýst ef af yrði þegar farið væri að selja miða. Á miðvikudag, 20. janúar, hringdi ég rétt fyrir hádegi og þá svarar sím- svari sem telur upp ákveðnar sýn- ingar til 29. janúar. Á fimmtudag kemur hins vegar auglýsing í blöð- unum um þessa sýningu 30. janú- ar. Þegar konan mín kemur svo þarna þann dag, og er númer tvö í biðröoiiini, ?ru ekki eftir nema stakir miðar á sýninguna 30. janúar. Ekki fékk hún nein al- mennileg svör um hvenær þessir miðar hefðu verið seldir og finnst okkur þetta vera ansi slæm fram- koma gagnvart viðskiptavinum þessa fyrirtækis, að gefa rangar upplýsingar á þennan hátt. Svo framarlega sem miðarnir hafa verið seldir á miðvikudaginn hefðu þeir átt að koma fram í sím- svaranum þó það kæmist ekki í blöðin. Ef Óperan ætlar sér ein- hverja fyamtíð held ég að hún hljóti að verða að sýná VÍðs.kipta- vinum sínum meiri tillitssemi en þetta." —------ J

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.