Morgunblaðið - 19.03.1982, Qupperneq 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982
Oll óskum við okkur langra
lífdaga, góörar heilsu og aö
sjá árangur erfiöis okkar í
eínhverju varanlegu. En hver er
munurinn á okkur og þeim athygl-
isveröu mönnum, sem veröa þessa
aönjótandi.aö vinna mikiö og njóta
lífsins fullir áhuga og atorku fram á
áttræðis- og níræðisaldur? Vís-
indamenn og læknar hafa oröiö
sammála um aö einn mikilvægasti
þátturinn kunni aö vera jákvætt
viöhorf til ellinnar og til lífsins.
Sumir menn eins og Gene Autry,
sem hér er lýst í fimmta og síöasta
þættinum í þessum greinaflokki
eftir Angelu Fox Funn, sem ekki
fást til aö setjast í helgan stein,
neita aö viöurkenna, aö aldur
manna mældur í árum sé ástæöa
til aö hætta aö setja sér markmið
og reyna aö ná þeim.
John Wayne, vinur Gene Autry,
sagöi eitt sinn viö hann í gamni:
„Gene, ef ég heföi getaö spilaö
svolítiö á gítar og haldiö lagi, þá
heföi ég getaö oröiö fyrsti syngj-
andi kúrekinn og þá heföir þú
kannski aldrei oröiö neitt númerl“
Gene svaraði: „Duke, þaö var ekki
söngurinn sem geröi mig vinsælan
heldur frábær leikur minnl“
Nú segir Autry aö hann hafi litiö
á sjálfan sig sem ákveöna ímynd
fremur en leikara. „Ég leit ávallt
upp til manna eins og Spencer
Tracy, Barrimore eöa Paul Muni.
Þeir voru leikarar. Ég reyndi að
gera þaö besta úr þeim hæfileikum
sem ég haföi." Og hann stóö sig
vel. Autry var frumherji í gerö
söngvavestra, lék í 90 kvikmynd-
um og átti met í skemmtiiðnaðin-
um í öllum geröum fjölmiöla.
Hann hefur aldrei veriö haldinn
löngun til aö vera annar en hann er
og hann ber þaö með sér. Hann er
73 ára en þó er hann hárprúöur og
ótrúlega lítið hrukkóttur; hann hef-
ur ekki dregiö af sér viö vinnu en
veriö hamingjusamur og hann hef-
ur aldrei hætt aö hlakka til næsta
ævintýris.
Hann og John Wayne hófu báðir
aö leika í kvikmyndum um sama
leyti, á miöjum fjóröa áratugnum,
hjá Republic-kvikmyndafyrirtæk-
inu. Autry var að leika í sinni fyrstu
mynd „Tumbling Tumbleweeds" á
meöan John Wayne var aö leika í
“WestwardU En þaö var ekki John
Wayne, sem heföi getað rænt
hann velgengninni. Autry heföi ef
til vill aldrei oröiö „neitt númer" ef
hann heföi lagt fyrir sig annaö
starf, sem hann haföi áöur stefnt
aö, endurskoöun. Hann er löggiltur
endurskoöandi og segir aö sú
kunnátta hafi komiö sér vel.
Autry var 17 ára, þegar hann fór
aö heiman til aö vinna viö járn-
brautirnar, fyrst viö aö affrema far-
angur og póst, síöan sem símritari
(hann var sjálfmenntaöur í því fagi)
og eftirlitsmaöur meö viöhaldi lest-
AOTBT
Kúrekastjarnan fyrrverandi, Gene Autry, sem
er orðinn 73 ára gamall og á miklar eignir í
sjónvarps- og útvarpsstöðvum og að auki
hornaboltalið (baseball), hefur ekki í hyggju að
hægja á ferðinni.
anna; hann læröi endurskoöun í
bréfaskóla.
Hann var vanur aö vera meö gít-
ar á járnbrautastööinni („þaö var
dálítiö einmanalegt á vaktinni frá
kl. 4 e.h. til miönættis") til aö stytta
sér og einstaka farþega stundirn-
ar. „Einu sinni kom náungi inn til
aö senda skeyti, meöan ég var aö
syngja og spila. Hann sagöi: Þú ert
bara nokkuð góöur. Ég sagöist
æfa mig heilmikið. Þá sagöi hann:
Leyföu mér aö heyra 2—3 lög. Ég
gerði þaö. Þá rétti hann mér sím-
skeytiö, sem ég átti aö senda fyrir
hann. Undirskriftin var Will Rog-
ers.“ Autry segir, aö ef hann heföi
vitaö fyrir hvern hann var að
syngja, heföi hann varla haft kjark
til þess. Will Rogers stakk því aö
honum, aö hann skyldi hugleiöa aö
leggja þetta fyrir sig. „Fyrst Rogers
fannst ég nógu góöur til aö gera
plötu þá fannst mér aö ég ætti
kannske aö reyna.“ Fyrsta platan
hans, sem sló í gegn, „That Silver-
Haired Daddy of Mine“, sýndi aö
Rogers haföi haft á réttu aö
standa. Platan setti algert sölumet.
Kúrekinn frá Oklahoma, sem
fæddist í Tioga í Texas, sá sig aldr-
ei í anda sem stjörnu — á fimmta
áratugnum var Autry í hópi þeirra
10 leikara sem mest aödráttarafl
höföu í kvikmyndahúsum; hann
kom rétt á eftir Spencer Tracy og
Clark Gable. Samt var hann alltaf
aö gera áætlanir fyrir framtíöina
og leita aö næsta tækifæri.
Þegar hann gekk í flugherinn í
síöari heimsstyrjöldinni, ákvaö
hann aö fara út í aö eignast út-
varpsstöövar. „Þaö er best aö hafa
aö einhverju aö hverfa,“ segist
hann hafa hugsaö meö sér, „ef
eitthvaö skyldi koma fyrir mig svo
ég geti ekki leikiö lengur.“ Nú á
hann fimm útvarpsstöövar og eina
sjónvarpsstöö. Og þótt hann hafi
veriö búinn aö leika í 60 kvikmynd-
um áriö 1947, sá hann aö sjón-
varpiö var þaö sem koma skyldi.
Um leiö og kvikmyndasamningur
hans rann út, sneri hann sér aö
næsta verkefni sínu, og er upp var
staðiö, haföi hann leikiö í 90 hálf-
tíma þáttum fyrir sjónvarp.
Fyrir nokkrum mánuðum
kvæntist Autry Jaqueline Ellam,
varaforseta banka nokkurs. Frú
Autry er fertug, en lítur út fyrir aö
vera 25 ára. Hún er hávaxin, Ijós-
hærö og ímynd heilbrigöi, falleg á
látlausan hátt og fjörleg í fram-
komu. „Mér datt ekki í hug aö þaö
ætti aftur fyrir mér aö liggja,“ segir
Autry. „Ég var kvæntur í 45 ár ein-
hverri bestu konu sem hægt er aö
hugsa sér. Þega Ina lést fyrir
tveimur árum hélt ég helst aö ég
myndi ekki kvænast aftur. En
seinna fór óg aö hugsa máliö. Ina
heföi ekki viljaö aö ég gæfi mig á
völd döprum hugsunum.,, Autry
segir aö hann hafi ákveöiö aö
hætta aö syrgja og koma sér út í
HINIR SIUNGU
lífiö aftur. „Nýja konan mín er ynd-
isleg kona og bráösnjöll. Þrátt fyrir
aldursmuninn eigum viö margt
sameiginlegt og þetta virðist ætla
aö blessast vel hjá okkur. Ég er
mjög hamingjusamur."
Hann er rómantískur þótt hann
segist alltaf hafa kysst hestinn, en
ekki stúlkuna, í myndum sínum. En
fyrir aftan stóra eikarskrifboröiö á
skrifstofunni hans í útvarpsstöö-
inni, sem hann á í Los Angeles,
hangir mynd eftir Remington frá
ca. 1880. Myndin er af kúreka og
feguröardís í járnbrautarlest. „Mér
hefur alltaf þótt gaman aö svipnum
á andliti mannsins þar sem hann
horfir á konuna í lestinni,” segir
Autry. „Þaö er eins og hann sé aö
kveöja hana en sé þaö þvert um
geö. Þaö er ákefö í svipnum, sem
mér hefur alltaf þótt skemmtileg.
Krökkunum fannst Gene Autry
veröa væminn ef hann kyssti
stúlku,“ staðhæfir hann, en hann
fókk samt alltaf stúlkuna í myndum
sínum.
„Móöir mín hafði mest áhrif á
mig í uppvextinum,“ segir Autry.
„Hún var mikil trúkona og áhrif
hennar voru til þess fallin aö gera
mig staöfastan. Faðir minn var eig-
inlega gamaldags hrossaprangari i
sér, eins og sígauni. Hann vildi allt-
af vera á faraldsfæti, en okkur
kom ágætlega saman. Ég ól mig
nú mest upp sjálfur." Móöir Genes
lést, er hann var rúmlega tvítugur,
en faöir hans og afi liföu fram á
níræöisaldur.
En þaö eru ekki endilega erföa-
eiginleikarnir, sem halda Gene
Autry ungum. Hann hefur
skemmtilega jákvætt lífsviðhorf.
„Mér finnst þetta hafa veriö stór-
fengleg öld. Ég minnist hestakerra
og léttivagna, síöan komu járn-
brautir og T-módelin af Ford-bíl-
unum. Ég hef lifaö aö sjá flugvélina
og aö sjá mann á tunglinu. Ég
hlakka mikiö til aö sjá, hvaö á eftir
aö gerast í framtíöinni.“
Gene Autry er enn aö setja sér
markmið. „Ég held, aö þegar menn
gefast upp og hætta aö hafa nokk-
uö aö hlakka til, þá fari aö halla
undan fæti. Ég held aö þaö sé
rangt aö hætta störfum. Menn
þurfa stööugt nýjar hugmyndir."
Hann bendir á nokkur dæmi.
„Sjáöu bara Edison. Hann var orö-
inn gamall maöur, þegar hann fann
upp hljóöritann. Og Herbert Hoov-
er var enn aö rita bækur er hann
var komin á tíræöisaldur."
Nú hefur Autry snúiö sér aö
íþróttum sem eigandi hornabolta-
liösins „Englanna“. „Nú langar mig
aö byggja upp stærra og sterkara
hornaboltafélag. Takmarkið er aö
vinna veifuna og keppa um banda-
ríska meistaratitilinn.“ Þrátt fyrir
sín 73 ár virðist Gene Autry ekki
hafa neinar áhyggjur af því sem
orðiö er árlegt viökvæði „Engl-
anna“: „Kannske aö ári“.
Twain & Clemens
MARK TWAIN, hinn kunni
bandaríski rithöfundur,
kvartaði eitt sinn yfir því að
fréttirnar um andlát sitt væru
stórlega ýktar og lifir ennþá í
hugskoti Cyril Clemens, átt-
ræös frænda hans. Hann hef-
ur varið mestallri ævinni til
að halda Samuel Lange-
horne Clemens (en svo hét
Mark Twain réttu nafni) f
sviðsljósinu — hvort sem
það hefur verið nauösynlegt
eöa ekki.
„Ég man þaö enn þegar ég hitti
Mark Twain í síöasta sinn,“ sagöi
Clemens. „Hann og faöir minn
voru nánir vinir og fjölskylda okkar
fór í heimsókn til hans á heimili
hans í Connecticut 1909, einu ári
áður en hann lózt. Ég var barn aö
aldri, en hann stendur mér ennþá
Ijóslifandi fyrir hugskotssjónum,
hvítklæddur meö sítt, silfurgrátt
hár,“ sagði hann.
„Eiginlega man óg aðeins
tvennt, sem hann sagöi viö mig
beint. Ég spuröi hann af hverju
hann væri i hvítum fötum og hann
sagöi aö dökk föt kæmu sér í vont
skap. Og þegar ég lék mér viö
köttinn hans spuröi ég hann hvort
nokkuö betra væri til en köttur.
Tveir kettir, sagöi hann.“
Skömmu eftir aö Cyril Clemens
haföi lokið háskólaprófi í sögu og
ensku var hann beöinn um aö
halda ræöu um hinn fræga rithöf-
und og háðfugl, sem hann var
skyldur, á fundi í kvenfélagi. Þar
meö hófst æviferill hins unga
manns, sem hefur æ síöan skrifaö,
haldiö fyrirlestra og safnaö sögu-
legri vitneskju um Mark Twain.
Nú er Clemens meö eins silf-
urgrátt hár og háöfuglinn frsendi
hans á sínum tíma og fyndni hans
hljómar kunnuglega í eyrum.
Heimili hans er í einu úthverfi St.
Louis og þegar inn er komiö lítur
þaö helst út fyrir aö vera safn Mark
Twains.
„Ég hef heimsótt alla forseta
síöan Grover Cleveland gegndi
embætti," sagði Clemens. „Raunar
átti ég beztu viöskipti mín um
ævina viö Jack Kennedy. Ég gaf
honum elna af bókum mínum í
staöinn fyrir eintak af „Profiles in
Courage“, bók Kennedys,“ sagöi
hann.
Ég er viss um aö bók mín hefur
gert landinu gagn, því aö forsetan-
um hefur veriö hvíld í því aö lesa
hana,“ bætti hann viö. „Bækur
mínar hafa svæft fólk í áratugi.“
Clemens stofnaöi „Alþjóölega
Mark Twain-fólagiö“ þegar hann
var á þrítugsaldri og hóf seinna út-
gáfu rits, sem nú heitir „Mark
Twain Journar og kemur út hér
um bil árlega.
„Ég var ekki lengi aö komast aö
því aö Mark Twain var í raun og
veru heimsfrægur,“ sagöi Clem-
ens. „Raunar var fyrsti heiöurs-
forseti félagsins útlendingur. Eftir
á aö hyggja býst ég viö aö valiö
hafi veriö slæmt, en Benito Muss-
oiini hinn ftalski var mikill aö-
dáandi Twains og var svo vingjarn-
legur viö mig þegar óg kom til
Rómar aö bjóöast til aö ganga í
félagiö. Seinna strikuöum viö nafn
hans út þegar hann lenti í slæmum
félagsskap.“
Clemens benti hins vegar á aö
stærsta framlagiö í sjóð, sem var
stofnaöur til aö láta gera brjóst-
mynd af Mark Twain, sem nú er í
borgarbókasafninu í St. Louis,
kom frá Mussolini. Hann sendi 500
dali.