Morgunblaðið - 19.03.1982, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.03.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982 49 félk í fréttum Til minning- ar um son + Sonur Paul Newman, leikarans kunna, Scott að nafni, lést sviplega 28 ára gamall vegna misnotkunar svefnlyfja. Paul hefur nú ákveðið að leggja fram fé til góðs málstaðar til minningar um son sinn og mun fyrsta framlagið renna til handritahöfundar sem starfar við sjónvarp í Bandaríkjunum, og hefur varað mjög við notkun svefnlyfja og deyfilyfja í skrifum sínum. COSPER Magnús, hefurðu séð þessa gáhi sem er flutt inn hér fyrir neðan? Ur Vogue + í Jacquemart-André safninu í Parísarborg lauk nýverið mikilli sýningu á tískuljósmynd- um þessarar aldar. Sýningin er haldin í tilefni af afmæli Vogue, tímaritsins fræga, en þar hafa flestir mestu tískuljósmyndarar sögunn- ar birt myndir sínar. Við birtum hér þrjár myndir af þessari miklu sýningu og allar úr Vogue og sýna þær ljóslega breytingarnar gegnum árin. Efst til vinstri er mynd sem William Klein tók árið 1960, til hægri er mynd Albert Watson frá 1981 og til hliðar er mynd sem Adolphe de Meyer, barón, tók árið 1918. Nú œtlum vlð hjá Flugleiðum að bjóða þér í spennandi íerð. Álanga- staðurinn er Chicago við Michiganvatn. Þar er að finna saíaríkustu steikur vestursins, írœgar byggingar eins og Wrigley'shúsið, Sears Tower og Baha'i hofið, frábœrar verslunarmiðstövar og íleira og fleira. Dvalið verður á Holiday Inn hótelinu allar nœturnar sjö. Brottfarir verða vikulega á sunnudögum frá 4. apríl. Verðið er ekki síður spenn- andi en áfangastaðurinn, en það er frá 5.970,00 krónum, inniialið er flugfar, gisting, flutningur til og írá ílugvelli, kynnisíerð um borgina og íslensk fararstjórn. FLUGLEIDIR Gott fólk hjá traustu félagi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.