Morgunblaðið - 19.03.1982, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982
39
Hratakrtiðnli •tation-bfll varaldar, Poracha 924 Turbo Station.
Hraðskreiðasti station-bíll
veraldar nær 225 km hraða
PORSCHE-verksmiðjurnar
vestur-þýzku hafa nú hafið til-
raunaframleiöslu á hraðskreið-
asta „station“-bíl veraldar, sem
þegar hefur vakið veröskuldaöa
athygli. Bíllinn nefnist Porsche
924 Turbo Station og sam-
kvæmt upplýsingum verksmiöj-
unnar er hámarkshraði hans
225 km á klukkustund.
Það var „undramaðurinn"
Giinther Artz, sem átti hugmynd-
ina aö þessum nýja bíl. Tilrauna-
bíll var framleiddur sérstaklega
fyrir hann og vakti þegar athygli
manna. Það var því ákveöiö að
Bílar
Jóhannes Tómasson
Sighvatur Blöndahl
halda tilraunum meö bilinn áfram
og samkvæmt síðustu fréttum er
gert ráö fyrir að bílinn veröi hægt
að fá á almennum markaði þegar
á næsta ári.
Bíllinn er byggöur á sömu grind
og Porsche 924 Turbo og er knú-
inn sömu vél, sem er 177 hestöfl.
Þaö eru sjálfsagt tiltölulega litlar
líkur á því, aö viö fáum aö sjá
þennan gæöing á götum hérlend-
is á næstu árum, því þaö kostar
ekkert smáræði, aö eignast svona
grip. Gert er ráö fyrir, aö veröiö
veröi eitthvaö í kringum 150 þús-
und mörk í Þýzkalandi, en þá tölu
má margfalda meö þremur til
þess aö finna út verðiö hérlendis.
Hann myndi því væntanlega kosta
eitthvaö i námunda viö 450 þús-
und mörk hingaö kominn, sem er
eitthvaö í námunda viö 1850 þús-
und krónur. Hins vegar má gera
ráö fyrir, aö þetta verö fari síðan
stiglækkandi meö aukinni fram-
leiöslu.
Hermann Valason við Ant-vinnubflinn.
Þriggja hjóla vinnubílar
FYRIRTÆKIÐ Pálmaton & Valsson hefur hafið innflutning á allsórstæðum vinnubfl frá Bretlandi, sem
nefnist Ant og er þriggja hjóla. Bflar þessir eru að verulegu leyti handsmíöaöir og ætlaðir til hinna
fjölbreyttustu verkefna, þar sem ekki er þðrf á stærri tækjum. Innflytjandi bflanna, Hermann Valsson,
bendir á, að bfllinn henti mjög vel fyrir svsitarfélög og smærri verktaka, en boöið er upp á átta
mismunandi útfærsiur af bflnum.
HÖFUNDAR
En ritiö „Mark Twain Journal",
sem hefur komið út í 45 ár, hefur
aldrei veriö rekiö meö hagnaöi.
„Þaö hefur alltaf veriö skuldum
vafið,“ sagöi Clemens. „Twain og
ég eigum eitt sameiginlegt —
hvorugur okkar haföi gott fjár-
málavit. En sem betur fer hef óg
verið sæmilega vel stæöur síöan
mér áskotnaöist fjölskylduarfur og
viö komum ennþá út.“
Lélegt fjármálavit Twains varö
tilefni einnar algengustu tilvitnun-
arinnar í hann aö sögn Clemens.
„Twain og faöir minn, James
Ross Clemens læknir, uröu nánir
vinir þegar Twain varö peningalaus
í Englandi og heimsótti hann í
læknaskólann í London,“ sagöi
Clemens.
„Seinna veiktist faöir minn af
lungnabólgu og þaö spurðist aö
Clemens væri sjúkur og síöan aö
Clemens væri látinn. Seinna gaus
upp sá kvittur aö þaö væri Samuel
Clemens sem heföi andazt."
Aö sjálfsögöu lézt hvorugur
þeirra og því sagði Twain frétta-
manni, sem kom aö máli viö hann,
aö senda blaði sínu skeyti þess
efnis aö fréttirnar um dauöa
Twains væru stórlega ýktar. (AP.)
SUMARNÁMSKEIÐ
I ENGLANDI
Sérnámskeiö í ensku meö afsláttarkjörum veröur hjá
Bournemouth International School í júlí. Hentar jafn-
vel skólafólki og eldra fólki í sumarfríi.
Allar upplýsingar hjá Sölva Eysteinssyni, Kvisthaga 3,
sími 14029.
----------1
Kökur yðar og brauð verða bragðbetrn
og fallegri ef bezta tegund af
lyftidufti er notuð.
FERMINGA-
GJAFIR
SEM GLEÐJA
Hvað kætir æskufólk
meir nú á dögum en skemmtileg
hress tónlist, rokkið, nýbylgjan,
eða diskóið.
Við höfum úrval af segulböndum,
útvörpum og heilu hljómtækin,
allt að ósk hvers og eins
Eitthvert þessara tækja er tilvalin
fermingjargjöf fyrir stelpur jafnt
semstráka.
(£\
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suóurlandsbraut 16 Sími 91 35200