Morgunblaðið - 19.03.1982, Side 8

Morgunblaðið - 19.03.1982, Side 8
> > > f > ► ► > > ► ► > ► > * > ► > V 40 riMíii Stofujurtir Hvernig er hægt að hressa þreytt- ar stofujurtir við eftir veturinn? MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982 „Þaö þarf aö byrja á því aö umpotta öllum þeim plöntum sem eru i vexti, og er þá gjarnan valinn pottur sem er einum til tveim núm- erum stærri en sá gamli og plönturnar vökvaöar hálf- tíma áöur en þeim er um- pottaö. Stórum plöntum þarf ekki aö umplanta ár- lega, en gott er aö skipta um mold, og klippa af rótum og limi ef þörf þykir. Þetta á sérstaklega viö um blómstr- andi plöntur svo sem pel- argóníu, hawaiirós, riddara- stjörnu, fuchsíu o.fl. Þetta er mjög hentugur timi til aó taka afleggjara og koma þeim til, og ef ung- plöntur eru keyptar þurfa þær venjulega aö komast í stærri pott eftir um mánaö- artíma, ýmist þurfa þeir aö vera um númeri stærri eöa allt aö 12 cm potta. Eftir aö blómum hefur veriö umpott- aö eóa skipt um mold á þeim, má ekki gefa þeim áburö fyrstu þrjár vikurnar, því þaö getur brennt rætur blómanna. Nú, ef plöntur eru orönar mjög stórar er hægt aö skipta þeim, þetta á viö tegundir eins og friö- arlilju, tannhvassa tengd- amömmu o.fl." „Hvað meö mold og áburö, eru einhverjar sér- stakar leiöbeiningar í því sambandi?" „Venjuleg pottamold er nógu góö handa flestum jurtum en betra er aö nota torfkennda mold, sem stundum hefur veriö nefnd dönsk mold, fyrir plöntur meö fínt rótarnet, svo sem burkna, begóníu, gloxiníu, sánktipálíu o.fl. Flestum plöntum þarf aó gefa áburö viku- til hálfs- mánaöarlega, annaö hvort tilbúinn eöa lífrænan, og er gott aö gefa minna magn en gefiö er upp á umbúöunum. Þaó má nota veika kaffi- eöa teblöndu til áburöar, sérstaklega er gott aö vökva burkna meö veiku teskólpi, og kartöflusoö er líka ágætt ef þaö er ósalt- aö.“ Þetta er einnig rétti tím- inn til aö setja niöur lauka. Ef viö tökum daliu sem dæmi, þá er laukurinn sett- ur í þriggja lítra pott, mold sett upp aö rótarhálsinum sem er um 3—5 cm frá pottbrúninni, og potturinn ekki fylltur af mold fyrr en vöxturinn er kominn vel á veg. Þaö er fariö hægt af stað meö vökvun fyrstu daga, og potturinn þarf ekki að vera í birtu. Síöan er hægt aó setja plöntuna út um 17. júní, þá er gott aö setja niður einhverja spýtu meö henni sem hægt er að binda hann viö síöar meir, en plantan þarf aö vera í góöu skjóli og góöri sól. Fræjum er gjarnan sáö í sérstaka sáömold, ýmist í bakka en hann er síöan grisjaöur og dreift úr hon- um, eöa sáö er í svokallaöar spesíur og er þá einu eöa tveim fræjum sáö í hverja spesíu." „Það er gott að skola út pottinn með moðvolgu vatni, láta vatniö renna vel í gegnum pottinn, taka síðan eina B- vítamíntöflu, leysa hann upp í vatni og vökva blómið næstu vökvun með þessari blöndu,“ sagði Hafsteinn Haf- liðason garöyrkjumaður er hann var spurður um ráö til að hressa við þreyttar stofujurtir eftir langan og sól- arlítinn vetur. En í marsmánuöi fer blómaræktarfólk einmitt af stað, kaup- ir nýja gróðurmold, umpottar plöntum, setur niöur blómlauka og fræ. Viö báð- um Hafstein aö segja frá því helsta sem gert er til aö undirbúa jurtirnar fyrir komandi sól og sumar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.