Morgunblaðið - 19.03.1982, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FOSTUDAGUR 19. MARZ 1982
47
Frímerki
Jón Aðalsteinn Jónsson
Rétt er aö halda hér áfram, þar
sem frá var horfiö í síöasta þætti
um fyrstadagsumslög fyrir og um
1940. Geri ég þaö einkum vegna
þess, aö ég hef oft veriö spuröur
um þessi umslög og verömæti
þeirra og þá um leið, hvort þaö
borgi sig ekki aö safna þeim. Viö
skulum íhuga þaö hér á eftir.
Utgáfudagsstimplun jókst veru-
lega eftir seinni heimsstyrjöldina
og hefur aukizt sí og æ fram undir
þetta. Þó segja fróöir menn mér,
að eitthvaö hafi dregiö úr þessari
stimplun allra síöustu árin, en um
þaö get ég ekkert fullyrt, þar sem
engar tölur munu liggja fyrir í þeim
efnum. Ekki kæmi mér samt á
óvart, aö úr slíkri stimplun drægi
smám saman og þá um leiö úr
söfnun fyrstadagsumslaga.
Ástæöan er blátt áfram sú, aö
þessi varningur er ekki eins auö-
seljanlegur og margur ætlar. Eng-
inn efi er á því, aö stór hópur
manna, sem telst ekki til beinna
safnara, hefur keypt fyrstadags-
umslög og annaö í líkingu viö þau í
þeirri trú, aö um góöa og aröbæra
fjárfestingu sé aö ræða, sem geti
komið aö notum síöar á ævinni.
Þannig er öruggt, aö þeir eru víöa
skókassarnir fullir af þessum um-
slögum, enda mun þaö ekki óal-
gengt, aö menn hafi keypt nokkra
tugi umslaga hverju sinni og jafn-
vel um og yfir 100. Því verður vit-
anlega ekki neitaö, aö einstaka
umslag hefur hækkaö í veröi, eink-
um þó þau, sem eru meö háum
verögildum á. Ég hygg samt, þegar
á allt er litiö, aö erfitt muni aö
losna viö þessi umslög og alls ekki
fyrir þaö verö, sem stendur í frí-
merkjaskrám.
Þegar þessi fyrstadagssöfnun
hófst, gripu menn nánast þau um-
slög, sem hendi voru næst, til þess
aö líma frímerkin á og fá þau
stimpluö á útgáfudegi þeirra. Fljótt
fundu svo hagsýnir menn upp á því
að láta útbúa sérstök myndskreytt
umslög fyrir hverja útgáfu og þess
konar umslög hafa veriö til sölu
hér á landi frá 1948, ef ég man
rétt. Smám saman tóku framleiö-
endur ailir upp sömu stærö um-
slaga eöa svipaöa, enda hafa verið
framleidd sérstök albúm meö
plastvösum fyrir fcjessi stööluöu
umslög. Þegar svo hittist á, aö
fram koma umslög meö eldri út-
gáfum af svipaöri stærö og nú
tíökast, er segin saga, aö þaö hef-
ur áhrif til hækkunar og oft ekki
svo lítillar, t.d. á uppboöum. Menn
sækjast einmitt eftir „réttri" stærö
fyrir albúm sín.
Félag frímerkjasafnara hefur
gefiö út fyrstadagsumslög síöan
1961 og eru þau í númeraröö. Eins
gefur félagiö út umslög í sambandi
viö Dag frímerkisins og er þar eitt
um hituna. En á útgáfudögum frí-
merkja og viö ýmis önnur tækifæri
hafa ýmsir einstaklingar gefiö út
umslög. Má þar einkum nefna Frí-
merkjamiöstööina. islenzka póst-
stjórnin hefur um fjölda ára haft til
sölu umslög meö merki sínu til
nota viö útgáfudagsstimplun, og
voru þau fram til ársins 1973 af
sömu stærö og aðrir nota. En þá
Fyrstadagsumslög
útgáfudagsblaði 1981, en á því er
mynd af Magnúsi dómstjóra
Stephensen. Á bakhlið segir svo
nánar frá sjálfri útgáfunni og rak-
inn er í stuttu máli æviferill þessa
gagnmerka íslendings.
Þessi útgáfudagsblöö eru vita-
skuld allt annars eölis en fyrsta-
dagsumslög, jjótt þau séu stimpl-
'uö á útgáfudegi merkjanna, enda
munu ekki aörir hafa áhuga á aö
kaupa þau en frímerkjasafnarar.
Engu aö siöur vildi ég geta þeirra
hér, úr þvi aö fyrstadagsstimplun
var til umræöu í þættinum.
Ný frímerki 23. þ.m.
Póst- og símamálastofnunin
hefur tilkynnt útkomu tveggja frí-
merkja 23. þ.m. Er þaö 20 aura
frímerki brúnt meö mynd af beitu-
kóngi og svo 600 aura merki i
rauðbrúnum lit meö mynd af
hörpudiski. Þröstur Magnússon
hefur teiknaö frímerkin, en þau eru
djúpprentuö í Frímerkjaprent-
smiöju frönsku póstþjónustunnar.
Svo sem aikunna er, eru öll
hærri verðgildi þrotin nema 5000
aura merkiö, svo aö þessi vænt-
anlegu merki leysa engan vanda
póstþjónustunnar. Viö lauslega at-
hugun á síöustu gjaldskrá fæ ég
ekki séö, aö þessi merki henti
nokkurs staðar nema til fyllingar
ÚTGÁFUDAGSBLAÐ
1/1981
Merkir íslendingar
Magnús Stephensen
breytti hún til og tók í notkun
stærri umslög. Voru safnarar held-
ur óhressir yfir þeirri breytingu,
enda hef ég rekiö mig á þaö sjálfur
aö kaupmenn vilja síöur þessi um-
slög en þau, sem eru af minni
staölinum, ef svo má segja. Er þaö
vel skiljanlegt meö tilliti til albúm-
anna.
Af framansögöu er Ijóst, aö
safnarar veröa aö hyggja aö
mörgu viö söfnun sína og þaö er
margt, sem getur haft áhrif á verö
umslaga og um leiö, hvort þau eru
seljanleg, þegar til kemur.
Þá hefur einum manni hug-
kvæmzt aö útbúa fyrstadagsum-
slög úr leöri. Aö mínum dómi finnst
mér hér seilzt of langt í umslaga-
gerö, en einhverjir eru víst hrifnir
af og kaupa þessi umslög. Hætt er
samt viö, aö ekki gangi betur aö
losna viö þau en önnur umslög,
þegar þar aö kemur, enda leiöir af
sjálfu sér, aö þau eru miklu dýrari
en venjuleg umslög.
Þá hefur notkun sérstimpla af
alls konar tilefni færzt í vöxt hér
sem annars staöar og þá veriö gef-
in út sérstök umslög í því sam-
bandi. Margur hefur gaman af
söfnun þessara sérstimpla, en ekki
held ég menn ríöi feitum hesti frá
henni. Þó munu þeir til, sem hafa
látiö stimpla ekki svo litiö af um-
slögum viö slík tækifæri. Á ég þá
ekki viö frímerkjakaupmenn, sem
veröa aö gera þaö vegna verzlunar
sinnar, heldur einstaklinga úti í
bæ. í þessu sambandi keyröi þó
alveg um þverbak í skákeinvíginu
1972. Þá ætluöu allir aö græöa
stórfé. En hverjir græddu? Ég full-
yröi, aö þaö voru ekki almennt
kaupendurnir. Ég held bezt sé aö
spyrja einmitt þá mörgu, sem
liggja enn meö umslög sín og kort
óseld. Og þetta getur alveg eins
átt viö þá mörgu, sem eiga mikið !
af fyrstadagsumslögum í fórum
sínum og þaö einmitt af þeirri
ástæöu, aö kaupendur finnast
ekki. Og meö þessum oröum hef
ég raunar svaraö því, hvort þaö
borgar sig aö leggja mikiö fé í
fyrstadagsumslög. Eg held sjálfur,
aö þaö sé langt í frá, aö þau geri í
blóðið sitt, þegar á allt er litiö. Hitt
er svo annaö mál aö safnarar vilja
gjarnan eiga sýnishorn af þessum
umslögum í söfnum sínum, en þeir
veröa sér þá flestir úti um þau
jafnóöum og útbúa þau sjálfir til
stimplunar, en kaupa ekki af
öörum.
Fyrir fáum árum hófu nokkrir frí-
merkjasafnarar á Akureyri útgáfu á
svonefndum útgáfudagsblööum,
og hef ég áöur sagt stuttlega frá.
þeim hér í þætti. Þjóöverjar munu
fyrstir hafa orðið til þess aö gefa út
slik blöö og aðrir síöan tekiö þaö
upp eftir þeim. Ekki veit ég, hversu
útbreitt þetta er oröið í frímerkja-
heiminum og engan veginn, hversu
margir kaupa þessi blöö hér á
I
landi. Enda þótt þetta sé ein hlið-
argrein á fyrstadagsstimplun,
finnst mér hún áhugaverð og hef
því keypt eintak af þessum útgáfu-
dagsblööum frá upphafi. Ekki geri
ég mér samt von um annan hagn-
aö en þann, sem felst í þeim fróö-
leik, sem er á blööunum um útgáfu
merkjanna og myndefni. Meö tíö
og tíma veröa þessi blöö eins kon-
ar handbók um frímerki og þaö
heyrir vissulega frimerkjasöfnun
til. Rétt til fróöleiks fyrir þá lesend-
ur, sem hafa ekki séö þessi blöö,
læt ég hér fylgja mynd af fyrsta
með öörum verðgildum, sem
veröa þá e.t.v. þrotin, þegar nýju
merkin koma í umferð. Mér hefur
skilizt á póstmönnum, sem veröa
aö afgreiða viöskiptavinina, hvaö
sem tautar eöa raular, aö þeir séu
löngu orðnir þreyttir á handar-
bakavinnu yfirmanna sinna viö
ákvörðun á verögildum íslenzkra
frímerkja.
í lok síöustu tilkynningar pósts-
ins er þess getiö, aö upplög síö-
ustu þriggja frímerkja liöins árs,
þ.e. kristniboösmerkisins og jóla-
merkjanna, hafi veriö ein milljón.
Osta- og smjörsalan stendur fyrir sérstakri ostakynn-
ingu í samvinnu við Hótel Loítleiðir, nú um helgina.
Á boðstólum verða hinir ljúíustu réttir og hlaðið
Víkingaskip aí ostum, t.d. hinir nýju kryddostar, ^
ostakökur og ostadbœtir.
Matur íramreiddur írd kl. 19.00.
Borðapantanir í símum 22321 -22322.
I HÓTEL LOFTLEIÐIR