Morgunblaðið - 19.03.1982, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MARZ 1982
55
f 1 A
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
10100 KL. 10—12
FRÁ MANUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
H í U^\ td VTW L/ II
I Velvakanda
fyrir 30 árum
Viltu ekki fósturbarn?
Það eru margir kettir í þessum
bæ, sem hvergi eiga heima
nema á götunni. Þeir lifa á snöp-
um, sumir geta ef til vill hallað sér
einhvers staðar inni, en það er þó
alveg undir hælinn lagt, hvort þeir
eiga nokkurra slíkra kosta völ.
Skelfing eru þessi vegalausu
kvikindi oft aumkunnarverð, ráf-
andi uti að næturþeli, og kvein-
stafir þeirra eru ekki beint
skemmtilegir.
Ýmsir hafa tekið útileguketti í
fóstur, en líklega gætu fleiri haft
ánægju af ferfættu fósturbarni, ef
í það færi.
Brjóta, brjóta
Að undanförnu hafa óknytta-
strákar gamnað sér við að
brjóta rúður í mannlausu stórhýsi
hér í bæ. Voru piltar ekki seinir á
sér, þegar vitnaðist, að enginn
byggi í húsinu í svip, en brugðu
sér á vettvang og létu grjóthríðina
dynja á húsinu, smeygðu sér jafn-
vel inn um auðar gluggatætturnar
og gerðust umsvifamiklir og
heimaríkir.
En þetta er varla sérstakt til-
tökumál, því að pörupiltar hafa
unnið svipuð spjöll á tugum, ef
ekki hundruðum húsa í höfuðborg-
inni.
Mannlaus hús i hættu
• •
Oll geymsluhús og birgða-
skemmur, sem eru ekki við
fjölfarnar götur, hafa fengið
svona lagaðar heimsóknir.
Farið að gömlu mjólkurstöðinni
og gangið sjálf úr skugga um, að
það er miklu fljótlegra að telja
heilu rúðurnar en þær brotnu. Þið
megið annars alveg ráða hvert þið
farið. Veljið bara eitthvert hús úr
alfaraleið, og ef enginn býr í kof-
anum eða skemmunni, þá eru þar
ekki heldur heilar rúður.
Þetta er ég ekki að minnast á, af
því að þið vitið það ekki, heldur af
því að þið vitið það, og hafið jafn-
vel látið afskiptalaust, þó að þið
sæjuð skemmdarangana að verki.
Hvar stendur þetta?
Klifað er á því sýknt og heil-
agt, að íslendingar, einkum
æskumennirnir, séu hættir að lesa
nema þá eitthvert rugl, sem ekk-
ert fóður sé í. En þið þekki þá
ræðu alla of vel til að ástæða sé til
að þykja hana hér.
Nú væri gaman að gera smátil-
raun. Hve margir muna í hvaða
sögu þessa setningu er að finna:
„Mér hefur aldrei lagzt neitt til.“
Geta má þess, að höfundurinn,
sem er íslenzkur, samdi verk sín
fyrir og eftir seinustu aldamót.
Þeir sem eiga kollgátuna, ættu
að senda mér lausnina fyrir miðja
næstu viku og tilgreina aldur sinn,
ef hann er ekki leyndarmál.
Þessir hringdu
rO„»^
/fŒ
Keílavíkurvegurinn
víösjáll — varist
of hraðan akstur
— og kappakstur
Ökumaður hringdi: „Mig langar,
að gefnu tilefni, til að koma á
framfæri aðvörun til ökumanna
sem leið eiga um Keflavíkurveg-
inn, um að þeir sýni þar ítrustu
gætni og stilli ökuhraðanum í hóf.
Eg ek þennan veg mjög oft og hef
því reynslu fyrir hversu víðsjáll
hann getur verið — ekki síst á
þessum árstíma þegar hiti er
venjulega yfir frostmark að degin-
um en svo frystir aftur með kvöld-
inu. Að kvöldinu verður vegurinn
því skyndilega flugháll án þess að
þess sjáist eiginlega nokkur merki
og verður mörgum ökumönnum
„hált á þessu" í bókstaflegri
merkingu. Eitt kvöldið, fyrir
skömmu, sá ég tvo bíla fara út af
veginum og þó hvorugur þeirra
hafi skemmst teljandi og öku-
mennirnir og farþegar þeirra
sloppið með skrekkinn, hefði
þarna getað farið illa.
Það er skýrt tekið fram í um-
ferðarlögum að ökumenn skuli
miða akstur við aðstæður. Á
Keflavíkurveginum geta aðstæður
oft litið út fyrir að vera miklu
betri en þær eru í raun og veru —
það ættu þeir sem um hann fara
jafnan að hafa bak við eyrað.
Að lokum. Þegar maður ekur
þessa leið verður maður stundum
var við ökumenn sem irðast álíta
að Keflavíkurvegurinn sé ein-
hverskonar hraðbraut, sérstak-
lega ætluð til kappaksturs. Þessir
menn aka leiðina jafnvel á rúml.
100 km. hraða á klukkstund og
stofna þar með lífi og limum veg-
farenda í stórhættu. Til þessara
manna vil ég beina því, að þeir
setjist nú niður og hugsi um
hversu geigvænlegu slysi þeir
gætu vadið ef svo líklega skyldi
fara að ökutæki þeirra rynni til á
óvæntum hálkubletti og lentu á bíl
eða bílum sem kæmu á móti. Væri
ekki skynsamlegra að hætta þess-
um barnaskap en að éiga slíkt á
hættu."
Hverjir eru höfund-
ar lags og ijóðs?
Guðmundur Stefánsson kom að
máli við Velvakanda og hafði með-
ferðis nótnablað það sem hér birt-
ist. Sagði hann að sér væri ókunn-
ugt um höfunda iags og ljóðs, og
vildi leita eftir því hjá lesendum
Velvakanda hverjir þeir væru.
Guðmundur kvað ekki alveg víst
að lagið væri alveg rétt upp skrif-
að. Ljóð og lag lærði hann af móð-
ur sinni, Sigríði Guðmundsdóttur,
sem átti heima í Grímsnesi.
I»-lands þó ong--- o þ)áí. hygg þú v»l oi .hi—um
i i l>f : 1-. f Í
tí«--on$ kröf—u« hygs þú vol oð nótt—úr—unn- or gjöf—u*
lón 09 g»ð—- i ber oð not-------o ioncU og hoft u«
•Xóð. Storf vort kroft-ur •tyój-i þinn styrk oss Hi«n -- a-
m
foð— ir— inn. - í böl-----i bót ots vinn brout-ir vor—-
% Í 4
Wm.
gr.li. Fro» vor þjói »e8 foir—a »ii. Feir—o dreng—tkoj
te« þig við. Fro«- för ofl --- - o líð* 09 lond*
o
lót----u« tak---------work ver— o.
& SlGGA V/öGA í ÝíLVtRAU
Frönsku barnaskórnir frá Babybotte fást í miklu úr-
vali fyrir börn á aldrinum 2ja mánaöa til 3ja ára.
Tilboðsverð
á skíðagöllum fyrir 2ja—12 ára. Mikill afsláttur.
Norsku dacron-sængurnar vinsælu
teknar upp í dag.
Mikiö úrval af handklæöum frál
FIELDCREST.
Opið til 8 í kvöld og
til hádegis laugardag.
Vörumarkaðurinn hí.
Sími: 86112.