Alþýðublaðið - 10.09.1920, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 10.09.1920, Blaðsíða 3
ALÞYÐUBLAÐIÐ 3 Sárnað. Ritstjóri Vísis er mjög reiður yfir bankaseðilsmyndiani sem birtist í blaðinu í fyrrad., því hann skoðar hana sem skens um bankann sem hann hefir verið að forsvara í lff og blóð undanfarið, þó hann af skiljanlegum ástæðum hafi ekki viljað kannast við það að hann væri að því. Gn af því hann veit ekki að hverju hann á að finna, þá kemur hann í vand- ræðum sínum með þá dellu, að Alþbl. sé með seðilsmyndinni að skopast að því að nú þurfi út- gerðin að hætta vegna kolaieysis, og læst svo vera voðalega reiður, en hver trúir því? Hefði hann aftur á móti sagt að Alþbl. væri að hæðast að þorskinum, hefði margur skilið að honum sárnaði. Yeðrið í morgnn. Vestm.eyjar ... N, hiti 7,9. Reykjavik .... logn, hiti 3,7. Isaifjörður .... NA, hiti 4,6. Akureyri . . . . logn, hiti 6,9. Grímsstaðir . . . logn, hiti 3 5. Seyðisljörður . , NA, hiti 5,7. Þórsh., Færeyjar logn, hiti 6.0. Stóru stafirnir merkja áttina. Loftvægislægð milli Færeyja og íslands; loftvog stigandi; stilt Veð- ur: Utlit fyrir hæga norðlæga átt. Landstjarnan flytur á morgun í hina nýju búð sina við Austur- stræti. Skipaferðir. Barkskipið Cis fór til Canada í gær, aðeins með segl- festu. Mk. Henry Reid kom frá Hafn- arfirði. MI^. Hans kom í morgun frá Stykkishólmi. Mk. Harry kom frá útlöndum í morgun. Skallagrímur, togari, kom í morgun frá Englandi með kol. ICora fór norður um land áleiðis til Noregs í dag. Sterling fór í dag til Hafnar- fjarðar, Vestmannaeyja og Leith, þaðan fer hann til Seyðisfjarðar og norður um land í hringferð hingað. . Yerkfalli hvalveiðimanna á Svalbarða (Spitz- bergen) er nýlega lokið. Fengu þeir hækkun launa sinna, eins og þeir fóru fram á. ií. ágúst kom fyrsti hvalveiðarinn inn þangað. Miimiu garrit urn Signrjón Jóhannesson. Nýlega er komið hér á bóka- markaðinn rit með þessu nafni um Sigurjón, föður Jóhanns skálds og þeirra systkyna. Hefir Lúðvík sonur hans búið það undir prent- un, en Sígurjón sálugi sjálfur skrif- að það. Margt hefir drifið á dag- ana og setjum vér hér kafla úr ritinu, mönnum til fróðleiks. „Lífshætta. Fer tvisyar niðnr Laxárfossai Við vorum 10 karlmenn að setja niður laxakistur í svokallaða Kistukvfsl við Laxárfossa. Eru kör, fylt með grjóti, sett niður á fossbrúnina og grindur festar mil!i þeirra. Vorum við fjórir saman að velta stórum steini að neðstu grindinni; átti hann að koma við enda hennar, I staðinn fyrir kar. — Alt í einu slitnaði kaðallinn, sem batt hana við karið, og af því eg var fremstur, slengdi straum- urinn henni semstundis á mig og setti mig fram af fossbrúninni. Þeir, sem með mér voru að bisa við steininn, stóðu svo nálægt karinu, að þeir gátu náð sér í það, þegar grindin slitnaði frá því. Um leið og grindin setti mig um, náði eg í hana og slepti henni ekki; hún hélt mér mikið uppi í fossinum. Annar foss tók við fyrir neðan, dálítið minni, og djúpur hylur fyrir neðan; fékk eg þar slæmar dýfur, og kom sér nú vel að hafa lært þetta Jitla í sundinu. Eg kunni að halda andanum niðri í mér og drakk ekki vatnið. Svo dreif straumurinn mig ofan alla kvíslina, en neðst f henni miðri er stór klettur; kom eg beint á hann og gat stöðvað mig þar. Tveir af mönnum mínum óðu þá til mín, þó stramurinn tæki þeim undir hendur, og ösluðu svo með mig í land. Þegar þeir komu til mín var eg ómeiddur, en fingur mínir höfðu stirðnað svo utan um grindina, að eg gat ekki slept henni fyr en þeir höfðu liðkað upp eirin óg einn fingur í senn. Eg dréif mig svo heim, en var hálf lúrlegur eftir túrinn. Búin er þessi fossaferðl Það var snemma morguns, nokkrum árum seinna, seint í maimánuði, að eg fór ofan að fossum til að leita eftir hvort lax væri ekki kominn. Laxá var þá mikil af vatnavexti. Maðuf fór með mér og fórum við á pramma yfir ána, þar sem kallað er Mjó- sund. Eg varð ekki var við neinn lax og héldum svo heim á leið og ætluðum að koma við í dálitl- um hólma, sem kallaður er Krfiri sker, og er stutt fyrir ofan foss f ánni, sem heitir Miðkvíslarfossi Eg var orðinn Iúinn að vaða við laxaleitina, og vildi því maðurinn sem með mér var róa yfir, en eg settist á gaðinn á prammanum. Straumur var þungur í kvíslinni, en maðurinn lítt vanur róðri og lenti því full neðarlega á hólm- anum. Um leið og hann tók land misti hann af prammanum og gat rétt klórað sig upp í hólmann. Dreif þá straumurinn prammann samstundis fyrir hólmahornið, áður en eg gat komið árum við, en gínandi fossinn rétt fyrir neðan: steyptist hann þegar fram af brúninni og eg í honum. Kastað- ist hann í hátt standberg neðan við fossinn, og við það brotnaði botninn í honum og hvolfdist ofan yfir mig, sem. hélt mér dauðahaldi í þóftuna. Hringsnerist nú pramm- inn f iðunni undir fossinum þang- að til honum svifaði upp að berg- inu aftur og hentist í það á ný: veltist hann þá við aftur og varð eg þá feginn. Dreif hann síðan ofan úr fossinum niður að siriá- hólmum, sem kallaðir eru Tappiri en vegna þess að þar niður af tók við áin, djúp og breið, sá eg að eg var þar illa farinn í grind- inni af kænuni og áralaus, svo eg slepti tökum á Ieifum fleitunnar og gat einhvern veginn svamlað' í einn hólmann, sem stutt var til, og þá þóttist eg góður. Eg var dasaður eftir ferðina og dálítið marinn. Það kom í mig kuldi og skjálfti og mér varð voðalega kalt, því það var nöpur gola, 1 þessum litla hólma var mikið stargresi og fór eg því til og reif upp grasið og bjó mér til heybyrgi, sem skýldi mér mikið. Lá eg svo í byrginu til seinni hluta dags. Þá fóru þrír menn að heiman, sem ætluðu að draga fyrir silung niður við Laxárósai og kallaði eg til þeirra. Náðu þeití mér og félaga mfnum úr hólm- unum og reið eg síðan heim á- einum hesti þeirra, töluvert þjak- aður eftir ferðina." ’

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.