Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 6
38
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982
Hjónaband
miðlun
- hefur komiö saman um 200 pörum á síöastfiönum sjö árum
Gamla Breiðflröingabúð á
sér langa sögu. Húsiö
var byggt áriö 1903 af
Jóni Halldórssyni og
fleirum og var þar rekiö
flottasta mubluverk-
stæöi bæjarins á tíma-
bili, eöa þar til Breiöfirö-
ingafélagiö keypti húsið árið 1945. Síöan
hefur ýmis starfsemi fariö fram í húsinu,
fermingarveislur, dansleikir og ýmislegt
fleira. Undanfarin 12 ár hefur Kristján S.
Jósepsson veriö þar meö íslenska dýra-
safniö, en er blaðamann bar þar aö fyrir
skömmu var veriö aö pakka flestöllum dýr-
unum niöur, og tæma húsiö. Kristján hefur
einnig rekiö annaö fyrirtæki í húsinu und-
anfarin sjö ár, nefnilega hjónabandsmiöl-
un, og var ætlunin aö spjalla viö hann um
þá starfsemi. Engin lög eru i gildi sem leyfa
þessa starfsemi og heldur engin sem
banna hana.
„Ég haföi tekið eftir því lengi aö mjög
mikiö er til af einmana fólki, þaö getur í
sumum tilfellum dáið drottni sínum án þess
aö nokkur verði þess var,“ segir Kristján er
hann tekur fram möppu fulla af sérhönnuö-
um eyöublööum sem notuö eru í þessum
tilgangi. „Ég fékk síöan fréttir af slíkri starf-
semi erlendis frá og spuröi sjálfan mig
hvort ekki væri ástæöa til aö gera eitthvaö
sambærilegt hér á landi. Ég fór síöan niöur
í dómsmálaráöuneyti og spuröist fyrir um
hvort ég heföi réttindi til aö reka svona
fyrirtæki. Þar fékk ég þær upplýsingar aö
það væru engin lög sem leyföu þetta og
heldur engin sem bönnuöu, og eftir aö hafa
þegið nokkrar ráðleggingar frá lögfræöingi
mínum ákvaö ég að fara út ( þetta. Ég hef
ekki tölu á því hve margir hafa leitaö til
mín, en gæti þó trúaö að á þessu tímabili
heföu um 200 pör farið frá mér ýmist í
sambúö eöa giftingu.
Þegar fólkiö kemur hingaö í fyrsta sinn
fyllir þaö út eyöublaö og kemur meö mynd
af sér, það hefur komiö fyrir aö þaö vilji
ekki láta mynd fylgja, en þaö tefur yfirleitt
bara fyrir og gerir öllum erfiðara um vik.
Síöan fer ég aö vinna í skýrslunum og ef
mér viröast óskir tveggja einstaklinga fara
saman, boöa ég annan aðilann til mín,
venjulega konuna nema maöurinn vilji
endilega annaö ...“ Þegar hér var komiö
sögu hringir síminn og Kristján svarar
hringingunni: „Já, þetta er hjónamiðlun-
in . . . þú þarft bara aö koma og fylla út
eyöublaö... Jú, þaö er talsvert mikil
hreyfing í þessu ... og hafa mynd meö .. .
já takk.“ Símtalinu var lokiö og Kristján
heldur áfram: „. . . hvert var ég kominn, já,
konan fær síðan að sjá allar upplýsingar
um manninn nema nafnið hans, ég loka
bara fyrir yfir- og undirskrift á eyöublaöinu.
Ef konunni líst vel á manninn þá ræöi ég
viö hann og kem skilaboöum á milli um
stefnumót og annaö."
„Hvernig fer það fram?“
„Þaö er mjög mismunandi, stundum
kemur maöurinn á bíl og flautar fyrir utan
hjá konunni, eöa þau ákveða aö hittast á
„AEtli það sóu ekki um 200 pör sem
farið hafa frá mér ýmist í sambúö
eða giftingu á undanförnum 7 ár-
um, eða þann tíma sem ég hef rek-
iö hjónamiðlunina.“
Ungfrúar-
kynning
í Hollywood
Kynningarkvöld með þátttakendum í keppninni „Ungfrú
Hollywood 1982“ var haldið í Hollywood á mánudags-
kvöldið sl., og var af því tilefni samankomið í húsinu mikið
fjölmenni. Kvöldið hófst meö því, að tekið var á móti
gestum með kokkteil og konfekti en á meðan sat Arni
Elvar við pfanóið og lék Ijúfa tónlist á meöan gestir
streymdu að. Atkvæóaseðlar voru afhentir, en atkvæði f
keppninni eru eingöngu greidd í Hollywood, og fá allir
gestir atkvæðaseðla afhenta fram að krýningardeginum,
sem er 14. maí nk.
Þátttakendur í keppninni „Ungfrú Hollywood 1982“ í efri röð f.v.: Guðrún, Halla, Hildigunnur, Kolbrún,
María og Gunnhíldur, en á endanum er Magnús skemmtanastjóri sem jafnframt á s»ti í dómnefnd. í
fremri röð er dómnefndin: Valgeröur, Þórarinn Jón, Ólafur, Steinn og Ólafur Laufdal veitingamaður.
(Ljósm. Mbl. kristján örn)
Haukur Morthens sannaöi enn einu sinni að fáir skemmtikraftar standa honum á sporöi hvað varöar
sviðsframkomu.
Stúlkurnar sem taka þátt í
keppninni eru: Guörún Sólons-
dóttir, Hafnfirðingur á tuttugasta
aldursári sem stundar nám á
viöskiptasviöi í Flensborgar-
skóla. Gunnhildur Þórarinsdóttir,
21 árs Kópavogsbúi, sem starfar
á auglýsingastofu í heimabæ sín-
um. Halla Bryndís Jónsdóttir,
búsett í Mosfellssveit, á átjánda
ári og starfar í Skíðaskálanum í
Hveradölum, Hildigunnur Hilm-
arsdóttir, nítján ára Reykvíkingur
sem stundar nám við Fjölbrauta-
skólann í Breiöholti, Kolbrún
Anna Jónsdóttir, verslunarskóla-
nemi á nitjánda ári, búsett í
Reykjavík. María Björk Sverris-
dóttir, Reykvíkingur á nítjánda
ári sem stundar nám í Fjöl-
brautaskólanum i Breiöholti.
Þessar gullfallegu stúlkur voru
kynntar sérstaklega ásamt dóm-
nefnd, en hana skipa: Ólafur
Laufdal veitingamaöur, Valgerö-
ur Gunnarsdóttir Ungfrú Holly-
wood 1980, Magnús Kristjáns-
son skemmtanastjóri, Steinn
Lárusson framkvæmdastjóri,
Þórarinn J. Magnússon ritstjóri
og Ólafur Hauksson ritstjóri.
Eftir aö stúlkurnar og dóm-
nefnd höfðu komið fram var boð-
iö upp á ýmis skemmtiatriði.
Model '79 sýndu nýjustu tískuna,
vasaþjófurinn Jackiw Steele
sýndi brögð sín, Magnús og
Þorgeir fóru með gamanmál og
Haukur Morthens söng viö undir-
leik Árna Elvar, en Haukur sann-
aöi enn þetta kvöld, aö fáir menn
íslenskir búa yfir meiri „sviös-
sjarma" en hann og gætu yngri
menn i skemmtanabransanum
mikiö af honum lært i þeim efn-
um.
Stúlkan sem kjörin veröur
„Ungfrú Hollywood 1982“ hlýtur i
verðlaun þriggja vikna ferö til
Ibiza, ferö til allra helstu borga
Bandaríkjanna, riflegan farareyri
og fataúttekt hjá Karnabæ fyrir
1.500 krónur. Hinar stúlkurnar fá
einnig allar verölaun, hver um sig
viku ferö til Ibiza og fataúttekt
hjá Karnabæ fyrir 1.500 krónur.
Krýning „Ungfrú Hollywood"
fer fram í veitingahúsinu Broad-
way föstudaginn 14. maí nk.
Ástæöan fyrir breyttum staö er
sú, aö fyrirhugaö aö krýning
„Ungfrú Hollywood" veröi einn af
merkustu viöburðum skemmt-
analífsins og leyfir plássið í Holly-
wood ekki þvílikt brambolt, að
sögn aöstandenda keppninnar.