Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 37 Schweitzer: sjúklingurinn ber sinn eigin lækni innra meö sér öldrun heilans. Þá hugmynd alla aö viö eigum aö hægja á okkur og gera minna eftir því sem viö eld- umst ætti aö senda út í hafsauga. Allir hlutir veröa betri viö notkun og hnigna viö notkunarleysi. Þaö á einnig viö um heilabúiö og kannski er þar aö finna lykilinn aö því sem gerist viö öldrun og aö heilsufari almennt. Þaö sem vísindamenn á borö viö dr. Arnold Scheibel viö Kaliforníuháskóla eru aö vonast eftir aö geta sýnt fram á er aö heili sem helst ungur meö því aö vera notaöur, geti haldiö líkamanum ungum lengur. Hvort sem maöur hefur erft hag- stæöa litninga fyrir heilbrigöi og langlífi eöa ekki, gefast nú nýir möguleikar til aö halda sér í góöu formi. En maöur veröur sjálfur aö taka stjórnina í sínar hendur. Öldr- unarfræöingar eru einmitt aö sýna fram á hversu mikil áhrif tilfinn- ingarnar hafa á líkamann. Þaö sem maöur hugsar og finnur, getur komiö af staö efnabreytingum sem ýmist hjálpa eöa skaöa, viöhalda æskunni eöa gera mann eldri. Norman Cousins baö Albert Schweitzer eitt sinn aö útskýra áhrifamátt töfralækna. Schweitzer svaraöi: „Töfralækninum tekst starf sitt vel af sömu ástæöum og okkur öllum. Sérhver sjúklingur ber sinn eigin lækni innra meö sér. Þeir koma til okkar vitandi þennan sannleika. Okkur tekst best upp þegar viö gefum lækninum sem býr innra meö hverjum sjúklingi færi á aö hefjast handa.“ Áriö 1900 voru lífslíkur fólks 47 ár. Nú eru þær almennt farnar aö nálgast miöjan áttræöisaldurinn. En æviskeiöiö er ekki bara aö lengjast — æ fleira fólk kemst á sjötugsaldur þar sem línan er dregin af handahófi milli hinna miöaldra og þeirra sem eru komnir á efri ár. Hver ákvaö aö 65 væri hæfi- legur aldur til aö setjast í helgan stein og þiggja eftirlaun. Þaö var Bismarck í Þýskalandi á níunda áratug nitjándu aldar, þegar lífslík- urnar voru í kringum 42 ár, sem úrskuröaöi aö ellin hæfist viö 65 ár og þá fengju menn rétt til trygg- ingabóta. Sú félagslega löggjöf kann að hafa hentaö tímum Bis- marcks. Hún hentar ekki okkar tímum. Fyrir þrjátiu árum voru 16 vinnandi menn í Bandaríkjunum fyrir hvern eftirlaunaþega. Fyrir fimmtán árum var hlutfalliö komiö niður í fjóra vinnandi menn á móti hverjum á eftirlaunum. Núna er þessi tala 3,2 og fer lækkandi. Ef ekki verður fariö aö hægja á þeirri stefnu aö fólk fari snemma á eftir- laun, kemst hlutfalliö kannski í einn á móti einum! Þaö sem gerst hefur er annars vegar ellistefnan — þessi lævísa trú sem svo erfitt er aö berjast gegn, aö starfsgetan dvíni óhjá- kvæmilega meö aldrinum — og hins vegar stefna stjórnvalda og stjórnenda í atvinnulífinu sem gert hafa þaö svo aölaöandi aó draga sig snemma í hlé. En hiö tvíeggj- aöa sverö sneiöir aö öllum — okkur öllum sem greiöum fyrir al- mannatryggingar, fyrirtækjum sem skortir þjálfaö starfslió í vissum greinum, alríkisstjórninni og þeim eldri borgurum sem viö höfum neytt til aögeröarleysis. Þjóöfélag- ið veröur stööugt eldra og þaö fyrirbæri lætur engan ósnortinn. í bókinni „Getur þú oröiö 100 ára?“ er kom út áriö 1977, segir dr. Diana S. Woodruff, prófessor í sálfræöi við Temple-háskólann: „Enda þótt við getum ekki staö- hæft svo óyggjandi sé, að það orsaki dauöa aö komast á eftir- laun, vitum vió aö líf og heilsa er betri hjá einstaklingum sem finnst þörf fyrir sig, sem búa viö nægileg efni fjárhagslega og sem njóta hárrar þjóðfélagsstööu. Atvinnu- missir vegna þess aö maöur er skyldugur aö fara á eftirlaun 65 ára gamall sviptir einstaklinginn þess- um lifsnauðsynlegu þátturn." Dr. Edward Schneider, aöstoö- arforstjóri Öldrunarstofnunar ríkis- ins, hefur þetta aó segja: „Ég tel aö viö séum nú á sama stigi í öldr- unarrannsóknum og í krabba- meinsrannsóknum fyrir 25 árum síöan." Dr. Roy L. Walford viö sjúk- dómafræöideild læknadeildar Kali- forníuháskóla kemur sama boö- skap til skila meö raunhæfum hætti. Hann segir aö líta megi á ákvaröanir um hvernig eigi aö ráöstafa fjármunum til öldrunar- rannsókna í Ijósi sögulegs dæmis. „Fyrir fjörutíu árum eöa svo heföu þeir sem stóöu aö March of Dim- es-fjáröflunarherferöinni til varnar gegn lömunarveiki getaö gert ann- aó af tvennu viö peningana si’na. Þeir heföu getaó variö þeim til frumrannsókna á ungbarnalömun eða fjárfest í ógrynni af járnlungum Bismarck: ákvaö hvenær ellin „hæfist" og stuöningsaögeröum viö þá sem höföu þennan sjúkdóm. Þeir völdu rannsóknirnar. Núna þekkist ung- barnalömun ekki lengur. En viö hefðum getaó átt um 50.000 járn- lungu um allt land. Þörfnumst vió þess aö byggö séu fleiri elliheimili eöa þörfnumst viö víötækari frum- rannsókna á öldrun?“ Dr. Walford segir aö núverandi stefna bendi til þess aö á næstu 25 til 30 árum munu 25 prósent af heildar- launagreiöslum bandarísku þjóó- arinnar fara í umönnum aldraóra, verói aukningin í hlutfalli vió þaó sem nú er. Öldrunarklukkurnar eru fyrir hendi. Veriö er aö leita aö ná- kvæmri staósetningu úrverksins í frumunum, í heilanum og í DNA, erföaeindunum. Líkurnar fyrir því aö lykillinn finnist, ekki í fjarlægri framtíö, heldur i kringum næstu aldamót, eru mjög svo raunhæfar. Þaö verður aö horfast í augu viö félagslegar afleiöingar slíkrar upp- götvunar nú þegar. Þjóöfélag okkar er ekki þannig gert aö þaö hlúi aö langlífi; streitan sem því fylgir leggur marga aö velli, eink- anlega karlmennina, löngu áóur en líffræöilegur ferill þeirra er á enda. Þeir sem ná eliiárunum eru ofverndaöir, fylltir um of af lyfjum og neitaö um markvert hlutverk í lífinu. Öldrunarfræóingar telja jafn mikilvæg að útrýma þessum fé- lagslegu áhættuþáttum og komast aö því hvaö sé innsta eöli öldrun- arferilsins. Þetta tvennt helst í hendur. JMG. dvaliö veröur í þrjár nætur Síöan liggur leiöin aftur til Bandaríkjanna til bilaborgarinnar frægu, Detroit í Michigan. Á þeirri leiö veröa Niag- ara-fossarnir skoöaöir. Eftir aö hafa gist tvær nætur í Detroit ligg- ur leiöin til Chicago þar sem gist veröur í tvær nætur. Síöan veröur haldiö suöur á bóginn til St. Louis í Missouri þar sem m.a. gefst kostur á siglingu um Mississippifljót á hjólaskipi. Á fimmtánda degi veröur lagt i lengstu dagleiöina, suöur meö Mississippi, um Kentucky og suöur til Nashville, Tennessee, þar sem verður áö, og austur til Knoxville, þar sem gist veröur. Á sautjánda degi veröur ekiö um suöurhluta Smoky Mountains, heimsótt m.a. Indíánasafniö i Cherokee, North-Carolina og Billmore-höllin fræga og hinir fögru garöar þar. Gist veröur i Nashvilie í North-Carolina. Daginn eftir veröur ekiö um fjallveginn Blue Ridge Parkway og gist í Ro- anoke, Virginia. Á nítjánda degi veröur fariö til Washington DC og á þeirri leiö veröur ekiö um Shen- andoah-dalinn, sem er frægur fyrir náttúrufegurö. í Washington verð- ur gist í tvær nætur og tíminn notaóur til aö skoöa þaö mark- veróasta í borginni, eins og gert verður á öörum viökomustöóum í feröinni. Siöan veröur ekiö um Maryland til Philadelphiu og eftir skoóunarferó um borgina veröur ekiö noröur um New Jersey til New York. Þar veröur gist í tvær nætur og fariö heim á 23. degi. Verö er frá kr. 16.615 og er þar innifalió langferöabíllinn meö bil- stjóra, allir umferöartollar, öll gist- ing ásamt sköttum og töskuburöi og amerískum morgunmat alla dagana, flutningur milli flugvallar og hótels í New York, þrjár fjög- urra tíma skoöunarferöir um New York, þriggja tíma skoöunarferö um Boston meö leiösögumanni, fjögurra tíma skoöunarferö í Montreal meö leiósögumanni, aö- gangsmiói í C.N. Tower í Toronto, fjögurra tima skoöunarferö í Detroit meö leiösögumanni og að- gangsmiöi aö Ford-bílasafninu, fimm tima skoðunarferö i Chicago meö leiösögumanni og aögangs- miöi í Sears-turninn, fjögurra tíma skoðunarferð i St. Louis með leiö- sögumanni, sex tíma skoöunarferö i Washington D.C. íslenskur farar- stjóri veröur meö í feröinni allan tímann. \ Þaó var og .. Þaö sem sumar konur líta á sem kynferöislega ásælni, er í aug- um annarra kynsystra þeirra saklaust glens. — Úr opinberri breskri skýrslu um nauöganir. Þiö létuö Hitler gabba ykkur og nú eruö þiö að leyfa Frelsissam- tökum Palestínumanna að leika sama leikinn. — Dr. Gideon Hausner, saksóknarinn í Eichman-málinu, í samtali viö breska utanríkisráöherrann. Ég er ekkert sérlega girnileg ásýndar — og ég er ekki aö vera lítillát — en ég er af- bragös grunnmynd og þaö er því leikur einn aö lita mig eins og leikstjóranum finnst fara best. — Franska kvikmynda- stjarnan Jeanne Moreau. Velgengnin gerir mann aó betri manni. Maöur verður elsku- legri i viömóti. — Andrea Newman, breskur rithöfundur. Ég er hætt að hafa áhyggjur af ritdómum. Ég fylgist bara meö þvi hvernig bókin selst, tek viö greiöslunum og legg þær á bankann. — Catherine Gask- in, ástralskur rithöfundur. Nú hefst reipdrátturinn um völdin. Ef þetta væri Svissland, væri vandinn ekki neinn. — José Napoleon Duarte, fv. forseti El Salvador Ég er ótrúlega þolinmóö, aö þvi tilskildu þó, aó ég hafi mitt fram í lokin. — Margaret Thatcher forsætisráöherra. Þegar ég er í slæmu skapi, les ég einhverja af mínum eigin bókum og líöur strax betur. Ef ég er andvaka, ber ég mig eins aö, og er sam- stundis sofnuö. — Barbara Cartland, höfundur 325 bóka af „rómantíska" tag- inu. Það er ekki „betra aö vera dauóur en rauöur"; betra er aö vera hvorugt. Eins og samtíöar- sagan hefur svo rækilega leitt i Ijós, hafa þeir sem val- iö hafa sióari kostinn ekki alltaf umflúiö þann fyrri. — Michael Novak, rómversk- kaþólskur heimspekingur. Fjandinn hafi þaö, þetta land er langtum of lítiö. Maöur get- ur ekki einu sinni setiö einn aö frétt. — Richard Wagn- er, fréttamaöur CBS í El Salvador. Ég vil ekki vera aö hrella Guö meö oröagjálfri. Guö er lista- maöur. — Orson Welles, þá hann upplýsti fyrir skemmstu hvers vegna hann bæöist aldrei fyrir. Þaö er of mikiö af Carter-fólki í Reagan-stjórninni. — Leon- el Sisniega Oreto, hægri sinnaóur pólitikus i Guate- mala. Þetta er mesta auglýsingaherferö veraldar. — Frank Capra leikstjóri um Óskarsverö- launahátíöina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.