Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.04.1982, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. APRÍL 1982 55 vÉmu&NDi SVARAR I SIMA 10100 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS jjj WMíiHM UAGBIAÐIDsVlSIR " hjmlst, ahmi daghlaA I.700 KRÓNUR Hafa gjöreyöilagt nokkra fólksbíla leyti, sem sólargangur segir, að sumarið sé í nánd. Af því hefur þó ekki orðið enn og fyrst og fremst vegna umrædds bílhræs og óþrifanna frá því. Af þeim sökum vil ég biðja eigandann að fjarlægja það sem fyrst, ekki bara vegna sóðaskaparins, held- ur vegna þess, að börnum og óvitum stafar stórhætta af glerbrotunum og draslinu, sem flakinu fylgja. Ég má til með að geta þess, að fyrir nokkru báðu íbúarnir á Breiðvangi 24 Heilbrigðiseftir- litið í Hafnarfirði að sjá til þess, að bíllinn yrði fjarlægður. Nú fyrir nokkrum dögum kom full- trúi þess hingað og tók myndir af bílnum og frétt hef ég, að samdægurs hafi lögreglan verið að spyrjast fyrir um eigandann. Daginn eftir var hann svo mætt- ur ásamt blaðamanni frá Dag- blaðinu og Vísi. Að síðustu þetta: Allmikil umræða er nú uppi um skemmd- arverk og ekki að ófyrirsynju eins og alþjóð er kunnugt. Dagblaðið og Vísir vill að sjálf- sögðu vera með á nótunum og með það í huga, að betra sé að veifa röngu tré en öngu, stimpl- ar það börn og óvita suður í Hafnarfirði skemmdarvarga fyrir að þyrma ekki bílflaki, sem skilið er eftir í óreiðu í „nokkra mánuði". Dagblöðin eru mis- jafnlega vönd að virðingu sinni en vafalaust hefur D&V ein- hverja viðmiðun í þeim efnum. Ég ætla þó að vona, þess vegna, að umrædd frétt verði ekki sú mælistika, sem lögð verður við blaðið í framtíðinni. F’yr>r hönd íbúanna á Breið- vangi 24. Sveinn Sigurðsson Afmæliskveðja til Halldórs Laxness frá bandalagi íslenskra listamanna Bandalag íslenskra lisUmanna er fjölraddaður kór. Þar er enginn stjórnandinn, og þar syngur hver meó sínu nefi, oftast ósamUka. Sjaldgaeft er, aó kveóió sé upp ur meó einsöng. og sjaldgefara, að aórir kórfélagar beri eynin eftir því. Þó gerist það stundum ósjálf- rátt. Því að ein röddin er skærust, og á hana er hlýtt og eftir henni er tekið. Hún gefur og hinum röddunum þann ljóma, er þær skortir einar sér. Hún finnur tóninn, sem aðrar raddir rata ekki á. það er þín rödd, Halldór, og við óskum þér heilla af öllum nótum, einróma, aldrei þessu vant . „ <, Stjórn B.l.L. Flatt við flötu Fiskvinnslumaður skrifar: „Velvakandi! Ég er mikill aðdáandi Hall- dórs Laxness og satt best að segja undrandi á afmæliskveðj- unni frá Bandalagi íslenskra listamanna til Halldórs Laxness er birtist i Morgunblaðinu sl. þriðjudag. íslenskum lista- mönnum er líkt við ramfalskan kór, þar sem hver syngur með sínu nefi og stjórnlaust, en uppi yfir öllu gaulinu á svo að heyrast skær rödd Halldórs Laxness. Ég hef aldrei á ævi minni lesið aðra eins flatneskju eða séð slegið eins vel flatt við flötu og þó með jafn litlum hvell, en þessa ósmekklegu afmæliskveðju. Það má nú segja að hátt sé undir höfði hjá þeim í stjórn Banda- lagsins, eða hitt þó heldur, ef þetta á að heita gáfulegt ávarp og sæmandi er einn orðhagasti maður samtímans er ávarpað- ur.“ Þessir hringdu . . . Þökk fyrir komuna „Hvammstangakerling" hringdi og hafði eftirfarandi að segja: — Kórar Rangæingafélagsins og Skaftfellingafélagsins komu, sungu og sigruðu hér á Hvamms- tanga á laugardagskvöld, og átt- um við með þeim yndislega stund. Kórarnir sungu bæði saman og sinn í hvoru lagi. Mig langar til að flytja þeim hjartans þakkir fyrir komuna. Ekki til fyrirmyndar Sigríður hringdi og hafði eftir- farandi að segja: — Nú heyrir maður mikið talað'um hreina borg og fögur torg og svo virðist sem fólk sé að snúast á sveif með þeim sem vilja vernda náttúru og um- hverfi, ekki síður í þéttbýli en strjálbýli. Mér fannst því skjóta skökku við að verða í tvígang vitni að því í síðustu viku, að horfa upp á leigubílstjóra fleygja rusli út úr bílum sínum, í annað skiptið á Kringlumýrarbraut og í hitt skipt- ið á Réttarholtsvegi (þeir voru einir í bílunum). Ég leyfði mér að þeyta bílflautuna hressilega til þess að láta þá vita af því, að eftir þessu hefði verið tekið og auk þess skrifaði ég hjá mér númerin á bíl- um þeirra. Þessum mönnum ætti að vera það vorkunnarlaust eins og okkur hinum að hafa litla sorppoka hjá sér í bílunum og losna þannig við að vera samborg- urum sínum til ama og sjálfum sér til skammar. Raunar ættu þeir sem atvinnumenn í umferðinni að kosta kapps um að vera öðrum til fyrirmyndar að þessu leyti. eTSa Námskeið PPf í hestamennsku Kennari Eyjólfur ísólfsson. Námskeiöin hefjast sunnudaginn 2. mai. Skráning fer fram í dag frá kl. 10—12. Kennsla veröur í effirtöldum flokkum, verklegf og bóklegt. Nr. 1 byrjendur unglinga. Nr. 2 byrjendur fullorðinna, stjórnun hests. Nr. 3 vanir unglingar. Nr. 4 vanir fullorönir, almenn reiöhestaþjálfun. Nr. 5 hlýðnisæfingar, uppbygging hests fyrir vana. Nr. 6 íþróttakeppni fyrir vana. Nr. 7 þjálfun fyrir gæðingakeppnir, 2—3 dagar. Nr. 8 gæðingaskeið og skeiðþjálfun, 2—3 dagar. Námskeiðin standa í 7 daga og er aöaláherzla lögö á þjálfun knapa og hests. 8—10 manns í hverjum hóp. Járninganámskeið Verklegt. Nemendur komi meö hesta til járningar. Nemendur útvegi sér sjálfir hesta. Kaffistofan í Selási verður opin í maí rúmhelga daga kl. 7—10 á kvöldin. Hestamannafélagiö Fákur sími 33679. Nýtt Nýtt Sumarbolir, peysur, blússur, pils. Glæsilegt úrval. Glugginn, Laugavegi 49. 555 Felagsmalastofnun Reykjavikurborgar W Félaasstarf eldri borgara í Reykjavík Orlof að Löngumýri sumarið 1982 Eins og undanfarin sumur veröa orlofsdvalir aö Löngumýri í Skagafiröi í samvinnu viö Þjóökirkjuna. Eftirfarandi tímabil hafa nú veriö ákveöin. 24. maí til 4. júní, 13. júlí til 24. júlí, 26. júlí til 6. ágúst, 23. ágúst til 3. september, 6. september til 17. sept- ember. Verö kr. 1.800,- Upplýsingar og pantanir á skrifstofu Félagsstarfs eldri borgara, Noröurbrún 1, sími 86960. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar. Þessi Chevrolet pickup árgerö 1978 er til sölu. Bifreiöin er ekin 50 þús. mílur, í mjög góöu ásigkomulagi og meö vönd- uöu húsi. Nánari upplýsingar veittar á skrifstofutíma i síma 96- 22105. Hitaveita Akureyrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.