Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ1982 25 Ílfcrcgiitttlilitfrifr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baidvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 1J0 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 7 kr. eintakið. Klúðurráðherrann Frá öndverðum febrúarmánuði 1981 hefur Hjörleifur Gutt- ormsson, orkuráðherra, skipað 31 nefnd sér til ráðuneytis og kallað til 62 sérhæfða aðila, einstaklinga og stofnanir, ef marka má upplýsingar hans um þetta efni á Alþingi. Kostnaður við þennan útgjaldaþátt hækkaði hjá ráðuneyti hans um hvorki meira né minna en um 750% milli áranna 1980 og 1981. Engu að síður hefur honum tekizt að klúðra hverju stórmálinu á fætur öðru, sem hann hefur kastað inn í þingið nú á síðustu starfsdög- um þess, svo kirfilega, að þau hefðu steytt á skeri ósamkomulags og afleitra vinnubragða, ef ekki hefðu komið til björgunar- og sáttastörf óbreyttra þingmanna, ekkert síður úr stjórnarand- stöðu og stjórnarliði. Einu gildir hvort um var að ræða Blönduvirkjun, kísilmálm- verksmiðju, steinullarverksmiðju eða önnur slík mál. Öll vóru þau það seint og illa fram lögð í þinginu, að allt lék þar á reiðiskjálfi, ekki sízt í þingflokkum stjórnarliðsins, og við lá að öll spryngju þau í höndum ráðherrans. Ekkert af þessum meiri- háttarmálum ráðherrans gekk fram eins og hann hafði lagt til. Sættir byggðust um síðir á því, að forskriftir hans væru lagðar til hliðar. Þannig var kísilmálmverksmiðjan í Reyðarfirði, sem ráðherrann hafði kafsiglt, tekin úr höndum ráðuneytisins og fengin þingkjörinni stjórn til framhaldskönnunar og fyrir- greiðslu. Birgir Isleifur Gunnarsson benti m.a. á í þingræðu, að þegar undirbúningur járnblendiverksmiðju á Grundartanga var á döf- inni hafi sérstök þingnefnd, skipuð mönnum úr öllum flokkum, unnið með fulltrúum þáverandi ríkisstjórnar, í eitt og hálft ár að málinu áður en frumvarp um það var lagt fram. Alþingi tók sér síðan nokkra mánuði til að fjalla um málið áður en það var endanlega afgreitt. Öðru máli gegni um kísilmálmverksmiðjuna. Þar hafi þingflokkar ekki átt neinn kost á því að fylgjast með undirbúningi eða framvindu málsins. Alþingi hafi heldur ekki haft það til meðferðar nema rúmar 2 vikur. Harðlega verði að átelja þá vanvirðu, sem iðnaðarráðherra hafi sýnt Alþingi í þessu máli, og það tillitsleysi, sem ríkisstjórnin hafi sýnt stjórn- arandstöðu það varðandi. Það sé ekki þakka iðnaðarráðherra að málið hafi ekki splundrast í höndum hans vegna þess, hve illa og klaufalega var að því staðið. Þessir síðustu starfsdagar Alþingis hafa berað betur en flestir aðrir, hvern veg meirháttar mál reka, nánast tilviljanakennt, fyrir veðri og vindum — í höndum ósamstæðrar og ráðvilltrar ríkisstjórnar. Enginn ráðherranna hefur komið þessari stað- reynd jafn kirfilega til skila — inn í vitund alþjóðar — og orkuráðherrann, þó það hafi ekki verið meining hans. Taglhnýtingar Alþýðubandalagsins Þar sem flokkafrelsi og leynilegar kosningar eru í heiðri hafðar verður það ætíð nokkuð stór hluti kjósenda sem ver atkvæði sínu á mismunandi hatt frá einum kosningum til ann- arra. Þeir vilja t.d. fá að kveða upp dóm yfir valdsmönnum liðins kjörtímabils, neikvæðan eða jákvæðan eftir atvikum, og gefa nýjum aðilum tækifæri til að spreyta sig, ef svo ber undir. Þannig er staðreynd að nokkur hluti borgaralega sinnaðs fólks, sem standa vill vörð um vestrænt þjóðfélagsform, hefur hreyfst á milli lýðræðisflokkanna þriggja, hér í Reykjavík, einkum á milli Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Nú bregður hinsvegar svo við, sem óvenjulegt er, að oddvitar á framboðslista Alþýðuflokksins til borgarstjórnarkosninga í Reykjavík, einkum og sér í lagi Sigurður E. Guðmundsson og Bjarni P. Magnússon, keppast við að lýsa því yfir, að þeir muni, fái þeir aðstöðu til, styðja Alþýðubandalagið til áframhaldandi forystu í hugsanlegum vinstristjórnarmeirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Það fer því ekki fram hjá neinum, að framboð Alþýðuflokksins er í raun hliðar- og stuðningsframboð við áframhaldandi vinstri meirihluta og borgarstjórnarforystu kommúnista. Frambjóðendur Alþýðuflokksins hafa þó a.m.k. haft hreinskilni til að gera Reykvíkingum þessa stefnumarkandi afstöðu sína svo ljósa, að ekki ætti að fara fram hjá neinum. Alþýðuflokkurinn hefur fyrirfram lýst því yfir, að hann verði eftir sem fyrir borgarstjórnarkosningar taglhnýtingur Alþýðu- bandalagsins í málefnum Reykjavíkurborgar. Sama máli gegnir um frambjóðendur Framsóknarflokksins. Borgaralega sinnað fólk, sem stemma vill stigu við áhrifum kommúnista í þjóðfélag- inu, hvort heldur er á Alþingi eða í borgarstjórn, á þann einan valkost í komandi borgarstjórnarkosningum að kjósa Sjálfstæð- isflokkinn. Alþýðubandalagið og launamálin Hin „sléttu skipti“ HINN 16. mars sl. leitaði Halldór Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks- ins, svara við þeirri fyrirspurn hjá Svavari Gestssyni, félagsmálaráðherra og formanni Alþýðubandalagsins, hvað það hefði haft í för með sér fyrir afkomu launþega, ef verðbætur á laun hefðu verið reiknaðar samkvæmt svonefndum skerðingarákvæðum Ólafslaga 1. júní, 1. september og 1. desember 1981. Þegar ríkisstjórnin ákvað i árslok 1980 að skerða laun um 7% 1. mars 1981, sagði Svavar Gestsson, m.a. í grein í Þjóðviljanum 3. janúar 1981, að um „slétt skipti" fyrir launþega yrði að ræða, þeir myndu standa jafnvel að vígi, þrátt fyrir 7% skerðinguna vegna ráðstafana ríkisstjórnarinnar til að bæta þeim hana. í svari Svavars Gestssonar við fyrirspurn Halldórs Blöndals hinn 16. mars sl. kom fram, að „heildarávinningur launamanna af því að fella niður skerðingar- ákvæði Ólafslaga nam að minnsta kosti 1,5% í kaupi á ár- inu 1981“. Svavar Gestsson féll þó ekki frá því, að um „slétt viðskipti" hafi verið að ræða fyrir launþega, þrátt fyrir 7% skerðinguna 1. mars 1981 — fyr- ir utan þessi 1,5% hafi minni verðbólga orðið þeim til kjara- bóta og niðurfellingu sjúkra- tryggingargjalds á árinu 1981 megi meta sem 1,5% í kaupi. Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vitnaði til ræðu Svavars og sagði, að þar kæmi fram, að lækkun verðbólgu á árinu 1981 hafi að mati for- manns Alþýðubandalagsins jafngilt 4% kjarabót fyrir laun- þega. Sagðist Geir vænta þess, að Svavar Gestsson héldi fast við þá skoðun, að minnkandi verðbólga, sem meðal annars megi rekja til lækkunar launa, sbr. 7% kjaraskerðinguna 1. mars 1981, komi launþegum til góða, þegar til lengdar lætur. í lok umræðna um þessa fyrir- spurn, sagði Karvel Pálmason, þingmaður Alþýðuflokksins. „Ég hef hér í höndunum alveg nýjar upplýsingar frá Alþýðu- sambandi íslands sem útbýtt var nú rétt fyrir helgina. Samkvæmt þeim upplýsingum kemur í ljós að kaupmáttur verkamanna miðað við framfærslukostnað var í febrúar 1978 — við skulum halda áfram að miða við þann tíma þegar hæstv. félagsmála- ráðherra (Svavar Gestsson) kall- aði „Alþingi götunnar" til liðs við sig — í febrúar 1978 var hann 109,4 stig. Kaupmáttur verkamanna miðað við fram- færsluvísitölu var í febrúar 1982 106,7 stig - 109,4 stig 1978,106,7 stig 1982. Hvað þýðir þetta hæstv. félagsmálaráðherra? Þýðir þetta, sýnir þetta fram á að forystusveit Alþýðubanda- lagsins, hinni pólitísku, hafi tek- ist að bæta kjör verkamanna frá því að hún beitti sér fyrir „Al- þingi götunnar" 1978? Nei, það sýnir einmitt að vegna stjórnar- aðildar Alþýðubandalagsins hafa lífskjör versnað. Kaup- máttur verkakvenna á þessu sama tímabili miðað við fram- færslukostnað var í febrúar 1978 114.6 stig en er í febrúar 1982 110.7 stig. Þetta eru upplýsingar, sem Al- þýðusamband Islands hefur látið vinna og dreifa á 72 manna nefndarfundi sl. föstudag. Hæstv. félagsmálaráðherra ætti að fá að koma hér upp til þess að ÞRÓUN VERÐLAGS 0G LAUNA FRÁJÚN11979 TILNIARS1982 HÆKKUN HÆKKUN ---VEROBÓTA FRAMFÆRSLU “ VÍSITÖLU VÍSITÖLU í skýrslu Þjóðhagsstofnunar „Úr þjóóarbúskapnum", sem kom út fyir skömmu, segir að frá 1. júní 1979 til 1. mars 1982 hafi fram- færsluvísitalan hækkað um 262%, eða 28% meira en verðbótavísital- an, sem hækkaði um 182% á sama tíma. Þjóðhagsstofnun segir, að grunnkaupshækkanir vegi nokkuð á móti þessum mun, en utan ríkis- stjórna kalla alþýðubandalags- menn slíkan mun „kauprán". Grunnkaupshækkanir hafa að meðaltali numið 18% frá miðju ári 1979, heldur meira hjá launþegum innan ASÍ, eða 19,7% eða 14,3% hjá opinberum starfsmönnum. Það eru þessi „sléttu skipti", sem fram koma á súlunum á myndinni. segja af eða á hvort hann rengi þetta eða ekki. (Félagsmálaráð- herra: Ég geri það ekki, ég rengi ekki þessar tölur.)“ (Úr 18. hefti Alþingis- tíðinda, umræður, 1981—’82 dálkar 3071-3082.) Álviðræðurnar að sigla í strand? Aöilar ekki sammála um viðræðugrundvöll IÐNAÐARRÁÐHERRA mun samkvæmt heimildum Mbl. hafa lýst því yfir á viðræðufundi hans og fulltrúa Alusuisse sem hófst í ráðherrabústaðnum síðdegis í gær, að hækkað raforkuverð væri algjört skilyrði fyrir áframhald- andi viðræðum milli aðila. Dr. Miiller sagði í viðtali við Mbl. í gær, að Alusuisse væri tilbúið að ræða hækkun raforkuverðs, sölu á hluta fyrirtækis- ins til íslendinga og allt það annað sem íslendingar hefðu áhuga á, þegar ásökunarmálefnin hefðu verið leyst. „Fyrst viljum við fá hlutina í eðlilegt horf eins og þeir voru áður, síðan erum við til tilbúnir til viðræðna um allt þetta,” sagði dr. Miiller. Eins og flestum mun í fersku minni eru umrædd ásökunarmálefni fólgin í yfirlýsingum iðnaðarráðherra, Hjörleifs Guttorms- sonar, um að Alusuisse hafi selt ÍSAL súrál á of háu verði miðað við svonefnt „arms length price“ og nefndi ráðherrann það hækkun í hafi. Einnig hafi ÍSAL orðið að kaupa rafskaut á hærra verði en unnt hefði verið að fá þau á. Iðnaðarráðherra, Hjörleifur Guttormsson, sagði, er Mbl. ræddi við hann er hann gekk til fundar- ins sem hófst í ráðherrabústað- num klukkan hálfsjö í gærkvöldi, að þessum viðræðufundi yrði ein- göngu varið til að ræða hækkun raforkuverðs til ÍSAL. Stefnt væri að því af hálfu stjórnvalda að fá verðið uppi í framleiðslukostnað- arverð, þ. e. 15—20 mills. Að- spurður sagði hann að hugmyndir um kaup íslendinga á meirihluta ÍSAL yrðu ekki til umræðu að þessu sinni, en það væru hug- myndir sem ræddar hefðu verið í ríkisstjórn. Hjörleifur lýsti því yfir i gær, að íslenzka ríkisstjórnin hefði samþykkt óskir um að íslendingar gerist eignaraðilar að ÍSAL og að þeir eignist þar meirihluta hluta- fjár. Þannig yrði unnt að ná yfir- tökum á rekstrinum, sagði ráð- herrann. Hann sagði einnig að farið hefðu fram viðræður við nokkur fyrirtæki í Evrópu, Japan og N—Ameríku og hefðu tvö fyrir- tæki staðsett í Evrópu og Japan lýst miklum áhuga á að gerast hluthafar. Hjörleifur vildi ekki nefna hvaða fyrirtæki þetta væru né tölur um áætlaðan kostnað ís- lendinga af kaupunum, en nefndi 55% eignaraðild sem þá hugmynd sem uppi væri. Hjörleifur sagði einnig, að þess- um hugmyndum ríkisstjórnarinn- ar hefði verið komið á framfæri við Alusuisse, en ekki hefðu feng- ist afdráttarlaus svör frá þeim. Aftur á móti hefði komið fram, sagði ráðherrann, að Alusuisse hefði áhuga á að fá inn þriðja eignaraðila að verksmiðjunni. Dr. Múller var spurður álits á þessum yfirlýsingum Hjörleifs. Hann svaraði því til að það væri ótví- rætt að Alusuisse væri tilbúið til viðræðna um eignaraðild íslend- inga, eins og þeir hefðu marglýst yfir, að aflokinni afgreiðslu ásök- unarmálefnanna. Hvað varðaði það að Alusisse hefði í hyggju að selja þriðja aðila hluta í fyrirtæk- inu sagði hann það vel mögulegt, en enginn slíkur aðili væri ákveð- inn eða fundinn. Þá sagði dr. Mull- er að staða fyrirtækisins væri nú gjörsamlega á botni, eins og hann orðaði það, og ekki fyrirséð að hún myndi batna í náinni framtíð. Viðræður aðila hefjast á ný ár- degis í dag og standa væntanlega fram eftir degi. Viðræðunefndirnar í upphafi fundar í gær. Vinstra megin við borðið fulltrúar lSALs: Halldór Jónsson stjórnarformað- ur, dr. Miiller, aðstoðarmaður hans og yzt Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSALs. Hægra megin fremst á myndinni er Vilhjálmur I.úðvíksson, formaður álviðræðunefndarinnar, þá Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra, Ingi R. Helga- son Og Halldór Kristjánsson. Ljósm. Mbl.: Kmilía Rjöre Björnsdóltir Hulda Jensdóttir, forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavíkurborgar „Markmiðið er að fólk eigi saman ánægjulega stund“ — segir Hulda Jensdóttir um afslöpp- unarkvöld sem hún heldur „ÞETTA er fyrst og fremst hugsað sem kvöldvaka, sem hefur það markmið að fólk eigi saman ánægjulega og gefandi stund,“ sagöi Hulda Jensdottir, forstöðukona Fæðingarheimilis Reykjavikurborgar, er Morgunblaðið spurði hana um nýstárlegt afslöppunarkvöld sem hún gengst fyrir á veitingahúsinu Broadway í kvöld. Kvöldvakan ber heitið „Slökun 82“ og er þar boðið upp á ýmis skemmtiatriði auk þess sem kynntar verða aðferðir til að slaka á, jurtasnyrtivörur og tæki sem miða að bættri heilsu manna. „Það má vel vera að það sé einsdæmi að fara með kynningu sem þessa inn í veitingahús, en eins og ég sagði er þetta afslöpp- unarkvöld sem á erindi til allra, byggt upp sem kvöldvaka og gæti því alveg eins verið fjöl- skylduhátíð,“ sagði Hulda enn- fremur. „Og ég vil leggja áherslu á að þetta er alls ekki bundið við barnshafandi konur heldur er þetta hugsað fyrir alla. Allt sem snertir heilsurækt virðist vera mjög ofarlega á baugi þessa stundina, sem er vel, og að kunna að slaka á er sannarlega heilsurækt. Eitthvað sem alíir geta lært og allir ættu að stunda og vonandi verður þessi samverustund á Broadway til þess að hjálpa til að svo megi verða hjá sem flestum," sagði Hulda. Eins og áður segir verður margt á dagskrá á kvöldvökunni. Húsið verður opnað fyrir mat- argesti klukkan 19.00 en dagskráin hefst stundvíslega klukkan 20.30. Þar mun blandað- ur kvartett syngja, Þjóðdansafé- lagið sýnir ítalska, júgóslavn- eska og rússneska dansa, Elín Sigurvinsdóttir syngur við und- irleik Agnesar Löve og Hulda mun kynna nýútkomna slökun- arkasettu, sem ber heitið „Slak- aðu á, streitan burt“ auk þess sem hún mun fá fólkið í salnum til að slaka á í sætum sínum. Þá verða kynntar „Weleda" jurta- snyrtivörur, ásamt ýmsum gerð- um heilsurúllunar og svissneska gullverðlaunatækið gegn gigt og verkjum „Novafoninn". Hulda hefur um árabil gengist fyrir námskeiðum í slökun fyrir verðandi mæður, en eins og áður kemur fram er kvöldvakan fyrir alla sem vilja læra að slaka á. Aðspurð kvaðst Hulda hins veg- ar ætla að efna til sérstaks nám- skeiðs í afslöppun fyrir verðandi foreldra, sem hæfist hinn 19. maí næstkomandi. 40 rússnesk veiðiskip moka upp karfa SV af Reykjanesi Karfastofninn við ísland, Fær- eyjar og Grænland er ofveiddur UM FJÖRUTÍU rússnesk veiðiskip voru í gær að karfaveið- um um 225 mílur suðurvestur af Reykjanesi. Flugvél Land- helgisgæzlunnar kom að skipunum á þessum slóðum og áætl- uðu starfsmenn Gæzlunnar, að sum skipin hefðu verið að fá 30—50 tonna höl. Nokkrir dagar eru liðnir síðan fyrst fréttist af rússneskum veiðiskipum á þessum slóðum, en þá munu þau hafa verið lengra frá landinu. Fjöldi þeirra, nákvæm staðsetning og hvaða veiðiskap skipin stunduðu varð ekki Ijós fyrr en i gær. Guðmundur Kærnested, skipherra, var í stjórnstöð Landhelgisgæzlunnar í gær og sagðist hann ekki vita til þess, að karfaveiðar hefðu verið stundaðar þarna áður, en skip- in voru að veiðum á 1000—1300 metra dýpi. Eins og áður sagði voru skipverjar að taka inn allt að 30—50 tonna höl af karfa og þilför annarra skipa voru rauð af karfa þannig að ekki þurfa Rússarnir að kvarta undan aflatregðu. Auk togara voru þarna verksmiðjuskip og 2 flutningaskip rússnesk voru norðar, í íslenzkri lögsögu, trúlega í tengslum við veiði- skipin. í íslenzka togaraflotanum eru um 90 togarar, og rússn- esku veiðiskipin svara því til tæplega helmings íslenzka togaraflotans, hvað fjölda áhrærir. Hins vegar eru þau mun stærri en íslenzku skipin og jafnvel jafn stór að rúm- lestatölu og allur íslenzki tog- araflotinn. Karfastofnar á íslands-, A-Grænlands- og Færeyja- miðum eru taldir sameiginleg- ir og er löngu ljóst að um ofveiði er að ræða. Alþjóða hafrannsóknaráðið hefur bent á nauðsyn þess, að karfaveiðar verði takmarkaðar. Ráðið hef- ur lagt til að heildarafli á svæðinu fari ekki yfir 72 þús- und tonn af djúpkarfa. Haf- rannsóknastofnunin hefur lagt til að á íslandsmiðum verði ekki veidd yfir 60 þúsund tonn á árinu, þ.e. af báðum tegundum, en þessi tala nemur um 80% af tillögum um heild- arafla á svæðinu. Á þessu sameiginlega karfa- svæði er íslenzka veiðisvæðið langmikilvægast. Karfaafli ís- lendinga árið 1978 var 36,5 þúsund tonn, árið 1979 jókst hann mjög og enn árið 1980, en þá varð hann 72 þúsund tonn og 93 þúsund tonn árið 1981. Af þessu tölum er ljóst, að ís- lendingar einir veiða mun meira heldur en fiskifræð- ingar telja ráðlegt að veiða á Einn sovézku togaranna með úttroðinn poka af karfa. LjÓ8m.: TómaN llelgason. Karfi og djúpkarfi: Heildarafli tonnum í rúm 62 þús. tonn 1979. Einnig hafði afli aukist við Færeyjar og A-Grænland. Við Færeyjar var meðalaflinn á 10 ára tímabilinu 1968—1977 um 5.500 tonn, en árið 1979 var hann kominn í tæp 13 þús. tonn en minnkaði aftur vegna aflatakmarkana á árinu 1980 í rúm 9 þús. tonn. Við A-Grænland var meðal- aflinn á árunum 1971 — 1980 rúm 17 þús. tonn, en var á ár- inu 1980 kominn í rúm 30 þús. tonn. Við Færeyjar fór aflinn rúm 22% fram úr meðalafla ár- anna 1971 — 1980 og 75,5% við A-Grænland.“ Þar er einnig að finna þessa töflu um karfaafla: eftir svæðum árin 1968—1980. öllu svæðinu. I riti Haf- rannsóknarstofnunar um ástand nytjastofna 1982 segir meðal annars: „Þannig var heildaraflinn á svæðinu 156 þús. tonn árið 1965 en minnkaði stöðugt til ársins 1973 og var þá um 87 þús. tonn. Eftir ýmsar sveiflur á bilinu 80—90 þús. tonn féll aflinn í tæp 66 þús. tonn árið 1978, og munaði þar mest um brotthvarf Þjóðverja af ís- landsmiðum. Það skal tekið fram, að smákarfaveiði Sov- étmanna við A-Grænland er ekki talin hér með, en hún nam um 110 þús. tonnum árin 1975 og 1976. Árið 1979 jókst karfaafli mjög á svæðinu og komst afl- inn í tæp 100 þús. tonn. Þar munar mest um aflaaukningu íslendinga úr rúmlega 35 þús. Ár ísland 1968 96.475 1969 87.736 1970 78.962 1971 82.370 1972 77.325 1973 69.650 1974 69.128 1975 70.734 1976 69.864 1977 61.525 1978 35.202 1979 64.310 1980 72.248 Ársmeðaltal 71.964 Meðaltal síðustu 10 ára Að frádr. smákarfa Sov.m. 67.236 Ad.rænland Kareyjar Samlats 23.079 6.457 126.011 30.367 1.326 119.429 18.162 1.947 99.071 20.436 2.352 105.158 13.970 4.087 95.382 7.899 9.696 87.245 13.978 7.765 90.871 104,652.. 188.884 25.327 8.591 113.656 5.364 14.433 7.402 83.360 20.880 9.806 65.888 20.918 12.674 97.902 30.334 9.417 111.999 27.188 6.683 105.835 28.183 17.183 7.715 103.134 92.134 1) Smákarfaafli Sovélmanna 9.(M)0 (onn innifalinn. 2) Smákarfaafli Si>t-(manna 101.(MK) tonna innifalinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.