Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 Austur-evrópsku veiðiskipi sökkt? Bu<*nos Aires, 5. maí. AP. ARGENTÍNSK yfirvöld sögðu í dag, að svo kynni að vera, að brezkar þyrlur hafi sökkt aust- ur-evrópskum togara við Falk- landseyjar. Mörg blöð í höfuðborg Arg- entínu hafa eftir embættis- mönnum, að svo kynni að vera að Bretar hefðu í misgáningi sökkt pólskum togbáti. Full- trúi sjóhers Argentínu sagði, að báturinn kynni að hafa ver- ið sovézkur. Blöðin segja togarann hafa heyrt neyðarkall frá argent- ínskum flugmanni sem skot- inn var niður. Báturinn hafi farið til aðstoðar ásamt arg- entínskum varðbáti, en bæði skipin hefðu orðið fyrir árás brezkra þyrla. Hefði varðbát- urinn laskazt en hitt skipið sokkið. Væri varðbáturinn á leið til lands og fyrr en hann kæmi í höfn, lægi ekki fyrir hverrar þjóðar togbáturinn væri. Noregur: Fiskiðnaðarfólk í verkfall er flutn- ingaverkfalli lýkur Osló, 5. maí. Krá Jan Krik Lauré, TrétUriUra Mbl. Al*. ÁTJÁN þúsund fiutningaverka- menn sneru aftur til vinnnu í dag eftir tveggja vikna verkfall, sem valdið hefur mikilli röskun í Nor- egi, en á miðnætti hófst verkfall fiskiðnaðarfólks í 75 stærstu fisk- iðjuverum landsins. Verkfall 3.000 starfsmanna fiskiðjuvera mun stöðva veiðar mikils hluta bátaflotans, einkum stærri bátana og verksmiðjutog- ara, eða þeirra skipa, sem einna mestan afla bera að landi. Ýmis minni fiskiðjuver halda áfram rekstri, þar sem eigendur þeirra er ekki í samtökum vinnuveit- enda. Til verkfalls kemur, þar sem launaviðræður báru ekki árang- ur. Höfnuðu samtök starfsmanna í fiskiðjuverum (NNN) tilboði vinnuveitenda um hækkun tíma- kaups um tvær krónur, og um 1,80 króna láglaunauppbót eftir 1. október, en önnur verkalýðsfélög höfðu fallist á tilboð af þessu tagi. Ríkisstjórnin ákvað í gær- kvöldi að vísa kjaradeilu flutn- ingaverkamanna til kjaradóms, þar sem ekkert hafði miðað í samningaviðræðum, en verkfallið hafði staðið yfir í tvær vikur og valdið mikilli efnahagslegri rösk- un. Hafði það lamað ýmsa iðnað- arstarfsemi, með þeim afleiðing- um að rúmlega tíu þúsund iðn- verkamenn höfðu verið varaðir við hugsanlegum uppsögnum. Með því að vísa deilunni til kjaradóms varð verkfallið sjálfkrafa ólöglegt, og eftir ákvörðun stjórnarinnar skipuðu samtök flutningaverkamanna starfsfólkinu að hverfa aftur til fyrri starfa. Einnig var létt banni af rúmlega fjögur þúsund bíl- stjórum. Myndin er tekin í Nablus, einum helzta bænum i Vesturbakkanum, en þar hefur margsinnis komið til itaka upp i siðkastið. Ungur arabískur piltur reynir að telja tvo ísraelska hermenn i að sleppa sér eftir að hann hafði kastað grjóti að þeim í óeirðum nýlega. sím.mynd-AP. * Israel: 4 Arabar látast á V esturbakkanum Tel Aviv, 5. maí. AP. FJÓRIR ungir Arabar létust skammt fri bænum Ya’Bad i Vesturbakka Jórdan í dag, er handspregnja sem þeir virðast hafa fundið eða grafið upp, sprakk í höndum þeirra. Á Gaza-svæðinu var mjög ófriðsamt í dag og ísraelskir hermenn særðu a.m.k. tvo Araba sem köstuðu eldsprengju að hermönnunum. Si atburður gerðist i flóttamannabúðunum Jabaliya rétt hji Gaza-bæ. Talsmaður ísraelshers sagði að arabískir andófsmenn hefðu byrjað óeirðirnar með þvi að kasta grjóti og hlaða götuvígi, brennt hjólbarða og reynt að loka vegum. í Tel Aviv hefur gætt mikillar reiði vegna þessara atburða og utanríkismálanefnd Knesset í Jerúsalem gagnrýndi Eytan yfir- mann herráðs Israels og sagði, að það væri kyndugt að oft og einatt skytu ísraelskir hermann Araba til bana þegar þeim hefði væntan- lega verið uppálagt að skjóta í fæturna á þeim. Eytan gaf loðin svör við gangrýni þessari. Bæjarstjóri Gaza, Rashid a-Shawa, sagði í dag, að bæjar- starfsmenn myndu sýna gremju sína vegna framkomu ísraelsku hermannanna með því að fara i verkfall. Hann sagði að mikil spenna væri á Gaza-svæðinu og þar gæti allt farið i bál og brand ef ísraelskir hermenn sýndu ekki meiri stillingu. Shawa og 23 bæjarstjórar í þorpum og bæjum á Vesturbakkanum sendu bréf til Sharons varnarmálaráðherra þar sem þeir kröfðust þess að ísraelar settu aftur í embætti fjóra löglega kjörna bæjarstjóra sem voru reknir úr störfum sínum fyrir nokkrum vikum eins og fram hef- ur komið í fréttum. Var tekið fram að mikillar og vaxandi reiði gætti einnig með nýja stjórnskipan ísraela á hernumdu svæðunum. Eldflaugin sem sökkti Sheffield íbúar Stanley flún- ir til fjalla Vancouver, 5. maí. AP. Argentínumenn grönduðu brezka tundurspillinum Sheffield við Falk- landseyjar í fyrrakvöld með því að skjóta að skipinu tveimur Exocet- eldflaugum. Flaugunum var skotið frá Super Etenard-orrustuþotum. Hvort tveggja, flaugarnar og flugvél- in, er smíðað í Frakklandi. Exocet-flaugarnar eru 4,7 metr- ar að lengd og í sprengioddi þeirra,. sem er sams konar og sprengioddur tundurskeytis, eru talin vera um 160 kíló af sprengi- efni. Þær voru upphaflega hann- aðar fyrir skip, en eru nær ein- göngu hafðar í Super Frelon- þyrlum, Atlantic-skrúfuþotum, Super Etenard- eða Mirage Fl- orrustuþotum. Tilraunir hófust 1973 og framleiðsla 1977. Þegar flauginni hefur verið skotið, er henni til að byrja með stýrt frá radar um borð í flugvél- inni, en þegar hún er í um tíu kíló- metra fjarlægð frá skotmarkinu tekur innbyggður radar við og stýrir flauginni á skotmarkið. Eftir að flauginni hefur verið skotið af stað leitar hún niður að sjávarmáli og sér hljóðbylgjuhæð- armælir um að halda flauginni í 2—3 metra hæð yfir haffletinum meðan hún leitar skotmarkið uppi. Drægni flauganna, sem fljúga næstum með hljóðhraða (Mach 0,93), er mismunandi eftir því úr hvaða hæð þeim er skotið. Super Etenard-þota getur skotið flaug- inni úr allt að 33 þúsund feta hæð og er drægni flaugarinnar þá tæplega 70 kílómetrar, en ef henni er skotið úr Super Frelon-þyrlu í 100 metra hæð er drægnin 52 kíló- metrar. Veður Akureyri +2 lóttskýjaó Amaterdam 13 skýjaó Aþena 23 heíóskirt Barcelona 16 hálfskýjaó Berlín 18 heióskírt BrUssel 11 heiðskírt Buenos Aires vantar Chicago 28 rigning Dyflinni 11 rigning Feneyjar 12 alskýjaó Frankfurt 13 rigning Færeyjar vantar Genf 13 rigning Helsinki 11 heióakirt Jerúsalem 20 heióskírt Jóhannesarborg 19 hoióskírt Kairó 27 rigning Kaupmannahöfn 13 rigning Las Palmas 22 léttskýjaó Lissabon 18 heióskirt London 12 heióskírt Los Angeles 19 heióskírt Madrid 21 heiðskírt Mallorca 21 léttskýjaó Malaga 24 léttskýjaó Mexicoborg 23 heióskírt Miami 25 skýjaó Moskva 14 heióskirt Nýja Delhi 38 heióskírt New York 21 heiðskirt Osló 10 skýjaó París 14 heióskfrt Perth 15 skýjaó Reykjavík 0 skýjaö Rio de Janeiro 25 rigning Róm 20 heiðskirt San Francisco 23 heióskirt Stokkhólmur 8 skýjaó Sydoey 26 heióskírt Tel Aviv 23 heiðskírt Tókýó 24 heióskfrt Vancouver 13 skýjaó Vínarborg 22 heióskírt FAÐIR eins Falklendings sagði í dag, aö hundruð Falklendinga heföu flúið höfuðborgina, Stanley, og leit- að skjóls í búðum smalamanna til fjalla. Hann sagði Falklendinga vel haldna og þeir hefðu nóg matar. „Hann var borubrattur, það kom mér á óvart," sagði Jim Curt- is, faðir 37 ára Falklendings, sem sagði aðeins 500 íbúa eftir í Stan- ley. Flestir hefðust við í afskekkt- um búðum hjarðmanna í hálendi Austur- og Vestur-Falklands. Talið er, að í mesta lagi eitt- hundrað manns hafi yfirgefið eyj- arnar eftir að Argentínumenn réðust þar á land, en alls eru Falk- lendingar um 1800 talsins. Super-Frelon þyrla vopnuð tveimur Exocet-eldflaugum. sím*mynd ap. Falklendingar á götu i Stanley. Hundruð íbúa í Stanley eru nú flúin til fjalla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.