Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.05.1982, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 6. MAÍ 1982 KeeMrm ,, EKKi minnast sv/o d. ok ecj konniá’ héir vié komum heim." ást er... ... að láta kyssa sig og knúsa. TM Reg U S Pal Oft all rights reserved c 1978 Los Angeles Times Syndicate Hvað áttu við með að ég eigi að tala hærra, svo þú skiljir mig — ég er með tyggjó! HÖGNI HREKKVÍSI ”nei /.. hanm ee e«Ki as>ítobaRköttur miwn {" Sameinuð þjóð í besta landi heimsins Árni Helgason skrifar: „Kæri Velvakandi! Það væri synd að segja að bless- uð stjórnarandstaðan okkar í dag væri jákvæð eða litrík. Og í Eld- húsdagsumræðunum datt manni í hug orð heilagrar ritningar um grát og gnístran tanna. Almenn- um borgara virðist að aðalkraftar andstöðunnar fari í að koma ríkis- stjórninni frá með einhverjum hætti og umhugsun um það sitji í fyrirrúmi málefna sem fyrir liggja. I baráttu við verðbólgu og aðra óáran í þjóðfélaginu þarf enga glöggskyggni til að sjá að sameining átaka allra með gott hugarfar er sterkasta aflið sem til er, en það er erfitt að beina and- stöðunni í þann farveg. í þeim blöðum sem andstöðunni unna les- um við oft fyrirsagnir svo sem: Stjórnin er að falla, stjórnin riðar til falls, fellt mál fyrir ríkisstj. og stjórnin er fallin — og gleði- glampinn milli línanna minnir undur vel á sérstakan kafla í ævi- sögu séra Árna Þórarinssonar. En þrátt fyrir allt heldur stjórnin áfram í erfiðri baráttu, því það er ekki eins alvarlegt að berjast við andstöðuna innanfrá heldur við fallandi markaði erlendis og sölu- tregðu sem andstaðan vonar að verði til að felli stjórnina. En þá kemur sú stóra spurning: Hver hækkar verðlag erlendis á afurð- um okkar og hver breytir vand- ræðum þjóða allt í kringum Árni Helgason okkur? Við skulum því líta raun- hæft á málin. Ákafi stjórnarandstöðu á hverj- um tíma má ekki vera slíkur að landsmenn fái það á tilfinninguna að hér sé um skemmdarverk að ræða. Og þegar það er athugað að stjórnarandstaðan i dag hefur bókstaflega ekki neitt upp á að bjóða annað en hávært tal og ávít- ur bæði fyrir að eyða og spara. Andstaðan heimtar stórar fúlgur til húsnæðismála um leið og neit- að er um nokkra peninga í slíka hít og svona er það á fleiri sviðum. Þingsályktunartillögur og frum- vörp streyma úr öllum áttum um auknar framkvæmdir á meðan stjórnin er gagnrýnd fyrir eyðslu- semi. Ég get ekki fengið botn í þetta, eins og einn vinur minn sagði. Að ríkisstjórn hvers tíma takist sem best í málefnum þjóðarinnar skiptir öllu máli fyrir þjóðfélagið í heild. Við erum öll í sama bát og því þýðir ekki að leggja stóra steina í veg þann sem til hagsbóta horfir landsmönnum. Gagnrýni er ef til vill nauðsynleg, en leiðbein- ingar og gott hugarfar er sterkara og það veit ég að andstaðan skilur undir niðri. Þeir menn sem setja hagsmuni þjóðfélagsins ofar sín- um metnaði og flokks síns verða að skilja að landsmenn ætlast til sameiningar um vandann en ekki grátkórs um of lítil yfirráð þjóð- málanna í dag, og ekki getur hinn almenni borgari gert að því þótt stjórnarandstaðan hafi leikið af sér og það bitni á verðmætum hins daglega lífs. Ég á ekki betri ósk stjórnar- andstöðunni til handa en hún fari að átta sig á að nöldur, reiði og átök til að ryðja ríkisstjórninni úr vegi er ekki mál lands og þjóðar. Ég minnist þess að eitt sinn var haft eftir komma nokkrum: „Hvað varðar mig um þjóðarhag?" Ósköp finnst mér þessi hugsunarháttur hafa færst í aukana síðan þetta var talað. Er ekki orðið mál að rísa gegn honum. Sameinuð þjóð í besta landi heimsins, það á að vera kjörorðið. Hjálpast að, en ekki setja fótinn fyrir. Gleðilegt sumar.“ Þessir hringdu . . Hver er réttur einstaklingsins í slíku tilfelli? Lesandi hringdi og hafði eft- irfarandi að segja: „Mig lang- ar til að varpa fram tveimur spurningum í tilefni af nýrri útgáfu af bókinni Samtíðar- menn: Birtir útgefandinn nöfn þeirra sem sendur var listi með beiðni um upplýsingar en svöruðu ekki? Hver er réttur einstaklingsins að því er varð- ar að hindra birtingu á efni sem er hans einkamál í slíku ti lfelli ?“ Ekki fáum við eftirgjöf Vestmanneyingur hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Eg er mjög óánægð með það að leggja niður svæðisu plýs- ingar Landssimans í síma 03 og færa yfir á Reykjavíkur- stöðina. Eg hringdi í þetta númer um daginn og þá var ég spurð, hvar ég væri stödd á landinu. Á að fara eins að um allt land, eða hvað? Að leggja þetta allt undir Reykjavík- urstöðina? Ég er alfarið á móti því, en vil nota þetta tækifæri til að senda síma- stúlkum hér í Vestmannaeyj- um og í Reykjavík þakkir mín- ar fyrir lipra þjónustu í gegn- um árin. Én svo eru það kosn- ingasímarnir. Það er þannig mál sem maður minnkast sín fyrir. Það hefur verið farið aftan að þjóðinni með þetta. Við hjónin eru komin um sjö- tugt og ekki fáum við neina kosningasíma. Nei, ónei. Ég ætla ekki að hafa fleiri orð um það.“ Ekki var á þaö bætandi Kannveig Þorsteinsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „I haust átti að knýja fram leyfisveitingu fyrir sjoppubyggingu hér á horni Grensásvegar og Sogavegar. Við hófum undirskriftasöfnun meðal íbúanna hér við Soga- veg til að mótmæla þessu fyrirtæki og töluðum við fjölda stjórnmálamanna í öll- um flokkum í borgarstjórn. Aðalröksemd okkar var sú, að hér væri mikil umferðarörtröð um Grensásveg og Sogaveg og þetta væri nógu ónæðissamt horn fyrir, þó ekki væri farið að bæta við umfangsmiklum sjoppurekstri sem drægi enn meiri umferð að og ylli enn meira ónæði en fyrir var. Auk þess bentum við á stöðugan umferðarnið frá Miklubraut. Við höfðum vonað að gamli söluturninn mundi brátt s.VnRja sitt síðasta og aðeins kyrrðist hér um, og jafnvel yrði hægt að talast við hér fyrir utan húsin. Það er sífellt verið að klifa á því að fólk eigi að taka þátt í að móta um- hverfi sitt, að það eigi að hafa sem víðtækust áhrif á hvað sé gert eða látið ógert. Við reynd- um þetta, en árangurinn er ekki uppörvandi. Það eru komnar gröfur á kaf í jörðina hér fyrir handan götuna. Og vilji íbúanna við Sogaveg og í nágrenni virtur að vettugi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.