Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 3

Morgunblaðið - 07.05.1982, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 3 Dregið verður í happdrætti Sjálfstæðisflokksins hinn 15. maí næstkomandi. Þessir hressu strákar hafa þann starfa að sækja greiðslu heim til þeirra, sem kaupa vilja miða í happdrættinu. Miöstöð happdrættisins er í Valhöll, Háaleitisbraut 1, og þar opið frá klukkan 09 til 22 daglega. I»á hefur happdrættið jafnframt beðið Morgunblaðið að koma því á framfæri, að tilfinnan- lega vantar fleiri stráka á vélhjólum fram til 15. maí. Er þar einkum um kvöldvinnu aö ræða. Kristján Thorlacius formaður BSRB um niðurgreiðslur ríkisstjórnarinnar „Vísitölutilfæringar koma til með að hefna sín“ ,,I>A1) HEFDK lenjji tíðkazt að breyta vísitölunni með tilfæring- um, en það hefur nú aukizt mjög að greiða niður vísitöluna rétt fyrir útrcikning og síðan hækka vöru- verð skömmu síðar,“ sagði Krist- ján Thorlacius, formaður BSKB, í samtali við Morgunblaðið um niðurgreiðslur ríkisstjórnarinnar á landbúnaðarafurðum. „Allar tilfæringar með vísitöl- una,“ hélt Kristján áfram, „koma til með að hefna sín, þetta á að vera vörn fyrir fólkið í land- inu og stuðla að trausti fólks á föstum reglum, en því fer fjarri að svo sé. Eins og kunnugt er, liggur fyrir nýleg neyzlurann- sókn og það er augljóst að slík ný könnun á neyzluvenjum fólks hlýtur að gefa réttari mynd af útgjöldum vísitölufjölskyldu heldur en neyzlukönnun sem gerð var fyrir um það bil 20 ár- um. Það verður að teljast brýnt að mínum dómi að samið sé um Kristján Thorlacius nýjan vísitölugrundvöll á grundvelli hinnar nýlega gerðu neyzlukönnunar." Kópavogur: 17 lóðum við Hlíð- artún var úthlutað GENGH) hefur verið frá úthlutun 17 lóða við Hlíðatún i Kópavogi, en alls bárust liðlega 160 umsóknir um þær, að sögn Bjarna Þórs Jónssonar, bæj- arstjóra í Kópavogi. Hlíðartún 1: Erfingjar Grænu- hlíðar, bótalóð. Hlíðartún 2: Hulda Hjaltadótt- ir, Kjarrhólma 16. Hlíðartún 3: Gunnar M. Soph- aníasson, Kjarrhólma 20. Hlíðartún 4: Óskar Guðjónsson, Skólagerði 36. Hlíðartún 5: Hörður Svavars- son, Engihjalla 9. Hlíðartún 6: Snorri Magnússon, Álfhólsvegi 75. Hlíðartún 7: Ólafur Eiríksson, Kópavogsbraut 95. Hlíðartún 8: Sverrir Baldvins- son, Kjarrhólma 34. Hlíðartún 9: Sæunn Jónsdóttir, Hjallabraut 3, Hafnarfirði, bóta- lóð. Hlíðartún 10: Hinrik Hinriks- son, Lundarbrekku 16. Hlíðartún 11: Guðmundur Jó- hannsson, Hjaltabakka 14, Reykjavík, bótalóð. Hlíðartún 12: Kristinn Valdi- marsson, Borgarholtsbraut 61. Hlíðartún 13: Jóhannes Viggós- son, Birkihvammi 9. Hlíðartún 14: Erfingjar Grænu- hlíðar, bótalóð. Hlíðartún 15: Einar Kjartans- son, Furugrund 52. Hlíðartún 17: Sigurjón Valdi- marsson, Efstahjalla 13. Hlíðartún 19: Erfingjar Grænu- hlíðar, bótalóð. Síðan á eftir að úthluta 10 lóð- um til viðbótar við Álfatún, en unnið er úr gögnum þessa dagana. Um 20 umsækjendur voru um þær lóðir, auk þess sem um 20 af fram- angreindum umsækjendum um lóðir við Hlíðartún sóttu um lóð við Álfatún til vara. íslenzka óperan: Litli sótarinn og La Traviata næstu verkefni „ÞETTA hefur gengið prýðisvel hjá okkur,“ sagði Garðar ('ortes, stjórn- arformaður Islenzku óperunnar, er Morgunhlaðiö leitaði fregna af rekstrinum. „45. sýning á Sígauna- baróninum verður á sunnudaginn kemur, en við ætlum að hætta að sýna hann, úr því að við crum komin með fimmtíu sýningar. Samt er uppselt á hverja ein- ustu sýningu, en af ýmsum orsök- um eigum við óhægt með að halda áfram með sýningarnar úr því að kominn er júní. Það er í athugun að breyta leiktjöldunum þannig að hægt sé að taka verkið upp með litlum fyrirvara.“ — Næsta verkefni? „Það verður Litli sótarinn eftir Benjamin Britten, eða „Let’s make an opera", eins og það heitir á ensku. Lítið verk og auðvelt í með- förum. Við munum sýna það í haust, en okkar næsta stóra verk- efni verður La Traviata eftir Verdi. Þá óperu gerum við okkur vonir um að geta frumsýnt um jólaley tið.“ — Ef Sígaunabaróninn verður sýndur fimmtíu sinnum, hvernig standa þá fjármálin? „Uppfærslan hefur þá staðið undir sér. Því má bæta við að á næstunni er fyrirhugað að hafa síðdegissýningar á Sígaunabarón- inum á sunnudögum og einnig ætl- um við að gera tilraun með mið- nætursýningu," sagði Garðar Cortes. Lee Cooper er meira en gallabuxur ÞEIR SEUA LEE COOPER FÖTIN. VL. BJARG Akranesi VL. GRUND Grundarfirði VL. HÓLMSKJÖR Stykkishólmi VL. INGA Hellissandi KF. BORGFIRÐINGA Borgarnesi KF. HVAMMSFJARÐAR Búðardal VL. ÓSK Akranesi VL. VÍK Ólafsvík VL. ARA JÓNSSONAR Patreksfirði VL. EINARS OG KRISTJANS Isafirði VL. EINARS GUÐFINNSSONAR Bolungarvik VL. JONS S. BJARNASONAR Bfldudal VL. LJÓNIÐ isafirði KF. DÝRFIRÐINGA Þingeyri KF. STEINGRlMSFJARÐAR Hólmavik VL. GUÐRÚNAR RÖGNVALDSD. Siglufirði KF. HÚNVETNINGA Blönduósi KF. ÞINGEYINGA Húsavik KF. N-ÞINGEYINGA Kópaskeri KF. N-ÞINGEYINGA Asbyrgi KF. LANGNESINGA Þórshöfn VL. SIGURÐAR PÁMASONAR Hvammstanga VL. SOGN Dalvík VL. SPARTA Sauðárkróki VÖRUHÚS K.E.A. Akureyri VL.ELÍSAR GUÐNASONAREskifirði KF. HÉRAÐSBÚA Egilsstöðum KF. VOPNFIRÐINGA Vopnafirði KF. FRAM Neskaupstað KF. FÁSKRÚÐSFJARÐAR Fáskrúðsfirði KF. STÖÐFIRÐINGA Breiðdalsvik KF. A-SKAFTFELLINGA Höfn, Homafirði KF. HÉRAÐSBÚA Seyðisfirði KF. HÉRAÐSBÚA Borgarf. Eystra VL. ALDAN Sandgerði VL. EIK Hafnarfirði VL. PALAS Grindavlk VL. FREYJA Kópavogi VL. SMÁRABORG Kópavogi KF. ÁRNESINGA Selfossí KF. RANGÆINGA Hvolsvelli KF. SKAFTFELLINGA Vik I Mýrdal VL. FRIÐRIKS FRIÐRIKSSONAR Þykkvabæ VL. STEINA OG STJÁNA Vestmannaeyjum VL. TRAFFIC Keflavík VL. ADAM Laugavegi 47 VL. ELFUR Laugavegi 38 VL. FALDUR Austurveri v/Háaleitisbr. VL. HERRAHÚSIÐ Bankastræti 7 VL. HERRAHÚSIÐ Aðalstræti 4 VL. STRÆTIÐ Hafnarstræti VL. VINNUFATABÚÐIN Hverfisgötu 26 VL. VINNUFATABÚÐIN Laugavegi 76 VL. TINNI Drafnarfelli

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.