Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982
17
l>etta er hluti af korti Jóns Jónssonar. Þar sést meóal annars að austustu
sprungurnar á yfirborðinu, sem fundist hafa, eru rétt vestan við Elliðavatn,
en að sprungusveimurinn þar fyrir austan heldur áfram í norður. Sprungurn-
ar norður af Rauðavatni á þessu grófa korti eru mjög áberandi, og hefur nú
við nánari skoðun komið í Ijós að kringum þær er bergið mikið upp brotið.
bætt við á kortin því sem hann
hefur séð í viðbót.
Þegar Þróunarstofnun Reykja-
víkurborgar tók að undirbúa
skipulag á nýjum svæðum var
byrjað á könnunum, og 1973 birt
náttúrufarslýsing með sprungu-
korti Jóns og gerð grein fyrir
jarðfræði þessara svæða, byggð
m.a. á rannsóknum hans, og það
var einn þátturinn sem notaður
var við ákvarðanatöku um á hvaða
svæði skyldi beina athyglinni á
skipulaginu frá 1977.
— Ég hefi kortlagt þessi svæði í
grófum dráttum, sagði Jón. Mín
kortlagning á sprungum á Rauða-
vatnssvæðinu er því miklu grófari
en Halldórs Torfasonar jarðfræð-
ings nú. Við það að nú loks er farið
að skoða þetta sprungusvæði nán-
ar og í alvöru hefur komið í ljós og
passar við það sem ég hefi haldið
fram, að svæðið kringum svona
sprungur er meira og minna mölv-
að — sprungurnar eru miklu fleiri
en sjást á yfirborðinu.
Kosninga-
útvarp og
sjónvarp:
Reykjavík í út-
varpi og sjónvarpi
— Kópavogur, Hafnarfjörður og Akureyri aðeins í sjónvarpi
KOSNINGAÚTVARP og sjónvarp
vegna sveitarstjórnakosninganna 22.
maí næstkomandi verður með hefð-
bundnum hætti, að því er Hjörtur
l’álsson, dagskrárstjóri útvarps, og
Þétur Guðfinnsson, framkvæmda-
stjóri sjónvarps, sögðu í samtali við
Morgunblaðið.
Kosningabaráttan í sjónvarpi
hefst á sunnudaginn kemur, hinn 9.
maí, með tveggja klukkustunda
þætti er hefst klukkan 16. Þar verða
fluttar ræður í 30 mínútur. Full-
trúar flokkanna, einn eða fleiri,
verða spurðir af fréttamanni, og síð-
an verða aftur umræður í hálfa
klukkustund. Stjórnandi þessa þátt-
ar verður Helgi E. Helgason, frétta-
maður.
Laugardaginn 15. maí verða síðan
framboði í Kópavogi gerð skil, ræð-
ur fyrst og síðan hringborðs-
umræður eins manns frá hverjum
lista. Sunnudaginn 16. maí kemur
svo röðin að Hafnfirðingum milli kl.
14 og 16, sem hafa sams konar fyrir-
komulag og Reykvíkingar, ræður,
viðtöl og ræður. Akureyringar eru
svo milli klukkan 16 og 18 sama dag,
og er ætlunin að þar verði sama
fyrirkomulag og í Kópavogi, ræður
og hringborðsumræður. Kosninga-
baráttunni í sjónvarpi lýkur svo
með hringborðsumræðum fulltrúa
listanna við borgarstjórnarkosn-
ingarnar í Reykjavík, samtals 90
mínútur.
í útvarpi verða frambjóðendur í
Reykjavík „á beinni línu“ þar sem
hlustendur geta komið með fyrir-
spurnir. Þátturinn verður á dagskrá
fimmtudaginn 13. maí milli kvöld-
frétta, í umsjá þeirra Vilhelms G.
Kristinssonar og Helga H. Jónsson-
ar.
Framboðum í öðrum kaupstöðum
verða ekki gerð skil í útvarpi, en
Hjörtur Pálsson sagði, að ef óskir
kæmu fram um slíkt væri mönnum
bent á að sækja um leyfi til að út-
varpa þáttum á sérbylgjum í sinni
heimabyggð.
Vegna kosninganna verður svo
sent út á stuttbylgju 22. maí, frá
klukkan 18.30 GMT þar til talningu
lýkur, á 13.797 kHz, og á sunnudeg-
inum 23. maí einnig á milli klukkan
12 og 14 GMT.
Rætt við hjúkrunarfræðinga á 3 spítolum
Fólk fæst ekki til starfa
á þessum lágu launum
„ÉG HKK þá trú, að nú reyni á það
hvað við stöndum vel saman, og við
munum hætta hinn 15. eins og við
höfum sagt,“ sagði Auður Ragnars-
dóttir hjúkrunarfræðingur á Landa-
koti í spjalli við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær. „Svipað átti sér einnig
stað árið 1977, en þá guggnuðum við
og við hættum við uppsagnir, en til
þess kemur ekki nú, samstaðan er
geysimikil, og kjörin verri en þau
voru 1977.
Aðalmálið er þó ekki að við fáum
hærri laun, það er ekki eins mikið
atriði og það, að á meðan launin
eru ekki hærri en þau eru nú, fáum
við ekki hjúkrunarfræðinga til
starfa. Það er skortur á hjúkrunar-
fræðingum við spítalana, þó nóg sé
til af menntuðu starfsfólki. Það fer
bara í önnur störf, sem eru betur
launuð. Þessi lágu laun eru ástæð-
an fyrir því slæma ástandi sem er í
sjúkrahúsmálunum hér, eða að
minnsta kosti stór hluti ástæðunn-
ar. Það er verið að tala um B-álmu
Borgarspítalans til dæmis, og á
Borgarspítalanum eru stofur ekki
nýttar vegna skorts á hjúkrunar-
fræðingum, og hér hafa verið auð-
ar stofur á lyfjadeild af sömu
ástæðu.
— Nei, við förum ekki frá nein-
um sjúklingum, sem okkar þurfa
með, við höfum skipulagt neyðar-
þjónustu, og því á engum að vera
hætta búin vegna aðgerða okkar.
Eg held hins vegar að enginn sé
farinn að hugsa svo langt að fara í
aðra vinnu, við trúum ekki öðru en
ráðamenn láti sér segjast áður en
lýkur."
Auður kvaðst vera með um 10
þúsund krónur á mánuði. Þar að
baki er þriggja ára hjúkrunarnám,
sex ára starfsreynsla, og hún gegn-
AuAur Ragnarsdótlir: „Það er nóg til
af menntuðum hjúkrunarfræðingum,
en launin gera það að verkum að
lærðir hjúkrunarfræðingar fara i
önnur störf.“
ir starfi deildarstjóra og er því á
hærri launum en almennir hjúkr-
unarfræðingar.
Ekkert bendir til annars en
að við hættum hinn 1. júní
„Við hjúkrunarfræðingar á Borg-
arspítalanum höfum sagt upp störf-
um frá og með I. júní, og eins og er
bendir ekkert til annars en að þá
leggjum við niður vinnu," sagði Jón
Karlsson hjúkrunarfræðingur á
Borgarspítalanum í samtali við blaða
mann Morgunblaðsins í gær. „Kn
þessi mál eru þó öll í deiglunni núna,
og verða rædd á fundi á mánudag-
inn, og þá verður meðal annars rætt
um hvað við gerum ef þau á ríkisspít-
ulunurn fresta aðgerðum um þrjá
mánuði. Kg á þó ekki von á að svo
fari, það er góð samstaða innan stétt-
arinnar um kjarabaráttuna, og þann
hálfa mánuð sem líður frá því að
hjúkrunarfræðingar á hinum spítul-
unum hætta og þar til við hættum,
munum við ekki ganga inn í þeirra
störf.
Þessi tveggja launaflokka hækk-
un sem kjaradómur úthlutaði
okkur er hvergi nærri nóg, það
þarf meira til að koma, enda höf-
um við dregist það langt aftur úr í
launum. Þessi lágu laun hafa svo
meðal annars leitt tii þess að fólk
skortir í störf hjúkrunarfræðinga
á spítulunum, þótt nægilega marg-
ir hafi lært til hjúkrunarfræðings.
Hér á Borgarspítalanum eru þess
jafnvel dæmi að heilu deildirnar
séu reknar á aukavöktum, það er
að segja, ef við hættum að vinna
yfirvinnu, þá verður að loka sum-
um deildum spítalans.
Þetta sýnir ástandið í hnot-
skurn, en yfirvinnu hafa flestir
tekið, meðal annars vegna þess hve
launin eru lág. Ég er til dæmis með
Tveggja launaflokka hækkun var
hvergi nærri nóg, við erum orðin það
langt aftur úr í launum.
7.839 krónur á mánuði, eftir árs
starf og þriggja ára hjúkrunar-
nám. Það þykir ekki mikið úti á
hinum almenna vinnumarkaði,"
sagði Jón að lokum.
Sýnir að ekki er ætlun-
in að semja við okkur
„Ég hef ekki fengið í hendur til-
kynningu um að uppsögnum okkar
hafi verið frestað af ríkisvaldinu, en
ef svo er, þá verður vitaskuld að
skoða það," sagði Sigríður Guð-
mundsdóttir hjúkrunarfræðingur á
Landspítalanum í samtali við Morg-
unblaðið í gær. „Það liggur hins veg-
ar Ijóst fyrir," bætti hún við, „að það
er ákaflega erfitt að fara að ha'lta
baráttunni nú, enda erum við þegar
byrjuð að skipuleggja starfið sam-
kvæmt neyðaráætlun.
Þetta mál var lítillega rætt á
fundi fyrr í vikunni, og þar voru
uppi háværar raddir um að við
ættum ekki að sinna óskum eða
fyrirmælum um framlengingu á
ráðningartíma okkar. Slík tillaga
núna sýnir líka, að ráðamenn ætla
sér ekki að semja við okkur og að
þeir taka okkur ekki alvarlega,
enda hafa þeir ekki rætt við okkur.
Þeir eru að reyna að splundra sam-
stöðu okkar með þessu, en sem
kunnugt er, hætta sumir hjúkrun-
arfræðingar 15. maí, hvað sem gert
verður á rikisspítölunum. En
stemmningin hjá okkur er góð i
þessari baráttu, við stöndum allar
saman sem ein.
Hér er ríkjandi neyðarástand í
hjúkrunarmálum, 350 hjúkrunar-
fræðingar eru ekki í starfi vegna
launa og mikils vinnuálags, svo
sem á Borgarspítala og Kleppsspít-
ala, þar sem fólk er nánast skyldað
til að vinna yfirvinnu. Þetta hent-
ar fæstum, fjölskyldufólki til
dæmis yfirleitt illa, og dæmi eru
mörg um að hjúkrunarfræðingar
hafa flust til Skandinavíu af þess-
um ástæðum, þar sem vinnu með
hóflegu álagi og betri launum er að
fá. Það þarf að bæta úr þessu
ástandi núna, það má ekki bíða
hausts.“
Sigríður kvaðst hafa 9.062 kr. í
Sigríður Guðmundsdóttir:
„VIÐ KORl'M fram á 5 launaflokka
ha'kkun, en kjaradómur veitti okkur
2. Okkur vantar því enn 3, og þeim
hyggjumst við ná með aðgerðum
okkar."
mánaðarlaun, sem grundvölluðust
á þriggja ára hjúkrunarnámi, sex
ára starfsaldri og eins flokks
hækkun vegna starfa sem aðstoð-
ardeildarstjóri.
Sé engin merki um samninga
fyrir 15. mal og þá hættum við
„Við göngum út héðan hinn 15.
maí, eins og við höfum boðað, hafi
ekki tekist samningar, og eins og er
sé ég engin merki þess að búið verði
að semja þá,“ sagði Rikka Mvrdal,
hjukrunarfra'ðingur á Landakotsspít-
ala, í gær er blaðamaður hitti hana
að máli við störf á spítalanum.
„Hvað okkur hér snertir, eru
engin lög sem geta framlengt ráðn-
ingu okkar, eins og á við um ríkis-
spítalana,“ sagði Rikka ennfremur,
„svo það kemur ekki til álita hér.
Einnig hef ég haft af því fréttir, að
hjúkrunarfræðingar á Landspítal-
anum ætli ekki að fara að fyrir-
mælum um framlengingu, heldur
muni þeir ganga út um leið og við,
hinn 15. Það er mjög góð samstaða
um þessar aðgerðir innan stéttar-
innar, þar sem allir hjúkrunar-
fræðingar hafa sagt upp nema þar
sem veikindafrí, barneignarfrí eða
eitthvað slíkt hefur sett strik í
reikninginn. Þá styðja sjúkraliðar
okkur einnig, og læknar segjast
gera það einnig.
Nei, ég hef ekki ráðið mig í vinnu
annars staðar, og veit ekki til að
aðrar hafi gert það. Við vonum og
trúum því, að þetta verði ekki mjög
langur tími, þegar ráðamönnum
skilst, að okkur er full alvara. Þeir
hafa hins vegar sýnt ótrúlega
stífni, og ekki einu sinni boðað
okkur til fundar um málið. —
Launin, nei, það er ekkert leynd-
armál hver þau eru, um 8 þúsund
krónur eftir þriggja ára nám, það
er nú ekki nteira,“ sagði Rikka að
lokum.
Rikka Mýrdal á Landakotsspítala:
„ÞAD KR vissulega erfitt að ganga
héðan út, enda finnst okkur sem við
berum nokkra ábyrgð á sjúklingun-
um. Það verður þó vel séð um alla,
og hráðatilfellum verður sinnt.“
Myndirnar tók Kmilía Björg
Björnsdóttir.