Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982
Aðeins útflutning-
ur, lítill sem eng-
inn innflutningur
— segir Halldór Blöndal alþingismaður um
viðskipti okkar við Nígeríu og Portúgal
HALLDÓR Blöndal gerði viðskipti
Islendinga við Nígeríu og Portúgal
aö utnræðuefni í umræðum um
skýrslu um utanríkismál í samein-
uðu þingi 27. apríl sl. Hann benti
sérstaklega á mismun útflutnings
Dollara-
verð hefur
hækkað um
1% á viku
DOLLARAVERÐ hefur hækkað
um tæplega eitt prósent á einni
viku, eða úr 10.400 krónum hver
dollari 28. apríl sl. í 10.499 krónur
samkvæmt gengisskráningunni !
gærdag. Hins vegar hefur doll-
araverð hækkað um liðlega 6,8%
frá 4. marz sl. þegar ríkisstjórnin
heimilaði formlegt gengissig ís-
lenzku krónunnar. I*á var sölu-
gengi Kandaríkjadollars skráð á
9.829 krónur, en 10.499 í gærdag
eins og áður sagði.
Frá áramótum hefur dollara-
verð hækkað um tæplega 28,3%,
eða úr 8.185 krónum í 10.499
krónur.
Þá má geta þess, að í valdatíð
núverandi ríkisstjórnar frá 8.
febrúar 1980 hefur dollaraverð
hækkað um liðlega 161,3%, en þá
var sölugengi dollarans skráð
4.017 krónur.
og innflutnings í viðskiptum við
löndin, en Nígería hefur síðustu ár
verið þriðja stærsta útflutnings-
land okkar en Portúgal var á sl. ári
fjórða stærsta í röðinni.
Halldór benti í ræðu sinni á gíf-
urlegan mismun inn- og útflutn-
ings í viðskiptum við löndin og
sagði, að árið 1981 hefði útflutn-
ingur til Nígeríu numið 858 millj.
kr. en við keypt þaðan fyrir 188
þúsund krónur. Á sama ári hefði
munurinn hvað varðar Portúgal
verið sá að útflutningur nam 702
millj. kr. en innflutningur aðeins
135 millj. kr. Aðalskreiðarmark-
aður okkar hefur verið í Nigeríu
en saltfiskmarkaður í Portúgal.
Halldór minnti í þessu sambandi á
ályktun aðalfundar Samlags
skreiðarframleiðenda þar sem
skorað er á ríkisstjórnina að koma
sem fyrst á nánari stjórnmála-
sambandi við Nígeríu með því að
setja upp sendiráð í Nígeríu. Einn-
ig minnti hann á að portúgölsk
stjórnvöld hefðu borið fram kröfu
um að við legðum meiri áherslu á
innflutning þaðan og að sendi-
herra Nígeríu sem hér var staddur
fyrir skömmu hefði ekki farið dult
með að honum væri mjög í mun að
gagnkvæm viðskipti kæmust á
milli landanna.
Viðskiptaráðherra, Tómas
Árnason, talaði á eftir Halldóri og
sagðist geta tekið undir margt af
því sem hann hefði sagt um við-
skipti okkar við Nígeríu og Portú-
gal. Hann lýsti því yfir að sér
fyndist tímabært að athuga um
það að Island stofni sendiráð i
Afríku og þá með staðsetningu í
Nígeríu.
Flóa- og kökumarkaður
KVENFÉLAG Karlakórs Reykjavíkur heldur flóa- og kökumarkað að
Freyjugötu 14, 2. hæð (Félagsheimili Karlakórs Reykjavíkur), laugar-
daginn 8. maí kl. 14.00. Margir eigulegir munir eru á boðstólum ásamt
blómum og afleggjurum.
Höfn í Hornafirði:
Átta íbúðir í verkamanna-
bústöðum afhentar í haust
MYNDIN hér að ofan er af verka-
mannabústöðum sem nú er verið
að reisa á Höfn í Hornafirði. Að
sögn sveitarstjórans þar, Sigurðar
Hjaltasonar, eru alls átta íbúðir i
húsunum og hefur þeim öllum ver-
ið úthlutað.
„Þessi hús voru byggð ^am-
kvæmt nýju lögunum um verka-
mannabústaði," sagði Sigurður.
„Við hefðum gjarnan viljað hafa
íbúðirnar 10 en fengum ekki að
byggja nema átta. Það er greini-
lega mikil þörf fyrir fleiri svona
íbúðir hér. Verkið var boðið út í
fyrrahaust og barst lægsta til-
boðið frá trésmiðjunni Álmi sf.
og er það hún sem sér um verkið.
Verkið gengur vel og allar horf-
ur eru á að því verði lokið fyrir
haustið, en íbúðirnar á að af-
henda í september."
Oddviti Bólstaðarhlíðarhrepps:
Sýnist sem í raun sé verið
að semja um 400 gígalítra lón
„MÉR sýnist nú sem þarna sé í raun-
inni verið að semja um 400 gígalítra
lón, enda væru menn varla að gera ráð
fyrir stækkun siðar nema af því að
þeir telja að þá verði unnt að koma
þessu í gegn,“ sagði Jón Tryggvason
bóndi i Ártúni og oddviti Bólstaðar-
hliðarhrepps í samtali við blaðamann
Morgunblaðsins, er hann var spurður
álits á því samkomulagi sem virðist
hafa náðst um virkjanamál á Alþingi.
„Mér finnst nú einhvern veginn
alltaf aö framtíðin eigi að fá að ráða
sér sjálf," sagði Jón ennfremur, „og
hér kann að vera að samið hafi verið
um eitthvað sem ekki verður of vel
síðar. Ég vil hvorki binda hendur
framtíðarinnar með þessu né öðru,
skuldasöfnun úr hófi eða slíku. Mér
finnst þetta því ákaflega hæpið,
enda er 220 gígalitra lón mjög
heppileg stærð fyrir okkur, en hér
Sinueldar
í Kópavogi
Annríki var í gær hjá lögreglunni í
Kópavogi, vegna sinuelda sem kveikt-
ir höfðu verið víða í bænum. Var gróð-
ur víða í hættu og jafnvel mannvirki.
Kópavogslögreglan bað Morgun-
blaðið að koma þeim tilmælum á
framfæri til foreldra, að þeir
brýndu fyrir börnum sínum hætt-
una er stafað getur af sinueldum
þannig að koma mætti í veg fyrir
stórtjón á gróðri og eignum, og er
hlýna tekur er varp fugla einnig í
hættu.
er fyrst og fremst verið að sam-
þykkja tilhögun I sýnist mér. En 220
gígalítra lón væri okkur mjög mikils
virði, með hliðsjón af gróðri, ís-
myndun og fleiri atriðum. Hér er
veðurfar harðara eða síst betra en
fyrir sunnan við Þjórsá, og ég óttast
afleiðingar þess þegar farið verður
að hleypa ísmyndun hér niður fyrir
til okkar.
En annars er best að bíða og sjá
hvað verður, við höfum enn ekki séð
þetta samkomulag, aðeins haft af
því lausafregnir í fréttum. Þegar
þar að kemur mun hreppsnefndin
taka til þess afstöðu, nei, ekki á ég
von á að þetta fari fyrir almenna
atkvæðagreiðslu," sagði Jón að lok-
Minningarskákmót um Jón Ingimarsson:
Elvar Guðmunds-
son í efsta sæti
Minningarskákmót um
Jón Ingimarsson var haldið á
Akureyri um síðustu helgi.
Sóttu það 28 keppendur, en
það var haldið í nýjum húsa-
kynnum Skákfélags Akureyr-
Sævar Bjarnason, Jón Viðar
Garðarsson og Jón Björgvins-
son.
ar.
Verðlaunafé var 7 þúsund
krónur og var það gefið af Iðju,
félagi verksmiðjufólks, og fleiri
aðjlar á Akureyri styrktu mótið.
í efsta sæti varð Elvar Guð-
mundsson með fimm og hálfan
vinning af 7 mögulegum og
næstir og jafnir, með 5 vinn-
inga, urðu þeir Halldór Jónsson,
Póst- og simamálastjóri um skrefatalningu á hátíðisdögum:
Ef breyta á því þarf að koma til reglu-
gerðarbreyting frá ráðuneytinu
Skrefatalning á síma á höfuðborg-
arsvæðinu, er sem kunnugt er í gildi
frá klukkan 8 árdegis til klukkan 19,
frá mánudegi til fostudags. Laugar-
daga og sunnudaga er skrefatalning-
in ekki í gildi. Skrefatalningu er á
hinn bóginn beitt þá helgidaga árs-
ins, sem ekki ber upp á laugardag eða
sunnudag, svo sem skírdag, Tóstudag-
inn langa, annan í páskum og annan í
hvrtasunnu. Kinnig á jólum, 1. maí,
17. júní, nýársdag og fleiri frídögum,
sem ber upp á aðra daga en laugar-
daga og sunnudaga hverju sinni, að
því er Jón A. Skúlason póst- og sima-
málastjóri sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær.
Að sögn Jóns hefur þetta fyrir-
komulag allan tímann verið ljóst,
þar sem í reglugerðinni væri skýrt
og skorinort sagt, að skrefatalning
væri í gildi mánudaga til föstu-
daga, á bilinu klukkan 8 til 19. Hér
ætti því ekki að leika á neinn vafi.
Ef breyta ætti þessu, þannig að
aðrir helgidagar yrðu einnig utan
skrefatalningarinnar, þyrfti að
koma til reglugerðarbreyting frá
samgönguráðuneytinu. Póstur og
sími gæti ekki breytt því, fyrirtæk-
isins væri að fara eftir þeim regl-
um er settar væru. Jón kvað það á
hinn bóginn augljóst, að ef breyta
ætti þessu, myndi það kosta dýran
tækjabúnað, sem hefði „minni" til
heils árs, þar sem unnt væri að
setja inn í þessa daga, eða þá að
starfsmenn breyttu þessu hverju
sinni, með þeim kostnaði er því
fylgdi.
Að sögn póst- og símamálastjóra
liggur þegar fyrir, að skrefataln-
ingin hefur haft áhrif á símagjöld
á höfuðborgarsvæðinu til hækkun-
ar. Ekki væri þó ljóst hve sú hækk-
un væri mikil, því enn væri ekki
búið að senda út reikninga fyrir
heilt gjaldtímabil. En um leið og
ljóst væri að hækkunin hefði orðið
á höfuðborgarsvæðinu, væri vitað
að lækkun hefði orðið úti í dreifbýl-
inu, eins og til hefði verið ætlast.
Hjúkrunarfræð-
Ingar á Akureyri
íhuga lokatilboð
Akureyrarbæjar
Hjúkrunarfræðingar á Akur-
eyri hafa enn ekki sagt upp störf-
um vegna óánægju með kjör sín.
Að sögn Birnu Sigurbjörnsdóttur,
formanns samninganefndar
þeirra, eru þeir nú að íhuga loka-
tilboð, sem þeim hefur borizt frá
Akureyrarbæ.
Sagði Birna að lokatilboð
bæjarins fæli í sér, að byrjun-
arflokkur yrði 14. flokkur
BSRB, eftir eins árs starf
hækkuðu laun upp t 15. flokk,
eftir 4 ár í 16. og eftir 8 ár í 17.
Eftir 13 ára starf hækkuðu
laun svo upp í 18. launaflokk
eins og væri í aðalkjarasamn-
ingum. Væri hér um að ræða
tveggja launaflokka hækkun og
hraðara launaskrið en verið
hefði. Sagði Birna að hjúkrun-
arfræðingar væru ekki fyllilega
ánægðir með þetta tilboð, en
það væri þó betra en öðrum
hjúkrunarfræðingum hefði
boðizt. Því hefði verið tekin
ákvörðun um það að ræða til-
boðið nánar áður en tekin yrði
ákvörðun um uppsagnir eða
samninga á grundvelli tilboðs-