Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 11 Bláfjallaskálinn vígður í dag í DAG kl. 14.00 verður nýi Blá- fjallaskálinn vígður. Það var ár- ið 1980 sem sjö sveitarfélög tóku höndum saman um byggingu skálans á Bláfjallasvæðinu, en brýn þörf var orðin fyrir slíkan skála. Manfreð Vilhjálmsson, arkitekt, var fenginn til þess að hanna skál- ann sem nú er svo til alveg full- búinn. í skálanum er mjög góð veitingaaðstaða og tekur veit- ingasalurinn, sem er á tveimur hæðum, rúmlega 150 manns í sæti. Þá er í skálanum góð aðstaða til þess að geyma töskur utanaf skíðaútbúnaði meðan skipt er um skó o.fl. Veitingasalurinn er rúmgóður og er á tveimur hæðum. Það verður gott að geta skotist inn úr kuldanum og fengið sér heita hressingu í hinum glæsilega veitingasal á köldum vetrum. ims** Bláfjallaskálinn sem vígður verður I dag verður skíðafólki sem stundar Bláfjöll kærkominn. Mikil lækkun varð á amerískum bílum Aðflutningsgjöld bíla voru lækkuð nokkuð í vikunni eins og skýrt hefur verið frá. Lækkunin er mjög mis- munandi eftir vélarstærð og þyngd bíla, en það vekur athygli, að lækk- unin er allveruleg á amerískum bíl- um, sem hafa lítið verið seldir hér á landi síðustu mánuði vegna síhækk- andi verðs þeirra, samfara hækk- andi gengi Bandaríkjadollars. Sem dæmi um lækkanir á amer- ískum bílum má nefna, að Dodge Aries 1981-árgerð, sem kostaði fyrir lækkunina 227 þúsund krón- ur, kostar eftir hana 201 þúsund krónur. 1982-árgerðin, sem kost- aði fyrir lækkun 257 þúsund krón- ur kostar nú 227 þúsund krónur. Lækkunin í fyrra tilfellinu er 11,45%, en í seinna tilfellinu 11,7%. Þá má nefna lækkun á bíl eins og Dodge Omni, sem kostaði fyrir lækkun 229 þúsund krónur, en kostar eftir lækkunina 188 þúsund krónur. Lækkunin er því í þessu tilfelli 17,9%. Þá má nefna það, að Ford Granada, sem kostaði fyrir lækk- un 250 þúsund krónur, kostar eftir hana 225 þúsund krónur. Lækkun- in er því um 10%. Sömu sögu er að segja af Ford Mustang, sem kost- aði einnig 250 þúsund krónur fyrir lækkun. Hann kostar eftir lækkun 225 þúsund og því sama prósentu- tölulækkun. Loks má nefna, að bíll eins og Chevrolet Celibrity, sem kostaði fyrir lækkunina um 325 þúsund krónur, kostar eftir hana um 295 þúsund krónur. Nýr Mazda 929 Bestu bílakaupin á íslandi í dag. Hinn nýji MAZDA 929 uppfyllir allar óskir þeirra kröfuhörðustu um glæsilega hönnun, þægindi og spar- neytni. Eftirtalinn búnaður er inni- falinn í verði á MAZDA 929 Super DeLuxe: Útispeglar beggja vegna Viðvörunartalva Snúningshraðamælir Quarts klukka Stokkur milli framsæta með geymsluhólfi Opnun á bensínloki og farangurs- geymslu innan frá Barnaöryggislæsingar Halogenframljós 60 A rafgeymir Litað gler í rúðum Ljós í hanskahólfi og skotti Farangursgeymsla teppaklædd í hólf og gólf Diskahemlar á öllum hjólum Hitastokkur aftur í Innfelld rúllubelti á framsætum Nýr Mazda 929 Verð á MAZDA 929 SUPER DELUXE kr. 136.200 (gengisskr. 4/5 ’82) BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23, sími 812 99.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.