Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.05.1982, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982 Davíð Oddsson svarar spurningum lesenda Spurt og svarað um borgarmál Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Davið Oddsson, efsti maöur á framboðslista Sjálfstæðisflokksins og borgar- stjóraefni sjálfstæöismanna, svarar spurningum í Morgunblaöinu um borgar- mál fram að kjördegi 22. maí. Lesendur Morgunblaðsins geta hringt til rit- stjórnar Morgunblaösins í síma 10100 á milli klukkan 10 og 12 árdegis, frá mánudegi til föstudags, og mun blaölð koma spurningunum til Davíðs. Svör Davíös Oddssonar munu birtast skömmu eftir að spurningar berast. Einnig má senda spurningar i bréfi til blaðsins. Utan á bréf skal rita: Spurt og svaraö um borgarmál, ritstjórn Morgunblaðsins, pósthólf 200, 101 Reykjavík. Nauösyn- tegt er aö nafn og heimilisfang spyrjanda komi fram. B-álma Borg- arspítalans og hjúkrunar- fræðingar Ragnheióur AlfreðsdóUir, Kyja- bakka 2, Dagrún Sigurðardóttir, Klyðrugranda 16, Anna G. Gunn- laugsdóttir, Bröttugötu 1, Hildur Sigurðardóttir, Nýbýlavegi 80 og 1‘orgerður Kagnarsdóttir, Ný- lendugötu 29, 4. árs nemar í hjúkr- unarfræði við Háskóla íslands, spyrja: Staðreynd er að ekki er hægt að fullnýta þau rúm sem nú þeg- ar eru til staðar á Borgarspítal- anum vegna skorts á hjúkrunar- fræðingum. Eitt af kosningalof- orðum sjálfstæðismanna er að hraða opnun B-álmu Borgarspít- alans. Sjáifstæðismenn segja að ef þeirra forystu hefði notið við á yfirstandandi kjörtímabili væri B-álman þegar komu í gagnið. Við spyrjum: 1. Hvernig ætla sjálfstæðismenn að manna B-álmu Borgarspít- alans með hjúkrunarfræðing- um? 2. Hyggjast sjálfstæðismenn beita sér fyrir bættum kjörum hjúkrunarfræðinga? Svar: Sjálfstæðismenn í borgar- stjórn höfðu fyrir meirihluta- skiptin gert bindandi samninga við ríkisvaldið um uppbyggingu á B-álmunni. Þegar eftir að nú- verandi meirihluti tók við, þá frestaði hann framkvæmd þess- ara samninga um tvö ár. Þess vegna hefði B-álma Borgarspít- alans verið komin í notkun ef að við þessa samninga, sem gerðir höfðu verið, hefði verið staðið. Auðvitað er það geysilega mikið áh.vggjuefni hversu erfitt er að manna stöður hjúkrunarfræð- inga. Það er íhugunarvert að á þessu kjörtímabili, þá hefur al- þýðubandalagsmaður verið formaður Heilbrigðisráðs Reykjavíkur, alþýðubandalags- maður verið formaður stjórnar Borgarspítalans, alþýðubanda- lagsmaður verið heilbrigðisráð- herra, alþýðubandalagsmaður verið fjármálaráðherra, alþýðu- bandalagsmaður er núverandi formaður launamálanefndar borgarinnar. Engu að síður og kannski þess vegna hefur kjör- um hjúkrunarfræðinga heldur hrakað en hitt á þessu tímabili. Ég tel að reynslan hafi kennt okkur það, að kjör og starfsskil- yrði hjúkrunarfræðinga séu ein af ástæðum þess að svo illa gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa eins og staðreyndir sýna. Ég tel að borgaryfirvöld þurfi að horfast í augu við þenn- an veruleika og bregðast við honum. Hvað er að gerast í BÚR? Osvald Gunnarsson, Vestur- bergi 161, spyr: Verðandi borgarstjóri í Reykjavík, Davíð Oddsson. Um fátt er nú meira rætt í borginni en málefni BÚR. Aðalástæðan er kaupauki sá sem skrifstofufólki í BÚR var greiddur. Það hefur löngum verið svo að erfitt hefur verið að greina hismið frá kjarn- anum og hygg ég að hér hafi átt sér stað það sem við sjálfstæð- ismenn vöruðum við fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar, þ.e. hrossakaup þriggja flokka eða eins og enskur málsháttur segir: Klóraðu mér á bakinu, ég hef klórað þér. Allir sem eitt- hvað vita um íslenska togaraút- gerð vita líka hver Marteinn Jónasson er. Marteinn er ágætis- maður og góður aflamaður öll sín ár með Þorkel Mána. Nú vil ég spyrja: l.Hver réð bróður trésmiðsins Sigurjóns Péturssonar skip- stjóra á skuttogarann Bjarna Benediktsson? 2. Ef Marteinn gerði það, hver fékk hann þá til þess? 3. Fékk Björgvin stuðning al- þýðubandalagsmanna í for- stjóraembættið hjá BÚR með því að styðja þessa ráðningu í útgerðarráði? 4. Hvers vegna var þessum skip- stjóra ekki sagt upp fyrr en ár var liðið frá ráðningu hans og hann látinn halda heilli togar- askipshöfn næsta kauplausri í heilt ár? 5. Hvað kostaði þessi ráðstöfun borgarbúa að Bjarni Ben. var ekki hálfdrættingur á við Ing- ólf og Snorra allt árið ’81? 6. Er ekki full ástæða til að borga áhöfninni á Bjarna Benediktssyni ca. 50% kaup- auka allt síðastliðið ár undir kjörorðinu: Sömu laun fyrir sömu vinnu? 7. Studdu Einar og Vigfús Sigur- jón Pétursson í þessu ráðn- ingarmáli í skiptum fyrir kaupaukann, þó að kaupauk- inn væri ekki greiddur fyrr en svolítið seinna, svona til að fyrirbyggja að lenda í sama svaðinu og Steingrímur með kaup Arnarflugs af Kidda Finnboga og flugleyfin sem kaupunum fylgdu? Svar: Ég mun ekki svara þessum fjölmörgu spurningum í einstök- um atriðum. Til þess skortir mig allar forsendur og upplýsingar. Ég vil aðeins segja það að ýmsir þættir í rekstri Bæjarútgerðar Reykjavíkur á þessu kjörtíma- bili hafa vakið nokkra undrun svo ekki sé meira sagt. Er enginn vafi á í mínum huga að mjög margir atburðir hafa gerst inn- an fyrirtækisins sem ekki hafa verið gerðir með hagsmuni þess í huga, heldur út frá einhverjum annarlegum ástæðum. Það er al- varlegt mál, þegar stjórnmála- flokkar kjósa að nota slíkt fyrir- tæki, eins og þarna er um að ræða, til þess að leysa sín innri mál og til þess að verða sjálfum sér eða sínum til persónulegs framdráttar. Framtíð gamla borgarhlutans Gestur Sturluson, Hringbraut 50, spyr: Eins og flestir vita hafa staðið miklar deilur í borgarstjórn á því kjörtímabili sem nú er að ljúka um skipulagsmál borgar- innar, þ.e.a.s. hvar eigi að byggja og hvar ekki. Meirihlutinn hefur viljað þétta byggðina og hefur þegar hafist handa um það. Minnihlutinn hefur lagst gegn þessu í sumum tilvikum á þeim forsendum að þarna eigi m.a. að vera útivistarsvæði. I framhaldi af þessu langar mig til að spyrja: 1. Hefur nokkur könnun farið fram á því hversu mikið þau útivistarsvæði sem nú eru fullgerð, t.d. Laugardalurinn, Klambratún og Hljómskála- garðurinn, eru nýtt af borg- arbúum. Undanfarinn áratug hafa verið byggðar fleiri hundruð íbúðir á ári en íbúum borgarinnar lítið eða ekkert fjölgað og vilja þá margir auka íbúðabyggingar því alltaf vantar húsnæði. Kemur þá ekki að því að eldri hverfi borgarinnar fari meira eða minna í eyði og þeir sem þar eiga íbúðir verði eignalitlir og gamli borgarhlutinn verði að hálfgerðum draugabæ? Spurn- ingin er, hyggst Davíð Oddsson spyrna gegn þessari þróun og með hvaða hætti? Svar: Rétt er hafa í huga vegna þess moldviðris sem upp hefur verið þyrlað, að enginn borgarstjórn- arflokka vinstri flokkanna hafði það á sinni stefnuskrá, fyrir síð- ustu borgarstjórnarkosningar að þétta bæri byggðina í borginni með því að ganga á útivistar- svæðin. Þvert á móti höfðu Al- þýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkurinn staðið að því með Sjálfstæðisflokknum að marka framtíðarbyggð borgarinnar meðfram ströndinni í norðurátt fj að borginni, þannig að séð yrði fyrir lóðum í framtíðinni. En í J því skipulagi, aðalskipulaginu frá 1977 sem Sjálfstæðisflokkur- | inn lét vinna að, var einmitt gert B ráð fyrir því að veruleg uppbygg- : ing yrði í gamla bænum. Var eldri bænum skipt í varðveislu- IJ svæði, framkvæmdasvæði og J nýbyggingasvæði. Hins vegar var jafnframt gert ráð fyrir því | að þörfum borgarinnar sem S framtíðarborgar fyrir góð og | vegleg útivistarsvæði yrði sinnt. Það gerðist hins vegar á kjör- tímabilinu að Alþýðubandalagið ákvað að draga framtíðarbyggð 1 borgarinnar upp á Rauðavatns- ;; heiðarnar, sveigja frá fyrri ■ ákvörðunum um strandbyggð- ina. Það kostaði miklar tímataf- ir og að því skipulagsföndri, sem til ófarnaðar hefur leitt, var unn- ið í þrjú ár, þá blasti við algjör lóðaskortur og til þess að bjarga í horn var gripið til varasvæða sem hver borg hlýtur að þurfa að búa yfir. Þar var ekki fylgt § neinni sérstakri stefnu, heldur í | þetta vaðið vegna fyrirhyggju- J leysis í skipulagsmálum. I þeim W; hugmyndum hefur m.a. verið lagt til og eru tilbúnar um það tillögur að byggja í Laugardaln- m um sjálfum. Þær tillögur hafa '<■ verið settar í salt af hálfu meiri- hlutans en verða vafalaust J dregnar upp að kosningum lokn- J um, fái vinstri meirihlutinn afl til þess. Rétt er að fram komi að f garðyrkjustjóri borgarinnar og j hans deild hefur allglögga mynd ; af því hversu margir sækja úti- | vistarsvæði borgarinnar yfir ár- § ið. Enginn vafi er á því, eins og || lög gera ráð fvrir, að miklu meiri '• fjöldi sækir þessi svæði á sumr- J um en á veturna, það gefur auga- JJ leið. Hins vegar eru þessi svæði mikið sótt, og miklu meira held- - ur en margir vilja vera láta, á sumrin. Laugardalurinn t.a.m., grasagarðurinn þar og svæðin J þar í kring eru talin við núver- É andi aðstæður vart bera meiri aðsókn en þar er yfir sumartím- j| ann. Sama má segja um Hljóm- f| skálagarðinn sem mikið er nýtt- | ur. Klambratúnið er að koma til. Það veitir ekkert af að stækka útivistarsvæðið í Laugardal og hafa verður í huga að öll þessi ; útivistarsvæði og önnur þarf að bæta með því að koma þar fyrir J ódýrri en heppilegri aðstöðu til J útiveru, leikja og tómstunda. Ég ■ vil svara þessari spurningu J þannig að minn flokkur mun J beita sér fyrir því að gömlu if hverfin verði byggð upp með I skynsamlegum hætti og þjónust- | an sem þar er fyrir verði betur i nýtt og þjónusta sem þar vantar eða á skortir verði bætt. ■ og ferðamál kynnt í Templarahöllinni við Eiríksgötu. Templarahöllin: Bindindis ÍSLENSKIK ungtemplarar og Þing- stúka Keykjavíkur gangast um helgina fyrir bindindis- og ferðamálakynningu Vantar þig? Húsgögn á allt Hefst dagskráin kl. 14 á laugardag og stendur til sunnudagskvölds. Þar á að kynna ferðavörur og þjónustu nokk- urra ferðaskrifstofa og ýmis samtök og stofnanir sem vinna að bindindismál- um munu einnig kynna starf sitt. Kynning þessi hefst kl. 14 á laug- ardag og kl. 17:30 verður sérstök kvikmyndasýning ferðaskrifstofa. Kl. 18:15 er hlé og kl. 21 hefst dagskrá er heitir íslensk náttúra í máli og myndum. Árni Reynisson fyrrum framkvæmdastjóri Náttúru- verndarráðs flytur erindi um nátt- úruvernd og sýnd verður kvikmynd. Á sunnudag stendur bindindis- og ferðamálakynningin frá kl. 14—18 og kl. 20:45 hefst menningarkvöld- vaka. Rithöfundarnir Ármann Kr. Einarsson og Andrés Indriðason lesa úr verkum sínum, lesin verða ljóð eftir Matthías Johannessen, tónlist- armenn koma fram og Jörundur skemmtir. Síðan verða gömlu dans- arnir stignir til miðnættis. Sérstakt blað, Ferðalangur, er gef- ið út í tengslum við kynningu þessa, en í ritnefnd og framkvæmdanefnd sitja: Árni Einarsson, Einar Hann- esson, Halldór Kristjánsson og Þór Ólafsson. Eðvarð Ingólfsson er framkvæmdastjóri kynningarinnar. Á fundi með fréttamönnum greindu þeir nokkuð frá ástæðu þessarar kynningarherferðar. Sögðu þeir að með sífellt lengra orlofi, auknum áhuga á ferðalögum og náttúruskoð- un innanlands og utan væri ekki úr vegi að kynna ýmsa möguleika og vekja athygli á ýmsum hliðum ferða- mála og náttúruskoðunar, enda væri margt að læra í sambandi við þá skemmtun og uppbyggingu sem ferðalög gætu veitt. Meðal þeirra að- ila er sýna eru nokkrar ferðaskrif- stofur, reiðhjóla- og sportvöruversl- anir, Ferðafélag íslands og tímaritið Áfangar og Ferðamálaráð, Náttúru- verndarráð og Landvernd koma einnig við sögu og hreyfingar bind- indismanna kynna starf sitt. Þá standa íslenskir ungtemplarar fyrir kaffisölu í húsinu meðan á dagskrá stendur. Eigendaskipti á Frjálsu framtaki hf. heimilið fást hjá KM- húsgögn, LangholtsvegJ 111, símar .17010—.‘{7144 Kigendaskipti hafa nú orð- ið á útgáfufyrirtækinu Frjálsu framtaki hf. Jóhann Briem, sem verið hefur for- stjóri og aðaleigandi fyrir- tækisins frá stofnun hefur nú látið af störfum og selt fyrir- tækið Magnúsi Hreggviðs- syni, viðskiptafræðingi, sem tók við stjórn fyrirtækisins í gærdag, G.maí. Jóhann Briem mun þó starfa að ákveðnum verkefnum fyrir Frjálst fram- tak hf. um óákveðinn tíma. í frétt frá aðilum segir m.a., að þegar Frjálst framtak hf. var stofnað fyrir 15 árum hafi það gefið út eitt sérrit, Frjálsa verzl- un. Á þessu árabili hefur fyrir- tækið orðið þriðja stærsta fjöl- miðlafyrirtæki landsins. Það gef- ur nú út atvinnulífssérritin F’rjálsa verzlun, Sjávarfréttir og Iðnaðarblaðið, Tízkublaðið Líf, bílablaðið Oku-Þór í samvinnu við Félag íslenzkra bifreiðaeig- enda, barnablaðið ABC í sam- vinnu við skátahreyfinguna og íþróttablaðið í samvinnu við íþróttasamband íslands, auk þess sem fyrirtækið gefur út upplýs- ingaritið íslenzk fyrirtæki, sem er eina uppsláttarritið um íslenzk fyrirtæki og starfsemi þeirra, sem gefið er út. Kom bókin út nú um mánaðamótin í tólfta sinn, segir einnig í fréttinni. Þá segir, að að undanförnu hafi vissir erfiðleikar steðjað að rekstri fyrirtækisins, en hinn nýi eigandi hyggist bæta úr því á næstunni og efla rekstur þess til muna, en haldið verði áfram út- gáfu allra sérritanna og tímarit- anna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.