Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ 1982
Geir Hallgrímsson:
Lýsi fiirðu minni yfir
vinnubrögðum ráðherra
Hart deilt um málefni álversins
Ceir Hallgrímsson (S) kraföist þess í umræöu utan dag-
skrár um samskipti íslenzka ríkisins og ÍSAL, aö deilumál
milli þessara aðila yrðu upplýst og tortryggni eytt, til þess að
opna dyr að því sem meginmáli skipti, að ná fram samningum
um hækkaö raforkuverð og betri skattareglur fyrirtækisins til
samræmis viö breyttar aðstæöur, m.a. veröþróun á orku í
heiminum. Hann sagði iðnaðarráðherra hafa staðið svo illa að
íslenzkri hagsmunagæzlu að engu væri líkara en tilgangur
hans væri ekki að ná farsæium lyktum, heldur hið gagnstæða.
Spurningar Kjartans
Jóhannssonar
Kjartan Jóhannsson (A) hóf
þessa umræðu í tilefni blaða-
fregna um hugsanleg kaup ís-
lenzka ríkisins á álverinu. Alþingi
á kröfu á því, sagði Kjartan, að
þingmenn fái frá fyrstu hendi, þ.e.
ráðherra og ríkisstjórn, vitneskju
um það, hvað er hér raunverulega
að gerast. „Sjálfgefid er að halda
vel á hagsmunum okkar gagvart
erlendum samningsaöilum. En ég
spyr forsætisráðherra, engu síður
en iðnaðarráðherra, hvort ríkis-
stjórnin standi á bak við þann síð-
arnefnda í eftirgrennslan hans um
kaup íslenzka rikisins á álverinu,
hvort kauptilboð hafi verið gert
eða sé í undirbúningi?" Þá vitnaði
Kjartan til orða iðnaðarráðherra
um þriðja aðila, sem myndu auð-
velda „okkur að eignast þennan
hluta í álverinu á þann hátt að
áhætta verði í lágmarki. Hver er
þessi þriðji aðili? I hvers umboði
hafa viðræður við hann farið
fram? Hafa verið gerð samnings-
drög milli iðnaðarráðuneytis og
þessa aðila? Hefur hráefni, sem
unnið er úr, og framleiðsla, sem
selja þarf, verið verðlögð í þessum
viðræðum? Felst tilboð þessa aðila
máske í einhverskonar vöruskipt-
um? Þurfum við að binda okkur
samningslega um raforkuverð
fram í tímann í slíkri samnings-
gerð?“
Þá spurði Kjartan iðnaðarráð-
herra, hvað hafi orðið um kærur
hans um „hagnað í hafi“, sem nú
sé hljótt um? „Þetta er ekkert
einkamál ráðherra, og örfárra
ráðgjafa hans. Miklir hagsmunir
eru í húfi, ekki sízt varðandi raf-
orkuverð. Alþingi verður að fá
fram afstöðu ríkisstjórnarinnar
sem heildar varðandi þetta mál,
sem verið hefur langtímum saman
að þvælast í höndum iðnaðarráð-
herra, án þess að minnsti árangur
geri vart við sig.“
Svör Hjörleifs
Guttormssonar
Hjörleifur Gutlormsson, iðnað-
arráðherra, sagði gjörðir sínar í
þessu máli byggðar á nokkrum
grundvallarsamþykktum ríkis-
stjórnarinnar. Meginkrafan af
hennar hálfu er hækkun raforku-
verðs. „í viðræðum mínum við for-
stjóra hins svissneska álfélags hef
ég sett fram þessa kröfu, boðið
upp á samkomulag um að skjóta
deiluefnum í gjörð, og viðrað
möguleika á eignarhluta íslenzka
ríkisins í álverinu, meirihlutaeign.
En niðurstaðan úr viðræðunum
varð neikvæð.
Ríkisstjórnin samþykkti 16. júni
sl. áherzluatriði varðandi þessar
viðræður, m.a.: 1) greiðslu á van-
goldnum framleiðslugjöldum, 2)
endurskoðun ákvæða um fram-
leiðslugjald, 3) endurskoðun
ákvæða um raforkuverð og 4)
meirihlutaeign íslendinga að ál-
verinu í áföngum."
Ráðherrann sagði aðra erlenda
aðila fúsa til að sjá okkur fyrir
hráefnum og gera langtímasamn-
ing um kaup á áli. Hér er um
nokkurskonar vöruskiptafyrir-
komulag að ræða. Ákveðið raf-
orkuverð þarf og að byggja inn í
slík heildarsamkomulag. Það gæti
orðið viðlíka hátt og við gerum nú
kröfur til.
Loks ítrekaði ráðherra það sjón-
armið ríkisstjórnarinnar, að vísa
eigi deilumálum liðins tíma í gerð.
Viðbrögð Gunnars
Thoroddsen
Forsætisráðherra sagði megin-
sjónarmið ríkisstjórnarinnar að
ná fram verulegri hækkun raf-
orkuverðs, eins og raunar hafi áð-
ur gerzt, þegar aðstæður höfðu
breytzt í sömu átt og aftur nú.
Ríkisstjórnin telur og rétt að við-
ræður verði teknar upp um eign-
arhluta í ISAL, sem m.a. auðveldi
okkur að fylgast með því sem fram
fer í þessu fyrirtæki. Hugsanlegt
sé að stefna í átt að meirihluta-
eign, eins og nú sé á járnblendi-
verksmiðjunni, en þá verðum við
jafnframt að gera okkur grein
fyrir hinni fjárhagslegu áhættu.
íslenzk hagsmuna-
gæzla aðalatriðið, sagði
Geir Hallgrímsson
Geir Hallgrimsson (S) lýsti
vonbrigðum sínum með það, að
eftir eins og hálfs árs forsjá iðnað-
arráðherra á þeim samskiptaþætti
við ISAL, sem hér er ræddur,
skulum við ekki standa fetinu
framar en í upphafi. Iðnaðarráð-
herra komi nú jafn tómhentur
sem fyrr úr nýafloknum viðræð-
um.
„Eg er sammála forsætisráð-
herra,“ sagði Geir, „um forgangs-
atriði þessara viðræðna, hækkun
raforkuverðs og skattareglur, sem
ekki leiði jafnauðveldlega til
ágreinings. Hinsvegar hefi ég at-
hugasemdir að gera um eignarað-
ild. I fyrsta lagi skipar íslenzka
ríkisstjórnin tvo af fimm stjórn-
armönnum ÍSAL og hefur þann
veg aðgang að öllum gögnum
fyrirtækisins. í annan stað virðist
það ekki fýsilegt, eins og nú er og
horfir um hallarekstur álvera, að
axla skuldabyrði til að afla veru-
lega mikils áhættufjármagns til
kaupanna, þó það eigi að vera
framtíðarsýn, hér eins og var í
Noregi, að eignast meirihluta í
sameignarfyrirtækjum með er-
lendum aðilum. Það hlýtur að vera
matsatriði hverju sinni, hvern veg
íslenzkum hagsmunum er bezt
borgið. Þeir hagsmunir eru merg-
urinn málsins og eins og er koma
þeir fram í raforkuverði, skatta-
reglum, atvinnu, þjónustu og verð-
mætasköpun í þjóðarbúinu.
Ég lýsi furðu minni yfir vinnu-
brögðum ráðherra í þessu máli frá
upphafi til þessa dags. Upphafið
var yfirlýsing hans um 47—48
milljóna dollara svik í hafi, sem
fylgt var eftir með fullyrðingu,
þessefnis, að bezti virkjunarkost-
ur Islendinga væri að loka álver-
inu í Straumsvík. Svikin vóru síð-
an lækkuð í 16 til 18 milljónir doll-
ara. Nú skal ég standa manna
harðast á því að við sækjum allan
rétt í þessu máli, sem við eigum,
en það verður að upplýsa þetta
mál, sanna sakargiftir, ef réttar
eru, ella eyða deilumálum. Sam-
kvæmt samningi getum við ein-
hliða skotið deilumálum í gerð, um
það þarf ekkert samkomulag, svo
ráðherra getur í því efni haft sinn
gang, ef hann telur það sigur-
stranglegt. Ég endurtek: Þessi mál
verður að upplýsa. Og við þurfum
að standa þann veg að hagsmuna-
gæzlu að árangur beri.
Ég spyr forsætisráðherra og
sjávarútvegsráðherra, sem sæti
eiga í ráðherranefnd með iðnað-
arráðherra, um þetta mál, var sú
„miðlunartillaga", sem sá síðast
nefndi talar um, rædd i ráðherra-
nefndinni og samþykkt þar og eða
í ríkisstjórn. Steingrímur Her-
mannsson segir í Tímanum í gær
að iðnaðarráðherra hafi ekki sýnt
sér nein gögn fyrir þann viðræðu-
fund, sem nú er farinn út um þúf-
ur. Ég vil einnig spyrja þessa tvo
ráðherra, hvort þeir telji ISAL
hafa staðið í sviksamlegu athæfi,
en forsætisráðherra mun í sjón-
varpsviðtali hafa látið hið gagn-
stæða í ljósi.“
Geir gagnrýndi og, hvern veg
iðnaðarráðherra hefði haldið á
þessu máli gagnvart þingflokkum
og samstarfsnefnd, sem hann
hefði meira og mrnna sniðgengið.
Ekki sviksamlegt
athæfi — mismunandi
lagatúlkun
Steingrímur Hermannsson (F)
sagði rétt að iðnaðarráðherra
hefði ekki fyrirfram sýnt sér gögn,
sem hann hygðist leggja fram í
viðræðunum. „En ég trúi því að
hann hafi haldið þann veg á mál-
um sem samkomulag varð um í
ráðherranefnd. Ég tel og að þau
deilumál, sem uppi eru við ÍSAL,
falli ekki undir skilgreininguna
svikamál, eins og raunar hefur
komið fram í sjónvarpsviðtali við
forsætisráðherra, heldur sé hér
deilt um lagatúlkun.
Ég tel rétt að vísa þessum deilu-
málum í gjörðadóm. Ég tek undir
það að krafan um hækkaö raf-
orkuverð skiptir mestu máli. Þá
tcl ég rétt að skattareglum verði
breytt yfir í einhverskonar að-
stöðu- eða veltuskatt. Þá er það
skoðun framsóknarmanna að ís-
lendingar eigi, alla jafna, að eiga
góða helft í samstarfsfyrirtækjum
með útlendingum, þó annað komi
til greina í einstaka tilfellum, ef
áhætta er þann veg metin. Stein-
grímur taldi ekki útilokað að þrír
eignaraðilar yrðu að álverinu: sá
svissneski, íslenzka ríkið, og ein-
hver sá þriðji, t.d. með þriðj-
ungseign hver, en það þarf að
tengjast stækkun álversins, sem
nú er talið of smátt til að vera
hagkvæmt."
Hafnarfjörður og ÍSAL
Matthías Á. Mathiesen (S) ítrek-
aði fyrirspurnir til forsætis- og
sjávarútvegsráðherra, sem Geir
hafði borið fram. Hann ræddi
annars einkum þýðingu þessa
stóra fyrirtækis, sem Hjörleifur
vildi loka, fyrir Hafnarfjörð og
Hafnfirðinga. Ennfremur samn-
ingsbundna kröfu Hafnarfjarðar-
kaupstaðar til endurskoðunar á
skiptingu framleiðslugjalds milli
kaupstaðarins og ríkisins, sem
þessir tveir ráðherrar Alþýðu-
bandalagsins, iðnaðarráðherra og
fjármálaráðherra, hefðu hunzað
árum saman. Las hann upp bréf
frá iðnaðarráðherra til Hafnar-
fjarðarbæjar, dags. 29. apríl 1982,
þar sem óskum kaupstaðarins er
mætt með eins konar afsvari.
Að skapa vandamál!
Kjartan Jóhannsson (A) kom á
ný í ræðustól og spurði í tilefni af
ummælum ráðherrans um að al-
þingismenn og Alþingi þyrftu að
Hlustað á álumræður: Kagnhildur Helgadóttir, Egill Jónsson, Haraldur Olafsson, Geir Hall-
grímsson og Steinþór Gestsson.
fjalla um þetta mál, hvernig það
væri hugsað, hvort auðveldasta
leiðin væri, að Alþingi sæti áfram
eða hvort það yrði kallað fljótlega
saman á ný. Þá ræddi hann nokk-
uð málflutning manna og sagði í
lok ræðu sinnar það einkennilega
tilviljun, að fyrst væri verið að
ræða um kauptilboð, síðan færu
samningar út um þúfur og þá upp-
lýsti ráðherra að eina leiðin til að
leysa málið væri að kaupa fyrir-
tækið.
Hjörleifur Guttormsson iðnaðar-
ráðherra kom nú í ræðustól og var
hann mjög hvassorður. „Við sækj-
um ekki rétt okkar á hendur er-
lendra aðila ef ekki er full sam-
staða innanlands," sagði hann og
líkti viðskiptum við Alusuisse við
landhelgisdeiluna. í ræðu sinni
gerði hann að umtalsefni kosningu
forstjóra ÍSAL, Ragnars Hall-
dórssonar, sem ráðherrann sagði
sérstakan talsmann Alusuisse, til
forystu í Verzlunarráði íslands og
sagði að líkja mætti þeirri ráð-
stöfun við það að á sama tíma og
landhelgisstríðið stóð yfir hefði
fulltrúa brezkrar togaraútgerðar
verið faiið að annast forystu í ís-
lenzkri hagsmunagæzlu. Ráðherr-
ann fjallaði um margt sem fram
hafði komið í máli manna og sagði
m.a. að það væri algjörlega
ástæðulaust að halda að til væri
lykill að lausn þessa máls, eins og
hann sagði Geir Hallgrímsson
telja. Ráðherrann sagðist sjálfur
hafa prófað að ná fram þó ekki
væri nema smávægilegri hækkun
á raforkuverði, en ekki tekist.
Halldór Blöndal (S) sagði hávær-
an málflutning iðnaðarráðherra,
sem væri dagfarslega prúður í
umgengni, sýna að honum væri
ekki mjög rótt. Þá sagði hann að
ef drengilega hefði verið staðið að
þessum málum frá upphafi þá
hefði nú þegar náðst fram hækkun
raforkuverðs. Þá rakti hann fyrri
málflutning iðnaðarráðherra um
ÍSAL á Alþingi og sagði í lokin
innihald málflutnings ráðherrans
nú vera: „Mér hefur mistekist. Það
er enginn lykill lengur til að
hækka raforkuverðið."
Forsætisráðherra, Gunnar
Thoroddsen, svaraði spurningu
Geirs Hallgrímssonar um hvort
hann teldi að um sviksamlegt at-
hæfi hefði verið að ræða af hálfu
Alusuisse. Forsætisráðherra sagð-
ist vera fyllilega sammála mál-
flutningi Steingríms Hermanns-
sonar hvað þetta varðar. Varðandi
það hvenær hann hefði séð plagg
iðnaðarráðherra sagðist hann
hafa fengið það í hendur í gær.
Geir Hallgrímsson (S) þakkaði
svör ráðherranna og sagðist draga
af þeim eftirfarandi ályktanir:
Það væri ekki skoðun ríkisstjórn-
arinnar eða forsætis- og sam-
gönguráðherra að um sviksamlegt
athæfi sé að ræða. Hvað iðnaðar-
ráðherra varðaði sagði Geir að
hann hlyti að gera sér grein fyrir
því að yfirlýsingar hans um svik-
samlegt athæfi væru ástæða þess
hversu nú væri komið. Kjarni
málsins væri sá að þrjóska og
stríðslund ráðherrans væru fyrir-
staða þess að samningar næðust.
Ekkert væri hægt að fullyrða um
hver niðurstaðan yrði þegar til
eðlilegra samningaviðræðna yrði
gengið. Þá sagði hann starfsað-
ferðir ráðherrans í máli þessu enn
eitt dæmið um að það væri Al-
þýðubandalagið sem öllu réði í
ríkisstjórninni. Geir gerði að um-
talsefni ósmekklegar árásir á
Ragnar Halldórsson, sagði okkur
búa í lýðræðisríki og Ragnar væri
valinn á lýðræðislegan hátt sökum
mannkosta til trúnaðarstarfa.
Þetta væri þó ekki sá háttur sem
kommúnistar felldu sig við eða
tíðkuðu austan tjalds. Iðnaðar-
ráðherra yrði að sætta sig við að
búa í lýðræðisríki og fengi þar
vonandi engu um breytt. í lok
ræðu sinnar sagði Geir sjálfstæð-
ismenn tilbúna til að standa sem
einn maður að samningsgerð við
Alusuisse. Þeir væru fyllilega
sammála, eins og margoft hefði
komið fram um að ná þyrfti fram
hækkun raforkuverðs og endur-
skoðun samninganna. Þá væru
þeir samþykkir eignaraðild ís-
lands að ISAL, ef til stækkunar
álversins kæmi og þegar deilumál-
in, mál fortíðarinnar, væru leyst.