Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 19

Morgunblaðið - 07.05.1982, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. MAÍ1982 19 Matthías Á. Mathiesen og Hjörleifur Guttormsson tóku á ný til máls vegna málefna Hafnar- fjarðarkaupstaðar og upplýsti ráðherrann að ekki væri að vænta frumvarps um breytingu á skipt- ingu framleiðslugjalds af ÍSAL á þessu þingi. Ólafur R. Grímsson (Abl) tók næstur til máls og var aðalboð- skapur í máli hans að hann teldi málflutning Geirs Hallgrímssonar búinn nákvæmlega sömu rökum og sömu kröfum og Alusuisse bæri fram. Alusuisse hefði því fengið bandamann á Alþingi íslendinga. Matthías Á. Mathiesen og Friðrik Sophusson (S) tóku báðir til máls í tilefni af ummælum Ó.R.G. og sögðu Ólaf eingöngu vera að krafsa í bakkann fyrir iðnaðar- ráðherra. Friðrik sagði að mál- flutningur Ólafs væri síst til þess fallinn að efla samstöðu með mönnum, eins og ráðherra hefði kvartað yfir að ekki væri fyrir hendi. Friðrik sagðist margsinnis á þessu þingi hafa tekið þátt í að draga iðnaðarráðherra að landi í mörgum stórum málum. Hann sagði skýringuna á hátterni ráð- herrans í máli þessu geta verið af mörgu spunna. Hann sagði að auð- vitað gæti verið erfitt fyrir hann að ráðin yrðu tekin af honum í þriðja ef ekki fjórða sinn. Þá sagði hann að ein skýringin gæti verið slæm staða Alþýðubandalagsins og innbyrðis óánægja. Þetta hefði e.t.v. átt að verða kosninga- sprengja, sem nú virtist ætla að springa í höndunum á þeim sem útbjuggu hana. Iljörleifur Guttormsson og Kjart- an Jóhannsson tóku til máls á ný og sagði Kjartan í lok ræðu sinnar að úr hófi umræðnanna hefði keyrt að Ó.R.G. hefði brugðið Geir Hallgrímssyni um óþjóðhollustu. Umræðunum lauk með því að Geir Hallgrímsson stóð upp og sagðist vilja taka fram að málflutningur Ó.R.G. hefði verið á svo lágu plani að hann væri ekki svara verður. I hliðarsölum vóru málin einnig rædd, bæði í gamni og alvöru. Meðal annars gekk kímnisaga, eignuð Páli Péturssyni formanni þingflokks framsóknarmanna: Hvað er líkt með iðnaðarráðherra og gengislækkun? Jú, þau skapa fleiri vandamál en þau leysa! Blöndu- virkjun í höfn Tillögu þingflokks sjálf- stæðismanna um hagnýtingu orkulinda til stóriðju var vís- að til ríkisstjórnarinnar með 31:29 atkvæðum. Breytingar- tillögu Þorvalds Garðars Kristjánssonar (S) og Sig- hvats Björgvinssonar (A) um orkunýtingarþáttinn í orku- búskap þjóðarinnar, miðað við þrjár nýjar stórvirkjanir, var felld með 33:26. Hinsveg- ar var sáttatillaga viðkom- andi þingnefndar um orðalag á þingsályktun og um virkj- unarframkvæmdir, þ.á m. Blönduvirkjun, samþykkt samhljóða, með 44 atkvæð- um. Fjölmargir þingmenn gerðu grein fyrir atkvæði sínu, sem greindi frá mismunandi túlkun viðkomenda á efnisinnihaldi tillögunnar. Gunnar Thor- oddsen, forsætisráðherra, sagði að það, sem vísaði veg um túlkun tillögunnar, væri í fyrsta lagi lögin um raforku- verð, sem samþykkt vóru á sl. ári, í annan stað þingsályktun- artillagan sjálf, í þriðja lagi nefndarálitið og loks bókanir, sem færðar hefðu verið til bók- ar. Nánar verður gerð grein fyrir þessum mismunandi túlk- unum á þingsíðu Mbl. síðar Sjötugur: Guðmundur Péturs- son Ófeigsfirði í dag er Guðmundur Pétursson, Ófeigsfirði, sjötugur. Hinn 7. maí 1912 eignuðust hjónin Pétur Guð- mundsson, bóndi í Ófeigsfirði, og kona hans, Ingibjörg Ketilsdóttir, tvíburana Guðmund og Ketil, en sá síðarnefndi varð seinna á ævi sinni skipstjóri á Akureyri. Hann lést árið 1975. Fyrstu kynni mín af Guðmundi voru er ég kom fyrst í Ófeigsfjörð árið 1965, þá nýlega orðinn tengdasonur föðursystur hans, er bjó í sambýli við Guð- mund og foreldra hans, en þeirra minnist ég ávallt með hlýhug. Á þeim árum, sem liðin eru frá því ég fyrst kynntist Guðmundi, hef ég átt við hann mikil og góð sam- skipti, sem ég tel að hafi snúist upp í ágæta vináttu. Föðurafi Guðmundar var Guð- mundur Pétursson er hóf búskap í Ófeigsfirði árið 1875. Ófeigsfjörð- ur er landmikil kostajörð, og var afi Guðmundar sveitarhöfðingi, er gerði út hákarlaskipið Ófeig, sem nú er varðveitt í byggðasafni Strandamanna og Húnvetninga að Reykjum í Hrútafirði, en hann var formaður á því árum saman. Nokkru áður en tvíburarnir Guðmundur og Ketill fæddust, hófu foreldrar þeirra búskap í Ófeigsfirði í sambýli við föður Péturs, eða þar til árið 1934 að Guðmundur eldri lést, en eftir það bjuggu þau í sambýli við Sigríði, systur Péturs. Skömmu fyrir seinni heims- styrjöld hóf Guðmundur yngri búskap í Ófeigsfirði og bjó þar uns hefðbundinn búskapur var lagður niður í Ófeigsfirði árið 1965. Guðmundur er kvæntur mikilli ágætiskonu, Elínu Elísabetu Guð- mundsdóttur, þau hafa eignast 8 börn sem eru: tvíburasysturnar Bára húsfreyja að Stað í Hrúta- firði og Sjöfn húsfreyja í Bolung- arvík, Pétur stýrimaður og hlunn- indabóndi í Ófeigsfirði, Ingibjörg húsfreyja að Ytra-Bjargi í Mið- firði, Torfi forstjóri á Akureyri, Ásgeir búsettur í Bolungarvík og Böðvar nemandi, sem enn er i for- eldrahúsum. Árið sem þau Guð- mundur og Elín fluttu frá Ófeigs- firði urðu þau fyrir þeirri þungu raun að missa son sinn Guðmund 15 ára að aldri af slysförum í Ófeigsfirði. Eins og sagði hér að framan, þá er Ófeigsfjörður landmikil kosta- jörð, og hafa löngum verið nýtt hlunnindi jarðarinnar sem eru selur, æðarvarp og reki. Til að nytja jörð eins og Ófeigsfjörð þarf mikinn mannafla, en nóg framboð var á vinnuafli fyrr á árum, en með breyttum atvinnuháttum þjóðarinnar og samgöngum var svo komið árið 1965, að ábúend- urnir treystust ekki til þess að halda jörðinni í byggð allt árið um kring. Það ár fluttust Guðmundur og fjölskylda hans til Bolungar- víkur, en aftur árið 1972 fluttu þau búferlum og þá til Kópavogs og hafa þau átt þar heima siðan. Þrátt fyrir að búskapur legðist niður í Ófeigsfirði, þá var haldið áfram að nytja hlunnindin, og hef- ur Guðmundur ásamt Pétri syni sínum dvalist öll vor og sumur í Ófeigsfirði, þar sem þeir hafa sinnt selveiði, æðarvarpi og reka- viði og má telja þessi störf aðal- atvinnu þeirra feðga. Frá því að ég kom fyrst í Ófeigsfjörð hefur varla liðiðnokk- urt ár svo að undirritaður hafi ekki komið þangað, og er mér efst L'huga á þessum merkisdegi Guð- mundar og fjölskyldu hans þakk- læti fyrir margar glaðar og ánægjulegar samverustundir með afmælisbarninu og fólki Guð- mundar. Hann er einstaklega hlýr og þægilegur maður í viðmóti, og er glaðværðin mjög ríkjandi hjá þeim hjónum. Að lokum sendum við hjónin og dætur okkar Guðmundi og konu hans, börnum og öðrum niðjum, okkar bestu hamingjuóskir í von um að við eigum eftir að lifa sam- an margar ánægjustundir eins og þær er við höfum átt saman fram að þessu. Hrólfur Halldórsson “Eitt það mikilsverðasta, sem ég hefi nokkurn tíma gert fyrir húðina var að velja Lux." Allt frá því Ali MacGraw hóf leikferil sinn í kvikmyndum taldist hún til fámenns úrvalsliðs alþióðlegra kvikmyndast jarna. Og innan þess hóps hefur hún jafnan haldið eigin útliti,einstaklings- bundnum fegurðarstíl. Útlitið er mjög eðlilegt og Lux á þátt í að skapa það. Það er vegna þess að hið ágæta löður Lux fer betur með húð hennár en nokkur önnur sápa, mýkir hana og sléttir á hinn fegursta hátt. Umönnun sést á andlitinu. Þess vegna velur Ali MacGraw Lux. 11< vL Ayvit, Atkó'm JV4 1* | Luxgerirhúðina m,úka og siétta LUX ER FEGRUNARSÁPA KVIKMYND ASTJARNA HEIMSINS. XPLTS 20-Dl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.